Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 36
36 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. ☎ 564 1500 30 ára EIGNABORG Fasteignasala www.eignaborg.is Vesturbrún 26 - Reykjavík Opið hús mánudag frá kl 17.00-18.00 Húsið er alls 450 m2 sem skiptist þannig: Jarðhæð er 180,9 m2, miðhæð er 148,1 m2 og efsta hæð er 76,5 m2, að auki eru 18 m2 geymslur innan húss og bílskúr er 26,5 m2. Á jarðhæð eru stofur, tvö herbergi, parket á her- bergjum, teppi á stofu og gangi, flísalagt baðher- bergi. Á miðhæð er eldhús, herbergi, gestasnyrting, forstofu hefur nýlega verið endurnýjuð, stórt flísalagt baðher- bergi, tvær stórar stofur, arinn er í stofu, herbergi á gangi innaf eldhúsi. Á efstu hæð er flísalagt baðherbergi og stórt parketlagt herbergi og sólstofa og útgengi á svalir, mikið útsýni. Um 100 m2 trépallur er við húsið. Út er komin göngubókin In the Footsteps of a Storyteller: A Literary Walk with Þórbergur Þórðarson. Mál og menning gefur út bókina en í henni er lesendum boðið að feta í fót- spor Þórbergs Þórðarsonar frá Hala í Suðursveit og kynnast bernskuslóðum hans. Bókin er á ensku og þýsku og rúmar 60 síður að lengd. Í tilkynningu segir um bókina að í henni megi finna brot úr bók Þórbergs, Í Suðursveit, þar sem hann lýsir náttúrufari og umhverfi æsku- slóðanna sem á þeim tíma voru ein afskekktasta byggð á Íslandi. Þá prýða bókina ljósmyndir af helstu kennileitum svæðisins. Bókmenntir Fetað í fótspor Þór- bergs Þórðarsonar Þórbergur Þórðarson Heimilisiðnaðarfélag Íslands opnaði í gær sýningu á íslensk- um þjóðbúningum í húsnæði félagsins að Nethyl 2e. Á sýn- ingunni eru þjóðbúningar kvenna, telpna, drengja og karla. Um sýninguna segir að ekki gefist mörg tækifæri til að skoða íslenska þjóðbúninga og því séu allir áhugasamir hvattir til að líta inn. Heimilisiðnaðar- félag Íslands var stofnað 12. júlí 1913 en það vinnur að því að viðhalda þjóð- legum, íslenskum heimilisiðnaði, auka hann og efla og stuðla að vöndun hans og fegurð. Sýningin stendur til og með 30. júlí og verður opin á virkum dögum frá kl. 13 til 18. Aðgangur er ókeypis. Menning Íslenskir þjóðbún- ingar til sýnis Konur í íslenskum þjóðbúningum. Þýski konsertorganistinn Ul- rike Northoff kemur fram á öðrum tónleikum tónleikarað- arinnar Sumartónleikar í Ak- ureyrarkirkju á morgun kl. 17. Northoff nam kirkjutónlist í kirkjutónlistarháskólanum í Esslingen, í nágrenni Stutt- gart, en að námi loknu sér- hæfði hún sig í orgelleik við kirkjutónlistarháskólann í Heidelberg. Hún hefur bæði leikið á gömul og sögufræg orgel sem og nútímahljóðfæri á helstu tónleikastöðum Evrópu. Á efnisskránni á tónleik- unum í Akureyrarkirkju eru verk eftir Buxte- hude, Bach, Merkel, Gigout og Dubois. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tónleikar Northoff leikur í Akureyrarkirkju Ulrike Northoff Myndlistarmaðurinn Arnfinnur Amazeen opnar í dag kl. 18 sýningu í galleríinu Kling & Bang sem ber yfirskriftina Myrkrið borið inn (á ný). Sýningin er hluti af listviðburð- inum Villa Reykjavík sem hófst í gær. Arnfinnur segir verk sín ein- hvers konar útúrsnúning á fundnu efni, að því er fram kemur í tilkynn- ingu um sýninguna. „Stundum hef- ur verið sagt um þessa gerð mynd- listar að þar sé listamaðurinn í hlutverki sjónræns plötusnúðar sem tekur inn efni alls staðar að og blandar á þann hátt sem þykir hæfa hverju sinni. Þá skiptir samheng- isleysið ekki síður máli en það sam- hengi sem kann að leynast í blönd- uninni, eins og hugmyndafræðing- ar afbyggingarinnar sýndu fram á á sjöunda áratugnum. Vikið er frá hugmyndinni um afmarkað inntak og heild með áherslu á gildi fjöl- breyttrar túlkunar,“ segir m.a. um sýninguna. Arnfinnur leiki sér gjarnan í þessum anda að samsetn- ingu myndar, grafíkur og texta en iðulega séu grunnþættir verkanna úr gjörólíkum áttum og gildi hvers um sig brenglist í ferlinu án þess þó að niðurstaðan verði kaótísk. Verk Arnfinns virki oft gildishlaðin og taki jafnvel á sig áróðursblæ þó húmorinn sé sjaldan langt undan. Frekari upplýsingar um sýn- inguna og listamanninn má finna á vefsíðu Kling & Bang: this.is/ klingogbang. Peysa Arnfinnur í peysu sem hann hannaði. Á henni stendur: Hið hefð- bundna er hin nýja framúrstefna. Samhengis- leysið skipt- ir máli Myrkrið borið inn (á ný) í Kling & Bang Ingunn Eyþórsdóttir ingunn@mbl.is Breska tónlistarundrið Gillian Weir mun heiðra íslenska orgelunnendur með tvennum tónleikum í Hallgríms- kirkju um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem hún leikur á Alþjóðlega orgelsumrinu en hátíðin hefur verið haldin árlega allt frá því að Klais- orgel kirkjunnar var vígt árið 1992. „Núorðið er ekki neitt sem flokk- ast undir venjulegan dag í mínu lífi, ég ferðast yfir 300 daga á ári. Þegar ég er heima reyni ég að nýta tímann og setja í þvottavél,“ segir Gillian. Á tónleikaferðalögum eyðir hún drjúg- um tíma í að komast í kynni við nýtt hljóðfæri. „Vanalega æfi ég minnst átta klukkutíma á nýju orgeli til þess að finna rétta litrófið og viðeigandi hljóm. Svo hef ég ætíð haft það fyrir sið að taka smáblund fyrir tónleika.“ Weir segir starfið hafa tekið mikl- um breytingum í gegnum árin. „Áð- ur fyrr störfuðu orgelleikarar annað- hvort í kirkju eða sem kennarar. Í dag eru orgelleikararnir orðnir fleiri og einleikstónleikar eru orðnir al- gengari.“ Lék fyrst á orgel 16 ára gömul Frá unga aldri hefur Gillian haft ástríðu fyrir músík. „Ég man eftir mér 5-6 ára dansandi í eldhúsinu. Í minningunni er hljómurinn úr út- varpinu gæddur miklum töfrum. Áhugi minn á tónlist varð til þess að móðir mín festi kaup á píanói.“ Hún komst fyrst í kynni við org- elið 16 ára gömul þegar skyndilega vantaði kirkjuorganista í afleysingar í heimabæ hennar. Þar með var grunnurinn að ævistarfinu lagður. Eftir að hafa fengið skólastyrk sótti hún menntun sína í hinn virta Royal School of Music í London sem hefur í gegnum tíðina útskrifað stórsnill- inga á borð við Clifford Curzon og Elton John. Þar var hún í læri hjá Cyril Smith og Ralph Downes. Á námsárunum þreytti hún frumraun sína í Royal Albert Hall, yngst allra orgelleikara sem þar hafa komið fram. Góður andi í Hallgrímskirkju „Ég var ein af þeim fyrstu sem vígðu þetta orgel á sínum tíma og ég hef mikla unun af því að leika á það. Andinn í Hallgrímskirkju er góður og byggingin er guðdómleg,“ segir þessi einstaka kona sem nýtur virð- ingar jafnt áheyrenda sem gagnrýn- enda um heim allan fyrir vandað verkefnaval, innsæi í túlkun og ótrú- lega snilli. Frægðarsól hennar hefur verið ungum orgelleikurum mikil hvatning. Fyrri tónleikar Gillian Weir hefjast kl. 12 í dag og verða m.a. leikin verk eftir landa hennar Stanford, Howells og Parry. Kunn- ugleg nöfn tónskálda á borð við Händel, Messiaen, Liszt og Vierne eru á dagskrá morgundagsins og hefjast tónleikarnir kl. 17. Morgunblaðið/Jakob Fannar Ferðalög Lafði Gillian Weir ferðast yfir 300 daga á ári. Einn færasti orgelleikarin  Lafði Gillian Weir í sinni þriðju heim- sókn hér á landi  Klais-orgelið í Hall- grímskirkju hefur mikið aðdráttarafl Sumarsýningar Gerðarsafns í Kópa- vogi standa nú yfir og á morgun verður boðið upp á leiðsögn um þær kl. 15. Á neðri hæð safnsins er sýn- ing sem ber yfirskriftina Gerður og Gurdjieff en á hana voru valin verk Gerðar Helgadóttir sem þykja sýna tengsl hennar við armenska dul- spekinginn G.I. Gurdjieff. Þá er einnig til sýnis verk Jóhannesar Kjarvals, Lífshlaupið, sem er fyrsta heildstæða rýmisverkið í íslenskri myndlistarsögu en það málaði Kjar- val beint á veggi vinnustofu sinnar. Í Austursal gefur að líta nokkur úr- valsverk eftir þjóðþekkta listmálara. Sýningarnar standa til 29. ágúst. Gerður, Kjarval og úrvalsverk Leiðsögn um sýningar Gerðarsafns Listakona Gerður Helgadóttir, sú sem safnið er nefnt eftir. Hún vildi að ég læsi hann aftur og aftur. Svo benti hún á Möllu Maga- pínu og sagði: „Ég er með hana“ 37 » Gillian Weir á að baki stórbrot- inn feril sem konsertorganisti og hefur verið á meðal fremstu tónlistarmanna heims síðan hún sigraði í alþjóðlegu orgel- keppninni í St. Albans árið 1964. Síðan þá hefur hún hlotið ótal viðurkenningar og var hún m.a. öðluð af Englandsdrottn- ingu árið 1996. Ferillinn MIKIL VELGENGNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.