Fréttablaðið - 18.11.2011, Page 28

Fréttablaðið - 18.11.2011, Page 28
28 18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR Músagangur á aðventunni! Músíkalska músin Maxímús Músíkús býður ykkur í ratleik í Hörpu á hverjum sunnudegi á aðventunni Maxímús Músíkús er sérleg tónlistarhúsamús og eina veran sem á lögheimili í Hörpu. Maxímús er á vappi við músarholuna sína í 12 Tónum alla laugardaga og sunnudaga. Þessa frægustu tónlistarmús landsins langar til að hitta ykkur og fara í ratleik á sunnudögum kl. 13.30 og aftur kl. 14.30. Maxímús ætlar líka að kynna ykkur fyrir því sem hann dáir mest: Tónlistinni í Hörpu. Nánari upplýsingar eru á www.harpa.is og þar fi nnið þið líka skemmtilega leikinn með Maxímús. Athugið að einungis komast 40 í ratleikinn í einu. Fylgist öll með á www.har pa.is ÍS LE N SK A S IA .IS H AR 5 72 60 1 1/ 11 Á dögunum skrifaði Þorbjörg H. Vigfúsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún reif- aði skoðun á þeirri tilhögun að framhaldsskólar tækju fyrst og fremst inn nemendur úr þeim hverfum þar sem þeir starfa. Megin forsendan í grein Þor- bjargar er að geti framhalds- skólar ekki keppt um bestu nem- endurna hafi það slæm áhrif á metnað og hvöt nemenda til að standa sig vel í námi. Það gefur tilefni til þess að velta upp þeim sjónarmiðum sem varða samkeppni milli skóla, um bestu nemendur, um árangur nemendanna og hvernig æskilegt væri að meta árangur skóla. Það er staðreynd að nemendur sem hafa metnað fyrir góðum ein- kunnum og frammistöðu í skóla reyna að standast þau lágmörk sem sett eru fyrir inngöngu í til- tekna skóla. Hluti nemenda stenst þessi lágmörk og fáeinir bók- námsskólar velja sér nemendur úr þessum hópi. Hins vegar er óljóst hvort stjórnvöld hafa einhvern tíma sett framhaldsskólunum fyrir það verkefni að velja sér nemend- ur með þessum hætti. Líklegra er að þetta sé sjálfsprottið fyrir- bæri, að fáeinir framhaldsskólar hafi einfaldlega fengið það upp í hendurnar að nemendur sækist eftir skólavist og skólastjórnend- ur hafi getað valið úr nemendum. En í því felst engin samkeppni milli skóla um nemendur. Ef ætlunin er að láta fram- haldsskóla keppa innbyrðis þarf að skilgreina í hverju sú keppni ætti að vera fólgin. Hvaða árang- ur ættu framhaldsskólar að sýna og hvernig ætti að mæla þann árangur? Grundvöllur þess árangurs ætti að vera það hlut- verk sem framhaldsskólum er ætlað í samfélaginu. Hlutverk framhaldsskólans er ekki nægi- legt að skilgreina sem almenn yfirmarkmið í lögum heldur þarf að skilgreina þau sem áþreifan- leg, sértæk og raunhæf markmið. Færni til þátttöku í samfélagi, atvinnulífi og lýðræðislegri umræðu virðist vera augljóst markmið en einnig lausnamiðun, sköpun, tækniþekking, félagsleg færni og ábyrgð í samskiptum. Þá má spyrja hvort kennsluað- ferðir, námsefnisgerð, notkun rýmis og uppstokkun í félags- legu umhverfi skólanna séu ekki þættir sem þarf að endurskoða innan framhaldsskólanna. Nem- endur hafa sjálfir uppgötvað að upptugga og endurtekning náms- efnis í skólastofum er ekki sú færni sem nýtist þeim þegar út í atvinnulífið er komið. Þetta er ekki síst brýnt þegar tölur um brottfall nemenda eru í hæstu hæðum hérlendis og það er orðið alvarlegt félagslegt vandamál. Í þessu sambandi er það sér- stakt umhugsunarefni að innan grunnskólans hafa átt sér stað heilmiklar breytingar til hins betra, sem stafa einmitt af þeirri áskorun að hafa fjölbreyttan nemendahóp innan hvers skóla. Þar er það ekki valkostur að skilja hluta nemendahópsins eftir á flæðiskeri og róa burt með afganginn. Í sömu viku og grein Þorbjargar birtist voru menntaverðlaun veitt Sjálands- skóla. Verðlaunin voru veitt fyrir framsæknar kennsluaðferð- ir, hugvitsamlega nýtingu hús- næðis, frumlega kennslu eins og útikennslu, áherslu á skapandi greinar og umhyggju fyrir nem- endum. Þetta tekst í grunnskól- um án þess að þeim sé att sér- staklega saman í samkeppni um nemendur. Framhaldsskólum er engin vorkunn að takast á við sams konar áskorun. Á miðöldum voru reistar kirkjur og kastalar víða um Evrópu, og mörg þessara stórkost- legu byggingarlistaverka standa enn, tiguleg að sjá hið ytra, fagurlega skreytt hið innra, og fylla gestinn lotningu þegar inn er komið. Ferðamenn flykkjast til að sjá þessar kirkjur, vantrúaðir sem trúaðir, reika milli súlna, staldra við frammi fyrir ölturum, líkneskjum og helgum dómum, fá að heyra til- komumikla tónlist, eiga kyrrðarstund eða hlýða guðsþjónustu. Ísland á enga slíka kirkju. En við eigum samt fagrar kirkjur sem bera sínum tíma vitni eins og miðaldakirkj- urnar sínum: Mér koma í hug kirkjan litla að Hofi í Öræfum, fjölmargar timburkirkjur umhverfis landið, eins og kirkjan í Villingaholti, þar sem ég fermdist og Jón Gestsson bóndi þar smíðaði fyrir einni öld. Hóladómkirkja og Bessastaðakirkja bera 18. öld vitni, Dómkirkjan í Reykjavík þeirri 19. Þótt ýmsar af kirkjum 20. aldar hafi verið umdeildar eru líka margar ágætlega heppnaðar. Skálholtsdómkirkja og önnur hús sem reist voru þar á staðn- um eftir að endurreisn hans hófst um miðbik tuttugustu aldar eru dæmi um fagra, lát- lausa byggingarlist sem hæfir vel bæði umhverfi og því hlutverki sem þeim er ætlað. Eftirlíking miðaldakirkju reist á 21. öld í því skyni að efla viðskipti verður aldrei kirkja, hvað þá miðaldakirkja, hversu vel sem til hennar verður vandað. Tilgátuhús eins og tilgátan um bæinn á Stöng í Þjórsárdal eiga fullan rétt á sér og geta frætt bæði íslenska og erlenda ferða- menn, þótt mér sé til efs að aðgangseyrir geri meira en standa undir viðhaldi, ef það þykir þá taka því að innheimta hann. Húsið stendur fjarri rústinni á Stöng og þykist ekki vera annað en það er. En 50 metra löng trékirkja í Skálholts- túni yrði furðuverk, tilgangslaust gímald. Hvað á að vera inni í henni? Eftirlíkingar af mið- aldalist? Íslenskri eða erlendri? Er gerð þeirra með í kostnaðaráætlun? Ef til vill gætu færustu listaverkafalsarar okkar fengið vinnu. Dettur einhverjum í hug að ferðamenn leggi leið sína frá Róm eða París til Íslands að skoða miðaldakirkju eða að þeir muni hrífast af eftir- líkingu einnar slíkrar? Hugsið málið, ágætu hugsjónamenn. Það er eiginlega grátlegt að slík hugmynd skuli borin upp á kirkjuþingi sem ætla mætti að hefði ýmsu öðru að sinna. Og sé tekin alvarlega. Ég verð að játa að ég spurði sjálfan mig hvort það væri nokkuð 1. apríl þegar ég heyrði fréttina lesna. Fyrirsögnin á þessum pistli er auð- vitað tilvitnun í kvæði Steins Steinars, sem hann mun hafa ort þegar til sýnis var líkan af Hallgrímskirkju. Honum og mörgum öðrum leist ekki á blikuna. Nú gæti einhver sagt: En fór þetta ekki vel? Er ekki Hallgrímskirkja hið ágæt- asta guðshús? Sjálfsagt deila einhverj- ir enn um fegurð Hallgrímskirkju en ég geri ráð fyrir að þeim sem agnúast út í hana fari ört fækkandi. Turninn er vissulega nokkuð yfirþyrmandi þarna á Skólavörðuholtinu, en Hall- grímskirkja er dæmi um byggingarlist síns tíma, ákveðinn mónumentalisma sem stórhugur lýðveldisáranna fæddi af sér, og hún hefði sennilega ekki orðið til með sínu sniði á neinum öðrum tíma. En umfram allt er hún kirkja, tuttugustu aldar kirkja, og þykist ekki vera neitt annað. Margir höfðu vonað að tími rugls og vitleysu, bruðls og loftkastala, framkvæmda áður en hugsað er, hefði liðið undir lok í október 2008. Þorláksbúðin við vegg dómkirkjunnar í Skál- holti er til marks um smekkleysi og rugl. Hin svo kallaða miðaldakirkja yrði sams konar rugl í þriðja veldi. Þorláks- búðin við vegg dóm- kirkjunnar í Skálholti er til marks um smekkleysi og rugl. Ef ætlunin er að láta framhalds- skóla keppa innbyrðis þarf að skilgreina í hverju sú keppni ætti að vera fólgin. … Ekki meir, ekki meir! Samkeppni um bestu nemendurna? Nýleg grein formanns innflytj-endaráðs og flóttamannanefnd- ar um flóttamenn er furðuleg smíð og skín þar í gegn barnaleg ein- feldni og dómgreindarskortur. Hún segir að hér á Íslandi sé nægjanlegt landrými, vatn og fæða til að flytja inn flóttamenn í stórum stíl og er þá væntanlega að tala um tugþúsundir flóttamanna eða kannski hundruð þúsunda. Þá þarf að byggja nýja bæi og úthverfi og byrja strax. Nú, og hefja stór- fellda skattheimtu til að borga brúsann. Það er nú svo með þessa flóttamenn að þeir eru eins og hafið. Að flytja inn flóttamenn í stórum stíl og ætla sér að bjarga einhverju vanda- máli þar með er eins og að ætla sér að ausa burt sjónum með teskeið. Það er sama hve ausið er, það bætast sífellt fleiri flótta- menn við, bæði alvöru flóttamenn og allir þeir sem vilja flýja fátækt og félagslegt óréttlæti. Þeir eru taldir í hundruðum millj- óna og líklega miklu meir. Ég legg til að haldið verði þjóðaratkvæði til að athuga hvort draumsýn áður- nefnds formanns á sér hylli meðal þjóðarinnar. Vandamálin aukast hjá okkur við stórfelldan innflutning flótta- fólks en minnka ekkert í löndum fátæktar, stríðs og volæðis. Það er til fólk og samtök sem berjast fyrir því að flutningur fólks til Íslands og annarra Evrópulanda sé algjör- lega frjáls. Sumt af þessu fólki virð- ist líta svo á að þjóðfélög eins og okkar séu gerspillt auðvaldsþjóð- félög og best sé að brjóta þau niður með stórfelld- um innflutningi flótta- manna. Ég legg til að áður- nefndur formaður og aðrir hjálparandar starfi í viðkomandi löndum og flóttamannabúðum og hjálpi fólki á staðnum í stað þess að reyna sitt ítrasta til að íþyngja íslenskum skattborg- urum og þjóðfélagi með stórfelldum innflutningi flóttamanna. Kostnaður þjóðfélags- ins við að hjálpa einum flóttamanni er mik- ill. Þessum peningum er betur varið við að hjálpa konum, börnum og öðrum sem minna mega sín í viðkomandi landi. Fyrir sama pening er kannski hægt að hjálpa hundruðum manna heima hjá sér. Flóttamenn Skipulagsmál Vésteinn Ólason fyrrv. prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar Menntamál Björn M. Sigurjónsson landfræðingur Samfélagsmál Einar Gunnar Birgisson rithöfundur Þessum peningum er betur varið við að hjálpa konum, börnum og öðrum sem minna mega sín í viðkom- andi landi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.