Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 12
Íslenski safnadagurinn
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Árbæjarsafn
Kistuhyl, Reykjavík.
Opið frá 10-17.
Ókeypis aðgangur fyrir alla.
Norrænt þjóðdansamót verður haldið á
safninu milli kl. 14-16. Guðsþjónusta kl. 14
í safnkirkjunni. Séra Kristinn Ágúst
Friðfinnsson þjónar fyrir altari.
Landnámssýningin 871 +/-2
Aðalstræti 16, Reykjavík.
Opið frá 10-17.
Ókeypis aðgangur fyrir alla.
Fjölskylduleiðsögn um
fornleifaslóðir kl. 14.
Grasagarður Reykjavíkur
í Laugardal.
Opið frá 10 – 22.
Ókeypis aðgangur
Söfnun sérstakra sóleyja - leiðsögn kl. 13
Grasagarðurinn er lifandi safn undir
berum himni og í garðinum eru varð-
veittar um 5000 tegundir plantna. Á
safnadaginn verða bergsóleyjar, plöntur
af Clematis-ættkvíslinni, skoðaðar en
þær er að finna víða í garðinum.
Leiðsögn: Ingunn Óskarsdóttir
garðyrkjufræðingur.
Byggðasafn Hafnarfjarðar -
Pakkhúsið
Vesturgata 8.
Opið frá 11-17.
Ókeypis aðgangur.
Þannig var... Saga Hafnarfjarðar og
nágrennis frá landnámi til okkar daga.
Draumaverksmiðja íslenskra
húsmæðra - Rafha.
Leikfangasýning.
Byggðasafn Hafnarfjarðar -
Sívertsens-húsið
Opið frá 11 - 17.
Ókeypis aðgangur.
Saga Bjarna Sívertsen og Heimili
yfirstéttafjölskyldu frá fyrri hluta
19. aldar.
Byggðasafn Hafnarfjarðar - Siggubær
Kirkjuvegur 10.
Opið frá 11 - 17.
Ókeypis aðgangur.
Heimili alþýðufjölskyldu frá fyrri hluta
20. aldar.
Byggðasafn Hafnarfjarðar - Bookless
Bungalow
Vesturgata 32.
Opið frá 11 - 17.
Ókeypis aðgangur.
Saga erlendu útgerðarinnar í Hafnarfirði
í upphafi 20. aldar.
Byggðasafn Hafnarfjarðar - Gúttó
Suðurgata 7.
Opið frá 11 - 17.
Ókeypis aðgangur.
Leiklist í Hafnarfirði - Leikminjasafn
Íslands í samvinnu við Byggðasafn
Hafnarfjarðar.
Gljúfrasteinn - Hús skáldsins
Gljúfrasteinn - hús skáldsins er í
Mosfellsdalnum, í um 20 mínútna
fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur.
Opið frá 9-17.
Ókeypis aðgangur fyrir alla á Íslenska
safnadaginn.
Margmiðlunarsýning og safnbúð í
móttökuhúsi, hljóðleiðsögn um húsið,
fallegar gönguleiðir í nágrenninu.
Matthías I. Sigurðsson (klarinetta) og
María Arnardóttir (píanó) halda
stofutónleika á Gljúfrasteini klukkan 16.
Hafnarborg menningar- og
listamiðstöð Hafnarfjarðar
Opið frá 12 til 17.
Ókeypis aðgangur alla daga.
Leiðsögn kl. 13 um sýninguna Formlegt
aðhald -verk eftir Eirík Smith 1951 - 1957 í
umsjón sýningarstjóra og forstöðumanns
Hafnarborgar, Ólafar K. Sigurðardóttur
Hönnunarsafn Íslands
Garðatorgi 1, Garðabæ.
Opið frá 12-17.
Ókeypis aðgangur.
Verið velkomin í nýtt húsnæði
Hönnunarsafns Íslands. Sumarsýningin
'Úr hafi til hönnunar' varpar ljósi á vinnslu
íslensks hráefnis, fiskleðursins! Á
sýningunni má sjá fjölbreytt úrval gripa úr
íslensku roði og fiskleðri eftir íslenska og
erlenda hönnuði. 'Sýnishorn úr safneign'
er lítil sýning sem varpar ljósi á
söfnunarsvið safnsins. Leiðsögn um
safnið kl. 15.
Burstabærinn Krókur
Garðaholti, Garðabæ.
Opið frá 13-17.
Ókeypis aðgangur.
Krókur er lítill bárujárnsklæddur
burstabær sem var endurbyggður úr
torfbæ árið 1923. Í Króki eru varðveitt
gömul húsgögn og munir sem voru í eigu
hjónanna Þorbjargar Stefaníu
Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar.
Bærinn er gott dæmi um húsakost og
lifnaðarhætti alþýðufólks í þessum
landshluta á fyrri hluta 20. aldar.
Bílastæði eru við samkomuhúsið á
Garðaholti.
Hofsstaðir - minjagarður
Kirkjulundur, Garðabæ.
Allan sólarhringinn.
Ókeypis aðgangur.
Í minjagarðinum eru leifar af næst
stærsta landnámsskála sem hafa fundist
á Íslandi. Þar eru einnig snertiskjáir sem
sýna fjölþætta og fróðlega
margmiðlunarsýningu sem birtir
þrívíddarteikningar af bænum og munum
sem fundust í uppgreftrinum að
Hofsstöðum. Sýningunni fylgja mynda-
sögur sem varpa ljósi á líf ímyndaðra íbúa
Hofsstaða við upphaf 10. aldar.
Leikminjasafn Íslands
Suðurgötu 7 (Góðtemplarahúsinu)-
Hafnarfirði.
Opið frá 11 - 17.
Sýningin: Leiklist í Hafnarfirði.
Listasafn Einars Jónssonar
Hallgrímstorgi 3, Reykjavík.
Opið frá 14-17.
Ókeypis fyrir alla safngesti.
Listasafn Íslands
Fríkirkjuvegi 7
Opið frá 11-17
Ókeypis aðgangur
LEIÐSÖGN kl. 14 á sýningar safnsins í
fylgd Halldórs Björns Runólfssonar.
ÁFANGAR - sýning á verkum úr safneign.
EDVARD MUNCH - úrval 18 grafíkverka
eftir listamanninn og ÓNEFND
KVIKMYNDASKOT - ljósmyndaröð
bandarísku listakonunnar Cindy Sherman.
Opið í Safnbúð - Tilboð á völdum
bókatitlum.
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús
Tryggvagata 17, Reykjavík.
Opið frá 10-17.
Ókeypis aðgangur.
VANITAS, KYRRALÍF Í ÍSLENSKRI
SAMTÍMALIST: Sýning á myndverkum
sem flokka má sem kyrralífsmyndir.
NEKT - GARY SCHNEIDER:
Ljósmyndarinn Gary Schneider fæddist í
Suður Afríku árið 1954 en býr og starfar í
New York. Á sýningunni sýnir hann myndir
af þrjátíu nöktum kvenmans- og karl
líkömum í raunstærð sem teknar eru með
sérhæfðri tækni.
Í SAFNI ÓFULLKOMLEIKANS 1939-2010
- UNNAR ÖRN J. AUÐARSON: Innsetning
Unnars Arnar er byggð utanum
samansafn af gripum sem fengnir eru að
láni úr geymslum ljósmynda, skjala og
minjasafns Reykjavíkur.
ERRÓ - MANNLÝSINGAR: Sýningin er
helguð glæsilegri listaverkagjöf sem
Erró færði Reykjavíkurborg árið 1989.
ERRÓ - MANNLÝSINGAR - DÚKKUR:
Dúkkur eru ekki algengt myndefni í
listasögunni.
Listasafn Reykjavíkur -
Kjarvalsstaðir
Við Flókagötu, Reykjavík.
Opið frá 10-17.
Aðgangur ókeypis.
ANNAÐ AUGA - LJÓSMYNDAVERK ÚR
SAFNEIGN PÉTURS ARASONAR OG
RÖGNU RÓBERTSDÓTTUR:
Ljósmyndaverk eftir marga af kunnustu
samtímalistamönnum heims, íslenska
sem erlenda.
KJARVAL - LYKILVERK: Einstök
yfirlitssýning á verkum eftir meistara
Kjarval.
CAMERA OBSCURA (myrkt herbergi)
Listsmiðja fyrir fjölskylduna í tengslum
við sýninguna Annað auga.
Listasafn Reykjavíkur -
Ásmundarsafn
Við Sigtún í Laugardal, Reykjavík.
Opið frá 10-16.
Aðgangur ókeypis.
„ÉG KÝS BLÓMLEGAR KONUR“ KONAN
SEM TÁKN Í LIST ÁSMUNDAR
SVEINSSONAR: Verkin á sýningunni
spanna allan feril Ásmundar með áherslu
á konur og kvenímynd.
SVEFNLJÓS - RÁÐHILDUR INGADÓTTIR:
Innsetning í kúlunni.
HUGSAÐ Í FORMUM: Endurgerð af
vinnustofu Ásmundar og lesstofa þar
sem hægt er að fræðast um líf og list
Ásmundar í máli og myndum.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Tryggvagata 15, 6.hæð.
Opið frá 13 -17.
Ókeypis aðgangur .
Sýningarnar 'Thomsen & Thomsen' í stóra
salnum og Yunjoo Kwak 'Millispil Nr.6' í
Skotinu.
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Hamraborg 6a, Kópavogur.
Opið frá 13-17.
Aðgangur er ókeypis.
Kl. 15.00. Leiðsögn um sýningu Magnúsar
Árnasonar AF LIFUN. Listamaðurinn og
Oddný Eir Ævarsdóttir heimspekingur
spá í verkin ásamt sýningarstjórunum
Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur og
Hilmari J. Malmquist. Sérstök fræðsla
verður einnig um hinn einstaka kúluskít
sem lifir í Mývatni.
Nýlistasafnið.
Skúlagata 28.
Opið frá 12-17.
Aðgangur ókeypis. Öllum opið.
Kl.13 hefst leiðsögn safnstjóra, ritstjóra
yfirlitsritsins Nýlistasafnið 1978-2008 og
skráningarstarfsmanna, um sögu
safnsins,yfirlitsritið og yfirstandandi
sýningu.
Ritið Nýlistasafnið 1978-2008 verður á
sérstöku tilboðsverði.
Nýlistasafnið er tilnefnt til Íslensku
safnaverðlaunanna 2010.
Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík
Grandagarði 8 - við gömlu höfnina.
Opið frá 11 - 17.
50% afsláttur af miðaverði í tilefni
dagsins.
Ókeypis fyrir yngri en 18 ára.
Fyrrverandi varðskipsmenn taka á móti
gestum í varðskipinu Óðni. Ný
ljósmyndasýning frá Rússlandi -
Svipmyndir úr Norðursiglingum - um
skipalestir í síðari heimsstyrjöldinni.
Einstakt útisvæði og þjóðlegar veitingar
í Bryggjunni - nýju kaffihúsi safnsins.
Þjóðmenningarhúsið
Hverfisgötu 15, Reykjavík.
Opið frá 11 - 17.
Aðgangur ókeypis.
Fjölbreyttar sýningar; íslenskar
kvikmyndir, ljósmyndasýningin
Íslendingar, handritin frá miðöldum,
ullarkúla í ýmsum myndum o.fl. Barnahorn
á kvikmyndasýningunni,
athyglisgáfuleikur á
ljósmyndasýningunni, leiðsagnarhandrit
um goðsögulega dreka o.fl. á
handritasýningunni, orðapúsl með
ísskápsseglum. Þjóðlegar veitingar og
leikhorn á veitingastofunni. Safnbúð.
Þjóðminjasafn Íslands
Suðurgötu 41, Reykjavík.
Opið frá 10-17.
Ókeypis aðgangur.
Leiðsögn um sýninguna „Þjóð verður til -
menning og samfélag í 1200 ár.“ Á ensku
kl. 11. Á íslensku kl. 14.
VESTURLAND OG VESTFIRÐIR
Byggðasafn Vestfjarða
Neðstakaupstað á Ísafirði.
Opið frá 9-18.
Aðgangur er ókeypis.
Sýning á sjóminjum frá síðustu öld í
Turnhúsinu, sýning um strandhlunnindi,
harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar
o.fl.
Minjasafn Egils Ólafssonar
Hnjóti í Örlygshöfn er í leiðinni út á
Látrabjarg.
Opið frá 10 til 18.
Aðgangur ókeypis í tilefni dagsins.
Messa í Sauðlauksdalskirkju klukkan 14
að lokinni þeirri athöfn bíður safnið í
messukaffi á Hnjóti.
Klukkan 15:30 'Minningar Kollsvíkings frá
19. öld',frænkurnar Oddný S. Jónsdóttir
og Sveinbjörg Jónsdóttir segja frá
lífsbaráttu langafa síns Ólafs T.
Guðbjartssonar bónda í Hænuvík.
Safnasvæðið á Akranesi
Görðum.
Fyrir fjölskylduna
Landsmenn eru hvattir til að heimsækja söfn á Íslenska safnadaginn og njóta skemmtunar og fræðslu fyrir alla fjölskylduna