Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 30
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR30 timamot@frettabladid.is Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúðar kveðjur við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Margrétar Jakobsdóttur Líndal kennara. Kristinn Gíslason Jakob Líndal Kristinsson Kristín Gísladóttir Halldóra Kristinsdóttir Þorkell Traustason Gísli Kristinsson Bjarney Sigvaldadóttir Jónína Vala Kristinsdóttir Gylfi Kristinsson ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Gunnarsdóttir úr Von, Reykási 47, lést á Landspítalanum Fossvogi 11. nóvember. Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 21. nóvember kl. 13.00. Lilja Sigurðardóttir Jón Gunnar Sigurðsson Cheryl Jonson Viðar Marel Jóhannsson Birgir Marel Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri Vilhjálmur Grímsson tæknifræðingur lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju 18. nóvember kl. 13.00. Vigdís Pálsdóttir Páll Vilhjálmsson Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Guðmundur Óskar, Vigdís Ingibjörg og Inga Þóra Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Vilhjálmur Theodór og Krista Sól Garðar Vilhjálmsson Ásta Steinunn Eiríksdóttir Berglind Glóð, Birgitta Björt og Bryndís Perla Inga María Vilhjálmsdóttir Gestur Páll Reynisson Anna Lilja og Vilhjálmur Reynir Páll Þorsteinsson systkini og tengdafólk Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Svanhildur Snæbjarnardóttir áður til heimilis Hellu, Hellissandi, sem lést fimmtudaginn 10. nóvember, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Gunnar Már Kristófersson Auður Jónsdóttir Steinunn J. Kristófersdóttir Lúðvík Lúðvíksson Sigurjón Kristófersson Sigurlaug Hauksdóttir Snæbjörn Kristófersson Kristín S. Karlsdóttir Svanur K. Kristófersson Anna Bára Gunnarsdóttir Þröstur Kristófersson Sigurbjörg E. Þráinsdóttir Kristinn Valur Kristófersson Guðríður A. Ingólfsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. 72 MARGARET ATWOOD rithöfundur og ljóðskáld er 72 ára í dag.„Svörin sem fást í bókmenntunum eru undir spurningunum komin.“ Á þessum degi árið 1920 lést íslenski presturinn og skáldið Matthías Jochumsson. Matthías fæddist 11. nóvember árið 1835 á bænum Skógum í austurhlíðum Þorskafjarðar undir Vaðalfjöllum. Hann var sonur Jochums Magn- ússonar bónda og Þóru Einarsdóttur, sem bæði voru af merkum breiðfirskum ættum. Tvítugur dvaldi Matthías vetrarlangt í Kaup- mannahöfn og með styrk ættingja sinna gat hann hafið nám í Latínuskólanum, 24 ára að aldri. Skáldskaparhneigð Matthíasar birtist snemma og blómstraði þegar hann settist á skólabekk. Matthías var einnig prestur, meðal annars á Odda á Rangárvöllum, en hann stund- aði líka blaðamennsku og ritstýrði tímaritinu Þjóðólfi á sjö ára tímabili. Eftir Matthías liggja mörg ritverk og kvæði ásamt sjálfum þjóðsöng Íslendinga, sem hann nefndi Lofsöng. Matthías kvæntist þrisvar og eignaðist ellefu börn. Síðari hluta ævi sinnar bjó hann á Sigurhæðum á Akureyri. Húsið reisti hann sjálfur og í dag er þar safn helgað minningu Matthíasar. ÞETTA GERÐIST: 18. NÓVEMBER 1920 Matthías Jochumsson fellur frá Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin í dag frá stofnun Hins hússins verður núverandi og fyrrverandi starfsmönn- um hússins boðið til afmælisveislu milli klukkan 16 og 18 í dag. Þeir starfsmenn telja um 800 manns og má því búast við að veislan verði hin fjölmennasta. Markús H. Guðmundsson er forstöðu- maður Hins hússins. „Þetta er orðið mikill fjöldi sem hefur starfað í Hinu húsinu í gegnum tíðina þannig að það verður dagskrá á öllum hæðum í dag með skemmtiatriðum og tónlist þar sem ungmenni, gömul og ný, koma fram og það verður kaka,“ segir Markús. Hitt húsið hefur frá árinu 1991 hýst tómstundaaðstöðu fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára, í fyrstu í gamla skemmtistaðnum Þórskaffi en síðar fluttist öll starfsemin í miðbæinn og breyttist þá í allsherjar menningar- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk. „Ég held að fyrir ungmenni í Reykja- vík skipti húsið miklu máli. Þeir eru margir snertifletirnir sem húsið hefur við ungt fólk og þótt við höldum því ekki fram að við náum til allra er mikil umferð ungs fólks hér. Yfir sumartím- ann, þegar jafningafræðslan, götuleik- húsið og önnur slík verkefni eru í gangi, eru stundum 160 starfsmenn í húsinu, en starfsmannatalan er breytileg, frá 25 starfsmönnum.“ Síðasta sumar sóttu um 400 ungmenni um jafningafræðsluna og svipað var að segja með götuleikhúsið, en 300 ungmenni sóttu um að komast þar að. Markús segir gaman að geta boðið upp á verkefni sem ungmenni hafi svo mikinn áhuga á að taka þátt í. „Við starfsmenn hússins njótum mikils trausts hjá okkar yfirmönnum og þannig höfum við fengið frjálsar hendur til að breyta um áherslur milli ára eftir því hvað er að gerast í þjóð- félaginu. Í kringum 1995 var til dæmis atvinnuleysi meðal ungs fólks og þá ein- beittum við okkur að þeim málaflokki og svo tók menningin yfir þegar þau mál komust í betra lag. Nú hefur aftur skapast þörf fyrir að koma að verkefn- um tengdum atvinnumálum og við erum til dæmis að keyra námskeið núna sem heita Vítamín. Þar virkjum við ungt fólk í samvinnu við Vinnumálastofnun.“ Markús segir Hitt húsið vera vöggu menningar fyrir unga listamenn þar sem margir stígi sín fyrstu skref. „Hér er hægt að gera alls kyns til- raunir í tónlist, dansi og öðru og þá reynum við að veita ungmennum bæði aðstoð og aðstöðu, en það er megin- markmið hússins. Ólíkt því sem er í félagsmiðstöðvunum fá ungmennin hér lykil og gera við okkur samning. Þannig hafa nokkur félög líka sína aðstöðu hér og AA-fundir eru hér á kvöldin og um helgar. Þá erum við með heilmikla starfsemi fyrir fatlaða, bæði klúbba og opið hús.“ Og þá er enn margt eftir óupptalið. „Auðvitað langar mann alltaf til að gera meira en það öskrar á meira fjármagn. Ég held að þetta snúist ekki endilega um að húsnæði sé úti í öllum hverfum heldur skiptir máli að ung- lingar geti sótt í eitthvert fjármagn til að geta æft tónlist eða dans eða sinna sínum hugðarefnum.“ juliam@frettabladid.is FYRRVERANDI OG NÚVERANDI STARFSMENN HINS HÚSSINS: Í TUTTUGU ÁRA AFMÆLI Um 800 manna veisla haldin BREYTILEGAR ÁHERSLUR „Við starfsmenn hússins njótum mikils trausts hjá okkar yfirmönnum og þannig höfum við fengið frjálsar hendur til að breyta um áherslur milli ára eftir því hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Merkisatburðir 1897 Blaðamannafélag Íslands er stofnað. 1978 Rúmlega 900 meðlimir sértrúarsafnaðarins People’s Temple í Jonestown í Gvæjana fremja fjöldasjálfsmorð. 1981 Áttunda hrina Kröfluelda hefst. Gosið stendur í fimm daga. 1982 Vilmundur Gylfason gengur úr Alþýðuflokknum og stofnar Bandalag jafnaðarmanna. 1993 Írska drengjahljómsveitin Boyzone er stofnuð. 2007 Námuverkamenn, 101 talsins, láta lífið í námuslysi í Úkraínu. Ítölsk dagskrá verður í Háskóla Íslands í kvöld í tilefni viku ítalskrar tungu og menningar sem haldin er víða um heim. Með ítalskri viku er þess minnst að 150 ár eru liðin frá sameiningu Ítalíu. Dagskráin ber yfir- skriftina „ítölsk mósaík“ og hefst klukkan 18.30 í stofu 101 í Lögbergi. Meðal dagskrárliða er fyrirlestur Maurizio Tani um listir og stjórnmál Ítalíu, en Tani er stundakennari í ítölsku við Háskóla Íslands. Í öðrum erindum er meðal annars fjallað um ítalskar skáldsögur og bókmenntir Ítala. Að lokinni dagskrá er boðið til umræðna og léttra veitinga. - jma Ítölsk dagskrá STÓRAFMÆLI SAMEININGAR Um þessar mundir eru 150 ár liðin frá sameiningu Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.