Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 18
18 18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Í Fréttablaðinu sl. föstudag 11.11. rit-uðu þeir félagar frá Betri byggð Gunn- ar Gunnarsson verkfræðingur og Örn Sigurðsson arkitekt enn eina greinina þar sem þeir fara með hrein ósannindi. Í grein- inni eru þeir að svara Ómari Ragnarssyni vegna skrifa hans um Reykjavíkurflug- völl, sem er flugvöllur allra landsmanna og er að sjálfsögðu skylda höfuðborgarinn- ar sem þjónustuþáttur við landsbyggðina. Í grein sinni segja þeir að Ómar hafi sleppt því að nefna fyrstu almennu atkvæðagreiðsluna á Íslandi þegar Reyk- víkingar ákváðu 2001 að Reykjavíkurflug- völlur skyldi lagður niður eigi síðar en 2016. Þeir félagar fara þarna með ósann- indi og ekki í fyrsta skipti né annað, það er jú þekkt að ef farið er með sömu ósann- indin aftur og aftur þá fara þau að hljóma sem sannleikurinn. Mig langar nú enn einu sinni að rifja upp fyrir þeim félögum forsendur þessar- ar kosningar sem fram fór 17. mars 2001. Atkvæðagreiðslan væri bindandi ef a.m.k. 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í henni, og jafnframt bindandi ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði á sama veg jafnvel þótt þátttaka í atkvæða- greiðslunni yrði undir 75% mörkunum. Niðurstaðan var sú að á kjörstað mættu aðeins 37,2% atkvæðisbærra Reykvík- inga, eða samsvarandi tæpum helmingi þess sem tilskilið hafði verið af borgarráði fyrir bindandi atkvæðagreiðslu. Um 1% var auð og ógild atkvæði, samtals 14.529 eða 17,9% kusu að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni og samtals 14.913 eða 18,4% kusu að flugvöllurinn færi – en höfðu þá að sjálfsögðu ekki minnstu hug- mynd um hvert hann ætti að fara. Eins og þessar upplýsingar sýna var kosningin 17. mars 2001 ekki marktæk og þar af leiðandi fara þeir félagar enn og aftur með hrein ósannindi en það virðist bara vera þeirra vinnubrögð. Vatnsmýrin og ósannindin Reykjavíkur- flugvöllur Valur Stefánsson einkaflugmaður Þeir félagar fara þarna með ósannindi og ekki í fyrsta skipti né annað, það er jú þekkt að ef farið er með sömu ósannindin aftur og aftur þá fara þau að hljóma sem sannleikurinn. H éraðsdómur Reykjaness kvað upp merkilegan dóm fyrr í vikunni yfir fjórum sjómönnum, sem voru fundnir sekir um kynferðislega áreitni gegn 13 ára dreng, syni skipsfélaga þeirra, sem fékk að koma með í túr. Meðal þess sem mennirnir voru sakfelldir fyrir var að „punga“ drenginn (eins og einn þeirra orðaði það sjálfur) þ.e. að veifa kynfærunum framan í hann, halda honum og viðhafa sam- farahreyfingar, loka hann inni þar sem verið var að sýna klámmynd og slá hann í rassinn. Sumt af þessu játuðu skipsfélagarnir greiðlega fyrir dómi, en fannst það bara ekkert tiltöku- mál. Einn þeirra talaði fyrir munn margra þegar hann sagði að „stemningin um borð hafi verið þannig að menn hafi t.d. verið að rasskella hver annan eða þykjast ríða hver öðrum. Munnsöfnuður manna hafi verið grófur og það hafi verið blótað“. Hann var á því að framkoman við drenginn hefði verið „svona væg busun“ eins og hann hefði lent í sjálfur þegar hann kom um borð. Allir voru skipverjarnir á því að andinn um borð hefði verið „fínn“, „léttur og góður“ og „öllu slegið upp í grín“. Með öðrum orðum viðtekin hegðun, enda voru þeir alveg steinhissa á að barninu um borð þætti það ekki í lagi sem því var gert. Athæfi mannanna hefur víða vakið hörð viðbrögð. Nemenda- félag Stýrimannaskólans og Skólafélag Vélskólans hafa til dæmis fordæmt það og segja að varast beri að alhæfa um sjómannastéttina af atferli einstakra manna. Það er að sjálfsögðu rétt. Hitt er svo annað mál að „grín“ og „léttur og góður húmor“ af nákvæmlega sama tagi er sums staðar viðtekin hegðun. Kynferðisleg áreitni og einelti af sama toga fær að viðgangast óátalið, einkum og sér í lagi í afmörkuðum hópum karla. Áreitnin beinist gegn kynbræðrum, en fremstir í flokki fara þó yfirleitt þeir sem líka skora hæst í kvenfyrirlitningu. Málið í fiskiskipinu er sérstakt að því leyti að þar níddust full- orðnir karlmenn á barni. Svipaðir atburðir gerast hins vegar í bún- ingsklefum íþróttahúsa, á skólalóðum, á vinnustöðum og jafnvel í busavígslum sumra framhaldsskóla, þar sem birtingarmyndir afbrigðilegrar mannfyrirlitningar fá af einhverjum sökum enn að viðgangast. Sumir halda að þetta sé sjálfsagður hluti af karlahúmor eða karla- kúltúr og margir af þeim sem eru fórnarlömb og líður illa vegna framkomu á borð við þá sem tíðkaðist um borð í fiskiskipinu þora ekki að rísa upp gegn henni eða segja frá af því að þeir hafa þá áhyggjur af að vera ekki taldir alvörukarlmenn. Drengurinn sem ekki sætti sig við meðferðina á sér komst hins vegar yfir hræðsluna og sagði frá. Það sýnir meiri karlmennsku en fullorðnu sjómennirnir bjuggu yfir. Að dómur skuli falla yfir gerendunum og að viðbrögð útgerðar skipsins séu eins hörð og raun ber vitni (þeir voru reknir) er von- andi til marks um viðhorfsbreytingu. Boðskapurinn til karl punga á öllum aldri, sem halda að kynferðisleg áreitni og mannfyrirlitning sé partur af karlakúltúrnum, eru: Hættiði þessu og hagið ykkur eins og menn. Dómur yfir hópi karla vegna kynferðislegrar áreitni gegn ungum dreng markar tímamót. Karlpungar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Stór spurning Vigdísi Hauksdóttur og Steingrími J. Sigfússyni lenti saman á þingi í gær. Vigdís ýjaði að því að Steingrímur hyglaði skyldmennum með fyrir- huguðum kaupum ríkisins á landi á Reykjanesi, en fljótlega kom í ljós að þær vangaveltur voru tóm steypa. Þetta var hins vegar ekki það eina sem Vigdís gerði í gær sem gæti gramist Steingrími. Hún lagði nefnilega líka fram fyrir- spurn til hans sem er kannski ein sú mest krefjandi í þingsögunni. Svar óskast í áttatíu liðum Fyrirspurnin byrjar svona: „Hver er ástæða þess að eftirtöldu er hlíft við niðurskurði í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012:“ Á eftir fylgir upp- talning á rúmlega áttatíu stofnunum, sjóðum, verkefnum og öðrum fyrir- bærum sem þiggja á næsta ári óskert fjárframlög frá ríkinu. „Svar óskast sundurliðað,“ segir Vigdís að lokum. Í þingsköpum segir að svara eigi fyrirspurnum innan tíu virkra daga frá því að þær berast. Steingrímur (og reyndar mestallt íslenska stjórnkerfið) má hafa hraðar hendur eigi það að takast í þetta sinn. Í raun viðbjóður Alþingismanninum Þór Saari finnst mjög leiðinlegt í vinnunni. „Mér verður stundum óglatt við tilhugs- unina um að mæta hérna til vinnu í þetta hús,“ sagði hann í gær. Og svo skrifaði hann pistil. „Sá málatilbún- aður og í raun viðbjóður sem hefur átt sér stað í kringum þetta mál er Alþingi, þingmönnum meirihlutans og forseta Alþingis til háborinnar skammar,“ stendur þar. Hann er að tala um afgreiðslu fjáraukalaga. Þór er margt til lista lagt, en líklega er hann ekki jafnfær í neinu og að gengisfella íslenskt mál. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.