Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 12
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR12
MÓTMÆLANDI Í LJÓSASTAUR Efst í
ljósastaur í Sana, höfuðborg Jemen,
mátti í gær sjá mótmælanda veifa fána
landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
INDÓNESÍA, AP Heimsókn Baracks
Obama Bandaríkjaforseta setur
svip sinn á leiðtogafund tíu Suð-
austur-Asíuríkja sem hófst á eyj-
unni Balí í Indónesíu í gær.
Obama hefur kynnt margvís-
leg áform um sterkari ítök Banda-
ríkjanna á Kyrrahafinu og allt til
Asíu. Þau áform hafa mætt gagn-
rýni, ekki síst frá Kínverjum, sem
virðast telja þessi auknu umsvif
beinast gegn sér.
„Bandaríkin telja að heims-
yfirráðum þeirra stafi nú vax-
andi hætta frá Kína,“ segir í
ritstjórnargrein frá Xinhua, hinni
opinberu fréttastofu kínverskra
stjórnvalda. „Þess vegna er þess-
ari breyttu áherslu Bandaríkjanna,
sem nú horfa til austurs, í reynd
beint að því að halda Kína niðri og
halda Kína í skefjum og vinna á
móti þróun Kína.“
Í ræðu sem Obama hélt í Ástralíu,
þar sem níu daga Asíuferð hans
hófst á miðvikudag, sagði hann
að Bandaríkin myndu á næstunni
leggja mikla áherslu á að rækta
tengsl sín við Kyrrahafs- og Asíu-
ríki, ekki síst í varnarmálum. Fjár-
hagslegur niðurskurður í Banda-
ríkjunum myndi ekki draga neitt
úr því.
„Nú þegar flest kjarnorkuveldi
heims og helmingur mannkyns eru
í Asíu mun Asía að stórum hluta
ráða því hvort öldin fram undan
einkennist af átökum eða sam-
vinnu, tilgangslausum þjáningum
eða framförum mannkyns,“ sagði
hann og lagði meðal annars áherslu
á að efla samstarf við Kína.
Á leiðtogafundi Suðaustur-Asíu-
ríkjanna bar það annars til tíð-
inda að tekin var ákvörðun um
að Búrma yrði gestgjafi fundar-
ins árið 2014. Þessi ákvörðun var
tekin eftir að ljóst þótti að veru-
legar lýðræðisumbætur væru að
eiga sér stað í Búrma eftir að Sinn
Thein tók við forsetaembætti þar
í kjölfar hinna umdeildu kosninga
fyrr á árinu.
Stjórnvöld í Búrma hafa meðal
annars látið fjölda stjórnarand-
stæðinga lausa úr fangelsi og
fyrir liggur að Lýðræðishreyfing-
in, flokkur Aung San Suu Kyi, fái á
ný skráningu sem löglegur flokkur
og geti boðið fram til næstu kosn-
inga. Þessi flokkur vann stórsigur
í kosningum árið 1990 en herfor-
ingjastjórnin þar vildi ekki við-
urkenna sigurinn og hefur síðan
barið niður alla stjórnarandstöðu
í landinu, allt þar til nú á síðustu
mánuðum.
Meðal erfiðra viðfangsefna á
leiðtogafundinum eru deilur um til-
kall til nokkurra eyja í Suður-Kína-
hafi og mörk landhelgi ríkjanna.
gudsteinn@frettabladid.is
Kínverjar gagnrýna
Asíuáform Obama
Níu daga Asíuferð Bandaríkjaforseta hefur ýtt við Kínverjum. Leiðtogar tíu
Suðaustur-Asíuríkja ræða saman á Balí. Búrma kemur inn úr kuldanum.
TAKA HÖNDUM SAMAN Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkjanna á fundinum í Indónesíu. Thein Sein, hinn nýi leiðtogi Búrma, er lengst
til hægri. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Kona, fyrrverandi bók-
ari og gjaldkeri hjá fasteignasöl-
unni Hraunhamri, hefur verið
dæmd í sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir stórfelldan
fjárdrátt. Hún dró sér á árunum
2007 og 2008 fjármuni og önnur
verðmæti frá félaginu, alls rúm-
lega sex milljónir króna. Pen-
ingunum varði hún í eigin þágu.
Meðal annars greiddi hún
seljanda fasteignar, sem hún
hafði sjálf fest kaup á fyrir
milligöngu Hraunhamars, þrjár
milljónir króna af bankareikn-
ingi fasteignasölunnar, sem
greiðslu vegna afhendingar fast-
eignarinnar.
Konan hafði áður aðeins lagt
tvær milljónir inn á reikning
Hraunhamars. - jss
Kona dæmd á skilorð:
Dró sér rúmar
sex milljónir
STJÓRNSÝSLA Elín Jónsdóttir mun
láta af störfum forstjóra Banka-
sýslu ríkisins í dag, að því er
fram kemur í
tilkynningu frá
Bankasýslunni.
Hún sagði
starfi sínu
lausu í byrjun
ágúst.
Karl Finn-
bogason, sér-
fræðingur hjá
Bankasýslunni,
hefur verið
skipaður staðgengill forstjóra.
Hann mun gegna því hlutverki
þar til nýr forstjóri verður ráð-
inn. Starf forstjóra var auglýst
laust til umsóknar fyrr í mán-
uðinum, og rennur umsóknar-
frestur út 27. nóvember.
Bankasýslan er ríkisstofnun
sem fer með eignarhlut ríkisins
í fjármálastofnunum. - bj
Breytingar hjá Bankasýslunni:
Forstjóri ráðinn
tímabundið
ELÍN JÓNSDÓTTIR
ORKUMÁL Landsvirkjun hyggst reisa eina
eða tvær 45 metra háar vindmyllur
við Búrfells virkjun á komandi ári í
rannsóknar skyni. Gangi það eftir mun í
fram haldinu rísa þar vindmyllugarður líkt
og í nágrannalöndunum og gæti vindorka
orðið stór hluti af orkuframleiðslu Íslend-
inga, að mati Óla Grétars Blöndal Sveins-
sonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs hjá
Landsvirkjun.
Óli Grétar sagði á haustfundi Landsvirkj-
unar í vikunni að tilraunaverkefni með
virkjun vindsins á Suðurlandsundirlendinu
hefði gengið vel, en 60 metra hátt mastur
var reist við Búrfellsvirkjun fyrr á þessu
ári til að mæla vindorku á svæðinu.
„Vindorka er sá óhefðbundni orkugjafi
sem hefur náð bestri fótfestu og er í mest-
um vexti í nágrannalöndum okkar,“ sagði
Óli og bætti við að mikil tækifæri lægju í
nýtingu vindorku hér á landi.
„Helstu kostirnir eru að við búum á
vindasömu landi og aðstæður eru betri
en á flestum öðrum stöðum,“ sagði hann.
„Nýtingartími hér er tvöfalt betri en heims-
meðaltal, mikið landrými og aðstæður
svipaðar og á hafi úti.“
Hægt er að taka niður bæði það mastur
sem nú þegar hefur verið reist við Búrfells-
virkjun og þær vindmyllur sem stendur
til að reisa, þannig að um afturkræfar
aðgerðir er að ræða. - sv
Tilraunaverkefni Landsvirkjunar með vindorku hefur gengið vel:
Reisir vindmyllur í rannsóknarskyni
VINDMYLLUGARÐUR Ef áætlanir Landsvirkjunar ganga
eftir mun vindmyllugarður rísa á Suðurlandi.
NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNSÝSLA Kona sem var laus-
ráðin við Brekkubæjarskóla fær
1.655 þúsund króna í bætur, þar
sem hún fékk ekki fastráðningu
þegar starf var auglýst við skól-
ann. Í kæru til menntamálaráðu-
neytisins sagði konan að skóla-
stjórinn hefði útilokað sig áður
en ráðningarferlinu hefði verið
lokið. Ráðuneytið úrskurðaði að
ranglega hefði verið staðið að
ráðningunni. Árni Múli Jónasson,
bæjarstjóri á Akranesi, sagði
að ákveðið hefði verið að una
niðurstöðunni. - jhh
Ekki fastráðinn á Akranesi:
Kennari fær 1,6
milljónir í bætur
REYKJAVÍKURBORG Efla á notkun
almenningsbókasafna meðal
yngstu grunnskólabarnanna í
Reykjavík. Skóla- og frístundaráð
borgarinnar vill að í því skyni
verði útfært verkefni sem miði
að því að kynna fyrir börnum á
frístundaheimilum kosti almenn-
ingsbókasafna í þeirra hverfi.
„Verkefnið gangi út á að börn
í frístund eignist bókasafnskort,
nýti sér safnkost og læri hvern-
ig auðveldlega megi komast á
fæti eða í strætó að bókasafni í
þeirra hverfi,“ segir í samþykkt
skólaráðsins, sem vill sömuleið-
is samstarf milli Borgarbóka-
safns og frístundaheimila um að
nýta bókakost bókasafnanna á
frístundaheimilum. - gar
Vilja efla bókalestur barna:
Bókasöfn verði
kynnt börnum
Á BÓKASAFNI Borgin vill börn inn á
bókasöfnin.
DÓMSMÁL Tveir menn um tvítugt og átján ára stúlka
hafa verið ákærð fyrir allmörg brot. Öðrum mann-
inum og stúlkunni er meðal annars gefið að sök
að hafa, ásamt tveimur öðrum, brotist inn í sund-
laugina á Varmá í Mosfellsbæ og gert þarfir sínar
í hana. Hinn maðurinn er ákærður fyrir að hafa
stolið bíl, sett á hann stolin númer og ekið honum
að verslun Ellingsen þar sem hann stal nær þriggja
milljóna króna hjólhýsi, eftir að hengilás hafði verið
sagaður sundur. Að því búnu hafi hann haldið á
Hellu og síðan að Flúðum, ásamt félaga sínum, þar
sem þeir voru handteknir í hýsinu. Bílþjófurinn
meinti er jafnframt ákærður fyrir að stela tveimur
öðrum bílum.
Samtals eru þremenningarnir ákærðir fyrir níu
þjófnaðarbrot og gripdeildir, þar sem þeir létu
greipar sópa. Að auki er annar mannanna og stúlk-
an ákærð fyrir að hafa brotið rúður í bíl í Bolungar-
vík og síðan kveikt í honum þannig að hann gjör-
eyðilagðist.
Mosfellsbær gerir skaðabótakröfu upp á rúmlega
85 þúsund krónur og Samkaup gera skaðabóta-
kröfu á hendur þremenningunum upp á rúmlega
211 þúsund krónur. Þá gerir Kaupfélag Vestur-
Húnvetninga skaðabótakröfu sem nemur rúmlega
252 þúsund krónum og Skeljungur gerir kröfu upp
á skaðabætur að upphæð rúmlega ellefu þúsund
krónur. - jss
Ákært fyrir að stela þriggja milljóna króna hjólhýsi og fleiri afbrot:
Brutust inn og skitu í sundlaug
FLÚÐIR Mennirnir voru handteknir í hjólhýsinu á Flúðum.
MYND ÚR SAFNI.