Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI G SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHHH “ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.” “HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA BURÐI TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG BESTA MYND SUMARSINS” S.V. - MBL HHHHH - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHHH „ÞETTA VERÐUR EKKI MIKIÐ BETRA“ - Þ.Þ FRÉTTABLAÐIÐ HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI EIN FERSKASTA ÍSLENSKA KVIKMYND Í LANGAN TÍMA! N, ÍSGERÐUR ELFA GUNNARSDÓTTIR, ON, MAGNÚS JÓNSSON, HJALTI RÖGNVALDSSON RSSON TÓNLIST: KARL PESTKA VIDDI, BÓSI LJÓSÁR OG HIN LEIKFÖNGIN ERU KOMIN AFTUR Í STÆRSTU OG BESTU TOY STORY MYNDINNI TIL ÞESSA STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SPARBÍÓ 600 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu BOÐBERI kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 14 LEIKFANGASAGA 3 ísl. tal kl. 3:30 - 5:50 L THE A TEAM kl. 8 L NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:20 16 BOÐBERI kl. 6 - 8 - 10 14 LEIKFANGASAGA 3 3D ísl. tal kl. 1:203D - 3:303D L TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 5:30 - 8 - 10:35 12 PRINCE OF PERSIA kl. 1:20 10 SEX AND THE CITY 2 kl. 3 12 BOÐBERI kl. 8 - 10:20 14 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 12 LEIKFANGASAGA 3 ísl. tal kl. 3 - 5:50 L / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI Heimili kvikmyndanna verður sett upp í gamla Regnboganum í miðborg Reykjavíkur en Ás- grímur Sverrisson, leikstjóri og handritshöf- undur, er í forsvari fyrir hóp kvikmyndaunn- enda og annarra sem standa að verkefninu með Reykjavíkurborg. Heimili kvikmyndanna þigg- ur 12 milljónir króna af skatttekjum Reykjavík- urborgar og er ætlunin að fé frá öðrum rík- isstyrktum aðilum styðji við reksturinn í samstarfi margra aðila. Markmiðin eru að veita kvikmyndum sem eru ekki meginstraums heim- ili og að auka kvikmyndalæsi barna. Sýningar á hverjum degi „Við ætlum að sýna fjölbreytt úrval kvik- mynda, bæði nýjar og gamlar, og bjóða þannig upp á þjónustu sem hefur ekki verið boðið upp á með reglulegum hætti á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með að sýna gamlar myndir tvisv- ar á viku en við erum að tala um alla daga,“ seg- ir Ásgrímur sem leggur jafnframt áherslu á að ekki sé um samkeppni við önnur kvikmyndahús að ræða heldur sé leitað víðtæks samstarfs um verkefnið. „Við fáum myndir frá kvikmynda- húsunum, þessar listrænu myndir. Í fyrra voru þetta um 50 myndir sem kvikmyndahúsin voru að sýna. Við höfum verið í viðræðum við þá um þessar myndir, svo ætlum við sjálf að útvega eldri myndir. Þetta verður líka heimili kvik- myndahátíða og síðast en ekki síst stefnum við að því að hefja haustið 2011, ef allt gengur upp, skólasýningar með völdum sýningum úr kvik- myndasögunni að norrænni fyrirmynd. Þá vilj- um við ala krakkana upp í kvikmyndalæsi og í kvikmyndasögunni því við vitum að það er mikil eftirspurn eftir því.“ Ásgrímur vill að verkefnið geti orðið sjálf- bært með tímanum og því ljóst að áhorfendur koma til með að borga sig inn. Samvinnuvettvangur „Hugmyndin er að þetta séu sem flestir að- ilar sem koma að kvikmyndamálum í landinu, hvort sem það eru dreifingaraðilar, Alþjóðleg kvikmyndahátíð eða ýmsir skólar sem koma að kvikmyndamálum, en ríki og borg styrkja þessi félög og apparöt alveg í bak og fyrir. Við lítum á þetta sem samvinnuvettvang allra sem koma að kvikmyndamálum í landinu, en jafnframt mun megnið af tekjum okkar koma frá áhorfendum. Í fyrra voru listrænar kvikmyndir með einhvers staðar á milli 120.000 og 130.000 áhorfendur og það er það sem við miðum við, jafnvel meira.“ Áhugasamir munu geta keypt misstór klippi- kort inn á sýningarnar en verðið verður mis- munandi. „Því fleiri miða sem þú kaupir, því stærra kort, og þá ætti ódýrasti miðinn að fara niður fyrir 500 krónurnar. Okkar draumur er að Kvikmyndasafnið komi þarna inn með sínar sýningar en þeir hafa skyldu samkvæmt lögum til að sýna þetta efni. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem ríki og borg styrkja, þarf bíó fyrir starfsemi sína og svo eru náttúrlega dreif- ingaraðilarnir sem þiggja ekki styrki af ríki og borg, þeir telja að það sé sniðugt að hafa eitt hús í borginni sem leggur áherslu á svona sýningar í staðinn fyrir meginstraumsmyndir. Þess vegna trúum við því að það sé hægt að stækka þennan markað smátt og smátt.“ segir Ásgrímur að lok- um. gea@mbl.is Nýtt Heimili kvikmyndanna  Þiggja styrki frá borginni og greiðslu frá áhorfendum Morgunblaðið/Golli Regnboginn Kvikmyndahúsið verður tekið í gegn og mun sýna „öðruvísi“ kvikmyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.