Fréttablaðið - 22.11.2011, Side 14
14 22. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
20% afslátturaf Biomega vítamínum
HALLDÓR
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@frettabladid.is
SKOÐUN
F
réttablaðið hefur á undanförnum vikum greint ítarlega
frá áhrifum íslensku bankanna á innlenda samkeppnis-
markaði með eignarhaldi þeirra á fyrirtækjum. Sam-
kvæmt úttekt Fjármálaeftirlitsins (FME) voru fyrir-
tækin sem þeir eiga í 132 talsins í byrjun nóvember.
Bankarnir hafa brugðist ókvæða við þessari talningu og birtu í
kjölfarið upplýsingar um eðli þessara fyrirtækja. Með hafa fylgt
skýringar um að flest fyrirtækjanna séu annaðhvort í minni-
hlutaeigu bankanna, geymd í dótturfélögum eða séu ekki í sam-
keppni við önnur fyrirtæki á
neytendamarkaði. Þess vegna
sé skakkt að setja eignarhaldið
fram með þeim hætti sem FME
gerði. Þessar skýringar halda
ekki að öllu leyti.
Ef hófsamlega er talið er ekki
hægt að sjá betur en að stóru
viðskiptabankarnir þrír eigi
samanlagt, beinan eða óbeinan, hlut í á fjórða tug rekstrarfélaga
sem keppa á samkeppnismarkaði. Þeir eiga þau ekki öll að fullu
leyti, eru meira að segja ekki meirihlutaeigendur flestra þeirra,
en eiga samt í þeim. Skilgreint hlutverk banka er að hámarka
arðsemi eigna sinna. Hvort sem eignarhluturinn er 1% eða 100%
hafa bankarnir því alltaf eigendahagsmuni af framgangi fyrir-
tækjanna.
En bankar eru líka stærstu þjónustuaðilar nánast alls atvinnu-
lífsins. Þeir ráða yfir fjármögnun þess. Það ríkir samkeppni milli
fyrirtækja um að fá lánað sem mest fé og á sem bestum kjörum.
Þegar bankarnir eru farnir að eiga fyrirtækin líka skapast hætta
á að það eignarhald liti þjónustuhlutverkið. Sérstaklega þegar
sömu bankar hafa fjármögnun keppinauta í höndum sér.
Vegna þessarar stöðu eru lög í gildi sem segja að bankar
megi ekki eiga fyrirtæki í óskyldum rekstri. Sumarið 2010 var
12 mánaða tímaramma bætt við lögin. Frá 25. júní síðastliðnum
hafa bankar þurft að sækja um undanþágur frá þessum lögum
ef þeir hafa haldið á eignarhlut í fyrirtæki í meira en eitt ár. 74
undanþágubeiðnir hafa borist til FME. Þær hafa allar verið sam-
þykktar. Lengsti fresturinn er fram til 1. apríl 2012 en í flestum
tilfellum hafa bankarnir frest fram að áramótum til að losa sig
við eignarhlutina. Eða sækja um enn lengri frest.
Aðstæður á Íslandi eru fordæmalausar. Hægt er að sýna því
vissan skilning að það taki tíma að endurskipuleggja atvinnulíf
heils lands. En þegar efnahags- og viðskiptaráðherra, sem fer
líka með málefni FME, lagði fram ofangreinda breytingartillögu
á lögum um fjármálafyrirtæki þá hlýtur það að hafa verið skýr
vilji hans að lögin yrðu virt eins og þau standa. Annars hefði
tímaramminn verið lengri. Undanþágur eiga að vera undanþágur,
ekki regla. Því skýtur skökku við þegar meirihluti fyrirtækja í
eigu bankanna er undanþeginn reglunni.
Sú staða sem er uppi skapar tortryggni í garð bankanna. Tor-
tryggni sem þeir hafa illa efni á. Í síðustu birtu könnun MMR um
traust til bankakerfisins kom fram að einungis 5,9% aðspurðra
báru mikið traust til þess. Rúmlega 75% treystu því lítið. Þetta
traust mun ekki aukast af sjálfu sér. Bankarnir þurfa að vinna
sér inn fyrir því. Góð byrjun væri að starfa í anda þeirra laga
sem gilda um starfsemi þeirra.
Bankar eiga í mörgum fyrirtækjum.
Samkeppni um fé
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ leggja fyrir reglur
um skráningu á fjárhagslegum hags-
munum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ
og trúnaðarstörfum þeirra fyrir bæjar-
stjórnarfund þriðjudaginn 22. nóvem-
ber. Bæjarstjórn setti sér siðareglur á
síðasta fundi eins og gert hefur verið í
nokkrum sveitarfélögum og nú leggjum
við til í rökréttu framhaldi að bæjar-
fulltrúar Reykjanesbæjar, fyrstir bæjar-
fulltrúa á Íslandi, skrái hagsmuni sína
fyrir opnum tjöldum á vefsíðu sveitar-
félagsins.
Reglurnar um hagsmunaskráningu
taka mið af reglum um skráningu á
fjárhagslegum hagsmunum alþingis-
manna og trúnaðarstörfum utan þings
sem voru samþykktar vorið 2009. Sam-
kvæmt reglunum skulu bæjarfulltrúar
m.a. skrá launaða starfsemi aðra en setu
í bæjarstjórn, skrá launaða stjórnar-
setu sem kosið er til að af bæjarstjórn,
skrá launaða stjórnarsetu í einkareknum
eða opinberum félögum og gera grein
fyrir fjárhagslegum stuðningi, gjöfum,
utanlandsferðum og eftirgjöfum eftir-
stöðva skulda. Þá skulu bæjarfulltrúar
skrá upplýsingar um stjórnarsetu og
önnur trúnaðarstörf fyrir hagsmuna-
samtök, opinberar stofnanir, sveitarfélög
og félög - óháð því hvort þessi störf eru
launuð eða ekki.
Skráning þessi er ætluð íbúum og kjós-
endum í Reykjanesbæ til upplýsingar
og til þess að auka gagnsæi í störfum
bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Það er
ein af grundvallarreglum í stjórnmálum
lýðræðisríkja að kjörnir fulltrúar taka
ákvarðanir um hvaða hagsmuni eigi að
taka fram yfir aðra, hvernig eigi að for-
gangsraða. Þess vegna er mikilvægt að
kjósendur hafi upplýsingar um það hvar
hagsmunir bæjarfulltrúa liggja, sérstak-
lega þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir
á erfiðum tímum eins nú í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar.
Bæjarbúum og öðrum áhugamönnum
um betri stjórnmál er bent á að kynna
sér reglurnar á xsreykjanesbaer.is.
Hagsmunir bæjarfulltrúa
skráðir opinberlega
Stjórnmál
Eysteinn
Eyjólfsson
bæjarfulltrúi
Litla Ísland
Alþingi óskaði á dögunum eftir því
við Ríkisendurskoðun að hún gerði
úttekt á arðsemi Vaðlaheiðarganga.
Þeirri umleitan var hafnað, sem er
einsdæmi í seinni tíð. Rökin voru
tvenn: Annars vegar að það væri
ekki hlutverk stofnunarinnar. Það
hljómar furðulega en kann að
standast skoðun. Hin rökin eru
merkilegri. Þau eru að Sveinn
Arason ríkisendurskoðandi sé
hvort eð er vanhæfur til að
ráðast í slíka úttekt vegna
mægða við Kristján L.
Möller, sem öðrum
fremur vill grafa göng
um Ísland.
Möllersáhrifin
Nú mætti ætla að mat á arðsemi
ganga væri reikningsdæmi sem
talnaglöggir embættismenn gætu
leyst sæmilega hratt og vel án þess
að skoðanir Kristjáns Möller hefðu
áhrif á niðurstöðurnar. En Sveinn
er ekki sannfærður og
biðst því undan verkinu.
Það hlýtur að teljast til
eftirbreytni. Til þessa
hafa Íslendingar nefnilega
sjaldnast talið það
eftir sér að vasast
í verkefnum
sinna nánustu
ættingja.
Ha?
Tvíbentustu skilaboð helgarinnar bár-
ust frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur,
sem féll með slíkri sæmd í formanns-
kjörinu á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins að hún vissi ekki í hvorn
fótinn hún átti að stíga á eftir. Og
þá er best að stíga bara í þá báða.
Nánast í sömu andrá og hún lýsti
því yfir að sjálfstæðismenn ættu
að fylkja sér á bak við endurkjör-
inn Bjarna Benediktsson áréttaði
hún þá skoðun sína að skipta
hefði þurft um forystu í
flokknum. Hver segir svo
að ekki verði bæði sleppt
og haldið?
stigur@frettabladid.is