Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.11.2011, Blaðsíða 4
22. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 Sé krossgáta síðasta laugardags leyst á réttan hátt fást tíu bókstafir sem mynda eiga lausnarorð. Einn þeirra er ö, en ætti með réttu að vera o. Þá voru tvö orð misrituð í lausn krossgátu vikunnar þar á undan. Lausn á skýringu númer 11 á að vera stolnar og númer 36 ólatar. LAUGARDAGSKROSSGÁTA UMHVERFISMÁL Hakkari réðst á síðu Umhverfisvaktarinnar, umhverfisvaktin.is, í Hvalfirði strax eftir að ályktanir fyrsta aðalfundar félagsins voru sendar út, segir á vefnum kjos.is. Síðan lá niðri í nokkra daga en hefur verið opnuð að nýju. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, for- maður félagsins, sagði á fundinum að vegna fyrirhugaðrar stækk- unar á Grundartanga hefðu augu vaktarinnar fyrst og fremst beinst að þeim þætti umhverfis- mála í Hvalfirði. - shá Umhverfisvaktin.is: Hakkari gerði vef óvirkan STJÓRNMÁL Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gekk af fundi stjórnar Orku- veitunnar á föstudag eftir að til- laga hennar um að rætt yrði við Geogreen- house um að aflétta leynd af samningi milli fyrirtækjanna var felld. Sóley sagðist neita að taka við upp- lýsingum sem ætlast væri til að haldið væri leyndum fyrir borgarbúum. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar hefði misst af tækifæri til þess „sjálf- bæra gagnsæis“ sem hann sjálfur hefði boðað. Samningurinn er um sölu á rafmagni og heitu og köldu vatni til ylræktarvers á Hellis- heiði. Stjórnin samþykkti að við kynningu á verkefninu yrði arðsemi þess fyrir OR kynnt. - gar Vill aflétta leynd á samningi: Neitaði viðtöku trúnaðargagna SÓLEY TÓMASDÓTTIR MENNING Björn Hlynur Haralds- son leikari hlaut í gærkvöldi styrk úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur. Björn Hlynur varð þar með 37. einstaklingurinn sem hlýtur styrkinn. Fyrsti styrkurinn var veittur úr sjóðnum árið 1970, en þá hlaut Helga Bachmann hann. Sjóðurinn sjálfur var stofnaður árið 1938 af Önnu Borg, dóttur Stefaníu, og Poul Reumert manni hennar. Hann var stofnaður til að efla íslenska leiklist og heiðra minningu Stefaníu, en hún var leikkona og burðarás í Leikfélagi Reykjavíkur. - þeb Minningarsjóður Stefaníu: Björn Hlynur hlaut styrkinn FRÁ AFHENDINGUNNI Björn Hlynur tók við styrknum úr hendi Stefaníu Borg, barnabarns Stefaníu Guðmundsdóttur, í Iðnó í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Breska flugrekstrarfélagið Astraeus, sem hefur séð Iceland Express (IE) fyrir flugvélum um árabil, hefur hætt starfsemi og verið sett í slitameðferð. Öllum þeim átta vélum sem félagið hefur verið með á leigu verður í kjölfarið skilað til eigenda sinna. IE var langstærsti viðskiptavinur Astraeus. Ákvörðunin var tekin á fundi um hádegisbilið í gær. Ekki er þó úti- lokað að Astraeus muni hefja starf- semi að nýju í einhverri mynd komi fram áhugasamir kaupendur. Eign- arhaldsfélagið Fengur var eigandi Astraeus og er eigandi IE. Pálmi Haraldsson á allt hlutafé Fengs. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef takist að selja Astraeus muni ávinningurinn ekki renna til Pálma heldur annarra kröfuhafa félags- ins. Starfsmenn Astraeus munu hins vegar þurfa að treysta á trygg- ingasjóði launa hjá sínum stéttar- félögum til að greiða þau laun sem þeir eiga inni og uppsagnarfresti. Skömmu áður en Astraeus var lokað var send út tilkynning um að IE hefði gengið frá samkomu- lagi við tékkneska félagið CSA Holidays um að það myndi fljúga fyrir IE frá og með gærdeginum. IE hefur auk þess sótt um flug- rekstrarleyfi til Flugmálastjórn- ar Íslands og hyggst leigja nýjan flota af flugvélum fyrir komandi sumarvertíð. Í bréfi til starfsfólks Astraeus frá Hugh Parry, forstjóra félags- ins, kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að samningar um flug til Asíu, Suður-Ameríku og Mið-Austurlanda sem vonast hefði Din smertestillende løsning til lokal behandling af smerter i ryg, skuldre og muskler Voltaren Gel 100g 20% afsláttur Seljavegi 2 101 Reykjavík Sími 511 3340 www.reyap.is Afgreiðslutími: 9-18.30 alla virka daga og 10-16 á laugardögum Verð áður: 3.073 kr. Verð nú: 2.458 kr. GENGIÐ 21.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,1552 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,12 118,68 185,32 186,22 158,88 159,76 21,344 21,468 20,296 20,416 17,319 17,421 1,5348 1,5438 184,23 185,33 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is DÓMSMÁL Ungur karlmaður hefur verið dæmd- ur í Héraðsdómi Reykjaness til að sæta öryggis- gæslu á viðeigandi stofnun og greiða rúmar átta milljónir í skaðabætur, eftir að hafa banað barnsmóður sinni í Heiðmörk í maí 2011. Fólkið hafði farið ásamt ungum syni sínum í bíltúr sem endaði með þessum hörmulega hætti. Banamein konunnar var kyrking, jafn- vel talin framkvæmd með bílbelti. Barnið svaf í bílnum meðan maðurinn vann voðaverkið. Maðurinn fór með drenginn í pössun hjá bróður sínum og þaðan lá leiðin á bráðamóttöku Land- spítalans þar sem hann sýndi starfsfólki er tók á móti honum konuna látna í farangursgeymslu bílsins. Þar handtók lögregla hann. Maðurinn hafði dvalið á geðdeild á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri vegna þung- lyndis og ofskynjana en hafði útskrifað sig sjálfur tæpri viku áður en hann varð konunni að bana. Það gat hann þar sem óheimilt er að nauðungar vista fólk sem leggst sjálfviljugt inn. Hann hafði tjáð geðlækninum að hann væri hættur að taka geðlyfin, sér liði miklu betur og „raddir“ sem hann hefði heyrt væru horfnar. Að skipan „raddanna“ hafði hann margoft reynt að fyrirfara sér, þær sögðu honum að drepa til- tekið fólk, berja aðra og vara sig á enn öðrum. Dómkvaddur geðlæknir mat manninn hafa verið ósakhæfan þegar verknaðurinn var unn- inn. Annar geðlæknir kvaðst „sjaldan hafa séð eins hræðilega veikan mann“ og unga manninn. - jss RÉTTARGEÐDEILDIN AÐ SOGNI Maðurinn hefur dvalið á Sogni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Útskrifaði sig sjálfur af geðdeild og banaði barnsmóður sinni: Dæmdur í öryggisgæslu eftir manndráp Astraeus slitið og hættir starfsemi Breska flugrekstrarfélagið Astraeus var í gær sett í slitameðferð. Pálmi Haralds- son hefur átt félagið um árabil. Hann tapar milljarða fjárfestingu. Iceland Express samdi þess í stað við tékkneskt flugrekstrarfélag um að fljúga fyrir sig. IRON MAIDEN Þungarokkshljómsveitin heimsfræga var á meðal þeirra sem leigðu vélar af Astraeus. Bruce Dickinson, söngvari hennar, starfaði auk þess sem flugmaður hjá félaginu. Iceland Express hefur tilkynnt að félagið muni fækka áfangastöðum sínum úr 23 í 16 næsta sumar og draga verulega úr sætaframboði. Ástæðan er meðal annars sú að búist er við 800 milljóna króna tapi á rekstri félagsins í ár. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í þessum mánuði að Pálmi Haraldsson, eigandi félagsins, hefði nýverið veitt því um eins milljarðs króna hluthafalán til að bæta lausa- fjárstöðu félagsins. Auk þess mun samkeppnin í flugrekstri aukast mikið næsta sumar með tilkomu Wow Air og Easyjet inn á íslenska flugmarkaðinn. Undirbúa sig fyrir aukna samkeppni verið eftir að landa gengu ekki eftir. Í september síðastliðnum lánaði Pálmi Astraeus um milljarð króna og réð í kjölfarið Parry aftur í starf forstjóra félagsins, en hann hafði hætt sem slíkur í desember 2007. Í bréfi Parrys fullyrðir hann að Pálmi hafi alls fjárfest um 7,5 milljarða króna í Astraeus. Þeir peningar eru nú tapaðir. Fréttablaðið hefur ársreikn- ing Astraeus fyrir árið 2010 undir höndum. Þar kemur fram að félagið hafi tapað um 540 milljónum króna í fyrra. Alls seldi það þjónustu fyrir 10,9 milljarða króna á síðasta ári. Í ársreikningnum kemur einnig fram að Astraeus skuldaði Feng um 372 milljónir króna og greiddi félaginu auk þess 18,5 milljónir króna í stjórnendakostnað í fyrra. Heildar- skuldir Astraeus um síðustu áramót voru um 2,3 milljarðar króna. thordur@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 7° 2° 5° 7° 9° 6° 6° 22° 13° 18° 11° 26° 3° 12° 15° 5° Á MORGUN 8-20 m/s, hvassast syðst. FIMMTUDAGUR Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. 1 2 2 2 -2 -1 4 4 8 7 6 8 7 5 7 7 9 14 17 12 10 10 0 1 4 5 2 0 -3 -3 0 1 SKÚRIR EÐA ÉL Stíf suðaustanátt á landinu í dag með rigningu, einkum suðaustan til. Til morguns snýst í nokkuð hvassa suðvestanátt með skúrum eða éljum en úrkomulítið austanlands. Hæg- lætisveður og kalt á fi mmtudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Litaðri hráolíu stolið Um 700 lítrum af litaðri hráolíu var stolið af tönkum frá verktaka í grjót- námum norðan við Eystri-Sólheima aðfaranótt síðastliðins föstudags. Lög- reglan á Hvolsvelli biður þá sem hafa orðið varir við óeðlilegar mannaferðir á þessum slóðum á þessum tíma að hafa samband í síma 488 4110. LÖGREGLUMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.