Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 39
SOHO/MARKET Á FACEBOOKGrensásvegur 8 | Sími 553 7300 | Opið mán–fös 12–18, laugard 12–17 Verð 8.990 7.192 PEYSUDAGAR Í SOHO 20% afsláttur Verð 10.990 8.792 Verð 8.690 6.952 Verð 7.990 6.392 Verð 9.990 7.992 Verð 7.990 6.392 belti 2.990 Verð 7.990 6.392 belti 2.990 Verð 8.990 7.192 belti 2.990 JÓLAFÖT FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 Kynningarblað Kjólar Yfirhafnir Fylgihlutir Skart Góð þjónusta Sanngjarnt verð Við erum með alveg ótrúlega breitt og vandað vöruúrval á góðu verði og leggjum áherslu á persónulega þjónustu. Því er kannski ekki skrítið að hópur fastakúnna fari ört stækkandi. Svo er líka altalað hversu skemmtilegt er að kíkja í heimsókn,“ segir Jóna Lárus- dóttir, betur þekkt sem Jóna Lár, létt í bragði um verslun sína Soho Market á Grensásvegi 8 sem hefur verið rekin við góðar undirtektir í þrjú ár. Að sögn Jónu er Soho Market tískuvöruverslun sem sérhæfir sig í sölu á fatnaði fyrir konur á öllum aldri, jafnt stórar sem smáar, og fylgihlutum. Verslunin var upp- haflega til húsa á Grensásvegi 16 en vegna sívaxandi aðsóknar sá Jóna sér ekki annað fært en að flytja hana í stærra rými. Fyrir valinu varð Grensásvegur 8 sem hún segir í alla staði hentugra húsnæði. „Fyrir utan að það er stærra og bjartara þá eru viðskiptavinir okkur þakklátir fyrir betra aðgengi; hér eru bílastæði beint fyrir framan og aftan húsnæðið og strætóstoppistöð fyrir utan. Að sama skapi segjast marg- ir ekki hafa vitað áður af verslun- inni sem sést nú betur frá götunni og voru miður sín yfir að hafa ekki vitað af okkur þar sem við vorum inni í porti. Þetta hafi verið best geymda leyndarmálið á Grensás- vegi. Þannig kom Soho Market úr felum,“ segir Jóna hlæjandi og getur þess að eins njóti vörurnar sín betur í nýja húsnæðinu. Jóna segir heiti búðarinnar hafa valdið vissum misskilningi gegn- um tíðina. Margir telji að um ein- hvers konar markað sé að ræða en reyndin sé sú að heitið vísi í Soho í London og New York sem flest- ar konur þekki af góðu. „Þangað förum við konur oft til dæmis ef við ætlum að kaupa okkur það nýj- asta í skarti, töskum og fatnaði. Í takt við það selur Soho Market allt það nýjasta frá Bandaríkjunum, kjóla, yfirhafnir, boli, peysur, legg- ings, aðhalds- og undirfatnað, tösk- ur og skart,“ bendir hún á og bætir við að eins fáist í búðinni tækifæris- gjafir, svo sem tertuspaðar, snyrti- vörur og fleira. „Þannig að við erum kannski ekki alveg dæmigerð tískuvöruverslun.“ Þá segir Jóna gott vöruverð ekki skemma fyrir. „Konum, sem hafa verið að versla erlendis, kemur mjög á óvart að hér eru vörurnar á sama verði eða ódýrari,“ segir hún. Soho Market er opið virka daga klukkan 12-18, til 19 á föstudögum og 12-17 á laugardögum. Jóna segir fyrirtæki og hópa velkomna í heim- sókn á kvöldin, hægt sé að hringja í 553-7300 og panta tíma en und- anfarið hafi margir vinkonuhópar nýtt sér það og gert sér glaðan dag. Soho Market kemur úr felum Soho Market á Grensásvegi 8 er tískuvöruverslun sem sérhæfir sig í sölu á fatnaði og fylgihlutum fyrir konur á öllum aldri. Í versluninni er áhersla lögð á fjölbreytt vöruúrval, sanngjarnt verð, persónulegt viðmót og úrvals þjónustu. Að sögn Jónu Lár er Soho Market tískuvöruverslun sem sérhæfir sig í sölu á fatnaði fyrir konur á öllum aldri, fylgihlutum og tækifæris- gjöfum. MYND/GVA Fjölbreytt vöruúrval kemur mörgum á óvart. GOTT VERÐ Brjóstahaldarar Svokallaðir „2 size up“ brjósta- haldarar hafa notið mikilla vinsælda í Soho Market að undanförnu, en þeir kosta aðeins 1.990 krónur. Gott aðhald Aðhaldsfatnaður hefur verið vinsæll; blúnduaðhaldsbolir á 3.450 krónur, aðhaldsbuxur sem minnka ummálið um eina og hálfa stærð á 2.990 krónur, heilir gallar 3.990. Líka má nefna buxur með rassfyllingu á 2.990 krónur. Armbönd Einföld stálarmbönd með sirkon- steinum hafa einnig verið eftirsótt en þau fást einföld, tvöföld, þreföld og fjórföld, á verðbilinu 1.990 og upp í 4.990 krónur. Bolir Blúndubolir hafa slegið í gegn enda á aðeins 2.990 krónur. Jóga- og íþróttafatnaður Loks má nefna jóga- og íþrótta- fatnað: Jógabuxur frá 2.690- 2.990 krónur. Íþróttatoppar frá 1.250-1.450 krónur. Lang- ermabolir á 1.990 krónur og alls kyns gerðir af bolum; hlýrabolir, afabolir og teygjutoppar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.