Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 33
3 Áhöld: Skál, sleif, desilítramál, mæliskeiðar og bökunarplata með bökunarpappír 3½ dl hveiti 2 dl sykur 3-4 dl kókosmjöl ½ tsk. hjartarsalt 150 g mjúkt smjör 1 dl rúsínur 1 egg Setjið allt í skál og hrærið vel saman. Ef deigið er mjög blautt má bæta í það smá hveiti en ef það er of þurrt þá örlitlu vatni. Mótið litlar kúlur í höndunum og setjið á plötuna. Reynið að hafa gott bil á milli þeirra. Bakið við 180 °C í 10–12 mínútur eða þar til kökurnar hafa stífnað aðeins og eru orðnar fallega gullinbrúnar. Frú Kitschfríður lítur á sig sem hina nýju Helgu Sigurðardóttur og finnst kominn tími til að taka upp þráðinn og bæta ástandið. Hún telur sig vel til þess fallna að vera uppfræðara og fyrirmynd í þeim efnum. Bókin byggir á húsráða- pistlum hennar og gott betur en þar er líka að finna ráðleggingar um smekkvísi, karlmenn, sam- ræðulist og ýmislegt fleira sem snýr að kvenleikanum. Hún er svo krydduð með nytsamlegum ráðum upp úr bókum frá árunum 1920 til 1967 en í þeim er margt að finna sem ekki má fara forgörðum að mati Frú Kitscfríðar. Í bókinni, sem minnir á gömul kvennatímarit, er að finna fallegar kökumyndir þó ekki séu þar eig- inlegar uppskrift- ir. Frú Kitschfríð- ur gefur lesendum Fréttablaðsins hins vegar eina ekta amríska. vera@frettabladid.is Í Ameríku er allt fullt af fyrirmyndarhúsmæðrum enn þann dag í dag og kemur þessi uppskrift frá Betty vinkonu minni í Minneapolis. Betty er ann- áluð fyrirmyndarhúsmóðir og pennavinkona mín frá unglingsárum. 12 eggjahvítur 1½ tsk. Cream of tartar (fæst í bökunarhillum betri verslana) 1½ bolli sykur (amerískur bolli er 3 dl) 1½ tsk. vanilludropar (og aukreitis ofan í húsmóður- ina!) ½ tsk. möndludropar (sjá fyrir ofan) 1 bolli sigtað hveiti ¼ tsk. salt Hitið ofninn í 200 gráður. Þeytið eggjahvíturnar ásamt tartarinu á mesta hraða þar til þetta myndar froðu. Bætið þá smátt og smátt ¾ bolla af sykri út í, 2 msk. í einu þar til sykurinn leysist allur upp og hvíturnar líta út eins og skýjabólstrar á góðviðrisdegi. Það er agalega nauðsyn- legt að eiga alminlega hrærivél í þetta, stelpur! Smellið bökunardrop- unum saman við rétt í restina. Sigtið saman hveiti, restina af sykrinum og saltið. Blandið þá hálfum bolla í einu af hveitiblöndunni varlega saman við hvíturnar með sleikju. Alls engan brussugang hér, það má alls ekki slá allt loftið úr hvítunum! Hellið deiginu í 25 cm, ósmurt form. Ekta Angel´s Food-form er með gati í miðjunni. Ef þið ekki eigið svoleiðis, látið þá 20 cm form duga. Takið þá búr- hníf og skerið blíðlega gegnum deigið allan hringinn. Bakið í 30-40 mín- útur eða svo, eða þar til kakan dúar undir fingri eins og Snælands- svampdýna. Hvolfið kökunni í forminu yfir kæligrind og látið kólna í hálftíma. Smellið í ykkur einhverju styrkjandi á meðan. Nú, eða hrærið smjörkremið. Losið kökuna varlega úr forminu með pönnukökuspaða og hristið lauslega til að ná henni úr forminu. Setjið á lekkeran kökudisk og smyrjið smjörkreminu á. Skreytið með ananas- hringjum og kokteilberj- um, það er alltaf fallegt og klikkar ekki. Smjörkrem ½ bolli smjör við stofuhita 2 bollar sigtaður flórsykur 1 eggjarauða 1 tsk. vanilludropar 1 msk. rjómi Ögn af rauðum matarlit, bleikar kökur eru svo dömulegar! Þeytið saman smjör og sykur. Ef þið gleymduð að taka smjörið tímanlega út úr ísskápnum, er hægt að slá því vandamáli upp í Húsráðakveri frúarinnar, hnegghnegg! Bætið hinu hráefninu við og þeytið áfram. Þykkja má kremið að vild með flórsykri. Fyrirmyndarhúsmæður láta ekkert fara til spillis! Búið til ekta majónes úr afgangsrauðum eða skellið í ekta bernaise handa bóndanum. EKTA AMRÍSK ANGEL‘S FOOD KAKA Að hætti Frú Kitchfríðar Kitchfríður segir þessa hreint sælgæti. Framhald af forsíðu „Það er talað um að tölvuleikir höfði til barna því þar verði svo skjót endurgjöf, en matreiðslan er eins með sín skýru verkefni, mælanlega árangur og endur- gjöf strax,“ segir Guðmundur yfir áhugasömum matreiðslusnillingum í Laugarnesskóla. „Öll börn hafa yndi af elda- mennsku. Þau verða kannski ekki öll Michelin-kokkar en hvert og eitt getur orðið fært um að búa til mat sem það nýtur að borða og hjálpar til við hreysti og heilbrigði. Þá hugsun þurfa foreldrar að inn- leiða hjá börnum sínum og kynna þeim verkefnið sem mikilvægt og nauðsynlegt, með þekkingu og færni sem auðvelt er að tileinka sér,“ segir Guðmundur og leggur áherslu á að eldhús megi aldrei verða börnum framandi heimur því þannig búi foreldrar til fólk sem lifi á skyndibita. Með matreiðslubókinni Eldum saman vildi Guðmundur skapa hjálpartæki fyrir fjölskyldur að gera eitthvað saman í eldhúsinu. „Matmálstímar sameina fólk og skapa dýrmætar minningar. Með því að virkja börn í eldamennsk- unni verður afraksturinn þeirra og meira gaman að borða.“ Guðmundur segir réttan tíma fyrir börn að hefja eldhússtörf þegar þau sýni þeim áhuga. „Það gerist oft um tveggja, þriggja ára aldur. Þá er verkefni foreldra að finna barninu hentug og raunveruleg viðfangsefni, en alls ekki of einföld aulaverkefni sem svo er ekki ætlað að borða.“ Guðmundur hefur komist að því hvað öllum krökkum þykir gott. „Allir krakkar eru hrifnir af pitsu, enda auðvelt að laga hana að smekk hvers og eins. Þá er grjóna- grautur í uppáhaldi, sem og bakst- ur, sem þeim þykir skemmtilegur viðfangs og gaman að uppskera með góðri köku.“ Í Eldum saman fer Guðmundur yfir mannasiði við matarborðið, hreinlæti og annað til stuðnings uppeldi barna í eldhúsinu. thordis@frettabladid.is Eldhús skapa minningar Guðmundur Finnbogason er eini karl lýðveldisins sem lokið hefur kennaranámi í heimilisfræðum. Hann ákvað að sameina fjölskyldur landsins í eldhúsinu með því að skrifa matreiðslubók handa krökkum. Guðmundur Finnbogason heimilisfræðikennari með Eyju Sigrúnu Jónsdóttur og Rut Sumarrós Eyjólfsdóttur, nemendum í 5. bekk Laugarnesskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÓKOSKÖKUR GUÐMUNDAR HEIMILISFRÆÐIKENNARA Uppskriftin telur um 20 kökur sem er fljótlegt og gaman að baka. það styttist í að sýningar hefjist á Jólarósum Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur hjá barnaleikhúsi Möguleikhússins. Leikhúsið hvetur foreldrafélög leik- og grunnskóla sem vilja fá sýninguna til sín að hafa samband sem fyrst og bóka sýninguna, því eftirspurnin er mikil. Gefðu barninu hlýju Dúnsængur og koddar Barnafataverslun | Suðurlandsbraut 52, bláu húsunum Faxafeni | 561 3500 KRAKKA PAKKAR Komdu við og kíktu á úrval af vönduðum og fallegum barna- fatnaði í jólapakkana Mán.–fös. 11–18 Lau. 11–16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.