Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 60
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR40 Við hringjum fljótlega í þig. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. Símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands hafin. 2500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að sækja sér mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem leitar nú eftir stuðningi landsmanna. HJÁLP Í NEYÐ Á HEIMASLÓÐUM HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 18. nóvember ➜ Tónleikar 17.30 Hellvar spilar á tónleikum í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Hljómsveitin hefur nýverið sent frá sér geisladiskinn Stop That Noise. Allir velkomnir. 20.00 Todmobile kemur fram í fyrsta sinn í Hörpu, nánar tiltekið í hinni glæsilegu Eldborg. Hljómsveitin mun spila alla sína þekktustu slagara ásamt lögum af nýrri plötu. Miðaverð er frá kr. 2.990 til 5.990. 20.00 Lay Low heldur útgáfutónleika í Fríkirkjunni. Tilefnið er útgáfa plötunnar Brostinn strengur. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í tónleikaferð söngkonunnar um landið. Miðaverð er kr. 2.500. 20.00 Þórarinn Hjartarson segir og syngur Lífsdagbók Páls Ólafssonar í sýn- ingunni Lífsdagbók ástarskálds í Lands- námssetrinu í Borgarnesi. Miðaverð er kr. 2.500. 21.00 Slegið verður upp rokkveislu í Valaskjálf á Egilsstöðum þar sem flutt verða bestu lög The Beatles og The Rolling Stones. Miðaverð er kr. 2.500. 21.00 Hljómsveitirnar Náttfari, Sudden Weather Change og Nolo trylla lýðinn á tónleikum á Bakkusi. Eftir miðnætti tekur Dj Simon FKNHNDSM við og spilar hressa tónlist. 21.30 Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans heldur tónleika á Café Haiti á Geirsgötu 7. Hljómsveitin leikur balkan- tónlist frá Tyrklandi, Grikklandi og Búlg- aríu sem annáluð er fyrir dulúð, fjör og brjálæði. 21.30 Hljómsveitirnar Shogun, Endless Dark og Trust The Lies koma fram á tón- leikum á Gauki á Stöng. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Beggi Smári og Mood halda tónleika á Café Rosenberg. Hljóm- sveitina Mood skipa þeir Friðrik Geirdal Júlíusson, Ingi S. Skúlason og Tómas Jónsson. 22.00 Ingvar Grétarsson og Tómas Tómasson halda tónleika á Obladí Oblada á Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Jón Jónsson kemur fram á tón- leikum á Græna Hattinum á Akureyri. Miðaverð er kr. 2.000. 23.59 Mt Eden treður upp á Nasa. Dj Joey D stýrir tónlistinni í byrjun kvölds- ins. Hljóm- sveitin Sykur tekur við af honum og gerir allt vitlaust áður en Mt Eden stígur á svið. Miðaverð er kr. 1.990 og er 20 ára aldurstakmark. ➜ Leiklist 19.00 Leikfélagið Silfurtunglið frum- sýnir Saknað, frumsamið verk eftir Jón Gunnar Þórðarson. Leikritið er sett upp í Rýminu í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Miðaverð er kr. 3.500. 20.00 Hin sprenghlægilega Hjóna- bandssæla er sýnd í Gamla bíói. Miða- verð er kr. 4.300. 20.00 Leiksýningin Alvöru menn er sýnd í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.500. 20.00 Leikfélag Ölfuss sýnir Himnaríki – geðklofinn gamanleik eftir Árna Ibsen í leikstjórn Gunnars Björns Guð- mundssonar í Versölum á Þorlákshöfn. Miðaverð er kr. 2000. Sérstakur leikhús- matseðill í Ráðhúskaffi í kvöld. 20.00 Leikritið Eftir lokin í leikstjórn Stefáns Halls verður sýnt í Tjarnarbíói. Miðaverð er kr. 3.200. 21.00 Stúdentaleikhúsið sýnir leikritið Hreinn umfram allt í leikstjórn Þorsteins Bachmann. Um er að ræða gamanleik eftir Oscar Wilde. Almennt miðaverð er kr. 1.500 en kr. 1.000 fyrir nema. 21.00 Dagbók Önnu Knúts – Helförin mín er í senn drepfyndið uppistand og einleikur. Sýningin er sýnd í Gaflara- leikhúsinu í Hafnarfirði. Miðaverð er kr. 2.500. ➜ Opnanir 16.00 Magnús Jóns- son leikari, tón- og mynd- listarmaður opnar mál- verkasýninguna Hinir í Gallerí Nútímalist, Skólavörðustíg 3a. Opnunin stendur til kl. 19 og eru allir hjartanlega velkomnir. ➜ Fundir 08.30 Vistbyggðarráð heldur fund í fyrirlestrasal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Á fund- inum verður fjallað um orkunýtnar byggingar í vistvænu skipulagi. Hann stendur til kl. 10. Fundarstjóri er Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs. ➜ Sýningarspjall 12.00 Pétur Thomsen ljósmyndari mun segja gestum frá sinni sýn á verkum Marcs Riboud. Nýlega var opnuð sýning á verkum Ribouds á vegum Alliance Française og Ljósmyndasafns Reykja- víkur. Allir velkomnir. ➜ Uppákomur 14.00 Guðmundur Steinn Gunnarsson og Páll Ivan Pálsson, meðlimir sam- takanna S.L.Á.T.U.R., kynna nýja afurði sína í tónleika- og upplestrarferð um höfuðborgarsvæðið. Guðmundur Steinn gaf nýlega út plötuna Horpma og Páll Ivan bókina Music: a Thought Instigator. Ferðin hefst í Bókasafni Seltjarnarness kl. 14, næst koma þeir fram í Eymunds- son í Suður-Kringlunni kl. 15, þar á eftir í Bókasafni Kópavogs kl. 16 og enda í Bókasafni Hafnarfjarðar kl. 17. ➜ Bókmenntir 17.00 Bókin Angantýr eftir Elínu Thorarensen er loksins komin út. Lesstofan mun fagna útgáfu bókarinnar í Þjóðmenningarhús- inu við Hverfisgötu. Boðið verður upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu verður bókin á sérstöku til- boðsverði. Guðrún Helgadóttir rithöf- undur mun lesa valda kafla úr bókinni. Verið velkomin. ➜ Dansleikir 22.00 Hjómsveitin Spútnik ásamt Telmu Ágústsdóttur spilar á dansleik á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. ➜ Málþing Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi í samstarfi við rannsóknasetur og háskóla á Norður- löndum og við Eystrasaltið. Viðfangsefni málþingsins er að varpa ljósi á þær leiðir sem þessi smáríki hafa valið til að bregðast við áskorunum alþjóðasam- félagsins á sviði efnahagsmála. Fram- sögumenn eru Gylfi Zoëga, prófessor við hagfræðideild HÍ og Baldur Þórhalls- son, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ. Málþingið stendur til kl. 17.30 og er haldið í Norræna húsinu. ➜ Samkoma 17.00 Hollvinafélag í minningu Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst í Garði verður stofnað í Gerðaskóla. Þar verður flutt minningardagskrá um Unu, sem stund- um var nefnd völva Suðurnesja. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Sigurður Flosason heldur erindi í hádegisfyrirlestraröð tónlistar- deildar Listaháskóla Íslands í Sölvhóli. Tónlistarmaðurinn spjallar um eigin feril, reynslu og sýn á tónlist, kennslu og önnur tengd mál. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. ➜ Tónlist 21.00 Dj Tooth & Ragga Sex þeyta skífum á Barböru. 22.00 Dj KGB spilar velvalda tónlist á Kaffibarnum. 22.00 Orri af X-977 mun spila bestu rokktónlist sem völ er á fyrir gesti Bar 11. 23.00 Síðasta Kanilkvöld ársins fer fram á Faktorý. Þar verður dansað eins og enginn sé morgundagurinn. Meðal þeirra sem stjórna tónlistinni eru Lím Drím Tím syngjandi plötusnúðar, Atli Kanill og Klebstoff. Aðgangur er ókeypis. 23.30 Dj Jónas stjórnar tónlistinni á Vegamótum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. „Ég mæli með mánudagsbíói í Háskólabíói. Ég ætla að fara í næstu viku, en þá verður Indiana Jones-myndin Raiders of the Lost Ark sýnd. Ég hlakka mikið til að sjá eina af uppáhaldsmyndum barnæskunnar í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu.“ Gott í bíó: Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður Uppáhaldið aftur í bíó Todmobile er að gefa út sína sjöundu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í kvöld þar sem öllu verður tjaldað til. „Ég fullyrði það að þetta hlýtur að vera einn af bestu hljómleika- sölum í að minnsta kosti Evr- ópu. Þetta er akkúrat umgjörðin sem Todmobile kallar á,“ segir gítarleikarinn og upptökustjór- inn Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son um tónleikana í Eldborgar- salnum í kvöld. Með í för verða velflestir meðlimir og hjálpar- kokkar Todmobile í gegnum tíð- ina auk strengjasveitar og kórs. Heimkynni Íslensku óperunnar eru einmitt í Eldborgarsalnum en Todmobile hélt lengi vel árlega tónleika sína í Íslensku óperunni. Má því segja að hljómsveitin verði á heimavelli í kvöld. Ferill Todmobile spannar 22 ár með vinsælum lögum á borð við Brúðkaupslagið, Pöddulag- ið, Stelpurokk og Stúlkan. Nýja platan er sú sjöunda í röðinni og nefnist einfaldlega 7 en fimm ár eru liðin síðan sú síðasta, Ópus 6, kom út. Aðspurður segist Þor- valdur Bjarni vera mjög ánægður með gripinn „Ég tek alltaf mix- þunglyndið og hlusta ekki á plöt- una í eitt og hálft ár þegar ég er búinn að klára hana en ég er bara í mjög góðum fíling núna. Ég er rosaspenntur fyrir að leyfa okkar fólki að heyra nýju lögin.“ Eyþór Ingi Gunnlaugsson gekk nýverið til liðs við Todmobile, enda Eyþór Arnalds upptekinn í stjórnmálastússi, og er Þor- valdur Bjarni ánægður með liðs- styrkinn. „Ég er ánægður og líka stoltur af því að hér erum við með einn albesta yngri söngv- ara sem komið hefur fram síð- ustu ár.“ Fyrstu tónleikar Eyþórs Inga voru á Græna hattinum en sá staður er í miklum metum hjá Þorvaldi Bjarna og félögum. „Eyþór var með Andreu í Rocky Horror. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann gæti ekki hlust- að á þetta í tvo daga og mætt. Hann gerði það og gjörsamlega vafði fólki um fingur sér.“ Tónlist Todmobile er samin með tvo söngvara í huga og Þor- valdi finnst Eyþór Ingi og Andr- ea ná vel saman. „Það eru ein- hverjir töfrar á milli þeirra sem er frekar sjaldgæft. Þau njóta sín svo vel á sviðinu og upphefja hvort annað.“ freyr@frettabladid.is Akkúrat rétta umgjörðin TIL Í SLAGINN Öllu verður tjaldað til hjá Todmobile í Eldborgarsalnum í kvöld. Með í för verður kór og strengjasveit. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.