Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 31
Messur 31Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag kl. 11, hefst með biblíu- fræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Eric Guð- mundsson prédikar. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Sam- koma í dag, laugardag kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Guðsþjónusta kl. 12. Bein út- sending frá kirkju aðventista í Reykjavík. Þóra Jónsdóttir prédikar. Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Sam- koma í dag, laugardag kl. 11 í Reykja- nesbæ, hefst með biblíufræðslu. Guðs- þjónusta kl. 12. Jóhann Þorvaldsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Guðsþjónusta kl. 11. Jeffery Bogans prédikar. Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Stefán Rafn Stefánsson prédikar. Biblíu- fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Samfélag aðventista Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 12. Man- fred Lemke prédikar. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sögur, söngur, bænir. Mar- grét Ólöf djákni og sr. Sigrún leiða stundina, Hafdís leikur á píanó. Boðið upp á grillaðar pylsur að stundinni lok- inni. Foreldrar, afar og ömmur hvött til að mæta með börnunum. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Bústaðakirkju syngur, organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir, prestur sr. Pálmi Matthíasson. Messuþjónar að- stoða. Kaffi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson, fé- lagar úr kór Digraneskirkju leiða söng. Sjá www.digraneskirkja.is. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Reynir Jónasson. Há- degisbænir á þriðjudögum, kvöldkirkja á fimmtudögum. EGILSSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta í Selskógi (útileikhús) kl. 11 (í kirkjunni ef veður hindrar). Tónlistarstund í kirkj- unni sama dag kl. 20. Kyrrðarstund í safnaðarheimili kl. 18 á mánudag. GARÐAKIRKJA | Ljóðamessa og kyrrð- arstund kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir þjónar fyrir altari, Jón Ólafur Sig- urðsson organisti leiðir tónlistina. Íhugun, kyrrð og fyrirbæn. Boðið upp á akstur frá Vídalínskirkju kl. 19.30, frá Jónshúsi kl. 19.40 og Hleinum kl. 19.45. Sjá gardasokn.is. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Lena Rós Matthías- dóttir, Klarup stúlknakór frá Danmörku flytur lög og sálma. Í kórnum eru 35 stúlkur á aldrinum 14-25 ára og er hann meðal bestu stúlknakóra í Danmörku. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur og org- anisti er Árni Arinbjarnarson, prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sum- armessa kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhann- esdóttir þjónar, organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir og forsöngvari Þóra Björns- dóttir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt rev. Leonard Ashford, messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja, Sólbjörg Björnsdóttir syngur einsöng og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Sögu- stund fyrir börnin. Dame Gillian Weir leikur eftirspil. Alþjóðlegt orgelsumar: Tónleikar laugardag kl. 12 og sunnudag kl. 17. Dame Gillian Weir leikur. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20. Umsjón hefur Harold Rein- holdtsen og Trond Are Schelander pré- dikar. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er sr. Sveinbjörn R. Einarsson á Blönduósi, organisti er Sólveig Einars- dóttir, söngfólk úr kór Blönduóskirkju leiðir kirkjusöng. Tónleikar kl. 14. 3 flautur og selló. Flautuleikararnir Berg- lind Stefánsdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir og Magnea Árnadóttir ásamt sellóleik- aranum Sigurgeiri Agnarssyni leika sam- an tríó og kvartetta eftir Haydn, Tele- mann, Quantz og Boismortier. Ókeypis aðgangur. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson, organisti Gróa Hreinsdóttir. Félag fyrrum þjónandi presta. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Sheila Fitzgerald prédikar. Verslunin Jata er lokuð eftir samkomur í júlí. Alþjóða kirkjan kl. 14. Samkoma á ensku. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20. Lofgjörð, fyrirbænir og predikun. Sjá www.kristskirkjan.is. KAÞÓLSKA Kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 14 í samstarfi þjóðkirkjusafnaðanna í Kópa- vogi. Almennur safnaðarsöngur. Sjá www.kopavogskirkja.is. LANGHOLTSKIRKJA | Kirkjan verður lok- uð til 27. júlí vegna sumarleyfa sóknar- prests og starfsfólks. Sr. Pálmi Matt- híasson sóknarprestur í Bústaðakirkju þjónar Langholtsprestakalli ofan- greindan tíma. Vísað er á messur í Bú- staðakirkju. LAUGARNESKIRKJA | Gleðistund heim- ilisfólks í Hátúni 12 verður haldin í mat- salnum kl. 13. Tindatríóið skemmtir og sr. Bjarni Karlsson spjallar. Tríóið skipa feðgarnir Atli Guðlaugsson og synir hans Bjarni og Guðlaugur. Ljóðamessa og kyrrðarstund kl. 20 í kirkjunni. Sr. Bjarni flytur íhuganir út frá völdum ljóð- um íslenskra skálda en Árni Heiðar Karlsson organisti leikur á flygilinn. Í lokin verður sameiginleg bænastund við altarið og kaffispjall í safnaðarheimilinu á eftir. Sjá laugarneskirkja.is. LÁGAFELLSKIRKJA | Kyrrðar- og bæna- stund kl. 20. Altarisganga. Sr. Skírnir Garðarsson og Guðm. Ómar Óskarsson organisti annast stundina. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Helgistund kl. 14. Samstarf þjóðkirkjusafnaða í Kópavogi. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Fulltrúar á Norrænu þjóðdansamóti lesa ritningar- lestra og flytja söng. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti er Sigrún Steingrímsdóttir og sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Samfélag og kaffisopi á eftir á Torginu. SAFNKIRKJAN Árbæjarsafni | Guðsþjón- usta kl. 14. Almennur safnaðarsöngur undir stjórn Sigrúnar Steingrímsdóttur organista, prestur er sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. Ræðumaður er Haraldur Jóhanns- son. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari, félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsönginn, org- anisti er Tómas Guðni Eggertsson. Altarisganga. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11, í umsjón sr. Hans Markúsar Haf- steinssonar héraðsprests. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 17. Prestur er sr. Egill Hallgrímsson. Hljómeyki frumflytur verk eftir Óliver Kentish og Steingrím Þórhallsson, sem jafnframt frumflytur orgelverk eftir Atla Heimi Sveinsson. SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökulsárhlíð | Messa kl. 20.30. Prestur er sr. Jó- hanna I. Sigmarsdóttir, organisti Krist- ján Gissurarson og kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótssókna syngur. ÞINGEYRAKIRKJA Húnavatnsprófastsdæmi | Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, þjónar, félagar úr Kirkjukór Hvammstanga leiða sálmasöng undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari, meðhjálparar annast lestra og bænir og organisti er Guðmundur Vil- hjálmsson. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sleðbrjótskirkja í Jökulsárhlíð. Orð dagsins: Sjá, ég er með yður. (Matt. 28) Bækur Vestfirðingar - Ferðafólk Við höfum opnað lagersölu á Þingeyri. Þar eru Bækurnar að vestan á Perluverði! Komið og gerið góð kaup. Sjón er sögu ríkari. Vestfirska forlagið. 456 8181. Húsnæði óskast 4 herb. íbúð óskast í Reykjavík Þrír stúdentar óska eftir 4 hb. íbúð til leigu í nágrenni Háskóla Íslands. Erum reglusamir, ábyrgir og reyklaus- ir. Uppl. ibud2010oskast@gmail.com eða 867 7971. Atvinnuhúsnæði Til leigu 20-60 fm iðnaðarpláss Staðsett 20 mínútur frá Hafnarfirði. Upplýsingar í síma: 894-0431. Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvk. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Fyrirtæki Óska eftir bakaríi eða kaffihúsi Óska eftir að kaupa eða leigja fullbúið bakarí eða kaffihús með framleiðsluaðstöðu, á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Upplýsingar sendist á bakarameistari@gmail.com. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl an. Hún var listakona í höndunum, jafnvíg á útsaum, prjónaskap, saumaskap og hvers konar hand- verk. Var hún dugleg að tileinka sér nýjungar, fara á námskeið t.d. í leir- mótun, postulínsmálun og hverju því sem bauðst. Börnin mín fengu að njóta hennar leiðsagnar og góðu verka á margan hátt. Hún hafði ætíð áhuga á því sem afkomendur hennar voru að gera og hvað þeir ætluðust fyrir. Hún var okkur öllum góð fyrirmynd. Hún verður lögð til hinstu hvílu í sveitinni sem hún unni, Fljótshlíð- inni. Fljótshlíðin Ég lít þig í anda mín ljósgræna hlíð með lífsangan blóma, hve þín kvöld voru blíð og í faðmi þér friðsælt að sofa. Og vakna svo alsæll við yljandi sól allt sem að syngur var komið á ról og blómin með fagnandi faðma. Þá lífið var fagurt hver laut var mér kær, hver laufkrónu þytur og hásumars blær faðmandi fósturlands lendur. (Guðjón Helgason) Ágústa Guðjónsdóttir. Við fráfall Sigurlaugar Guðjóns- dóttur hvarflar hugurinn aftur til miðrar síðustu aldar þegar ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja þrjú sumur á heimili hennar og manns hennar, Guðmundar Guðna- sonar, í Fögruhlíð í Fljótshlíð. Ég minnist með mikilli hlýju og væntumþykju kynna af þeim sæmd- arhjónum. Sigurlaug var einstaklega hlý og ljúf manneskja. Lundgóð var hún með afbrigðum og var mikill ræktandi jafnt mannlífs sem gróð- urs. Heill ævintýraheimur opnaðist borgarbarninu að komast á sveita- heimili og kynnast öllum þeim störf- um sem þar þurfti að vinna. Þegar ég kom fyrst í Fögruhlíð var raf- magn enn ekki komið í sveitina. Kolaeldavél og Aladdín-lampar voru undanfari þægindanna og straubolt- ar hitaðir á eldavélinni. Þvotturinn var klappaður í bæjarlæknum og ull- in þvegin upp úr keytu. Heyskap- urinn var unninn með hestum og höndum og starfaði Sigurlaug jafnan við heyskap og sá um fjósstörfin auk þess að sinna stóru heimili. Hún var vinnusöm og féll aldrei verk úr hendi. Handavinna var henni hug- leikin og þá einkum prjónaskapur. Hún var dugleg húsmóðir í bestu merkingu þess orðs. Auk fjögurra barna þeirra hjóna voru þau iðulega með liðléttinga sem kúasmala og hlaupastráka. Glóðvolgar flatkök- urnar hennar Sigurlaugar voru það besta sem ég komst í á þessum tíma. Við Theódór hámuðum þær í okkur með heimastrokkuðu smjörinu og mátti Sigurlaug hafa sig alla við að baka ofan í okkur. Sigurlaug var mikil matargerðarkona og að sveita- sið átti hún ávallt mikið til með kaffinu. Gestir gerðu ekki endilega boð á undan sér í þá daga. Hún tók einstaklega vel á móti öllum sem að garði bar og hugsaði hlýtt til sam- ferðafólks síns. Algengt viðkvæði hennar þegar hún spurði frétta af fólki var „ja, það var nú mikið gott“. Sigurlaug hafði mikla ánægju af trjá- og blómarækt og garðurinn hennar framan við húsið bar vott um mikla natni. Grænmeti ræktaði hún af mikilli framtakssemi. Bæði hjónin tóku virkan þátt í kórastarfi sveit- arinnar. Guðmundur hafði ágæta bassarödd og var löngum formaður kirkjukórsins og forsöngvari á þrett- ándabrennum sveitarinnar. Dæturn- ar, Inga og Ninna, erfðu söngraddir foreldranna og spiluðu gjarnan á gít- ar og sungu með. Sigurlaug og Guðmundur voru mér sem góðir foreldrar þessi þrjú sumur sem ég var í sveit hjá þeim og jókst kunnátta mín og þroski um- talsvert. Eftir að þau hjónin brugðu búi árið 1990 eftir 54 ára búskap í Fögruhlíð fluttu þau í vistlega íbúð á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols- velli. Guðmundur lést árið 1998, 89 ára að aldri. Sigurlaug lifði mann sinn í 12 ár. Mikið langlífi er í ætt hennar, móðir hennar varð tæplega 105 ára og hún og systkini hennar, Guðrún, Þórunn og Oddgeir, urðu öll fjörgömul. Ég kveð Sigurlaugu og minnist hennar með þakklæti fyrir kærleik hennar og umhyggju. Við Erla send- um börnum hennar, tengdabörnum og afkomendum samúðarkveðjur. Ingvar Pálsson. Látin er háöldruð heiðurskona, Sigurlaug Guðjónsdóttir, fyrrver- andi húsfreyja í Fögruhlíð í Fljóts- hlíð. Hún er ein af systkinunum frá Tungu í Fljótshlíð sem öll hafa náð mjög háum aldri og unnið sveit og samfélagi drjúgt til heilla um langa ævi. Sigurlaug reisti ásamt manni sínum, Guðmundi Guðnasyni sem lést árið 1998, nýbýlið Fögruhlíð árið 1936 og bjuggu þau þar snyrtilegu og gagnsömu búi í meira en hálfa öld. Þótt jörðin væri ekki stór bún- aðist þeim vel og settu svip á sveit- arbrag með ræktun jarðar og bú- stofns – og ekki síður með framlagi sínu til félagsmála í sveitinni, í kven- félagi, búnaðarfélagi, kirkjustarfi og hverju því þjónustu- og menningar- starfi sem á kraftana kallaði. Sæmd hafa þau af börnum sínum fjórum sem þau komu til manns og bera for- eldrum sínum fagurt vitni. Sigurlaug og systkini hennar bjuggu að gjöfulum menningararfi sagna og kveðskapar og hvers konar þjóðlegum fróðleik frá foreldrahús- um í Tungu. Og ekki síður að hæfileikum og kunnáttu í listrænu handverki og hannyrðum sem margir hafa fengið af að njóta til gagns og augnayndis. Ótaldir eru þeir sem með þakklátum huga minnast gestrisni, góðra veit- inga og glaðra stunda í litlu stofunni eða eldhúsinu í Fögruhlíð. Óljósa minningu á ég úr bernsku um Siggu í Fögruhlíð þegar hún vann hjá foreldrum mínum á Breiða- bólstað. En staðfestingu þess á ég á ljósmynd þar sem hún, um tvítugs- aldur, hampar mér eins til tveggja ára gömlum á hægri handlegg sér, hlýleg á svipinn. Mér hefur alla tíð síðan fundist ég kenna þessarar hlýju frá heiðurskonunni Sigurlaugu í Fögruhlíð. Síðustu ár sinnar löngu ævi var hún á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og naut þar alúðar og um- hyggju ættmenna, starfsfólks og sambýlinga. Á kveðjustund votta ég hinni látnu virðingu og þakklæti fyrir mína hönd, konu minnar og barna – og bið góðan Guð að styrkja börn hennar og ástvini alla í söknuði þeirra. Blessuð sé minning góðrar konu sem gengin er. Sváfnir Sveinbjarnarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.