Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 56
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR36 36 menning@frettabladid.is Bækur ★★★ Íslenskir kommúnistar 1918-1998 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Almenna bókafélagið Bók Hannesar Hólmsteins Gissur- arsonar um íslenska kommúnista er læsileg frásögn, prýdd fjölda mynda og krydduð skemmtilegum arfsögnum. Kaflar eru stuttir og efnið streymir létt fram. Þetta er myndarleg bók og vel gerð, fáar rit- villur og útlit gott. Þetta er mikið verk, rúmlega 600 blaðsíður, og rækilegar eftirmálsgreinar, heim- ilda- og nafnaskrár. Þetta er persónusaga forystu- hóps kommúnista og vinstri-sósíal- ista á Íslandi. Hér er ekki greining á aðstæðum sem færðu hópnum stuðning 7-9 prósenta kjósenda á 3. áratugnum og allt að 20 prósent á eftirstríðsárunum. Á þessu tíma- bili rísa kommúnistar til forystu í samtökum launamanna og öðlast tiltrú verulegs hluta mennta- og listamanna þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn var lengi þjóðnýtingar- og skipulagshyggju- flokkur. Á því skeiði nutu komm- únistar og jafnaðarmenn stuðnings tæplega þriðja hvers kjósanda á Íslandi. Þessu réðu ástæður í sam- félagsaðstöðu og kjörum alþýðu. Dagsbrúnarmenn mótaðir af harðri lífreynslu hefðu aldrei látið teyma sig eftir menntafólki með fræðikenningar um byltingu ef engar heima-ástæður hefðu komið til. En þetta er önnur saga. Hér renna mannamyndirnar og smá- sögurnar fram í læsilegu yfirliti. Höfundur dregur margar manna- myndir skýrum dráttum. Flest- ar skipta máli í alvarlegri sögu. Annað er smámunir, fyndni og nokkur ósmekkleg dæmi. En í þess- ari sagnasýningu er lesanda hald- ið við efnið um leið: við hræðilega alvöru mannkynssögunnar á 20. öld og blóði drifinn hryllingsferil kommúnismans. Miklu rými er varið í félags- mál kommúnista, klíkudeilur, innri árekstra og stefnubreyting- ar. Raktar eru opinberar umræð- ur og deilur, rangfærslur, áróður, skammir og rógburður. Lýst er fylgispektinni við Ráðstjórnar- ríkin, skýrslugerð, ferðaboðum, fjárstuðningi og fyrirmælum. Og hvarvetna er reynt að setja sögu- hetjur og andhetjur í fyrirrúm. Halldór Kiljan Laxness kemur víða við sögu. Sögð er saga af Þjóð- verja sem á ekki erindi hér. Þessi áhersla á einstaklingana lífgar frá- sögnina en umdeilt er hve vel slík söguskoðun hæfir viðfangsefninu. Frásögnin er hröð og efnismagn feiknarlegt. Höfundur á létt með að hrífa lesandann með sér. Það þarf að staldra við til að greina forsend- ur hans. Aðeins þrjú dæmi skulu tekin. Á blaðsíðu 71 segir: „Eitt helsta baráttumál kommúnista var að taka samningsréttinn af ein- stökum verkamönnum og fela hann einu verkamannafélagi á hverjum stað“. Þetta er rétt en minnir ekki á ráðandi aðstæður, sem einkenndust af grófu misvægi aðila. Á blaðsíðu 193 segir að „langrækni forystu- manna Alþýðuflokksins“ hafi „átt sinn þátt í því“ að kommúnistar og vinstri-sósíalistar urðu sterkari en jafnaðarmenn. Vafalaust vilja ýmsir ræða þetta. Á blaðsíðu 520 er nýr borgarstjóri metinn eftir upp- röðun mynda í Höfða og afskiptum kaupsýslumanns. Margir munu draga þetta í efa. Höfundur er opinskár um eigin afstöðu til manna og málefna. Les- andi skynjar að hér eru metin jöfn- uð og minnt á hvað hverjir sögðu og gerðu og hverjir höfðu rétt fyrir sér og hverjir ekki. Sums staðar eflist frásagnargleði höfundar- ins við þetta og þá hefur þetta góð áhrif á verkið. Á nokkrum stöðum mun þó rækilega í lagt. Auðvitað hefur verkið sínar takmarkanir. Mannlýsingar í fáum orðum og með stuttum smáfrásögnum verða óhjákvæmi- lega brotakenndar. Þeir sem muna Jóhannes úr Kötlum, Sverri Krist- jánsson, Einar Olgeirsson, Kristin E. Andrésson, Sigfús Daðason, Jón Rafnsson, Inga R. Helgason, Guð- mund Ágústsson og ýmsa fleiri kannast við drætti í myndunum hér, en allt aðrir kostir þessara manna hafa þó orðið minnisstæðari og hugstæðari. Grundvallarkenning verksins er að hlýðni við boð frá Moskvu hafi öllu ráðið um störf íslenskra kommúnista og vinstri-sósíalista fyrr og síðar. Þessi kenning verður ekki staðfest nema með rækilegum samanburði við aðra áhrifaþætti, heima-ástæður og samfélagsþróun, auk erlendra samskipta í öðrum flokkum á sama tíma. Þeir sem til þekkja efast til dæmis um það að þjóðrækni Einars Olgeirssonar og Kristins E. Andréssonar hafi verið yfirskin eitt. Jón Sigurðsson Niðurstaða: Þessi læsilega frásögn segir persónusögu forystuhóps með þeirri grundvallarkenningu að hlýðni við boð frá Moskvu hafi ráðið öllu fyrr og síðar. Kenningin var ekki staðfest. Þótt nafn Jóhanns Magnús- ar Bjarnasonar vesturfara sé flestum gleymt gætir áhrifa hans enn í íslenskum skáldskap í gegnum höf- unda á borð við Halldór Laxness og Gunnar Gunn- arsson. Á dögunum kom dagbók skáldsins út á vegum Lestu.is. Jóhann Magnús Bjarnason (1866- 1945) fæddist í Fellum í Norður- Múlasýslu en fluttist innan við tíu ára aldur vestur um haf. Þegar hann óx úr grasi gerðist hann kennari og rithöfundur og gaf meðal annars út metsölubækurnar Eiríkur Hansson og Brasilíufararnir. Á dögunum kom sú fyrrnefnda út í nýrri útgáfu á vegum forlagsins Lestu.is, auk fyrsta hluta af þremur af dagbókum Jóhanns Magnúsar sem aldrei hafa litið dagsins ljós í heilu lagi. Baldur Hafstað, prófessor í bók- menntum við Háskóla Íslands, bjó dagbókina og Eirík Hansson til útgáfu. Hann segir ryk vissu- lega hafa sest á arfleifð Jóhanns Magnúsar í gegnum tíðina. „Þó hefur ávallt einn og einn höfundur haldið minningu hans á lofti, þar á meðal Gyrðir Elíasson, sem segja má að sé hvatamaðurinn að þessari útgáfu,“ segir Baldur. „Hann benti okkur Ingólfi B. Krist- jánssyni hjá Lestu.is á dagbækurn- ar, sem ég hafði ekki vitað af. Þetta eru frómt frá sagt mjög merkilegar bækur, sem eiga skilið að koma út, eins og Jóhann Magnús ætlaðist til. Þetta verður sjálfsagt aldrei neitt gróðafyrirtæki en Ingólfur er mik- ill hugsjónamaður og dreif þetta af.“ Að sögn Baldurs gefur dagbókin merkilega innsýn í sálarlíf Jóhanns Magnúsar sem og samfélag Vest- ur-Íslendinga. Jóhann Magnús var bláfátækur alla ævi og naut aldrei ágóðans af góðri sölu bóka sinna. Þá starfaði hann sem kennari með hléum, þar sem þunglyndi og við- kvæmar taugar settu strik í reikn- inginn, en samfélag Vestur-Íslend- inga hljóp oftar en ekki undir bagga með honum. Þrátt fyrir andstreymið ein- kenndist lífsviðhorf Jóhanns Magn- úsar af dæmalausri jákvæðni. „Það er eins og hann hafi sett sér þetta viðhorf; hann talar aldrei illa um neinn – heldur sleppir því frek- ar að nefna þá sem honum var illa við. Hann getur að vísu neikvæðra ritdóma, sem hann fékk stundum og var viðkvæmur fyrir.“ Þótt Jóhann Magnús flytti ungur vestur um haf skrifaði hann alla tíð á íslensku. „Sem er stórmerkilegt í ljósi þess að skólaganga hans var á ensku og hann las geysimikið af enskum og bandarískum bókmenntum. En á hinn bóginn er hann í íslensku sam- félagi mestan hluta ævinnar og nær- ist á samskiptum við aðra Vestur- Íslendinga og bréfaskriftum við andans menn á Íslandi. Það skýrir hversu hann er góður í íslensku.“ Dagbækurnar bera þó með sér vanmetakennd, sem blundaði í Jóhanni Magnúsi. „Hann þráði alltaf viðurkenningu frá heimahögunum. Það var eins og hann þyrfti einhvern veginn að sanna sig gagnvart Íslendingum, ekki bara fyrir sjálfan sig held- ur fyrir hönd Vestur-Íslendinga í heild. Þeim fannst þeir þurfa að sýna landanum heima að þeir hefðu spjarað sig og gætu lagt eitthvað af mörkum.“ Fyrir utan sögulegu víddina telur Baldur bækur Jóhanns Magn- úsar vera merkilegan skáldskap á eigin forsendum, ekki síst fyrir stílbrögðin. „Hann lærir svo mikið af bresk- um og bandarískum höfundum, til dæmis hvernig má nota samtöl til að draga fram sérkenni einstakra persóna eða ýta undir spennu með endurtekningu. Það er vitað að þarna lærðu íslenskir höfundar af honum. Menn á borð við Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson, sem höfðu auga fyrir svona löguðu, drukku þetta í sig.“ Dagbók Jóhanns Magnúsar nær frá 1902 til 1945 og stefndi hann ávallt að því að gefa hana út. Fyrsta bindið nær til ársins 1918. „Hann leit á dagbókina sem sitt stærsta verk. Hún er líka skrifuð þannig að þetta er dálítið eins og að lesa skáldsögu. Þarna koma við sögu persónur sem manni þykir vænt um; hann skráir niður drauma og nátt- úrulýsingar – þetta er eins og ein stórskostleg fjölskyldusaga og hún á fullt erindi við lesendur í dag.“ Eiríkur Hansson og Dagbók vest- urfara koma báðar út á prenti. Sú fyrrnefnda er þegar komin út á raf- bókarformi og sú síðarnefnda er væntanleg. bergsteinn@frettabladid.is FLESTUM GLEYMT EN ÁHRIFAMIKIÐ SKÁLD BALDUR HAFSTAÐ Prófessor í íslenskum bókmenntum bjó rit Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar til útgáfu og ritar að þeim formála. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Læsileg frásögn en brotakennd Sýning með nýjum málverkum Daða Guðbjörnssonar verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun klukk- an fjögur. Daði sótti innblástur í Ódysseifskviðu Hómers við gerð verkanna. „Ég varð mjög hrifinn af því verki þegar ég var að lesa það. Fannst svo spennandi hvað Ódys- seifur var týndur lengi á þessu litla svæði, sem bendir til þess að það sé einhver innbyggður villubúnaður í okkur mönnunum, þó að við séum gjörn á það að kenna umhverfinu um villurnar,“ segir Daði, sem sér samsvörun í villum Ódysseifs og Íslendinga í góðærinu. „Svo ratar Ódysseifur vissulega heim en þarf þar að kljást við fólk sem er að reyna að komast yfir eigur hans. Þetta má líka heimfæra upp á Ísland og ástandið hér í dag,“ segir Daði, sem leggur áherslu á að málverk- in séu eingöngu innblásin af kviðu Hómers, ekki sé um myndskreyt- ingu að ræða. Daði hefur um ára- bil lagt stund á Sahaja-jóga, sem er hugleiðslujóga. „Sahaja-jóga hefur haft góð áhrif á sköpunina hjá mér, vinnuna og andlega líðan,“ segir Daði, en vísað er beint eða óbeint til þessarar hugleiðslu og andlegrar upplifunar listamannsins í nokkrum verkum sýningarinnar. Í tilefni af opnun sýningarinnar Daða gefur Opna út bók um lista- manninn ríkulega skreytta mynd- um og með texta eftir Rögnu Sigurðardóttur, rithöfund og list- gagnrýnanda. Sýningin stendur til 30. desember. - sbt Innblásinn af Hómer LEIÐIN TIL HJARTANS Verk eftir Daða frá árinu 2008 sem sjá má á sýningunni. KYNLEG HÖNNUN OG KÚNSTUGAR KONUR Kvenréttindafélag Íslands býður upp á súpu og spjall í hádeginu mánudaginn 21. nóvember. Þá mun Sóley Stefánsdóttir halda erindi á Hallveigarstöðum þar sem hún kynnir verkefni sem fjallar um hönnun sem verkfæri í jafnréttisbaráttunni. Erindið hefst klukkan 12 á Hallveigarstöðum. Aðgangur og veitingar eru ókeypis. DAÐI GUÐBJÖRNSSON Opnar sýningu á Kjarvalsstöðum á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.