Fréttablaðið - 22.11.2011, Page 2
22. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR2
Gildir út nóvember
Lyfjaval.is • sími 577 1160
Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Nicotinell Tropical Fruit
SPURNING DAGSINS
HEILBRIGÐISMÁL Allir 39 íbúar
hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar í
Garðabæ voru fluttir á Vífilsstaða-
spítala laugardaginn 12. nóvember
vegna ófullnægjandi aðbúnaðar.
Húsið stendur nú autt.
Heimilisfólk Holtsbúðar, allt
eldra fólk, býr flest hvert við mikil
veikindi. Um miðjan september var
Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldr-
unar af Landakoti, fenginn inn í
Holtsbúð til afleysinga. Innan fárra
daga hafði hann áttað sig á því að
Holtsbúð væri barn síns tíma og
þar væri erfitt að annast jafnmikið
veikt fólk og þar dvaldi.
„Það var sett upp af góðum hug
á sínum tíma en var orðið algjör-
lega ófullnægjandi húsnæði og
átti sinn þátt í því að skerða gæði
þjónustunnar,“ segir Pálmi. „Mér
fannst of langt að bíða eftir nýju
hjúkrunarheimili sem er í bygg-
ingu. Það tekur eitt og hálft ár að
byggja það en meðalævi fólks sem
dvelur á svona hjúkrunarheimili er
þrjú ár. Stór hluti þess hefði þess
vegna aldrei fengið að njóta nýja
heimilisins,“ segir hann.
Forstjóri Holtsbúðar hafði áður
látið sér detta í hug að flytja starf-
semina að Vífilsstöðum og Pálmi
ákvað að ganga í málið, fá vilyrði
frá Birni Zoëga, forstjóra Land-
spítalans sem á Vífilsstaði, og viðra
hugmyndina í kjölfarið við bæjar-
yfirvöld. Í þetta var vel tekið og
innan tveggja mánaða var fólkið
flutt.
Björn Zoëga segir að gerður
hafi verið samningur við Garðabæ
um afnot af Vífilsstöðum í eitt og
hálft ár. Engin leiga verði greidd,
en Garðabær þurfi þó að standa
straum af öllum rekstrarkostnaði,
til dæmis rafmagni og hita.
Landspítalinn lánar
Garðabæ Vífilsstaði
Yfirlæknir í afleysingum á öldrunarheimili í Garðabæ hlutaðist til um það að
allir íbúarnir yrðu færðir á Vífilsstaði vegna ófullnægjandi aðbúnaðar. Gamla
húsið stendur autt en Garðabær greiðir af því fulla leigu næsta eitt og hálfa ár.
ALGJÖRLEGA ÓFULLNÆGJANDI Holtsbúð stendur nú auð en Garðbæingar greiða
enn leigu af húsinu og munu gera fram á árið 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Landlæknisembættið gerði úttekt á starfsemi Holtsbúðar síðasta vetur og
skilaði skýrslu í vor. Þar birtast ýmsar athugasemdir, meðal annars í þá veru
að mönnun fagfólks virðist vera í lágmarki, hjúkrunarskráning sé ónóg, ekki
séu fyrir hendi sérstök markmið og áætlanir um gæði og þjónustu og að
öryggi sé ábótavant. Bæta þurfi úr öllum þessum atriðum sem fyrst.
Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður Holtsbúðar, segir flutninginn á Vífils-
staði ekki tengjast því beint sem fram kemur í skýrslunni, og undir það tekur
Pálmi V. Jónsson.
Gagnrýnt í skýrslu Landlæknis
Ólafur, eruð þið alveg á kafi?
„Nei, en það er best að hafa þetta
allt uppi á yfirborðinu.“
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður
á Þingvöllum, vinnur að því að bæta
aðstöðu köfunarfyrirtækja í þjóðgarð-
inum þar sem mikil ásókn hefur verið
þangað undanfarið.
LÖGREGLUMÁL Nítján ára gamall
maður var í síðasta mánuði
dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða
fyrir brot gegn barnaverndar-
lögum og áfengislögum en hann
lét fimmtán ára gamla stúlku
hafa við sig munnmök gegn því
að lofa henni áfengi. Þá var hann
einnig fundinn sekur um að hafa
nokkrum dögum áður útvegað
stúlkunni áfengi.
Í dómnum kemur fram að
stúlkan hafi sjálf tilkynnt málið
til barnaverndarnefndar. Mað-
urinn, sem var átján ára þegar
brotið var framið, var dæmdur í
skilorðsbundið 45 daga fangelsi
og til þess að greiða sakarkostn-
að að hluta. Þá skal hann greiða
stúlkunni 150 þúsund krónur auk
vaxta.
Fékk skilorðsbundinn dóm:
Lofaði áfengi
fyrir munnmök
ÖRYGGISMÁL Hafdís, björgunar-
bátur Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar á Fáskrúðsfirði, dró fjög-
urra tonna bát í land í gærkvöldi
eftir að hann strandaði í sunnan-
verðum firðinum.
Landhelgisgæslunni barst
aðstoðarbeiðni rétt fyrir klukkan
sex. Samstundis voru kallaðar út
sjóbjörgunarsveitir auk þess sem
haft var samband við nærstödd
skip og báta. Skömmu síðar til-
kynnti skipstjóri bátsins að hann
hefði losnað af strandstað og gæti
siglt fyrir eigin vélarafli. - shá
Betur fór en á horfðist:
Losnaði sjálfur
af strandstað
Garðabær hefur samning um
leigu húsnæðisins að Holtsbúð
fram til ársins 2013, sem bær-
inn mun greiða áfram þó að húsið
standi autt. Spurður hve há leigan
sé segist Erling Ásgeirsson,
stjórnarformaður Holtsbúðar,
ekki muna það. Fréttablaðið hefur
heimildir fyrir því að hún sé 20,8
milljónir á ári, og segir Erling það
vel geta staðist. stigur@frettabladid.is
sunna@frettabladid.is
REYKJAVÍK „Við höfum búist við
þessu en þetta eru samt von-
brigði,“ segir Haraldur Freyr
Gíslason, formaður Félags leik-
skólakennara, um þá fyrirætlan
borgaryfirvalda að afnema yfir-
borgun starfsmanna leikskóla.
Í tillögu borgarstjóra fyrir
borgarráð er gert ráð fyrir aftur-
köllun sérstakrar launauppbótar
sem starfsmenn leikskóla fengu í
október 2007 og fólst í tíu greidd-
um yfirvinnutímum á mánuði.
Afnema á þessar greiðslur í fjór-
um áföngum fram til ársins 2014.
Í greinargerð með tillögunni
s e g i r a ð
nágrannasveit-
arfélögin hafi
tekið upp hlið-
stæðar yfir-
borganir en að
þær hafi verið
felldar niður.
Ástæða þess
að leikskóla-
kennarar hafi
árið 2007 feng-
ið þessa „launauppbót umfram
ákvæði kjarasamninga“ hafi verið
mannekla og mikið álag í starfi.
Það eigi ekki lengur við.
Afnema á fyrstu 2,5 yfirvinnu-
tímana 1. mars á næsta ári. Gefa
á þeim starfsmönnum sem lægst
hafa launin færi á að vinna þessa
yfirvinnutíma svo heildarlaunin
skerðist ekki.
Haraldur segir leikskólakenn-
ara vona að endurskoðun á launum
þeirra með samanburði við grunn-
skólakennra leiði til þess að jafn-
gildi launauppbótarinnar fáist til
baka. Sanngjarnt væri þó að þeir
fengju hvort tveggja. „Það er bara
bull að álagið hafi minnkað. En
það er þó jákvætt að þetta verður
afnumið í þrepum,“ segir hann. - gar
Borgaryfirvöld telja ekki lengur forsendur fyrir því að borga óunna yfirvinnu:
Afnema á launauppbót í leikskólum
HARALDUR FREYR
GÍSLASON
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðs-
dómi Norðurlands vestra fjóra pilta sem struku frá
meðferðarheimilinu að Háholti í Skagafirði 17. júlí í
sumar.
Piltarnir eru á aldrinum sextán til átján ára. Tveim-
ur þeirra er gefið að sök að hafa veist að starfsmanni í
Háholti í sjónvarpsholi, eldhúsi og á göngum heimilis-
ins. Annar þeirra barði hann ítrekað með sundurskrúf-
uðum biljarðskjuða sem hafði fjögurra sentimetra
járntein á öðrum enda í hnésbót, síðu og handleggi,
að því er segir í ákæru. Hinn pilturinn barði hann
einu sinni í handlegg með sams konar vopni. Auk
þess hótuðu þeir að slá starfsmanninn í höfuðið með
biljarðskjuðunum ef hann afhenti þeim ekki síma sinn
og lykla. Af atlögunni hlaut starfsmaðurinn áverka,
svo sem bólgur, mar og eymsli víða á líkama.
Þá er öllum piltunum gefið að sök að hafa læst
starfsmanninn inni í neyðarherbergi, skilið hann þar
eftir og svipt hann þannig frelsi sínu, þar til annar
starfsmaður mætti til vinnu rúmum fimm tímum síðar
og hleypti honum út.
Þá er einn piltanna ákærður fyrir að hafa ekið
bifreið um nóttina án ökuréttinda. - jss
Ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni og frelsissviptingu á meðferðarheimili:
Börðu starfsmann og læstu inni
VARMAHLÍÐ Einn piltanna var ákærður fyrir að aka réttinda-
laus í nágrenni Varmahlíðar.
SPÁNN, AP Hægrimenn á Spáni
unnu stórsigur í þingkosningun-
um þar á sunnudag. Lýðflokkur-
inn hlaut tæplega 45% atkvæða
og hreinan meirihluta í neðri
deild spænska þingsins, eða 186
sæti af 350.
Sósíalistaflokkur forsætisráð-
herrans José Luis Zapatero beið
afhroð, hlaut aðeins 29 prósent
atkvæða og 110 þingsæti. Hann
óskaði keppinauti sínum til ham-
ingju með sigurinn í fyrrakvöld.
Spánverjar standa frammi fyrir
miklum efnahagsþrengingum og
gríðarlegu atvinnuleysi. Mariano
Rajoy, leiðtogi Lýðflokksins,
tekur við forsætisráðherraemb-
ættinu af Zapatero eftir mánuð.
Hann sagðist í gær gera sér grein
fyrir umfangi þeirra verkefna
sem lægju fyrir og hann væri
reiðubúinn að færa fórnir. - sh
Zapatero játar ósigur á Spáni:
Hægrimenn
unnu stórsigur
ÞYKIR ÞURR Mariano Rajoy þykir afskap-
lega hæglátur og yfirvegaður maður –
sumir segja óspennandi. NORDICPHOTOS/AFP
Oddur Björnsson, rithöfundur
og leikskáld, er látinn, 79 ára
að aldri.
Oddur var
bókavörður
við Borgar-
bókasafn
Reykjavíkur,
kennari við
Iðnskólann í
Reykjavík og
leikhússtjóri
hjá Leik-
félagi Akureyrar. Þá skrifaði
hann bækur og fjölmörg leikrit
fyrir svið, útvarp og sjónvarp.
Auk þess leikstýrði hann meðal
annars í Þjóðleikhúsinu og hjá
Leikfélagi Akureyrar. Hann
hlaut heiðursverðlaun Leiklist-
arsambands Íslands á Grím-
unni fyrr á árinu fyrir fram-
úrskarandi ævistarf í þágu
leiklistar.
Oddur lætur eftir sig eigin-
konu og tvö börn.
Oddur Björns-
son látinn
Hlutabréfaverð lækkaði
Hlutabréfaverð lækkuðu víðast hvar
í dag vegna ótta fjárfesta við miklar
skuldir þjóðríka og banka, að því er
fram kemur á vef breska ríkisútvarps-
ins BBC. Hlutabréfavísitölur í
Bandaríkjunum lækkuðu um 2,5%
og hlutabréfaverð í Þýskalandi og
Frakklandi um 3%.
VIÐSKIPTI