Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 10
Margir vinna störf sem krefjast þess
að þeir séu í tölvunni alla virka daga.
Fólk er þá yfirleitt duglegt við að taka
smánetrúnt, kíkja á fréttasíður,
blogg, Facebook o.fl. sem vekur
áhuga manns. Oft stelur þessi litli
rúntur frá manni talsverðum tíma,
sérstaklega ef hann er tekinn oftar
en einu sinni á dag.
Það er því um að gera að kveikja
ekki á tölvunni heima um helgar
heldur njóta þess að gera aðra hluti
og eyða ekki dýrmætum frítíma í
hugsanalausar flettingar milli síðna.
Það er líka alltaf hægt að hugsa þetta
þannig að það er þá þeim mun meira
fyrir mann að skoða á mánudeginum!
Endilega …
… eigið tölvulausan dag
Morgunblaðið/Kristinn
Frí Láttu tölvuna eiga sig yfir helgina.
PRUFUTÍMINN
Matthías Árni Ingimarsson
matthiasarni@mbl.is
Það eru vonandi ekki margirsem hætta sér á bíl út íumferðina án þess að hafafarið í að minnsta kosti
nokkra ökutíma og með öku-
skírteini. Er það nokkuð? Gefum
okkur það a.m.k.
Sama gildir hins vegar sjaldnar
þegar kemur að því að slá litla hvíta
kúlu með kylfu og reyna að koma
henni niður litla holu í sem fæstum
höggum. Margir henda sér út í golf-
íþróttina að öllu afli, en sumir huga
þó ekki að því að fá smá leiðsögn um
hvernig skuli nú slá þessa blessuðu
kúlu sem beinast niður brautina
hverju sinni og það ekki bara einu
sinni heldur aftur og aftur og aftur.
Sjálfur er ég einn af þeim sem hafa
gerst sekir um að slá golfbolta og
labba á eftir þeim í ófá skipti án
þess að hafa hlotið nokkra kennslu í
íþróttinni og ég hef lítið verið að
hugsa um hvað ég sé að gera vit-
laust og hvernig ég geti lagað hjá
mér sveifluna.
Leitað til fagmanns
Ekki það að ég sé með golf-
bakteríuna margfrægu og vakni fyr-
ir allar aldir og slái nokkra bolta
fyrir vinnu og sé með fyrstu mönn-
um á teig þegar vellirnir eru opnaðir
eftir vetrarlokun, mér þykir aftur á
móti skemmtilegt að slá nokkra
bolta annað slagið og kannski labba
18 holur í góðum vinahóp þegar vel
viðrar. En í þessi örfáu skipti sem
ég hef tekið upp golfkylfu hefur ár-
angurinn verið frekar misjafn og all-
an stöðugleika vantað. Einfaldlega
vegna þess að ég er að gera hlutina
bandvitlaust. Því fannst mér tími til
kominn að leita ráða hjá fagmanni
og sjá hvað ég er að gera vitlaust og
Það skiptir öllu máli
að gripið sé rétt
Golf er án efa ein vinsælasta íþrótt sem stunduð er hérlendis. Hún
krefst þolinmæði og fáir ná tökum á henni á einni nóttu. Því er til-
valið að leita ráða hjá fagmönnum áður en haldið er út á völlinn og
golfkúlan fer að fljúga í allar áttir.
Morgunblaðið/Ernir
Greining Björgvin fer yfir upptökur af sveiflunni til að bæta hana.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010
10 Daglegt líf
Síðunni svipar til hinnar vinsælu
lamebook.com nema hvað flickmylife
er íslensk síða sem setur ekki aðeins
inn færslur um athyglisverðar stöðu-
uppfærslur, myndir eða aðdáenda-
síður á Facebook heldur tekur einnig
fyrir tví- eða þrífara, skringilegar
auglýsingar, illskiljanlegt orðalag
vefmiðla og svo mætti lengi telja.
Aðstandendur síðunnar eru líka dug-
legir við að birta gamlar myndir af
þekktum Íslendingum og þar virðist
vera vinsælastur útvarpsmaðurinn
síkáti Ásgeir Kolbeins.
Það er oft og tíðum góð skemmt-
un að kíkja inn á síðuna og sjá ótrú-
legustu hluti sem fólk lætur út úr
sér á Facebook eða myndatexta á
fréttasíðum sem virðast ekki vera í
nokkru samhengi við fréttina sem
textinn stendur við. Þá hitta þeir oft
naglann á höfuðið þegar kemur að
tvíförum (þegar þeim er stillt upp
hlið við hlið þá eru Kalli Berndsen og
Snorri Ásmundsson alveg sláandi lík-
ir) auk þess sem öllum finnst gaman
að sjá gamlar myndir af Ásgeiri Kol-
beins.
Vefsíðan www.flickmylife.com
Morgunblaðið/Frikki
Vinsæll Íslendingar fá ekki nóg af Ásgeiri Kolbeins á flickmylife.com
Hlegið að íslenskri vitleysu
Það vill oft til þegar golfbolti er
sleginn að hann leiti til hægri eða
vinstri í stað þess að fara beint.
Þegar það gerist er annaðhvort
verið að húkka eða slæsa boltann.
Húkk eða „hook“ eins og það heit-
ir á ensku kallast það þegar bolt-
inn er sleginn til vinstri hjá rétt-
hentum leikmönnum en til hægri
hjá örvhentum. Slæs eða „slice“
er öfugt við húkk, þ.e. rétthentur
leikmaður slær boltann til hægri
en örvhentur til vinstri.
Húkka
eða slæsa
GOLFMÁLIÐ
Gyðja Collection hefur gertsamning við Hagkaup umað verslunin selji nýja
fylgihlutalínu sem hönnuð verður
undir nýju nafni sérstaklega fyrir
verslanir Hagkaupa. Línan mun
samanstanda af skóm, töskum og
beltum og kemur hún í verslanir
Hagkaupa í mars 2011. Hún verð-
ur þó aðeins til sölu í takmarkaðan
tíma.
„Þetta er mjög spennandi fyrir
mig og gaman að fá að vinna náið
með eins stóru „konsepti“ og
Hagkaup eru. Ég er mjög
spennt fyrir þessu og ég fer
full af metnaði inn í þetta
verkefni með Hag-
kaupum,“ segir Sigrún
Lilja Guðjónsdóttir, eig-
andi Gyðju Collection.
Nafnið hefur hins vegar
ekki enn verið ákveðið. „Þar
sem þetta er í raun afsprengi
Gyðju þá má gera ráð fyrir að
nafnið verði í ætt við það. Við
horfum á þetta sem litla barn
Gyðju.“ Undanfarin ár hefur
færst í vöxt erlendis að þekktir
stóran dreifingaraðila en Hagkaup er
með verslanir um allt land þannig að
línan nær til sem flestra landshluta.
Það er í raun hugmyndin með þessu,
að sem flestir geti náð sér í eintak af
þessari nýju línu.“
Stefnt er að því að hafa fylgihlut-
ina á viðráðanlegu verði og því
verður notast t.d. við leðurlíki en
línan er hugsuð fyrir annan mark-
hóp en Gyðja Collection sem er
hugsuð fyrir lúxusvörur. „Þetta
verður alveg allt önnur lína en það
verður samt mitt „twist“ á þessu. Ég
er dálítil glamúrmanneskja og línan
verður í ætt við það en þetta verður
meira hugsað sem klassískari vara
sem er hægt að nota hversdags. Sniðin
verða þó einnig unnin út frá því sem er
að gerast í tískuheiminum í dag.“
Ný fylgihlutalína í undirbúningi frá Gyðju Collection
Gyðja gerir samning
um nýja fylgihlutalínu
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Sigrún í Gyðju Hún er að byrja að hanna nýju línuna.
Undanfarin ár hefur
færst í vöxt erlendis að
þekktir hönnuðir hanni
línur fyrir verslunar-
keðjur undir eigin nafni.
hönnuðir hanni línur fyrir versl-
unarkeðjur undir eigin nafni sem eru
innblásnar af hátísku en á viðráð-
anlegra verði. T.d. hefur Jean Paul
Gaultier hannað fyrir Target og Karl
Lagerfeld og Roberto Cavalli fyrir
H&M.
Spurð hvernig samstarfið hafi kom-
ið til segir Sigrún Lilja að hún hafi leit-
að til Hagkaupa. „Mér fannst vera gat
á markaðnum þarna. Mér fannst vera
þörf á þessu og markaður fyrir þetta,
sérstaklega á tímum sem þessum. Þá
taldi ég Hagkaup góðan aðila til að
starfa með, þar sem um er að ræða