Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 74
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR54 FÓTBOLTI Skotinn Willie McKay er umdeildur umboðsmaður knatt- spyrnumanna og meðal þeirra þekktustu í sinni starfsstétt. Hann var einn þeirra sem rann- sóknarnefnd enska knattspyrnu- sambandsins tók sérstaklega fyrir árið 2007 þegar grunur lék á um stórfellda mútustarfsemi í tengslum við félagaskipti knatt- spyrnumanna. Í dag er hann enn starfandi sem umboðsmaður en nú einbeit- ir sér hann fyrst og fremst að því að styrkja eitt lið – B-deildarliðið Doncaster Rovers. Félagið réði hann beinlínis til starfa (reynd- ar fyrir bara 100 pund á viku, rúmar átján þúsund krónur) til að finna félaginu leikmenn sem gætu styrkt liðið. Allir eiga að hagnast Aðferðafræðin er í raun einföld. Þeir leikmenn sem McKay vill fá til Doncaster eru ekki lengur í náð- inni hjá sínum félögum, sem eru því viljug að lána þá til liða eins og Doncaster. Stóru félögin taka þátt í launakostnaði leikmannanna, sem fá að spila á ný og sýna sig fyrir öðrum og betri liðum. Þannig fær Doncaster leikmenn sem það hefði annars aldrei átt möguleika að kaupa. McKay kom fyrst með Sene- galann El-Hadji Diouf, sem var reyndar samningslaus í sumar. Hann gerði þriggja mánaða samn- ing og skoraði til að mynda tvö mörk í óvæntum 3-2 sigri liðsins á Ipswich í síðustu umferð. Meðal annarra leikmanna sem McKay hefur fært Doncaster eru bakvörðurinn Pascal Chimbonda (sem gerði skammtímasamning) og Herita Ilunga, sem er á mála hjá West Ham. Samkvæmt lánsfyrirkomulag- inu greiðir Doncaster varnar- manninum Ilunga tvö þúsund pund (372 þúsund kr.) í vikulaun en West Ham sér um afganginn. Doncaster greiðir lánsmönnum aldrei meira en tvö þúsund pund í vikulaun. Hvort fleiri koma verður tíminn að leiða í ljós en sögusagnir eru á kreiki um að einn þeirra leik- manna sem McKay hefur auga- stað á er Mahamadou Diarra hjá Real Madrid. Sjálfur sagði McKay í viðtali við fréttavef BBC í gær að félagið ætti lítinn möguleika á að bjarga sér frá falli. „Önnur félög hafa ekki sýnt neinum leikmanni áhuga, nema Billy Sharp [sóknarmanni],“ sagði hann til að undirstrika hvað félagið væri illa statt hvað úrval leikmanna varðaði. „Við þurfum því að gera eitt- hvað öðruvísi. Eitthvað nýtt. Það ber að hafa í huga að launakostn- aður Peterborough er 3,5 milljónir punda. Launakostnaður Doncas- ter er 8,5 milljónir en samt eru þeir fyrir ofan okkur í töflunni,“ sagði McKay. Löglegt en siðlaust? Það er ekkert ólöglegt við starf- semi McKay og Doncaster. Það hefur enska knattspyrnusam- bandið staðfest. Mörgum finnst hins vegar ósanngjarnt að láns- kerfið sé notað á þennan máta. Að stór knattspyrnufélög geti lánað minni liðum leikmenn sem styrkja þau að verulegu leyti, og svo þarf félagið sem fær leikmanninn að láni ekki að greiða nema brot af launum leikmannsins. Til að mynda var bent á dæmi Craigs Bellamy sem var lánað- ur frá Manchester City til Car- diff City á síðasta tímabili. Bel- lamy var á himinháum launum hjá Man chester City, sem sá þó áfram um að greiða stærstan hluta launanna. Sum félög eru sögð áhugasöm um þetta fyrirkomulag en for- ráðamenn annarra félaga hafa sínar efasmdir. Eins og Colin Sex- stone, stjórnarformaður Bristol City sem leikur í sömu deild. „Ég held að þetta muni ekki gagnast þeim. Þeir eru í raun að fá málaliða til skamms tíma sem eru aðeins að nota félagið fyrir sína eigin hagsmuni,“ sagði hann. Doncaster er sem fyrr segir í neðsta sæti ensku B-deildarinn- ar en fróðlegt verður að fylgjast með gengi liðsins næstu vikur og mánuði. eirikur@frettabladid.is Kemur umboðsmaðurinn til bjargar? Enska B-deildarfélagið Doncaster Rovers situr á botni deildarinnar en félagið ákvað fyrr í haust að reyna óvenjulegar leiðir til að koma liðinu á réttan kjöl. Umdeildur umboðsmaður á að bjarga liðinu frá falli. GÓÐUR GLUGGI Pascal Chimbonda og El-Hadji Diouf fóru báðir til Doncaster til að auglýsa sig og freista þess að komast aftur að hjá stórum klúbbi. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Bretar eru æfir eftir að Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins [FIFA], lét óheppileg ummæli nýverið falla í viðtali við CNN-sjónvarpsstöð- ina. Þar sagði hann að kynþátta- fordómar væru ekki til staðar í knattspyrnunni og að hægt væri að leysa þau mál sem upp kæmu með því að takast í hendur. „Kynþáttaníð á sér ekki stað á knattspyrnuvellinum,“ sagði Blatter í viðtalinu. „Kannski ger- ist það í samskiptum leikmanna að eitthvað sé sagt eða gert sem ekki er rétt. Sá sem verður fyrir áhrif- um af þessu verður að hafa í huga að þetta er leikur. Við erum í leik og í lok hans tökumst við í hend- ur. Svona lagað getur átt sér stað, vegna þess að við höfum lagt svo mikið á okkur í baráttunni gegn kynþáttaníði og mismunun.“ Óhætt er að segja að ummæl- in hafi vakið reiði í Bretlandi, en þar í landi eru menn enn öskureið- ir út í Blatter fyrir að fá ekki að halda HM 2018 eins og þeir sóttu um. Blatter hefur mátt berjast við ásakanir um að mútustarf- semi og spilling eigi sér stað innan FIFA í ríkum mæli en því hefur hann ávallt neitað. Víst er að þessi ummæli auka álit Breta ekki mikið, en mörg mál tengd kynþáttafordómum í enskri knatt- spyrnu hafa komið upp í haust. Blatter reyndi að draga í land með yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu FIFA í gærkvöldi. „Ég veit líka að kynþáttaníð á sér stað í knattspyrnunni, því miður. Ég veit að þetta er stórt vandamál í okkar samfélagi sem hefur áhrif á íþróttir,“ segir í yfirlýsingunni. „Ummæli mín voru misskilin.“ Yfirlýsingin hafði þó lítið að segja og komu margir fram í fjölmiðlum í gær og kröfðust afsagnar Blatters, til að mynda Gordon Taylor, formaður samtaka atvinnumanna í Englandi, og Hugh Robertson, íþróttamálaráðherra Bretlands. „Hann verður að hætta, íþrótt- arinnar vegna,“ sagði Robertson við enska fjölmiðla. „Ummælin eru algerlega óviðunandi og enn ein ástæðan til að velta því fyrir sér hvort þessi maður eigi að vera æðsti maður knattspyrnunnar í heiminum.“ Rio Ferdinand, leikmaður Man- chester United, átti í orðaskiptum við Blatter á samskiptavefnum Twitter í gær, en lesa má nánar um þau á íþróttavef Vísis. Þetta skrifaði Ferdinand meðal annars síðdegis í gær: „Orð þín um kynþáttafordóma í knattspyrnu segja allt sem segja þarf um vanþekkingu þína á málinu.“ - esá Ummælum Sepps Blatter, forseta FIFA, um kynþáttafordóma mætt af mikilli reiði í Bretlandi og víðar: „Kynþáttafordóma má leysa með handsali“ BLATTER Umdeildur og veit sjálfsagt vel af því. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Litháinn Vladimír Romanov hefur ákveðið að setja skoska knattspyrnufélagið Hearts á sölu, þar sem hann er orðinn þreyttur á fótbolta. Hann keypti félagið árið 2005 en lands- liðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er á mála hjá félaginu. „Ég vil hætta í fótbolta og hef gefið þá skipun að finna skuli knattspyrnufélögum mínum nýja eigendur,“ sagði hann í samtali við rússneska fjölmiðla í gær. Auk Hearts á hann einnig FBK Kaunas í heimalandinu og Partiz- an Minsk í Hvíta-Rússlandi. Á ýmsu hefur gengið á þeim sex árum sem Hearts hefur verið í eigu Romanovs, en á þeim tíma hafa til að mynda átta mismun- andi knattspyrnustjórar stýrt lið- inu. Samingur Eggerts Gunnþórs við félagið rennur út í sumar. - esá Orðinn þreyttur á fótbolta: Romanov setur Hearts á sölu EGGERT GUNNÞÓR Hefur verið lykil- maður í liði Hearts undanfarin ár. MYND/VALLI KÖRFUBOLTI Íslenskir leikmenn eru ekki mjög áberandi meðal stigahæstu leikmanna Iceland Express-deildar karla í körfubolta, en sex umferðir eru nú búnar af deildinni. Enginn kemst inn á topp tíu og aðeins þrír eru á topp tuttugu ef við teljum Justin Shouse með, en hann fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar. Marvin Valdimarsson hjá Stjörn- unni og Magnús Þór Gunnars- son hjá Keflavík eru stigahæstu íslensku leikmennirnir í deildinni, en þeir hafa báðir skorað 119 stig í 6 leikjum, eða 19,8 að meðaltali í leik. Marvin hefur verið í aðal- hlutverki í Stjörnuliðinu eftir að Jovan Zdravevski meiddist og skoraði 53 stig samtals í síðustu tveimur leikjum Stjörnunnar. Marvin hefur hitt úr 19 af 31 skoti sínu í þessum tveimur sigur- leikjum, sem gerir 61 prósents skotnýtingu. Marvin náði í síð- asta leik á móti Snæfelli að hækka stigaskor sitt þriðja leikinn í röð, en hann skoraði þá 28 stig og setti niður sex þriggja stiga körfur. Magnús hefur líka rofið tutt- ugu stiga múrinn í síðustu tveim- ur leikjum, en hann hefur skorað mikið fyrir Keflavík þrátt fyrir að þrír erlendir leikmenn leiki með Keflavíkurliðinu. Magnús hefur skorað þrjár eða fleiri þriggja stiga körfur í fimm af sex leikjum sínum og hefur enginn leikmaður í deildinni skorað fleiri þriggja stiga körfur. Magnús hefur sett niður 25 þrista, eða 4,2 að meðal- tali í leik. Magnús er stigahæsti leikmaður Keflavíkurliðsins, en hann hefur skorað aðeins meira en Steven Gerard Dagustino. Magnús er þar með eini íslenski leikmaðurinn sem er stigahæstur hjá sínu liði í Iceland Express-deildinni en öll hin ellefu lið deildarinnar eru með erlendan leikmann í fararbroddi. Þórsarinn Darrin Govens er langstigahæsti leikmaður deild- arinnar, en hann hefur skorað 19 stigum meira en næsti maður og er með 29,0 stig að meðaltali í leik. ÍR-ingurinn Nemanja Sovic er í 2. sætinu með 25,8 stig að meðaltali í leik. - óój Íslendingar eru ekki áberandi meðal stigahæstu manna í fyrstu sex umferðum Iceland Express-deildar karla: Magnús og Marvin skora mest Íslendinga MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON Eini Íslendingurinn sem er stigahæstur í sínu liði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MARVIN VALDIMARSSON Skoraði sam- tals 53 stig í síðustu tveimur leikjum Stjörnunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Lögreglan í Asker og Bærum í Noregi hefur ákveðið að rannsaka hvort lög hafi verið brotin þegar Veigar Páll Gunnars- son var seldur frá Stabæk til Vålerenga. Lögreglurann- sókn mun hefj- ast á næstunni þar sem allt „söluferlið“ verður rannsakað. Nina Bjørlo, yfirmaður í lög- regluumdæmi Asker og Bærum, segir í viðtali við Aftenposten að lögreglan hafi skoðað málið á undanförnum vikum og ákveðið að setja í gang rannsókn með formlegum hætti. Talið er að forráðamenn Stabæk hafi lækkað verðið á Veigari Páli til þess að komast hjá því að greiða franska félaginu Nancy háa fjárhæð vegna sölunn- ar. Nancy keypti Veigar Pál frá Stabæk á sínum tíma og þegar Veigar fór frá Frakklandi aftur til norska liðsins var samið um að Nancy fengi 50% í sinn hlut ef Veigar yrði seldur frá Stabæk. - seth Mál Veigars Páls í Noregi: Lögreglan mun rannsaka málið FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið ákvað í vikunni að kæra Luis Suarez, leikmann Liverpool, fyrir kynþáttaníð og gæti hann á endanum fengið sex leikja bann, að minnsta kosti. Þetta var fullyrt í enska götu- blaðinu The Mirror í gær. Þar kemur fram að Suarez verði einnig mögulega sektaður, en mál hans verður tekið fyrir á næstu vikum. Liverpool, félag hans, birti yfirlýsingu þar sem fullum stuðn- ingi er lýst við Suarez. Hann sneri aftur til Liverpool í gær, en búist er við því að hann muni svara ásökunum fullum hálsi enda hefur hann ávallt haldið fram sakleysi sínu. - esá Luis Suarez hjá Liverpool: Mögulega sex leikja bann VEIGAR PÁLL GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.