Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 34
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is BANKAHÓLFIÐ Magnús Þorlákur Lúðvíksson Greinar valinna penna um hrunið og eftirleik þess – Viðtal við Þorvarð Gunnarsson – ÞRJÚ ÁR FRÁ HRUNI Trompspil í Hörpu Það bar margt umhugsunarvert á góma á vel heppnaðri ráð- stefnu stjórnvalda og AGS í Hörpu á fimmtudag. Þetta var hvorki samkoma já-manna né niðurrifsseggja, þvert á móti hélt fjölbreyttur hópur fróðleg erindi. Það er af þeim sökum leitt hvernig rætt hefur verið um ráðstefnuna í kjölfarið. Fókusinn hefur víðast hvar verið á þær persónur sem þar töluðu umfram málflutning þeirra. Sumir andstæðingar upptöku evru hafa bent á það eitt að Paul Krugman og Martin Wolf eru sama sinnis, sumir stuðn- ingsmenn leiðar stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta hafa bent á það eitt að Krugman virðist styðja þá leið, og svo framvegis. Með öðrum orðum virðist sem svo að það eina sem margir hafi tekið frá ráðstefnunni sé það að ákveðnir virtir fræðimenn hafi svipaðar skoðanir. Erlendu fræði- mönnunum hefur verið spilað út eins og einhvers konar tromp- spilum, þá megi ekki draga í efa. Það er akkur í því að fá til Íslands fræðimenn á borð við Krugman. Glöggt er gests augað. Krugman sagði til dæmis að ekki væri hægt að kenna krónunni um það mikla innflæði fjár- magns sem hér varð í aðdrag- anda bankahrunsins og benti á að fjölmörg önnur lönd, þar á meðal evrulönd, hefðu glímt við sama vanda. Þessu ættu stuðn- ingsmenn upptöku evru að velta fyrir sér. En það er líka alveg rétt að fræðimenn á borð við þá sem töluðu í Hörpu hafa ekki í öllum tilfellum sérstaklega mikla þekk- ingu á Íslandi. Til að mynda lagði Willem Buiter til að 110 prósenta leiðinni yrði breytt í 70 prósenta leið en virtist ekki gera sér grein fyrir því hve dýr slík aðgerð gæti reynst eiganda Íbúðalánasjóðs og Landsbankans, ríkinu. Það er því harla yfirborðskennt að líta einungis til skoðana þeirra sem töluðu á ráðstefnunni. Þegar um flókið viðfangsefni á borð við fyrirkomulag peninga- mála er að ræða, er hægur leikur að finna virta fræðimenn sem hafa gjörólíkar skoðanir. Fyrir utan það auðvitað að þegar ein- hver færir þau rök ein fyrir máli sínu að annar sé sama sinnis, er sá fyrri eiginlega nauðbeygður til að vera sammála öllu því sem sá seinni heldur fram. Skyldu til dæmis allir þeir sem hrifust af gagnrýni Pauls Krugman á evruna taka undir málflutning hans um að óskynsamlegt sé að afnema gjaldeyrishöft strax? Heldur ber að grandskoða málflutning þessara einstaklinga og ræða hvað þar er skynsam- legt og hvað ekki. Það hefur lítið upp á sig að nota erlenda fræðimenn eins og trompspil í umræðu. Öðru máli gegnir hins vegar um málflutning þeirra sem getur verið einmitt slíkt spil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.