Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 67
FÖSTUDAGUR 18. nóvember 2011 47 Kryddpían fyrrverandi Mel B segist hafa gaman af því að klæða sig upp og snyrta sig til. „Auðvitað er ég dálítil díva í mér. Ég er búin að selja 75 milljónir platna, hver væri það ekki?“ sagði hún við news.com.au. Hin 36 ára söngkona starfar núna sem dómari í X Factor í Ástral- íu. „Ég er mikil stelpa í mér. Ég hef gaman af því að láta farða mig og greiða mér. Mér finnst líka gaman að klæða mig upp og fara í fín föt.“ Mel eignaðist sitt þriðja barn, Madison Brown Bela- fonte, í septem- ber. Kryddpían er algjör díva DÁLÍTIL DÍVA Kryddpían fyrr- verandi hefur gaman af því að klæða sig upp. Victoria Beckham er ekki beint þekkt fyrir að spara en hún kom starfsfólki matvörubúðarinnar Ralph´s í Los Angeles á óvart þegar hún bað lífvörð sinn um að sækja um afsláttarkort fyrir fjöl- skylduna. Afsláttarkortið gefur 25% afslátt af allri matvöru og er hugsað sem búbót fyrir stórar fjölskyldur. „Okkur fannst gott að sjá að Victoria hugsar um að spara eins og við hin. Við sprung- um hins vegar úr hlátri þegar hún var farin, þar sem hún hefur líklega efni á að kaupa alla búð- ina ef hún vill,“ segir starfsmað- ur búðarinnar við Daily Star. Þess má geta að töskusafn frú Beckham er metið á rúmar 200 milljónir íslenskra króna. Sótti um afsláttarkort FARIN AÐ SPARA Victoria Beckham kom starfsmönnum matvörubúðarinnar Ralph´s á óvart er hún sótti um afsláttar- kort fyrir fjölskylduna. Hér er hún ásamt nýjasta fjölskyldumeðlimnum, Harper Seven. NORDICPHOTOS/GETTY „Það má segja að þetta sé sjálfstætt fram- hald af fyrri plötunni,“ segir Eyjólfur Kristjánsson um plötuna Fleiri notalegar ábreiður sem er að koma út hjá Senu. Fimm ár eru liðin síðan hann og Stefán Hilmarsson gáfu út Nokkrar notalegar ábreiður. Eins og með nýju plötuna hafði hún að geyma ýmis lög eftir aðra tónlistar- menn sem hafa verið í uppáhaldi hjá þeim félögum, þar á meðal Góða ferð sem naut mikilla vinsælda. Heildarsala plötunnar nemur yfir fimm þúsund eintökum. „Þetta er bara hliðarverkefni sem okkur finnst gaman að ganga í þegar við höfum tíma til þess og efni og aðstæður eru í lagi,“ segir Eyfi, en tuttugu ár eru liðin síðan þeir félagar sungu Draum um Nínu í Eurovision- keppninni. Nýja platan inniheldur lög á borð við Þín innsta þrá, Allt með öðrum blæ og Sælustraumur, þar sem Jóhanna Guðrún syngur dúett með Stefáni. Einnig er þar gamalt lag eftir Einar Vilberg, Love Me for a Reason, og lagið Ó Helga eftir Magnús Kjartansson. Stefán og Eyfi ætla í tónleikaferð um landið á næsta ári til að fylgja plötunni eftir, rétt eins og þeir gerðu árið 2007. Sjálf- ur hefur Eyfi nýlokið vel heppnaðri tón- leikaferð sinni um landið til að fylgja eftir safnplötu sinni. Aukatónleikar verða þó í Hafnarborg 25. nóvember þar sem Stefán verður með í för og ætla þeir meðal annars að flytja efni af Fleiri notalegum ábreiðum. - fb Fleiri ábreiður frá Stebba og Eyfa GEFA ÚT FLEIRI ÁBREIÐUR Stefán Hilmarsson og Eyj- ólfur Kristjánsson eru mættir aftur með Fleiri notalegar ábreiður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.