Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Föstudagur skoðun 18 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur Jólaföt 18. nóvember 2011 270. tölublað 11. árgangur JÓLAFÖTFÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 KynningarblaðKjólarYfirhafnirFylgihlutirSkartGóð þjónustaSanngjarnt verð V ið erum með alveg ótrúlega breitt og vandað vöruúrval á góðu verði og leggjum áherslu á persónulega þjónustu. Því er kannski ekki skrítið að hópur fastakúnna fari ört stækkandi. Svo er líka altalað hversu skemmtilegt er að kíkja í heimsókn,“ segir Jóna Lárus-dóttir, betur þekkt sem Jóna Lár, létt í bragði um verslun sína Soho Market á Grensásvegi 8 sem hefur verið rekin við góðar undirtektir í þrjú ár.Að sögn Jónu er Soho Market tískuvöruverslun sem sérhæfir sig í sölu á fatnaði fyrir konur á öllum aldri, jafnt stórar sem smáar, og fylgihlutum. Verslunin var upp-haflega til hú á en vegna sívaxandi aðsóknar sá Jóna sér ekki annað fært en að flytja hana í stærra rými. Fyrir valinu varð Grensásvegur 8 sem hún segir í alla staði hentugra húsnæði. „Fyrir utan að það er stærra og bjartara þá eru viðskiptavinir okkur þakklátir fyrir betra aðgengi; hér eru bílastæði beint fyrir framan og aftan húsnæðið og strætóstoppistöð fyrir utan. Að sama skapi segjast marg-ir ekki hafa vitað áður af verslun-inni sem sést nú betur frá götunni og voru miður sín yfir að hafa ekki vitað af okkur þar sem við vorum inni í porti. Þetta hafi verið bgey d felum,“ segir Jóna hlæjandi og getur þess að eins njóti vörurnar sín betur í nýja húsnæðinu.Jóna segir heiti búðarinnar hafa valdið vissum misskilningi gegn-um tíðina. Margir telji að um ein-hvers konar markað sé að ræða en reyndin sé sú að heitið vísi í Soho í London og New York sem flest-ar konur þekki af góðu. „Þangað förum við konur oft til dæmis ef við ætlum að kaupa okkur það nýj-asta í skarti, töskum og fatnaði. Í takt við það selur Soho Market allt það nýjasta frá Ba d við að eins fáist í búðinni tækifæris-gjafir, svo sem tertuspaðar, snyrti-vörur og fleira. „Þannig að við erum kannski ekki alveg dæmigerð tískuvöruverslun.“Þá segir Jóna gott vöruverð ekki skemma fyrir. „Konum, sem hafa verið að versla erlendis, kemur mjög á óvart að hér eru vörurnar á sama verði eða ódýrari,“ segir hún.Soho Market er opið virka daga klukkan 12-18, til 19 á föstudögum og 12-17 á laugardögum. Jóna segirfyrirtæki h Soho Market kemur úr felum Soho Market á Grensásvegi 8 er tískuvöruverslun sem sérhæfir sig í sölu á fatnaði og fylgihlutum fyrir konur á öllum aldri. Í versluninni er áhersla lögð á fjölbreytt vöruúrval, sanngjarnt verð, persónulegt viðmót og úrvals þjónustu. Að sögn Jónu Lár er Soho Market tískuvöruverslun sem sérhæfir sig í sölu á fatnaði fyrir konur á öllum aldri, fylgihlutum og tækifæris- gjöfum. MYND/GVA Fjölbreytt vöruúrval kemur mörgum á óvart. GOTT VERÐ Brjóstahaldarar Svokallaðir „2 size up“ brjósta-haldarar hafa notið mikilla vinsælda í Soho Market að undanförnu, en þeir kosta aðeins 1.990 krónur. Gott aðhald Aðhaldsfatnaður hefur verið vinsæll; blúnduaðhaldsbolir á 3.450 krónur, aðhaldsbuxur sem minnka ummálið um eina og hálfa stærð á 2.990 krónur, heilir gallar 3.990. Líka má nefna buxur með rassfyllingu á 2.990 krónur. Armbönd Einföld stálarmbönd með sirkon-steinum hafa einnig verið eftirsótt en þau fást einföld, tvöföld, þreföld og fjórföld, á verðbilinu 1.990 og upp í 4.990 krónur. Bolir Blúndubolir hafa slegið í gegn enda á aðeins 2.990 krónur. Jóga- og íþróttafatnaðurLoks má nefna jóga og íþ óf Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Taktu þátt í frábærum leik! Allir krakkar Frú Kitschfríður hefur það að markmiði að endurmennta og uppfræða íslenskar húsmæður. Hin nýja Helga Sig Safar og þeytingar er handhæg bók í jólastressinu. Bókin inni- heldur uppskriftir að 200 ljúffengum hollustudrykkjum sem bæta, hressa og kæta. Ítarleg atriðisorðaskrá auðveldar notendum að finna drykki úr því hráefni sem þá langar mest til að nota. FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS föstudagur 18. nóvember 2011 FÓLK Það var ekki vegna dag- setningarinnar sem Anna Sig- ríður Pálsdóttir, sem gekk með tvíbura, var sett af stað hinn 11. nóvember síðastliðinn. „Ég valdi fyrsta lausa tím- ann fyrir gangsetningu og hann reyndist vera þennan dag, en ég var komin 37 vikur á leið,“ segir Anna og bætir því við að talan 11 hafi komið nokkrum sinnum við sögu daginn sem strákarnir hennar komu í heiminn. „Sá fyrri var ellefta barnið sem fæddist á Landspítalan- um þennan dag. Hann fædd- ist 15 mínútum fyrir 11 um kvöldið en hinn um klukkan 11. Þyngd beggja við fæðingu var rétt tæpar 11 merkur. Þetta er auðvitað svolítið sérstakt og enn skemmtilegra er að þeir eignuðust frænku sama dag.“ Snáðinn sem kom fyrr í heim- inn átti fyrst í svolítilli baráttu, að því er Anna greinir frá. „Hann útskrifaðist af vökudeild í gær og er í fínu lagi núna. Við fáum öll að fara heim í dag.“ Að sögn Önnu vissi hún að hún gekk með stráka og hún hefur þess vegna, ásamt föður þeirra, Jóni Ara Arasyni, haft nægan tíma til þess að huga að því hvaða nöfn eigi að gefa þeim. „Þau verða samt ekki opinberuð fyrr en þeir allra nánustu hafa fengið að vita þau.“ - ibs Talan 11 kom nokkrum sinnum við sögu við fæðingu tvíbura á Landspítalanum: Komu í heiminn 11.11.11 um 11-leytið og voru 11 merkur TVÍBURARNIR Snáðarnir, sem eru fyrstu börn foreldra sinna, fá að fara heim af Landspítalanum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ STEFÁN BARNAVERND Sérfræðingur á vegum Barnaverndarstofu er kall- aður út oft í viku, um kvöld, nætur og helgar til að sinna börnum sem hafa orðið vitni að heimilisofbeldi. Félagsráðgjafi sem sinnir verk- efninu segir brýnt að sérfræðing- ar sinni börnunum sem fyrst eftir að atvikin eigi sér stað. Mikil umræða hefur staðið síð- ustu misseri um stöðu barna sem verða vitni að ofbeldi, en úrræðum og þjónustu þeim til handa hefur þótt ábótavant. Nýlegar úttekt- ir hafa gefið til kynna að hundr- uð barna búi við slíkar aðstæður. Þá hefur samráð þeirra sem sjá um málaflokkinn ekki verið talið nægjanlegt. Þessi umræða varð til þess að Barnaverndarstofa fór út í tíma- bundið tilraunaverkefni með barnaverndarnefndum og lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu til að auka þjónustu í málum barna og unglinga sem hafa orðið vitni að ofbeldi milli foreldra. Ragna B. Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi hefur umsjón með verkefninu, en í því felst að ef lög- regla er kölluð til vegna ofbeldis inni á heimilum þar sem börn eru viðstödd eru sérfræðingar kallaðir til. „Það miðar eingöngu að því að sinna börnunum, meta hvaða áhrif atvikið hafði á þau, komast að því hvort um endurtekin tilvik sé að ræða og meta þörfina fyrir áframhaldandi stuðning og með- ferð. Börnin halda oft að ástandið sé á einhvern hátt þeim að kenna,“ segir Ragna. Spurð um fjölda tilvika segir Ragna að um nokkur tilfelli sé að ræða á viku, sem sé í samræmi við það sem búist hafi verið við. Verkefnið stendur til 15. mars næstkomandi og segir Ragna að þá muni Barnaverndarstofa ákveða hvort framhald verði þar á. - þj Mörg útköll á viku þar sem börn sjá ofbeldi Tilraunaverkefni Barnaverndarstofu, barnaverndarnefnda og lögreglu miðar að því að sinna börnum sem hafa horft upp á heimilisofbeldi. Nokkur tilfelli á viku þar sem lögregla kallar sérfræðinga til. Framhaldið ræðst í mars 2012. Hjálpartæki fyrir fjölskyldur Guðmundur Finnbogason sameinar fjölskyldur landsins í eldhúsinu með matreiðslubók fyrir krakka. allt 3 Með skákina í blóðinu Hinn 18 ára Hjörvar Steinn Grétarsson gæti orðið næsti stórmeistari Íslands. Fólk 46 Gjöfult starf Hitt húsið er 20 ára. Tímamót 30 HÆGUR VINDUR af austri ríkjandi á landinu í dag. Víða skýjað með köflum og yfirleitt úrkomulítið en fer að rigna SA-til í kvöld. Hiti á bilinu 3-8 stig. VEÐUR 4 6 7 8 5 3 SAMFÉLAGSMÁL Amal Tamimi varaþingmaður myndi vilja að sérstök stofnun eða umboðsmað- ur hefði málefni innflytjenda hér á landi á sinni könnu. Þetta kemur fram í viðtali við hana í dag. Hún segir mikla þörf á bæði íslensku- kennslu og túlkaþjónustu. Þá sé ekki síður mikilvægt að fólk fái upplýsingar á einum stað og fræðslu um samfélagið. Útlendingar sem búsettir hafi verið hér í mörg ár viti ekki hvar Alþingi sé til húsa eða hvað tónlistarhúsið Harpa sé. „Með því að fólk þekki sam- félagið erum við líka að minnka fordóma. Þetta er ekki greiði við útlendinga, þetta er spurning um að byggja okkar samfélag.“ - þeb / sjá síðu 16 Amal Tamimi á þingi: Stofnun fyrir innflytjendur TÆKNI Vírusvarnir sem í boði eru fyrir snjallsíma gera lítið sem ekkert gagn samkvæmt nýrri rannsókn sem vitnað er til í Vírn- um, fréttabréfi sem ráðgjafar- fyrirtækið Deloitte gefur út. Hægt er að fá ókeypis vírus- varnir fyrir farsíma sem nota Android-stýrikerfið en þær gera lítið til að verja símann. Þær geta raunar gert ógagn þar sem þær kunna að skapa falskt öryggi hjá símnotendum. Notendur snjallsíma ættu að hafa varann á, rétt eins og notendur annarra nettengdra tölva. Þegar forritum er hlaðið niður í símana þarf að opna fyrir aðgengi þeirra. Notendur ættu sérstaklega að varast öll forrit sem vilja fá heimild til að senda SMS, hringja símtöl eða komast í símaskrá. - bj Lélegar vírusvarnir fyrir síma: Geta skapað falskt öryggi AMAL TAMIMI Áfram á toppnum Fram hélt toppsætinu í N1-deild karla með dramatískum sigri á FH. sport 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.