Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010
✝ Klara Björns-dóttir fæddist á
Akureyri 3. sept-
ember 1945. Hún lést
30. júní 2010.
Foreldrar hennar
voru Björn Olsen Sig-
urðsson og Stefanía
Jónsdóttir. Klara var
fimmta af átta börn-
um þeirra. Systkini
hennar á lífi eru Jón
Halldór, Sigurður
Mars, Björn og Sig-
rún. Látin eru Katr-
ín, Bjarni Einars og Aðalheiður.
Einnig átti Klara þrjú hálfsystkini af
móður, Gylfa Þorsteinsson, sem er
látinn, og Indriða og Sólrúnu Hvönn
Indriðabörn, sem lifa systur sína.
Klara giftist Gunnari Ásgeirssyni
31. desember 1963,
þau skildu 1990.
Börn þeirra: 1)
Bjarkey Olsen Gunn-
arsdóttir, maki Helgi
Jóhannsson. Þau eiga
eina dóttur, Jódísi
Jönu, f. 1999. Börn
Bjarkeyjar eru Tí-
mon Davíð, f. 1982,
og Klara Mist, f.
1987. 2) Hrólfdís
Helga Olsen Gunn-
arsdóttir. Sonur
hennar er Hrólfur
Árni, f. 1995. 3) Ásgeir Gunnarsson,
maki María Kærulff. Þau eiga tvær
dætur; Ísabellu Sól, f. 2006, og
Freyju Nótt, f. 2009.
Klara var jarðsungin frá Ólafs-
fjarðarkirkju 8. júlí 2010.
Amma kallaði mig alltaf „nöfnu“
og á ég eftir að sakna þess alveg
ógurlega mikið því það eru jú litlu
hlutirnir sem maður saknar mest.
En einhvern tímann er allt fyrst
og lífið er víst þannig að maður
þarf að horfa á eftir fólkinu sem
maður elskar kveðja þennan heim.
Ég get víst verið ánægð með að
vera orðin þetta gömul og vera í
fyrsta skipti að missa einhvern ná-
kominn. En þrátt fyrir að amma,
sem greindist með MS-sjúkdóminn
fyrir nokkrum árum, hafi verið
mjög veik í nokkur ár og ég hafi
gert mér grein fyrir að þessi stund
kæmi þá voru fréttirnar af andláti
hennar óvæntar. Það er líka svo
skrítið að maður veit einhvern
veginn ekki hvernig maður á að
bregðast við á svona stundu, en líf-
ið er hvikult og verður víst að
ganga sinn vanagang.
Þegar ég fór að hugsa til baka
um allar skemmtilegu stundirnar
sem ég átti með ömmu sem krakki
þá kemur fyrst í hugann að amma
var alltaf eitthvað að gera. Hún
var mikil handavinnukona og
saumaði og prjónaði á mig fullt af
fötum. Amma var mikið náttúru-
barn og kenndi mér að meta það
sem náttúran gefur okkur því hún
bjó til smyrsl og drykki úr jurtum
handa mér þar sem ég var illa
haldin af exemi langt fram eftir
aldri. Ekki fannst mér nú drykk-
irnir alltaf góðir en drakk þá samt.
Amma var líka mikil matráðskona
og ég gat verið viss um að fá klein-
ur og snúða þegar ég kom í heim-
sókn sem var ansi oft á þessum ár-
um.
En minningarnar eru margar og
ég var svo heppin að fá meiri tíma
með henni en margir aðrir og er
afar þakklát fyrir það. Ég og Dav-
íð bróðir áttum góðar stundir hjá
ömmu í Brimnesveginum í Ólafs-
firði og gátum alltaf leitað athvarfs
hjá henni ef eitthvað amaði að. Því
miður fær amma ekki tækifæri til
að fylgjast með uppvexti hinna
barnabarnanna sinna sem enn eru
ung að árum en ég trúi því að hún
fylgist með okkur þar sem hún er
núna.
Ég trúi því elsku amma að nú
sértu loksins búin að fá hvíldina
sem þú þráðir að fá og talaðir um
síðast þegar ég var hjá þér, enda
held ég að það sé betra en að eyða
fleiri árum í svona mikil veikindi,
ég vona að þér líði vel þar sem þú
ert núna.
Ástarkveðjur,
Klara Mist.
Síminn minn hringir, það er Sig-
rún systir að láta mig vita að Klara
systir hafi látist fyrr um kvöldið.
Þótt langt sé síðan búist var við
þessum fréttum er höggið alltaf
jafnstórt og ekki nema rúmt ár
síðan Allý systir lést eftir mikil og
erfið veikindi. Þær systur börðust
hvor á sínum vígstöðvum og þurftu
að láta í minni pokann fyrir sjúk-
dómum sínum, báðar mikið veikar,
lengi. Þetta tekur sinn toll.
En dauðinn er ekki verstur,
hann getur verið léttir, sérstak-
lega þegar fólk getur enga björg
sér veitt eins og Klara var orðin.
Síðast heimsótti ég Klöru mína í
maí og sá þá að ekki væri langt í
þessa frétt. En samt er þetta sárt.
Þessi ákveðna kona sem ekki lét
neitt stappa sig var ekki svipur hjá
sjón.
En þessar stundir sem ég dvaldi
hjá henni eru mér dýrmætar nú,
bara að sitja og halda í hönd henn-
ar gaf mér mikið. Þessi litla kona
sem lá í rúmi sínu, eins og lítil
dúkka, en samt þessi kona sem var
þarna fyrir innan og vildi komast
út.
Elsku Klara, takk fyrir að vera
systir mín, hvíl í friði.
Kær kveðja
Jón bróðir.
Frelsi var það fyrsta sem mér
datt í hug þegar ég heyrði af and-
láti Klöru. Frelsi frá ónýtum lík-
ama sem líktist Klöru lítið. Frelsi
frá fjötrum sem þessi skelfilegi
sjúkdómur hefti hana við rúm og
hjólastól. Þessi kona sem var alltaf
eins og fiðrildi og flaug sínar eigin
leiðir var allt í einu ekki fær um að
bjarga sér. Konan sem saumaði,
prjónaði og föndraði hafði ekki
vald á nál og prjóni.
Klara var þessi persóna sem
gustaði af, ef sagt var að hún væri
frek var svarið nei, ekki frek, bara
ákveðin. Þegar Klara flutti suður
var hún með herbergi hjá okkur
Jóni í Keflavík. Hún vann á hinum
ýmsu stöðum, aðallega við umönn-
un aldraðra, en kom alltaf til okkar
í fríum og alltaf var húsið eins og
reykhús þegar hún fór. Aldrei hef
ég séð manneskju reykja annað
eins. En svona var bara Klara. Hjá
Klöru voru börnin hennar og
barnabörnin alltaf í fyrsta sæti og
hún talaði mikið um þau. Hún
dýrkaði þau.
Klara hafði alveg sérstakan fata-
smekk, stundum góðan, stundum
slæman, t.d. átti hún til að fara í
rauðar buxur og græna peysu, og
skyldi enginn reyna að hagga því,
svona var Klara. Við Jón heimsótt-
um hana í nokkur skipti á Horn-
brekku og þó fór Jón oftar en ég
því ég vildi helst muna eftir henni
hressri og kátri með munninn fyrir
neðan nefið, það var Klara.
Klara hafði sérstaklega gaman
af söng, ljóðum og lestri bóka. En
nú undir það síðasta var það sjón-
varpið og sígarettan sem bjargaði
geðheilsu hennar. Klara gat aldrei
sætt sig við að vera upp á aðra
komin, því er þetta frelsi, frelsi
sem hún var lengi búin að bíða eft-
ir. Frelsi til að fljúga og ferðast,
frelsi til að vera Klara.
Kæra Klara, ég mun geyma
minninguna um þig í hjarta mér.
Guð geymi þig, sjáumst síðar.
Hanna.
Klara Björnsdóttir
✝ Hjalti Árnasonfæddist í Víkum
á Skaga, Austur
Húnavatnssýslu,
hinn 11. janúar
1915. Hann andaðist
sunnudaginn 4. júlí
síðastliðinn á Heil-
brigðisstofnuninni á
Blönduósi.
Hann var sonur
hjónanna Árna Ant-
oníusar Guðmunds-
sonar f. 2.4. 1870, d.
7.10. 1931, bónda og
smiðs frá Víkum, og
Önnu Lilju Tómasdóttur f. 4.11.
1878, d. 22.12.1973, húsfreyju í
Víkum. Systkini Hjalta eru: Guð-
mundur Magnús f. 1897, Vil-
hjálmur f. 1898, Fanney Margrét
f. 1899, Karl Hinrik f. 1902, Sig-
ríður Sigurlína f. 1905, Hilmar f.
1910, Leó f. 1912, sveinbarn f.
1920, Lárus f. 1922. Af þeim
systkinum er Lárus einn á lífi.
Eiginkona Hjalta hét Anna Lilja
Magnúsdóttir f. 23.1. 1912 á
Skeggjastöðum, d. 18.8. 2000. Þau
gengu í hjónaband 5. nóvember
1938. Þau bjuggu allan sinn bú-
skap á Skeggjastöðum, fyrst
ásamt Magnúsi og Ingunni for-
eldrum Önnu Lilju og eftir lát
Magnúsar ásamt Hallgrími, bróð-
ur Önnu Lilju. Þeim Önnu Lilju
og Hjalta varð níu barna auðið.
Þau eru í aldursröð: Árný Mar-
grét, húsfreyja á Steinn-
ýjarstöðum í Skagahreppi. Eig-
inmaður hennar er Kristján
Kristjánsson bóndi, d. 2007. Þau
eiga 4 börn og 15 barnabörn.
Baldvin Valgarð, sem búsettur er
á Skagaströnd.
Magnús Ólafur, sem
einnig býr á Skaga-
strönd, hann á 5
börn og 11 barna-
börn. Ingunn Lilja,
eiginmaður hennar
er Björn Magnússon,
þau búa á Blönduósi,
þau eiga 3 börn og 7
barnabörn. María
Línbjörg, húsfreyja
á Harrastöðum í
Skagahreppi, eig-
inmaður hennar er
Reynir Davíðsson
bóndi, þau eiga 2 börn og 5
barnabörn. Árni Páll sem búsett-
ur er á Skeggjastöðum. Hall-
grímur Karl, bóndi á Skeggja-
stöðum, eiginkona hans er
Guðrún Jóna Björgvinsdóttir, þau
eiga 10 börn og 7 barnabörn.
Hjalti Sævar sjómaður, búsettur á
Skagaströnd, hann á 2 börn og 2
barnabörn, og yngstur er Svavar
Jónatan, eiginkona hans er Björk
Önnudóttir, þau eru búsett í
Hafnarfirði og eiga 5 börn. Hjalti
var bóndi alla sína starfsævi, en
auk þess starfaði hann sem póst-
ur sveitarinnar í áratugi. Á fyrstu
árum búskapar síns eignaðist
hann jarðvinnsluvélar sem hann
nýtti fyrir sjálfan sig og vann auk
þess fyrir nágranna sína. Hann
var einnig sjálfmenntaður járn-
smiður, átti smiðju þar sem hann
smíðaði m.a. skeifur undir reið-
hesta sína og annarra.
Hjalti verður jarðsunginn frá
Hofskirkju 10. júlí 2010 kl. 14.
Jarðsett verður í heimagrafreit á
Skeggjastöðum.
Norður við Húnaflóa úti á
Skagatá í Víkum þar sem sum-
arsólin, þessi endalausa birta sem
henni fylgir, getur orðið svo
ógleymanlega falleg en vetrarveðr-
in mjög erfið og ströng, þar var
hann Hjalti móðurafi minn fæddur,
þriðji yngstur í stórum barnahóp.
Hann sagði mér stundum frá ýmsu
í uppvextinum og oft var mikið fjör
á stóru heimili og stundum tuskast
á eins og afi sagði. Afi ólst upp við
hefðbundin sveitastörf þess tíma.
Hann hafði sérstaka unun af
skepnunum en þar voru hestarnir
efstir á blaði. Það kom alltaf
glampi í augun hans þegar minnst
var á einhvern gæðinginn. Hann
hafði líka einstakt lag á að venja
smalahundana sína, það var ótrú-
lega
gaman að horfa á hann senda þá
eftir kindum þegar verið var að
smala.
Afi og amma giftu sig í nóv-
ember 1938 og áttu saman níu
börn. Á milli þeirra var einstakt
samband kærleika og væntum-
þykju. Afi var mjög jákvæður mað-
ur og hafði sérstakt lag á því að sjá
björtu hliðarnar á lífinu hvað sem
á gekk. Alltaf stutt í brosið og
hægt að finna eitthvað til að hlæja
að. Afi hafði gaman af að segja
manni sögur frá liðnum tíma.
Hann var bóndi af lífi og sál. Í ára-
tugi var hann póstur í sveitinni,
fyrst ríðandi á hesti, svo á drátt-
arvél og síðustu árin á bíl. Póst-
ferðinar voru oft ansi erfiðar á vet-
urna. Það kom fyrir að fólkið í
sveitinni fékk far með póstinum og
fékk þá að sitja á brettinu á drátt-
arvélinni og seinna í bílnum með
honum. Afi keyrði lengi bíl og
hafði mjög gaman af því að heim-
sækja vini sína og fjölskyldur.
Myndin sem kemur upp í hug-
ann af ömmu og afa standandi
saman á bæjarhólnum heima á
Skeggjastöðum brosandi með
hundinn og fallegar hænur að
vappa í kring er ótrúlega skýr.
Tilhugsunin um að nú séu þau
saman á ný er góð.
Með afa er genginn góður maður
sem vildi öllum vel, höfðingi í sinni
sveit, duglegur og ósérhlífinn.
Ég þakka allar samverustundir
okkar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guð blessi minningu Hjalta
Árnasonar.
Anna Kristjánsdóttir.
Hjalti ÁrnasonSólbrúnir vangar siglandi skýog sumar í augum þér
angandi gróður, golan hlý
og gleði í hjarta mér.
Þetta ljóð Ása í Bæ við lag Odd-
geirs vinar þeirra Kristjánssonar átti
vel við hann Kjartan Bjarnason.
„… og sumar í augum þér“ – hann
hafði þetta sérstaka blik í augunum.
Mig langar að þakka Hildi Odd-
geirsdóttur og fjölskyldu hennar allt
sem þið voruð Kjartani, þið eigið
miklar þakkir skildar, Kjartan mat
mikils vináttu ykkar og góðmennsku í
lífinu. Starfsfólki sjúkrahússins
þakka ég þeirra þátt í lífi Kjartans, á
meðal starfsfólksins þar leynast
margir gimsteinar.
Ég bið Guð að blessa minningu
ættingja Kjartans og minningu hans
og ljós.
Sofðu rótt.
Þinn vinur,
Gylfi Sigurðarson.
Við bræðurnir munum eftir Dadda
í Djúpadal allar götur frá því að fjöl-
skyldan flutti aftur til Vestmanna-
eyja eftir nokkurra ára dvöl í Noregi
og viðkomu í Garðabænum. Það er
okkur bæði ljúft og ánægjulegt að
rifja upp kynni okkar af Dadda nú
þegar hann hefur kvatt okkur og
haldið á næsta áfangastað.
Góðlegt brosið, rykfrakkinn, hatt-
urinn, skallinn, tönnin sem vantaði –
allt atriði sem fengu lítil augu til þess
að stara á og stúdera. Litla húsið á
Vesturveginum sem Daddi bjó í,
Djúpidalur, var sömuleiðis merkis-
bygging í okkar augun. Pínulítið en
alltaf svo snyrtilegt og vel við haldið.
Enginn sími lengi vel og það sem okk-
ur þótti merkilegra, ekkert sjónvarp.
Eftirminnileg atvik og mikil gjaf-
mildi Dadda í okkar garð skipa ríkan
sess í æskuminningunum frá Eyjum.
Þeir eru hátt í óteljandi sunnudag-
arnir þegar Daddi kom í mat til okk-
ar, hvort sem var í Foldahraunið eða
á Brimhólabrautina. Þegar heppnin
var með okkur bræðrunum leyndist
nammipoki í jakkavasanum og þar
með ljóst að sunnudagsmáltíðin þann
daginn yrði fullkomnuð. Þegar við
urðum eldri og fengum bílpróf fórum
við að sækja Dadda í sunnudagsmat-
inn og alltaf var hann tilbúinn með
hattinn á höfðinu, í sparifötunum og
rykfrakkanum, þegar við renndum í
hlað.
Daddi var ávallt með okkur á jól-
unum meðan við bjuggum í Eyjum.
Það brást ekki, að á hverju ári háði
pakkinn frá Dadda harða samkeppni
við pakkann frá mömmu og pabba um
mest spennandi gjöfina það árið.
Gjafmildin í okkar garð var slík. Fyr-
ir litlar sálir var slíkt auðvitað ómet-
anlegt framlag eldri manns til betri
heims – það fannst okkur að minnsta
kosti. Það sem olli okkur hins vegar
meiri heilabrotum var að Daddi tók
aldrei upp sína eigin pakka fyrr en
hann var aftur kominn heim til sín í
Djúpadalinn um kvöldið. Óskiljanleg
ráðgáta fyrir okkur, a.m.k. sem börn,
hvernig hægt var að sýna slíka sjálf-
stjórn í návist jólagjafa. En þetta var
Daddi.
Sennilega er ein frægasta myndin
sem tekin hefur verið í fjölskyldunni
af Dadda. Birgir Hrafn hafði fengið
sína fyrstu myndavél í jólagjöf frá
Söru frænku sem þá bjó í Bandaríkj-
unum. Strax á aðfangadagskvöld hóf
ljósmyndarinn störf og tók þar m.a.
„mynd af Dadda“ þar sem rétt grillir í
blákollinn á Dadda en þar fyrir utan
voru einungis veggir og gardínur á
myndinni. Þegar myndin kom úr
framköllum velti fjölskyldan fyrir sér
af hverju eða hverjum þessi mynd
var, þar til einhver rak augun í haus-
inn á Dadda niðri í öðru horninu.
Klassísk minning sem reglulega er
rifjuð upp.
Elsku Daddi. Takk fyrir allt sem
þú hefur gefið okkur, minningarnar,
gjafirnar, nammipokana og allt ann-
að. Fjölskyldan okkar er sýnilega ein-
um meðlimi fátækari hérna megin
móðunnar, en á móti fjölgar í partíinu
hinum megin. Við treystum því að þú
takir hattinn ofan þegar þú hittir afa
Oddgeir og ömmu Svövu og skilir frá
okkur kveðju til þeirra og allra hinna.
Við söknum ykkar allra – ívið of mik-
ið.
Birgir Hrafn og Leifur Geir.
Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 3
Hafnarfirði, Sími: 822 4774
legsteinar@gmail.com
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800