Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Einn fremsti flugmódelmaður í heiminum, Ali Machincy, tekur þátt í 40 ára afmælissýningu flug- módelfélagsins Þyts í dag. Mach- incy kemur með módel af Eurofig- hter-orrustuþotu og sýnir listir sínar á flugvellinum á Tungubökk- um í Mosfellsbæ. Hann er einn fremsti sýningarflugmaður módela í heiminum og getur látið Eurofig- hter-módelið leika listir sem þot- unni í fullri stærð tekst ekki. Auk þess mun hann fljúga öðrum flug- módelum. Einar Páll Einarsson, umsjón- armaður sýningarinnar, telur að meira en tuttugu flugmódel taki flugið og einhverjir tugir flugmód- ela þar að auki verði til sýnis í flugskýli. Flugmódelin eru oftast smækkaðar eftirmyndir hinna ýmsu flugvélategunda. Munurinn er sá að módelunum er alltaf fjar- stýrt en flugmenn oftast við stýri flugvéla. Steinþór Agnarsson, formaður flugmódelfélagsins Þyts, segir að 90-100 félagsmenn séu í félaginu. Þeir eru áhugamenn um flug og ákveðinn kjarni stundar módelflug. Alltaf er unnið að smíði einhverra módela og meðan gengi krónunnar var hagstæðara voru fluttar inn stórar fjarstýrðar listflugvélar. Fjarstýrðar flugvélar eru talsvert notaðar í hernaði og við myndatök- ur. Hér var t.d. þyrla búin mynda- vél og hægt að fljúga henni úr aug- sýn stjórnandans. Sýna fluglistir og fögur módel  Flugmódelfélagið Þytur heldur upp á 40 ára afmæli sitt með flugsýningu á Tungubökkum  Einn fremsti módelflugmaður heims sýnir listir sínar á módeli af Eurofighter-orrustuþotu Morgunblaðið/RAX Þota Þetta rennilega þotumódel verður til sýnis á Tungubökkum í dag ásamt fleiri módelum. Afmælishátíð » Afmælissýning flugmódel- félagsins Þyts verður haldin á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í dag. » Þar verður sýnt listflug flug- módela og meira en 20 flug- módel munu fara á loft. » Nokkrir tugir flugmódela í eigu félaga í Þyt verða einnig til sýnis í flugskýlinu. » Sýningin stendur frá klukk- an 13.00 til 16.00. Hún er öll- um opin og aðgangur ókeypis. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir að stjórnvöld muni fara vel yfir nýfallinn dóm héraðs- dóms um skattlagningu sjúkdóma- tryggingar. „Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að skoða málið, sérstaklega ef dóm- urinn gengur í aðra átt en fram- kvæmdin hefur verið,“ segir Stein- grímur. Væntanlega þurfi lagabreyt- ingu til og af þeim sökum verði ekki teknar neinar skyndiákvarðanir. Hann segir afar mikilvægt að fá mál- ið á hreint. Steingrímur vildi þó sem minnst um málið segja fyrr en hann hafi náð að kynna sér það betur. Héraðsdómur staðfesti í vikunni úrskurð yfirskattanefndar þess efnis að bætur úr sjúkdómatryggingu skuli skattlagðar sem tekjur. Geng- ur dómurinn þvert á framkvæmd undanfarinna ára. Bæði trygginga- félögin sem og hagsmunasamtök sjúklinga telja vátryggingabætur sjúkdómatrygginga falla undir und- anþáguákvæði um tekjuskatt og séu því ekki skattskyldar. Örn Gústafsson, forstjóri líftrygg- ingafélagsins Okkar lífs, segir fólk gapandi hissa vegna málsins. Hann segir málið stóralvarlegt gagnvart neytendum. Enn fremur er það hans mat að ef þetta verði niðurstaðan muni sala á sjúkratryggingum leggj- ast af á Íslandi. Fólk muni leita til er- lendra félaga og taka svo bæturnar erlendis án þess að gefa þær upp til skatts. Örn segir túlkun héraðsdóms vera á þá leið að þar sem sjúkdómatrygg- ing sé ekki nefnd í undanþáguákvæði tekjuskattslaga beri að skattleggja bæturnar. Sú túlkun sé of þröng að hans mati og margra annarra. Hann segir héraðsdóm einblína um of á hinn þrönga lagabókstaf en líti ekki til anda laganna. Skattlagningin sé auk þess þvert á vilja löggjafans. Örn segir að Okkar líf muni ekki breyta verklagi við útgreiðslu bóta fyrr en niðurstaða Hæstaréttar í málinu liggi fyrir. Örn vonast til þess að þingmenn sjái að sér og gangi í málið. „Þingmenn hafa bara dregið lapp- irnar í málinu þrátt fyrir ábendingar fjölda aðila svo sem tryggingafélaga og hagsmunasamtaka,“ segir Örn. Hann vonast hins vegar eftir því að löggjafinn lagfæri tekjuskattslögin áður en málið fari fyrir Hæstarétt. Þau séu að þessu leyti í engu sam- ræmi við samsvarandi löggjöf í lönd- unum í kringum okkur. Hugsanleg lagabreyting Alþingi getur vel gripið í taumana en slíkt er ekki háð því að Hæsta- réttur hafi komist að niðurstðu. Það er til að mynda vel þekkt að Alþingi breyti lögum í kjölfar héraðsdóma eða álita umboðsmanns Alþingis. „Fordæmi eru fyrir því að farið sé í lagabreytingar þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi ekki dæmt í mál- um,“ segir Steingrímur J. aðspurður um mögulegt inngrip löggjafans. Slíkt sé gert til að tryggja að lögin séu einhlít á þann veg sem menn vilji hafa hlutina. Kallar á lagabreytingar  Fjármálaráðherra segir að vel verði farið yfir nýfallinn dóm  Forstjóri líftryggingafélags segir fólk gapandi hissa Í dag verður opnuð afmælissýning í Ólafsdal í Gilsfirði en fyrir 130 árum var fyrsti búnaðarskóli á Ís- landi stofnaður þar. Sýningin mun standa til 8. ágúst og verður hún opin alla daga kl. 13:00-17:00. Á lokadegi sýningarinnar, þann 8. ágúst næstkomandi, verður haldin Ólafsdalshátíð kl. 13:00-17:00. Þegar skólinn í Ólafsdal var settur í fyrsta sinn, þann 1. júní 1880, hófu fimm ungir menn nám í fyrsta búnaðarskóla Íslands. Skól- inn var stofnaður að frumkvæði Torfa Bjarnasonar og má segja að skólinn hafi þróast upp úr hugsjón hans um stofnun og rekstur fyr- irmyndarbús. Torfi var skólastjóri öll árin sem skólinn starfaði. Sýningin er samstarfsverkefni Ólafsdalsfélagsins og Lands- bókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns auk þess sem fjölmarg- ar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök veittu Ólafsdals- félaginu styrki til sýningarhalds- ins. Ólafsdalsfélagið var stofnað í Ólafsdal í júní 2007. Vorið 2010 voru félagar orðnir um 180 og þeim fjölgar stöðugt. Stefnt er að því að Ólafsdalur verði á ný frum- kvöðlasetur eins og hann var á tímum Torfa og Guðlaugar eig- inkonu hans. Ólafsdalsfélagið mun hafa umsjón með endurreisn stað- arins. Stefnt er að því að þar verði fræðslu- og nýsköpunarsetur um sjálfbærni í búskaparháttum. Einn- ig fræðandi menningarferðaþjón- usta og veitingasala þar sem boðið verði upp á mat og drykk sem hef- ur orðið til á staðnum eða er feng- inn úr Breiðafirði og umhverfi hans. Afmælissýning opnuð í Ólafsdal í dag Skólinn Fyrir 130 árum var fyrsti búnaðarskóli á Íslandi stofnaður. Kanaríflakkarar 2010 Kanaríhátíð í Árnesi, Gnúpverjahreppi 16.-18. júlí Föstudagskvöld: Húllumhæ harmonikuball. Hljómsveit Valda Hún og Rúna leika fyrir dansi. Laugardagur: Skoðunarferð um Þjórsárdal kl. 12 með leiðsögumanni. Bókun í síma 861 2645 og 898 5256. Hátíðarhlaðborð að hætti Begga kl. 19. Edda frá Kanaríeyjum flytur gamanmál fyrir matargesti. Óvæntar uppákomur með Valda og Ernu. Happdrætti, glæsilegir vinningar, Kanaríeyjaferð, ævintýraferð frá Stykkishólmi o.fl. Stuðboltarnir Labbi úr Mánum og Bassi spila fyrir dansi til kl 23.00. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Í Kanaríeyjastuði Stjórnin • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Allar vörur á útsölu! Stærðir 36-52 Léttar úlpur og vattjakkar í úrvali! www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200Til sölu veitingarekstur í hjarta borgarinnar Staðurinn býður upp á mikla möguleika og er vel tækjum búinn. Er með fullt veitinga-, skemmtana- og útiveitingaleyfi. Áhugasamir hafi samband á veitinga.rekstur@gmail.com. Þau mistök urðu við gerð stang- veiðipistils sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, að Birgir Jóhann Jó- hannsson, tannlæknir, var titlaður umsjónarmaður Flókadalsár. Þeirri stöðu gegnir Birgir ekki. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar. LEIÐRÉTT Ekki umsjónarmaður Íbúum á Eskifirði hefur verið ráð- lagt að sjóða allt neysluvatn næstu daga. Tilkynning þess efnis var send í hvert hús fyrir helgi en hún kemur í kjölfar mengunarslyss sem varð í löndunarhúsi fiski- mjölsverksmiðju Eskju fyrir rétt tæpri viku. Rannsókn Heilbrigðiseftirlits Austurlands leiddi í ljós að gerlar bárust í neysluvatnið, þar á meðal kólígerlar. Íbúar eru auk þess að sjóða vatn beðnir um að láta renna vel úr vatnslögnum til að skola burtu menguðu vatni. Eftir því sem næst verður komist hefur engum orðið meint af menguninni. andri@mbl.is Ráðlagt að sjóða vatn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.