Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 ✝ Haraldur Þór-arinsson var fæddur í Ólafsgerði í Kelduhverfi þann 27. maí árið 1928. Hann lést að morgni hins 4. júlí síðastliðins á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga. Haraldur var sonur hjónanna Þórarins Haraldssonar bónda í Austurgörðum og konu hans Kristjönu Stefánsdóttur frá Ólafsgerði. Haraldur var elstur fjögurra barna þeirra hjóna, en yngri eru þau Margrét Björg og Sigurður, og yngstur systkinanna var Stefán Kári sem lést árið 2005. Fyrsta ævi- ár Haraldar bjó fjölskyldan á Húsa- vík, en síðan fluttust þau í Aust- Um tvítugsaldur hafði Haraldur byrjað að gera út vörubíl og sinnti hann því starfi í allmörg ár. Svo fór að bíla- og vélaviðgerðir urðu síðar hans aðalatvinna og reisti hann verkstæðishús í Kvistási árið 1964 og rak þar verkstæði í rúma þrjá áratugi. Haraldur var í eðli sínu náttúruunnandi og fylgdist vel með breytingum og blæbrigðum í hinu fjölbreytta lífríki Kelduhverfis. Sérstakan áhuga hafði hann á Dettifossi og fylgdist Haraldur grannt með breytingum á honum. Á hverju ári tók hann fjölda mynda af fossinum og átti hann orðið mikið myndasafn, sem sýndu glögglega breytingar á Dettifossi í áranna rás. Haraldur gegndi fréttaritara- störfum fyrir Ríkisútvarpið í hart- nær 50 ár og sinnti því starfi af mik- illi árvekni. Var hann landskunnur fyrir skemmtilega pistla sína. Haraldur verður jarðsunginn í dag, 10. júlí 2010, frá Garðskirkju í Kelduhverfi, og hefst athöfnin kl. 13. urgarð. Þórarinn og börnin fluttust í Lauf- ás, nýbýli í landi Austurgarðs, á árinu 1939. Kristjana móðir Haraldar var þá ný- látin frá fjórum ung- um börnum. Eftirlif- andi eiginkona Haraldar er Björg Margrét Indr- iðadóttir frá Lindar- brekku. Sonur þeirra er Indriði Vignir, bóndi í Kvistási, fæddur 15. júlí árið 1956. Þá eignuðust þau dreng sem fæddist þann 5. febrúar árið 1953, sem lifði aðeins tvo daga. Stofn- settu þau Haraldur og Björg nýbýl- ið Kvistás í landi Laufáss og byggðu sér íbúðarhús sem fluttu inn í árið 1959. Fyrstu kynni mín af Haraldi Þór- arinssyni frænda mínum voru þegar við Svala tvíburasystir mín komum í Laufás til sumardvalar þá fjögurra ára og nýbúnar að missa föður okkar Eið Haraldsson. Mannsi var þá um tvítugt, ungur maður sem þeystist um allar trissur og vann myrkranna á milli. Hann hafði ungur misst móður sína og vissi hvað fór í gegnum hug- ann hjá ungum börnum sem höfðu misst foreldri. Þessi einstaki frændi minn lét ekki mikla vinnu hindra sig í umhyggju sinni fyrir okkur systrunum. Við fylgdum honum um allt eins og við máttum þegar hann var heima og hann talaði við okkur og sagði okkur skemmtilegar sögur um álfa og huldufólk. Margar af sögum hans lifa enn í minningunni. Einnig fengum við að fara með honum á næstu bæi þeg- ar hann átti þangað erindi. Hann spil- aði fyrir okkur á harmonikkuna eða grammófóninn áður en við fórum að sofa því að hann vildi alltaf gera sitt besta til að okkur liði vel og leiddist ekki. Mannsi gat stundum verið svolítill glanni á vörubílnum sínum en eitt sinn þegar að ég var að verða fimm- tán ára fór ég með honum frá Ak- ureyri í Laufás. Við fórum Reykja- heiðina seint um kvöld í myrkri en þá allt í einu slekkur hann bílljósin og segist þekkja leiðina eins og lófann á sér og aldrei sló hann af hraðanum. Þetta slapp þó að ég fengi vægt taugaáfall en sennilega hefur ekki verið eins dimmt og mér fannst þá. Einhvern veginn fannst mér að við systurnar ættum Mannsa með húð og hári og þegar hann og Björg fóru að vera saman varð ég hugsi því að mér fannst engin kona nógu góð fyrir hann en þetta gekk nú allt vel og Björg hefur reynst Mannsa góð eig- inkona enda einstök gæðamanneskja. Þau byggðu síðan Kvistás í landi Laufáss og hafa búið þar ásamt syni sínum Indriða Vigni, hann hefur reynst foreldum sínum einstaklega vel alla tíð og síðar þegar heilsu þeirra fór að hraka. Leiðum okkar Mannsa frænda bar ekki oft saman seinni árin. Við hitt- umst á ættarmótum og þegar við fjöl- skyldan komum við þegar við áttum leið um sveitina. Alltaf var hann sam- ur við sig, ekkert nema umhyggjan og elskulegheitin. Þegar ég greindist með illkynja sjúkdóm (sem nú er læknaður) fyrir nokkrum árum hringdi hann oft í mig til að vita hvernig mér liði og við áttum alltaf góð og löng samtöl. Viku áður en hann veiktist hringdi hann í mig og spurði frétta og gerði að gamni sínu. Ég á eftir að sakna símtalanna og um- hyggju hans í gegnum árin. Ég sendi Björgu, Indriða og systk- inunum í Laufási innilegar samúðar- kveðjur.Góður drengur er genginn. Hildur Eiðsdóttir. Frá því ég man eftir mér var hann aldrei nefndur annað en Mannsi frændi og ég var orðin stálpuð þegar ég heyrði að hann héti Haraldur. Þeir voru systkinabörn pabbi og hann og var alla tíð mikil vinátta og kærleikur með þeim. Það var því auðsótt að koma mér í dvöl til Mannsa og Bjarg- ar konu hans þegar ég í æsku lýsti yf- ir áhuga á að fara í sveit. Ég sá fyrir mér bóndabæ með hunda, ketti, kýr og hesta og fannst vanta á skilning föður míns gagnvart þessum ráðahag. „Já, en það eru engin dýr hjá þeim og Mannsi er ekki bóndi,“ maldaði ég í móinn. En pabbi hló, sagði að það gerði ekkert til því Kári frændi væri með kindur og nú væri sauðburður, ég fengi nóg við að vera. Á betri stað gæti hann ekki hugsað sér að senda mig. Og þar við sat. Ég man kvíða- hnútinn í maganum þegar ég beið eft- ir mjólkurbílnum. Mannsi var margt annað en bóndi. Hann var þúsundþjalasmiður, hug- vitssamur, úrræðagóður og ósérhlíf- inn. Hann var ferjumaður á bygging- arárum brúarinnar yfir Jökulsá á Fjöllum og reri pramma yfir ána með byggingarefni og það sem flytja þurfti. Hann var bílstjóri, ók vörubíl á þeim árum sem þjóðleið lá úr Keldu- hverfi um Reykjaheiði til Húsavíkur. Hann rak verkstæði til fjölda ára, allt frá því er Farmal Cub-dráttarvélarn- ar komu ósamansettar til bænda og fáir áttu verkfæri til að skrúfa þær saman. Þá var gott að hafa slíkan mann í sveit. Í mörg ár var Mannsi landsþekktur fréttaritari Ríkisút- varpsins. Hann sagði frá Kröflueld- um, jarðskjálftum og grunsamlegum reykjarbólstrum í Gjástykki og var oft fyrstur með fréttir þaðan. Hann fylgdist vel með breytingum í nátt- úrunni, spáði m.a. fyrir vetrarveð- ráttu eftir atferli músa eins og margir muna. Mannsi var mikill áhugamaður um tónlist, hafði unun af að hlusta og var um margt fróður en harmonikku- tónlist hans uppáhald og sá áhugi smitaðist til sonarins, Indriða Vignis. Ástæðulaus var kvíði stelpunnar sem lagði af stað í sveitina. Þau tóku mér fagnandi og hafa bæði alla tíð síð- an sýnt mér ómælda ást og hlýju. Tíminn í Kvistási þetta vorið reyndist hinn skemmtilegasti. Ég kynntist Haraldur Þórarinsson✝ Okkar ástkæri stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÁRNASON, Brúnavegi 9, áður Njörvasundi 34, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 13. júlí kl. 13.00. Sigurður Halldórsson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Sif Sigurðardóttir, Rafn Rafnsson, Anna Birna Rafnsdóttir, Jón Emil Rafnsson, Atli Rafnsson, Eyþór Rafnsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, Grensásvegi 60, Reykjavík, sem lést mánudaginn 5. júlí á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 13. júlí kl. 15.00. Geirlaugur Jónsson, Hrönn Geirlaugsdóttir, Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir, Paulo Weglinski, Freyr Ómarsson, Þór Weglinski, Jóhanna Weglinski. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KÁRI HALLDÓRSSON bryti, Barðaströnd 6, Seltjarnarnesi, lést sunnudaginn 4. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju 14. júlí kl. 15.00. Þórhallur Kárason, Oyi Sirijanthrakan, Þórir Kristinn Kárason, Geir Guðmundsson, Halla Kristín Geirsdóttir, Guðmundur Karl Geirsson, Elín Sigríður Grétarsdóttir, Kári Geirsson, Gan Songkrant, Alex Kári Þórhallsson, Kristjana Káradóttir, Katla Sóley Guðmundsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, VIGGÓ JÓSEFSSON, Laugalæk 1, Reykjavík, lést fimmtudaginn 1. júlí á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju miðviku- daginn 14. júlí kl. 15.00. Sigrún Ingunn Þorsteinsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR Þ. ENGILBERTSDÓTTIR, frá Hnífsdal, áður Móabarði 2, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 4. júlí á hjúkrunaheimilinu Sólvangi, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. júlí kl. 15.00. Guðmunda Brynjólfsdóttir, Hilmar Þórðarson, Þórdís Brynjólfsdóttir, Elín Brynjólfsdóttir, Pétur Guðmundsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir, Hjördís Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN ELÍSDÓTTIR, lést laugardaginn 3. júlí á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Reykjanesbæ. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, mánudaginn 12. júlí og hefst athöfnin klukkan 13.00. Helga Elín Bjarnadóttir, Björn K. Björnsson, Erla Kristín Bjarnadóttir, Sigurgeir Aðalgeirsson, Haukur Bjarnason, Erna Svavarsdóttir, Hörður Freyr Bjarnason, Jóhanna Elín Björnsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI HELGASON prentari, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 30. júní. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 12. júlí kl. 15.00 Elísabet Skúladóttir, Rafn Sigurjónsson, Sólveig Lóa Magnúsdóttir, Ingi Þór Thorarensen, Guðbjörg Eva Rafnsdóttir, Berglind Ösp Rafnsdóttir, Sigríður Jóna Rafnsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, VILHELM INGVAR ANDERSEN, Skógarseli 43, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Alda Kristinsdóttir, Jens Ágúst Andersen, Kristín Andersen, Jóhann Kristjánsson, Sigrún Andersen, Atli Sigurðarson, Guðrún Halla Pálsdóttir, Alda Elísa Ingvarsd. Andersen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.