Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför,
GUÐLAUGS ÓLAFSSONAR
bifreiðastjóra,
Melhaga,
Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Sigrún Guðlaugsdóttir, Kristmundur Sigurðsson,
Haraldur Guðlaugsson, Þórhalla Sigurgeirsdóttir,
Ólafur Guðlaugsson, Jóhanna Rakel Sveinbjörnsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og vináttu vegna veikinda og andláts elsku-
legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
GÍSLA GUÐNA ÞORBERGSSONAR,
Eiðismýri 30.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans,
heimahjúkrunar, heimahlynningar, svo og líknar-
deildarinnar í Kópavogi, fyrir einstaka umönnun og hlýju
í veikindum hans.
Sigurbjörg Valmundsdóttir,
Valmundur Steinar Gíslason, Eyrún Ragnarsdóttir,
Íris Ósk Valmundsdóttir,
Gísli Steinar Valmundsson.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður, afa og
langafa,
EINARS ÞÓRARINSSONAR,
Stekkjargötu 25,
Innri Njarðvík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabba-
meinsdeildar 11E Landspítala og starfsfólki
D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir
góða umönnun og hlýtt viðmót.
Ragnheiður Gestsdóttir,
Sæunn Ásta Sigurbjörnsdóttir,
Guðrún Hrönn Einarsdóttir,
Þórunn Drífa Deaton,
Aldís Dröfn Einarsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og kveðjur vegna
andláts og útfarar kærrar frænku okkar,
INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR,
Sléttuvegi 11,
Reykjavík.
Jón Jósefsson,
Anna Guðrún Jósefsdóttir,
Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir,
Jón Ingvar Ragnarsson,
Guðmundur Ragnarsson.
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
✝ Sigurlaug Guð-jónsdóttir fæddist
í Tungu í Fljótshlíð
hinn 8. júní 1909. Hún
lést á dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli á Hvols-
velli 3. júlí sl.
Foreldrar hennar
voru hjónin í Tungu,
Guðjón Jónsson bóndi,
f. 20. mars 1872, d. 5.
apríl 1952, og Ingi-
laug Teitsdóttir hús-
freyja, f. 4. ágúst
1884, d. 26. júlí 1989.
Systkini Sigurlaugar
voru Guðrún, f. 17. mars 1908, d.
2001, Oddgeir, f. 4. júlí 1910, d.
2009, og Þórunn, f. 11. ágúst 1911,
d. 2010.
Sigurlaug giftist hinn 15. nóv-
ember 1934 Guðmundi Guðnasyni, f.
4. október 1909, d. 12. september
1998. Foreldrar hans voru hjónin á
Kotmúla, Guðni Guðmundsson
bóndi, f. 9. ágúst 1883, d. 29. apríl
1949, og Steinunn Halldórsdóttir
húsfreyja, f. 18. maí 1884, d. 28. nóv-
ember 1966.
Börn Guðmundar og Sigurlaugar
eru: 1) Ingilaug Auður, húsfreyja í
Núpstúni í Hrunamannahreppi, f. 9.
maí 1935, gift Brynjólfi Guðmunds-
syni bónda, f. 10. apríl 1936. 2)
giftur Ágústu Guðjónsdóttur,
snyrtifræðingi og fram-
kvæmdastjóra, f. 16. júní 1953.
Þeirra börn eru: Ragnheiður, f. 25.
maí 1977, og á hún eina dóttur og
Þórir, f. 17. janúar 1980.
Sigurlaug ólst upp í Tungu, gekk í
Fljótshlíðarskóla og stundaði al-
menn sveitastörf á búi foreldra
sinna. Sigurlaug og Guðmundur
hófu búskap í Vestmannaeyjum í
byrjun árs 1935. Vorið 1936 stofn-
uðu þau nýbýlið Fögruhlíð og
bjuggu þar með blandaðan búskap
til ársins 1990 er þau fluttu á Dval-
arheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli.
Sigurlaug helgaði líf sitt búi sínu,
heimili og börnum í Fögruhlíð. Sér-
stakan áhuga hafði hún á garðrækt
og hlaut viðurkenningu Búnaðar-
sambands Suðurlands fyrir skrúð-
garð sinn í Fögruhlíð. Hún tók virk-
an þátt í lífi barna og fjölskyldna
þeirra og samfélagi sinnar sveitar.
Hún var heiðursfélagi Kvenfélags
Fljótshlíðar. Var hún meðal annars
hvatamaður að byggingu sumar-
húss félagsins Birkihlíðar. Einnig
söng hún með Kirkjukór Fljóts-
hlíðar um áratugaskeið.
Útför Sigurlaugar fer fram frá
Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð í
dag, 10. júlí 2010, og hefst athöfnin
kl. 10.30.
Steinunn Auður, hús-
freyja á Hvolsvelli, f.
5. desember 1937, var
gift Svavari Guðlaugs-
syni verslunarmanni,
f. 27. apríl 1935, er
lést 2002. Þeirra börn
eru Guðmundur, f. 23.
janúar 1963, og Sig-
urlaug Hrund, f. 30.
júlí 1967, gift Þresti
Ingólfi Víðissyni, f. 16.
ágúst 1953, og á hún
eina dóttur. Sambýlis-
maður Steinunnar er
Einar Þorbergsson, f.
25. október 1934. 3) Theodór Að-
alsteinn, verkstjóri hjá Skógrækt
ríkisins á Tumastöðum, f. 15. sept-
ember 1943, giftur Brynju Berg-
sveinsdóttur, tækniteiknara hjá RA-
RIK á Hvolsvelli, f. 11. ágúst 1947.
Þeirra synir eru Guðni Sveinn, f. 26.
maí 1967, giftur Dýrfinnu Sig-
urjónsdóttur, f. 30. mars 1971, og
eiga þau þrjú börn, Hlynur Snær, f.
23. maí 1970, giftur Guðlaugu Björk
Guðlaugsdóttur, f. 4. mars 1971, og
eiga þau þrjú börn og Bergsveinn, f.
6. desember 1982, í sambúð með
Önnu Margréti Rúnarsdóttur, f. 14.
september 1987. 4) Guðjón, kjötiðn-
aðarmaður og verkstjóri hjá SS á
Hvolsvelli, f. 15. desember 1950,
Nú er blessunin hún amma mín
horfin á braut eftir langa og farsæla
vegferð þessa heims. Það má með
sanni segja að hún hafi á langri ævi
upplifað og tekið þátt í meiri sam-
félagsbreytingum en nokkur getur
vænst. Amma var trú sínu og helgaði
lífskrafta sína búskapnum í Fögru-
hlíð, nýbýlinu sem þau afi byggðu
upp frá grunni. Búið þeirra var ekki
stórt á nútímamælikvarða, en út-
sjónarsemi, ráðdeild, iðjusemi og
virðing fyrir jörð og skepnum skil-
uðu þeim góðu búi og góðu lífsvið-
urværi sér og sínum til handa.
Amma gekk til allra verka utan- og
innanhúss og þegar skylduverkum
lauk naut hún þess að grípa í hann-
yrðir, prjóna eða að rækta garðinn
sinn. Á yngri árum þótti manni lítið
til afurða garðræktarinnar koma, en
í dag áttar maður sig á því að hún
var e.t.v. á undan sinni samtíð og
meðvituð um að grænmeti úr eigin
garði er í senn hollur og ódýr matur.
Blóm, tré og runnar prýddu líka
garðinn í Fögruhlíð og báru rækt-
arsemi eigandans fagurt vitni. Hún
tíndi fræ af birki og greni, sáði og
kom plöntum til. Plöntum sem nú
eru orðnar að stórum trjám og prýða
umhverfið. Hlaut hún viðurkenningu
Búnaðarsambands Suðurlands fyrir
skrúðgarð sinn árið 1982. Mörg flík-
in kom af ömmu prjónum og yljaði
afkomendum, vinum og vandamönn-
um. Amma var handlagin og lagði
mikið upp úr að vanda öll sín verk.
Allt varð að vera slétt og fellt, hvort
sem það var umbúið rúmið hennar,
lopapeysa, heklaður bekkur í sæng-
urver eða útsaumaður klukku-
strengur. Öllu varð að ganga frá af
kostgæfni og gilti það til hinsta dags
eins og sjá mátti glöggt merki í her-
bergi hennar á Kirkjuhvoli morgun-
inn sem hún lést. Þá lágu prjónarnir
hennar vandlega frágengnir á borð-
inu síðan kvöldið áður. Amma var
mikil matmóðir og sá til þess að allir
hefðu nóg að bíta og brenna, jafnt
fólk sem fénaður. Hún var einstak-
lega lagin við að matbúa og töfra
fram dýrindis máltíðir úr litlu á
skömmum tíma. Þannig svignuðu
borð iðulega undan kræsingum ef
gesti bar óvænt að garði og þegar
húsmóðurinni var þakkað og hrósað
fyrir matinn tók hún því af sinni ein-
stöku hógværð og sagði iðulega á þá
leið að þetta hefðu nú bara verið af-
gangar.
Í barnsminni eru stundir þar sem
amma sat hjá mér og sagði mér
gamlar sögur eða þuldi þulur og ljóð.
Hún kunni ógrynni af slíku og fór
með til hinsta dags. Það er t.d. ekki
langt síðan hún þuldi Gunnarshólma
fyrir mig orðrétt og styrkum rómi
þótt hin síðari ár hafi skammtíma-
minni hennar hrakað ört. Á mínum
uppvaxtarárum var ég þess aðnjót-
andi að dvelja löngum og eiga heimili
hjá afa og ömmu í Fögruhlíð. Ég lít á
það sem forréttindi að hafa verið
samvistum við ömmu og hafa
kannski fengið í veganesti lítilræði
af hennar lífsgildum og jákvæðu sýn
á lífið og tilveruna. Amma mín var
góð og grandvör kona sem tókst á
við lífið af skynsemi, hógværð og
æðruleysi. Fyrir allar okkar stundir
og umhyggju fyrir mér og mínum
fyrr og síðar er ég þakklátur. Bless-
uð sé minning Sigurlaugar Guðjóns-
dóttur.
Guðmundur Svavarsson.
Heiðurskona er gengin. Þegar
sumarnóttin var björtust, allt í
blóma í náttúrunni, þá kom kallið,
snöggt og hljóðlátt.
Sigurlaug tengdamóðir mín fékk
að lifa 101. vorið í vor, við góða
heilsu. Þegar ég kynntist henni var
hún komin yfir miðjan aldur, en hún
yngdist og stækkaði í mínum augum
eftir því sem ég kynntist henni bet-
ur. Hún kom mér fyrir sjónir sem
heilsteypt manneskja, jafnlynd og
heiðarleg gagnvart öllu sem að henni
sneri, jafnt störfum sínum sem öðru.
Hún hafði áhuga og unum af að
rækta garðinn sinn, bæði grænmeti,
blómaskrúð og trjágróður, og bar
umhverfið við heimili hennar því fag-
urt vitni. Einnig hlúði hún að ungvið-
inu, börn sem voru hjá henni í sveit
hafa haldið tryggð við hana ætíð síð-
Sigurlaug Guðjónsdóttir
✝ Vigfús SólbergVigfússon (Sóli)
fæddist í Hafnarfirði
9. maí 1925. Hann
andaðist á Landspít-
alanum í Fossvogi 25.
júní 2010.
Foreldrar hans
voru Vigfús Jón Vig-
fússon sjómaður, f. 7.
september 1898, og
Epephanía Ásbjörns-
dóttir, f. 6. janúar
1902. Systkini Sóla
eru Hólmfríður Ása
(látin), f. 17. október
1926, Erna, f. 24. júní 1929, Sig-
urbjörg, f. 28. nóvember 1930, Óskar
(látinn), f. 8. desember 1931, Leifur
Eggert (látinn), f. 7. apríl 1934, Guð-
rún María, f. 9. oktober 1935, Guð-
mundur, f. 25. oktober 1936, og Ás-
björn, f. 21. febrúar 1939.
Sóli kvæntist Guðrúnu Sam-
úelsdóttur, f. 3. september 1933, þau
skildu. Dætur þeirra eru: 1) Jónína,
f. 2. janúar 1951, gift Páli Stef-
ánssyni. Þau eiga tvö börn og tvö
barnabörn. 2) Lára Emelía, f. 26.
febrúar 1952. Hún á eina dóttur og
tvö barnabörn.
Seinni kona Sóla síðan 1971 er
Margrét Kjartansdóttir, f. 4. október
1931. Synir hennar
eru: 1) Kjartan (lát-
inn), f. 22. desember
1951, giftur Vivi And-
ersen. Þau eiga þrjú
börn og tvö barna-
börn. 2) Einar (látinn),
f. 3. nóvember 1954,
giftur Hjálmfríði Jó-
hannsdóttur. Þau eiga
tvö börn og fjögur
barnabörn. 3) Magnús,
f. 4. desember 1955,
giftur Katrínu F. Jóns-
dóttur. Magnús á þrjá
syni og tvö barnabörn,
Katrín á tvær dætur og eitt barna-
barn. 4) Ólafur Ásmundsson, f. 14.
september 1957, giftur Salgerði
Jónsdóttur. Þau eiga tvö börn. 5)
Svavar Helgi, f. 2. mars 1959, giftur
Pálínu Hinriksdóttur. Þau eiga þrjú
börn og tvö barnabörn.
Sóli ólst upp í Hafnarfirði, elsta
barn foreldra sinna, og fór snemma
að draga björg í bú. Sóli stundaði
sjómennsku frá 15 ára aldri, lengst
af á Gísla Árna RE 375. Sóli naut
þess að hafa fjölskylduna í kringum
sig, lifði og hrærðist fyrir sína nán-
ustu.
Útför Vigfúsar (Sóla) fór fram 7.
júlí 2010.
Afi Sóli vissi alveg hvernig afar
eiga að hegða sér. Sturla var ekki
nema nokkura mánuða gamall þeg-
ar við þurftum að byrja að fylgjast
með Sóla. Hann var alltaf að reyna
að lauma sælgætismolum upp í
hann. Sturlu, að sjálfsögðu, til mik-
illar ánægju.
Afi Sóli var mjög barngóður og
alltaf til í leik. Þrátt fyrir veikindin
og að hann lá rúmfastur tókst hon-
um samt að fá Sturlu til að leika
uppi í rúmi hjá sér og áttu þeir
góða stund saman fyrir stuttu.
Ekki sakaði að afi átti mola í nátt-
borðinu.
Sóli var gull af manni, mikill
húmoristi og hans verður saknað
um ókomna tíð. Hvíldu í friði.
Trausti, pabbi Sturlu Þórs.
Vigfús Sólberg
Vigfússon