Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 6
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR6 Faxafeni 14 www.heilsuborg.is „Að laða til sín það góða“ hefur áralanga og farsæla reynslu af námskeiðahaldi í samskiptafærni Fyrirlestur, happdrættisvinningar og heilsusmakk! Frjáls aðgangur að heilsurækt Heilsuborgar í eina viku Verð aðeins kr. 2.500.- (20% afsl. fyrir korthafa Heilsuborgar) Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Léttur og kraftmikill fyrirlestur þar sem þátttakendur fá í ,,nesti” – ,,tæki og tól” til að halda út í framtíðina bjartsýnir og upplits- og laða að sér hamingjudaga. Fræðslunámskeið í Heilsuborg 22. nóvember frá kl. 19.30–22.00 VIÐSKIPTI Slitastjórn Landsbank- ans hefur hafið undirbúning að útgreiðslu á þriðjungi forgangs- krafna í bú bankans. Stærstur hluti þeirra er vegna Icesave- innlánsreikninganna í Bretlandi og Hollandi. Alls stendur til að greiða út 432 milljarða króna í þessari fyrstu útgreiðslu, sem er tæplega 90% af öllu reiðufé sem búið á sem stendur. Þá standa yfir óformlegar viðræður við nýja Landsbankann um uppgreiðslu á skilyrtu skuldabréfi, sem myndi þýða að íslenska ríkið eignaðist allt hlutafé þrotabúsins í nýja bankanum og ætti eftir það 100% hlut í honum. Þetta kom fram á kynningarfundi skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans sem haldinn var í gær. Á fundinum var sagt frá því að slitastjórnin hefði lokið við að taka afstöðu til lýstra krafna í búið, en alls voru þær um 13 þús- und. Samþykktar voru kröfur upp á 2.985 milljarða króna. Af þeim eru 1.319 milljarðar króna for- gangskröfur. Tryggingarsjóður innstæðueigenda (TIF) á 51% af samþykktum forgangskröfum, eða 674 milljarða króna, mestmegnis vegna Icesave-reikninganna. Eignir þrotabús Landsbankans eru nú metnar á 1.353 milljarða króna. Þær eiga því að duga fyrir öllum forgangskröfum auk þess sem almennir kröfuhafar munu fá 34 milljarða króna til að skipta á milli sín. Matið miðast við gengi íslensku krónunnar 22. apríl 2009. Það er gert til að tryggja jafn- ræði kröfuhafa. Ef miðað væri við gengið í dag myndu eignir búsins nema 1.285 milljörðum króna og duga fyrir 97% forgangskrafna. Slitastjórnin tilkynnti í gær að undirbúningur fyrstu greiðslna til kröfuhafa væri langt á veg kominn. Kristinn Bjarnason, for- maður stjórnarinnar, vildi þó ekki nefna neinar dagsetningar í þeim efnum. Greidd verða út um 33% af samþykktum kröfum og mun greiðslan fara fram í fjórum mis- munandi gjaldmiðlum: 740 millj- ónir punda, 1.110 milljónir evra, 710 milljónir dala og 10 milljarð- ar króna. Umreiknað í íslenskar krónur er virði útgreiðslunnar 432 milljarðar. Samkvæmt upp- lýsingum frá slitastjórninni er langstærsti hluti upphæðarinnar geymdur í bönkum erlendis, meðal annars í Bretlandi og Noregi. Þá kom fram í máli Lárentsínusar Kristjánssonar, formanns skila- nefndar Landsbankans, að óform- legar viðræður væru hafnar við nýja Landsbankann um uppgjör á skilyrtu skuldabréfi sem gefið var út í tengslum við uppgjör milli skilanefndarinnar og nýja bankans í desember 2009. Skuldabréfið er bundið við frammistöðu ákveðinna eigna sem færðar voru inn í nýja bankann og á að vera á gjalddaga í árslok 2012. Skilanefndin vill flýta uppgjörinu til að eyða óvissu. Virði þess getur hæst numið 92 millj- örðum króna. Sérstök deild innan skilanefndarinnar fylgist mjög náið með frammistöðu þessara eigna og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur hún að líkur standi til að skuldabréfið muni innheimtast að fullu. Ef það ger- ist mun skilanefndin skila 18,7% hlut sínum í nýja Landsbankanum til ríkisins. thordur@frettabladid.is Ætla að greiða út 432 milljarða króna Þrotabú Landsbankans á fyrir Icesave og öðrum forgangskröfum. Ætlar að greiða út þriðjung við fyrsta tækifæri. Þorri fjárins er geymdur erlendis. Samn- ingaviðræður hafnar um að skila eignarhlut í nýja Landsbankanum til ríkisins. SÍÐASTI FUNDURINN Skilanefnd Landsbankans verður leyst upp um áramót og verkefni hennar flutt til slitastjórnarinnar. Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndarinnar, sat því sinn síðasta kröfuhafafund í því starfi í gærmorgun. Lárentsínus sagði á fundinum að stefnt væri að því að klára söluferlið á Iceland Foods um miðjan desember. Það gæti þó dregist fram í aðra eða þriðju viku janúar- mánaðar. Hann vildi ekki segja hversu margir bjóðendur hefðu lagt inn tilboð né á hvaða bili verðtilboðin, sem eru í 67% hlut skilanefndarinnar og 10% hlut skilanefndar Glitnis, lægju. Heimildir Fréttablaðsins herma að þrotabúið hafi bókfært virði hlutar síns á rúmlega 120 milljarða. Miðað við það er heildarvirði félagsins um 180 millj- arðar króna í bókum þess, eða rétt tæplega milljarður punda. Samkvæmt breskum dagblöðum bárust tilboð í Iceland Foods sem voru yfir 1,3 milljörðum punda, eða um 240 milljörðum króna. Því gætu eignir þrotabús Landsbankans aukist verulega. Lárentsínus tók þó sérstaklega fram að þrotabú Lands- bankans gæti enn ákveðið að halda á eignarhlutnum í Iceland Foods áfram, ef viðunandi tilboð bærist ekki. Iceland Foods hefur skilað mjög góðri afkomu að undan- förnu. Á síðasta uppgjörsári, sem lauk í mars 2011, hagnaðist verslanakeðjan um 155,5 milljónir punda, eða 29 milljarða króna. Hagnaðurinn jókst um 15% á milli ára. Sala Iceland Foods á síðasta ári nam vel yfir 400 milljörðum króna. Söluferli Iceland Foods klárast í síðasta lagi í janúar Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ VIÐSKIPTI Gengið hefur verið frá sölu á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starf- semi í Kína til kanadíska fisksölu- fyrirtækisins High Liner Foods. Heildarsöluverð er um 230 millj- ónir Bandaríkjadala, jafngildi 26,9 milljarða íslenskra króna. Icelandic Group mun áfram eiga vörumerkið Icelandic Seafood en High Liner Foods hefur rétt til notkunar á því í Norður-Ameríku næstu sjö árin. Þá hefur High Liner gert langtíma- dreifingarsamning við Icelandic um kaup og dreifingu á íslenskum sjávarafurðum á svæðinu. Sex erlend fyrirtæki höfðu hug á að leggja fram tilboð í starfsemina en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru þrjú tilboð tekin til alvarlegrar skoðunar. Í lok október hóf Icelandic Group síðan einka- viðræður við High Liner Foods. Framtakssjóður Íslands fer með 81 prósents eignarhlut í Ice- landic Group. Sá hluti sölufjárins sem rennur til sjóðsins mun hins vegar renna beint til lífeyrissjóða og annarra eigenda Framtaks- sjóðsins í samræmi við skilmála hans. Stærsti einstaki hluthafinn í Framtakssjóðnum er hins vegar Landsbankinn, sem fer með 27,59 prósenta hlut. Því munu rúmir 6 milljarðar renna til Landsbank- ans sem er eins og kunnugt er að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs. - mþl Kanadískt fisksölufyrirtæki kaupir starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum: Þrjú tilboð tekin til skoðunar milljarðar króna er heild- arsöluverð á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína. 26,9 EGYPTALAND Nektarmyndir sem egypsk kona, Aliaa Magda Elmahdy, birti af sjálfri sér á bloggsíðu hafa vakið mikið umrót þar sem nekt er sjaldséð í land- inu. Elmahdy segir myndbirt- inguna vera neyðaróp gegn „sam- félagi ofbeldis, kynþáttahyggju, kynferðisofbeldis og hræsni“. Jafnt afturhaldssömustu trúarleiðtogar sem frjálslyndir umbótamenn gagnrýna uppátækið. Frjálslynir Egyptar segja myndbirtinguna skemma málstað umbótasinna. - gb Egyptaland í uppnámi: Nektarmyndir valda umróti KJÖRKASSINN Er hugmynd um endurreisn miðaldadómkirkju í Skálholti góð að þínu mati? Já 41% Nei 59% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú farið í skíðafrí til út- landa? Segðu skoðun þína á Visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.