Fréttablaðið - 22.11.2011, Side 20
jafnvægi fyrir líkama og sál • heilsugjafavörur • gjafabréf
S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s
Ný sending af glæsilegum
jólakjólum
st. 36 - 48
Fyrir
jólahlaðborðið
JÓLAGJÖFIN
hennar og hans
Verð 24.000.-
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Tímapantanir 534 9600
Heyrn · Hlíðasmári 11 · 201 Kópavogur · heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
„Við fáum iðulega til okkar karl-
menn sem hafa skipt um skoðun.
Ég hugsa að það geti verið um tvö
og allt upp í fimm prósent þeirra
sem hafa farið
í sáðrásarrof,“
segir Guðmund-
ur Vikar Einars-
son þvagfæra-
skurð læknir
sem hefur fram-
kvæmt ófáar
ófrjósemis-
aðgerðir í gegn-
um tíðina. Slík-
ar aðgerðir hafa
verið nokkuð í
umræðunni að undanförnu vegna
ummæla Jóns Gnarrs borgarstjóra
um „herra klippingar“.
Ástæður þess að menn skipti
um skoðun segir Guðmundur geta
verið ýmsar. Oft hafi aðstæður
manna breyst, þeir séu stundum
búnir að skilja og komnir í nýtt
samband sem kalli á breytingar.
Guðmundur segir erfitt að nefna
hve stórum hluta þessara manna
sé hægt að hjálpa. „Það skiptir
máli hve gamall maðurinn er, hve
langt er frá aðgerðinni og hversu
frjó konan hans er,“ segir hann.
Því þó hægt sé að tengja saman
sáðleiðarana er ekki víst að sáð-
frumurnar skili sér og stundum
séu þær fáar og illa syndar.
Ófrjósemisaðgerðir karla eru
enda skilgreindar sem endanleg
getnaðarvörn og mönnum gert það
ljóst fyrir aðgerðina.
En hverjar eru helstu ástæður
þess að fólk kýs að fara í
ófrjósemis aðgerð? „Langoftast
eru þetta hjón sem búin eru að
eignast þau börn sem þau vilja
eignast,“ upplýsir Guðmundur.
Hann segir afar sjaldgæft að til
sín komi ungt fólk þó lagalega sé
fólki heimilt að fara í slíka aðgerð
frá 25 ára aldri. „Þá reynir maður
að útskýra vel fyrir sjúklingnum
afleiðingarnar og að hann verði
að líta á þetta sem endanlega
getnaðar vörn,“ segir hann.
Körlum fjölgar, konum fækkar
Heildarfjöldi ófrjósemisaðgerða
karla og kvenna hefur haldist til-
tölulega jafn síðasta áratug. Hefur
rokkað frá um 500 og upp í tæpar
800 aðgerðir. Hlutfall karla og
kvenna hefur hins vegar breyst
mikið. Árið 1997 voru fram-
kvæmdar 775 aðgerðir og af þeim
641 á konum en aðeins 147 á körl-
um. Í fyrra var framkvæmd 571
aðgerð, þar af 162 á konum en 409
á körlum.
Guðmundi þykir líklegt að sama
þróun hafi orðið í öðrum löndum,
þá telur hann að ástæður þessa
viðsnúnings felist helst í betra
upplýsingaflæði. „Fólk á auðveld-
ara með að afla sér upplýsinga,“
segir hann og nefnir þar sérstak-
lega tilkomu internetsins. Menn
hafi minni fordóma og geri sér
grein fyrir hversu lítil aðgerðin
er í raun og veru fyrir karlmenn.
Aðgerðin er nærri 100 prósent
örugg, henni tengist lítil áhætta,
er ódýr og hefur ekki áhrif á kyn-
líf karlmannsins. Aðgerðin tekur
aðeins 15 til 30 mínútur, er gerð
með staðdeyfingu utan sjúkra-
húss og maðurinn getur farið heim
sama dag og í vinnu daginn eftir.
Aðgerðir kvenna eru aðeins
flóknari auk þess sem konur eru
lengur að jafna sig eftir þær.
Þess má geta að sjúkra-
tryggingar greiða ófrjósemis-
aðgerðir karla og kvenna að fullu.
solveig@frettabladid.is
19
81
19
82
19
83
19
84
19
85
19
86
19
87
19
88
19
89
19
90
19
91
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
800
700
600
500
400
300
200
100
0
Ófrjósemisaðgerðir 1981 - 2010
Alls
Konur
Karlar
Sumum snýst
hugur um síðir
Allt að fimm prósent karlmanna sem farið hafa í ófrjósemisaðgerð
koma aftur nokkrum árum síðar til að láta tengja sáðrásina á ný.
Árangur slíkra aðgerða er ekki öruggur. Fjöldi ófrjósemisaðgerða
hefur haldist nokkuð jafn síðustu áratugi en hlutfall karla miðað við
konur hefur aukist mikið síðustu ár.
Guðmundur Vikar
Einarsson.
ÍSLENSKU HÚÐDROPARNIR BIO
EFFECT FRÁ SIF COSMETICS HAFA
NÚ RATAÐ Á SÍÐUR TÍSKUTÍMARITA
Í ÞÝSKALANDI EN BÆÐI VOGUE
OG ELLE FJALLA UM DROPANA Í
DESEMBERHEFTUM SÍNUM.
Bio effect húðdroparnir fá lof-
sama dóma hjá Þjóðverjum um
þessar mundir en þýska Vogue
birti lista yfir níu bestu nýjungar
á snyrtivörumarkaðinum á árinu.
Húðdroparnir eru þar númer
fimm á listanum en einu sæti
ofar er augnskuggi frá Chanel. Þá
eru vörur frá merkjum eins og
Clinique og Nivea á listanum.
Þetta er í þriðja sinn sem Vogue í
Þýskalandi fjallar um húð-
dropana en áður birtist
á síðum þess viðtal við
íslensku forsetafrúna,
Dorrit Moussaieff, þar
sem hún lofaði land-
ið og íslenskar vörur.
Þá fá droparnir lof-
samlega dóma
í desemberhefti
þýska Elle. - rat
Bio effect dropar á
lista hjá Vogue
Íslensku húðdroparnir frá Sif
Cosmet ics eru númer fimm af
níu bestu nýjungum í snyrtivöru-
heiminum að mati þýska Vogue.
Fyrstu skrefin í átt að lífrænum og heilsusam-
legum lífsstíl er umfjöllunarefni Kristínar Kristjáns-
dóttur í fyrirlestri á Lífræna markaðnum, Borgartúni
24 í kvöld klukkan 18. Upplýsingar um þátttökugjald
og fleira eru á vefsíðunni www.lifandimarkadur.is.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.