Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGJólaföt FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 20114 NÝTT VISATÍMABIL RÉTTU SOKKARNIR VIÐ JAKKAFÖTIN Sérstakar reglur gilda þegar pöruð eru saman jakkaföt og sokkar. Meginreglan er sú að sokkarnir eiga að passa við jakkafötin en ekki skóna. Þannig á að vera í dökkbláum sokkum við dökkblá jakkaföt þó að skórnir séu svartir. Með þessu virðist fóturinn lengri auk þess sem minna ber á því ef buxurnar eru aðeins of stuttar. Sokkarnir þurfa þó ekki alltaf að vera alveg eins og buxurnar. Þeir mega líka vera örlítið dekkri en þær. Ef valdir eru mynstraðir sokkar ætti grunnlitur þeirra að passa við litinn á jakkafötunum. Ef ekki reynist mögulegt að finna sokka sem passa við lit jakkafatanna ætti að miða við að hafa þá í sama lit og skóna. Ljósir sokkar eru í lagi við ljós jakkaföt en eru algert tabú við dekkri jakkaföt. Ekki þarf að taka fram að hvítir sportsokkar eru hreint og beint bannaðir við allar gerðir jakkafata. Ekki er gott að vera í of lágum sokkum. Helst ættu þeir að ná upp á miðja kálfa ef ekki bara upp að hnésbótum. Þannig myndast ekki óþægilegt gap þegar buxnaskálmin kippist upp þegar setið er. STJARNA EINS OG TAYLOR Ef maður er í vandræðum með velja jólakjólinn er kjörið að finna vefsíður með myndum af gömlum Hollywood-stjörnum og skoða stíl þeirra. Tíska sjötta áratugarins nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og fáar konur skutu Elizabeth Taylor ref fyrir rass í klæðaburði á þeim tíma. Hér er hún í jólamyndatöku fyrir tímaritið Life upp úr 1950 og allar konur ættu að verða stjörnur um jólin í svona kjól eða öðrum álíka. Myndina og aðrar í svipuðum dúr er að finna á vefsíðunni life.com. NÝ SNYRTIMENNSKA Snemma á nítjándu öldinni kom breski spjátrungurinn Beau Brummell fram með alveg nýjan stíl í klæðaburði sem fljótlega náði vinsældum hjá öðrum spjátrungum um alla Evrópu. Klæðnaðurinn samanstóð af velsniðnum jakka við buxur og vesti úr sama efni og fagurlega bundið hálstau setti punktinn yfir i-ið. Fötin voru í dökkum litum og voru mikil breyting frá þeim skrautlega fatnaði sem tískan hafði krafist fram að því. Jakkaföt- in voru komin fram á sjónarsviðið og hafa lifað góðu lífi síðan. Þess má geta að Brummell kom einnig fram með fleiri tísku- nýjungar sem þóttu byltingar- kenndar á þeim tíma, til dæmis þá kröfu að til að teljast snyrti- legir þyrftu karlmenn að baða sig reglulega í heitu vatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.