Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 22
22 18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR Höfum flutt starfsvettvang okkar Í tilefni af sameiningu Meltingarsjúkdómadeilda St. Jósefsspítala-Sólvangs í Hafnarfirði og Landspítala, höfum við flutt starfsemi og starfsvettvang okkar á Landspítalann og í Læknastöðina ehf. í Glæsibæ, Álfheimum 74. Ásgeir Theodórs meltingalæknir, EMPH Guðmundur Ragnarsson meltingalæknir, PhD Kjartan B. Örvar meltingalæknir Sigurjón Vilbergsson meltingalæknir Þrátt fyrir hrikalegar afleiðing-ar hrunsins kemur nú betur og betur í ljós hversu vel okkur Íslendingum hefur tekist til við björgunarstarfið þrátt fyrir allt. Þetta getum við nú betur greint þegar lífskjarasóknin er hafin og efnahagslífið hefur spyrnt sér frá botninum eftir umfangsmesta efnahagshrun sem dæmi eru um. Hrunið kallaði yfir Ísland tveggja ára djúpa kreppu. Helstu hagtölur teikna upp hryllings- mynd: Landsframleiðsla dróst saman um rösklega 10%, gengið hrundi um 50%, beinn kostnað- ur ríkissjóðs af endurreisn fjár- málakerfisins var um 20% af landsframleiðslu, skuldir hins opinbera jukust um 70% af lands- framleiðslu. Hver og einn þessara mælikvarða er með því versta sem önnur ríki hafa þurft að glíma við, en samanlagt án nokkurra for- dæma. Þjóðarbúið, ríkissjóður, sveitarfélög, fyrirtækin og heim- ili landsins römbuðu á barmi gjald- þrots. Í augum umheimsins var landið gjaldþrota. Úr krappri vörn í sjálfbæra lífskjarasókn Á rúmum tveimur árum hefur okkur tekist að snúa krappri vörn í sjálfbæra lífskjarasókn. Gjald- þroti ríkissjóðs hefur verið forð- að. Ríflega 200 milljarða halla hefur að mestu verið mætt auk 60 milljarða viðbótarvaxtakostnaðar vegna aukinna skulda ríkissjóðs, en 260 milljarðar eru um helm- ingur ríkisútgjalda! Hagvöxtur stefnir í rúm 3% á þessu ári og kaupmáttur launa hefur vaxið jafnt og þétt samhliða minnk- andi atvinnuleysi. Í lok þessa árs hafa fjölmörg fyrirtæki og heimili landsins farið í gegnum markvissa skuldaaðlögun þar sem skuldir þeirra hafa verið lækkaðar um hundruð milljarða króna. Vextir og verðbólga hafa lækkað umtals- vert, friður er á vinnumarkaði og stöðugleiki ríkir í gengismálum og efnahagslífinu yfirleitt. Ísland getur nú aftur óhikað borið sig saman við helstu velmeg- unarsamfélög heims og kemur á marga mælikvarða vel út úr þeim samanburði. Nýlegur þróunarlisti Sameinuðu þjóðanna sýnir þetta og sannar. Jafnvel þótt þar sé ekki kominn fram sá mikli árang- ur sem náðst hefur á þessu ári hækkar Ísland um 3 sæti á milli ára og er í 14. sæti meðal mestu velmegunarsamfélaga heims. Sé hins vegar tekið tillit til neikvæðra afleiðinga misskiptingar í löndum heims færist Ísland upp í 5. sæti og aðeins Noregur, Ástralía, Svíþjóð og Holland standa Íslandi framar. Lægri skattar og hærri bætur Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa miðað að því að draga úr ójöfnuði og færa byrðarnar af hruninu sem mest á hina ríkari. Þannig hafa kjör hinna lakast settu verið varin með umtalsverðri hækkun lægstu launa, atvinnuleysisbóta og lág- markstryggingar lífeyrisþega, en hinn 1. febrúar næstkomandi mun lágmarkstrygging lífeyrisþega hafa hækkað um 61% í stjórnartíð Samfylkingarinnar auk þess sem tekjuskerðingar vegna tekna maka voru afnumdar. Bótakerfinu og skattkerfinu hefur einnig verið markvisst beitt til að milda áfallið af hruninu og jafna kjörin meðal landsmanna. Á sama tíma og vaxtakostnaður heimilanna jókst um rúm 40% var niðurgreiðsla ríkissjóðs í gegnum vaxtabætur og vaxta- bótaauka aukin um rúm 108% og er nú svo komið að ríkissjóður endurgreiðir u.þ.b. þriðjung af öllum vaxtakostnaði heimilanna vegna húsnæðislána. Vaxtabót- um og barnabótum hefur einnig verið beint frekar til þeirra sem hafa lágar og miðlungs tekjur. Þá hafa skattar verið hækkaðir hjá þeim sem hafa háar tekjur og eiga miklar eignir, en um 60% skatt- greiðenda greiða nú lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fyrir hrun. Heildarskattbyrðin hefur einnig dregist saman, en nú tekur ríkið til sín u.þ.b. 27% af landsframleiðsl- unni samanborið við 29-32% í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Aukinn jöfnuður og varðstaða um velferð Þrátt fyrir umtalsvert lægri tekjur ríkissjóðs og stóraukin útgjöld vegna hrunsins hefur ríkisstjórnin forgangsraðað þannig að nú er meiri fjármunum varið til velferð- armála en á árunum fyrir hrun, hvort sem horft er til framfærslu- útgjalda, menntamála, heilbrigðis- mála eða velferðarmála almennt. Þá hefur verulegum fjármun- um verið varið til að bregðast við þeirri skelfilegu skuldastöðu heim- ila sem við blasti í kjölfar hrunsins. Reiknað er með að um næstu ára- mót hafi um 200 milljörðum króna verið létt af heimilum landsins með beinum afskriftum og umbreytingu erlendra lána yfir í íslensk auk stórfelldrar niðurgreiðslu vaxta- kostnaðar eins og fyrr er nefnt. Með þessum markvissu aðgerð- um hefur tekist að milda högg hrunsins hjá þeim hópum sam- félagsins sem veikast stóðu og á sama tíma hefur dregið mjög úr ójöfnuði meðal Íslendinga. Stjórn- arstefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leiddi til þess að ójöfnuður á Íslandi þróaðist með þeim skelfilega hætti að á innan við 10 árum hafði ríkasti hundraðs- hluti þjóðarinnar fimmfaldað hlut sinn í heildartekjum þjóðarinnar – farið úr 4% heildartekna árið 1998 í 20% árið 2007. Nú, rúmum þrem- ur árum síðar, nálgumst við aftur fyrri stöðu, þó að enn sé nokkuð í land. Sú leið sem ríkisstjórnin hefur valið í viðbrögðum sínum við hruninu er að skila miklum og eftirtektarverðum árangri. Efna- hagslífið er að taka við sér með kröftugari hætti en í flestum nágrannalöndum okkar, kaupmátt- ur og atvinnuþátttaka vaxa hraðar og jöfnuður eykst jafnhliða stórum skrefum. Ísland er sannarlega á réttri leið ! Sú leið sem ríkisstjórnin hefur valið í við- brögðum sínum við hruninu, er að skila miklum og eftirtektarverðum árangri. Aukinn jöfnuður og bætt kjör – Ísland á réttri leið! Málefni landbúnaðarins eru Fréttablaðinu hugleikin eins og sést nú síðast í forystugrein blaðsins fimmtudaginn 17. nóvem- ber. Ritstjóri blaðsins fjallar þar um skýrslu sem leggur mat á lík- leg áhrif afnáms tolla á búvörur við aðild Íslands að ESB. Í stuttu máli afgreiðir hann 36 blaðsíðna skýrslu, sem inniheldur víðtækar lýsingar á fyrirvör- um á þeirri greiningu sem þar er unnin, með því að segja að tölurnar í skýrslunni sýni skil- merkilega hver sé ávinningur neytenda af ESB-aðild. Þarna dregur ritstjórinn víðtæka álykt- un og kýs að lesa eitthvað allt annað út úr skýrslunni en þar stendur. Sannleikurinn er sá, og þetta get ég fullyrt með vissu þar sem ég er annar höfunda skýrsl- unnar, að þar stendur mjög lítið um verð til neytenda. Erfitt er að draga nokkrar ályktanir um útsöluverð búvara út frá því sem fram kemur í skýrslunni. Til þess þyrfti upplýsingar um verðmynd- un á landbúnaðarvörum hér og í Evrópu en þær upplýsingar höfðu skýrsluhöfundar ekki. Á það er bent í skýrslunni hvernig smásalan í Finnlandi jók markaðsstyrk sinn og hlut í útsölu- verði búvara við aðild landsins að ESB. Þótt verð til bænda lækkaði um tugi prósenta skilaði það sér ekki með sambærilegri verðlækk- un til neytenda. Einnig er vikið að því að brauð og brauðvörur eru mun ódýrari í ESB en hér á landi. Munurinn er síst minni en á öðrum matvörum þótt ekki séu lagðir tollar hér á landi á innflutt hráefni til brauðgerðar eða aðrar innfluttar kornvörur. Annað sem er mikilvægt að benda á er að niðurstöður skýrslunnar byggja á mun sterkara gengi krónunnar heldur en við búum við í dag. Ályktun ritstjórans um ávinn- ing neytenda af ESB-aðild vegna niðurfellingar tolla á búvör- um er úr lausu lofti gripin. Það væri óskandi að fjallað væri af meiri nákvæmni um viðfangs- efnið í framtíðinni í hinu víðlesna Fréttablaði. ESB, landbúnaðurinn og Fréttablaðið Á aðalfundi Samtaka sveitar-félaga á höfuðborgarsvæð- inu, sem haldinn var föstudag- inn 4. nóvember, var samþykkt tillaga þess efnis að óska eftir samstarfi við ráðuneyti ferða- mála um uppbyggingu snjófram- leiðslu í Bláfjöllum. Krafan um snjóframleiðslu í Bláfjöllum hefur verið nokkuð hávær undanfarið og finnst skíðafólki því stórlega mismunað í samanburði við aðrar íþróttagreinar hvað varðar upp- byggingu íþróttamannvirkja, að sögn Skíðaráðs Reykjavíkur. Undirrituðum finnst þessi sam- þykkt skjóta nokkuð skökku við, þar sem á fundi á vegum SSH hinn 31. október sl., þar sem skýrsla um áhættumat vegna vatns- verndar í Bláfjöllum var kynnt, vöruðu flestir þeirra sem tóku til máls á fundinum við því að hafin yrði snjóframleiðsla í Bláfjöllum, þar til frekari rannsóknir á Blá- fjallasvæðinu í heild sinni hefðu farið fram. Það vekur furðu okkar að Ásgerður Halldórsdótt- ir, formaður SSH, skuli ætla að þröngva fram ákvörðunum um snjóframleiðslu og líta framhjá þeirri staðreynd að svæðið er á vatnsverndarsvæði. Það er ein- kennileg forgangsröðun. Á fundinum hinn 31. október var jafnframt bent á að skíðasvæðið væri hluti af Bláfjallafólkvangi og það er mikilvægt að skipuleggja svæðið sem heild áður en ákvarð- anir eru teknar um einstaka fram- kvæmdir eða skika, þ.m.t. Þrí- hnjúkagíg og Heiðmerkursvæðið. Bláfjallasvæðið er vatnsvernd- arsvæði höfðuðborgarsvæðisins og treysta íbúar því að fá hreint neysluvatn um ókomin ár. Vatn er mannréttindi og ef við viljum tryggja komandi kynslóðum þau mannréttindi verðum við að gæta þess að spilla ekki vatnsverndar- svæði þeirra. Það er kominn tími á endur- nýjun á ýmsum búnaði í Bláfjöll- um og ákvörðun um slíkt virðist byggjast á ákvörðun um snjófram- leiðslu. Slíka ákvörðun er ekki hægt að taka fyrr en heildstæðar upplýsingar um vatnsverndina og um áhrif athafna á svæðinu liggja fyrir. Mikilvægt er að hraða slíkri vinnu en hún mun samt taka sinn tíma. Skíðafólk verður að sýna bið- lund og vonandi vill það, sem og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu, að vatnið njóti vafans þangað til. Snjór eða vatn? Efnahagsmál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Landbúnaður Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands Umhverfismál Margrét Júlía Rafnsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs Guðný Dóra Gestsdóttir formaður skipulagsnefndar Kópavogs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.