Fréttablaðið - 22.11.2011, Page 23
KYNNING − AUGLÝSING Jólabakstur22. NÓVEMBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR 3
Jólakossar
500 g hreint marsipan
(Odense Ren Rå Marcipan)
300 g sykur
1 dl vatn
150 g eggjahvítur
250 g dökkt súkkulaði
Marsipanbotn: Ein rúlla marsipan er skorin í 30 sneiðar, sem lagðar eru á bökunarpappír og
bakaðar við 180 °C í 5–8 mín.
Fylling: 300 g sykur og 1 dl vatn er soðið saman í 2 mín. 150 g eggjahvítur eru þeyttar létt og
sykurleginum bætt hægt saman við.
Þeytt með handþeytara við meðalhraða þar til stíft. Fyllingunni er sprautað í gegnum plast-
poka á marsipanbotnana og síðan bakað í 5 mín. við 180 °C, eða þar til yfirborðið er stíft.
Eftir kælingu eru jólakossarnir penslaðir með bræddu dökku súkkulaði.
Odense Marsi-pan Fabrik í Óðinsvéum
í Danmörku er um-
svifamesti, virtasti og
einn elsti marsipan-
framleiðandi í heimi.
Ölgerðin er innflutn-
ings-, dreifingar- og
söluaðili fyrir Odense
á Íslandi. Gunnar Örn
Gunnarsson, vöru-
merkjastjóri Odense í
Gnótt hjá Ölgerðinni,
þekkir leyndarmálið á
bak við áralanga vel-
gengni fyrirtækisins.
„Helsta ástæðan f yrir farsæld
Odense er vitanlega sjálft marsipanið,
sem vegna úrvals hráefnis og vand-
aðra framleiðsluaðferða er engu líkt,“
upplýsir Gunnar. „Meginuppistaðan í
marsipani er sykur og möndlur og hjá
Odense eru möndlur í miklum meiri-
hluta, valdar af kostgæfni frá Kali-
forníu í bland við spænskar möndl-
ur. Útkoman er gott, mjúkt og temmi-
lega sætt marsipan en ekki beiskt
eins og sumt marsipan frá öðrum
framleiðendum.“
Að sögn Gunnars felst sérstæða
Odense enn fremur í
umfangsmikilli fram-
leiðslu á marsipani í
bakstur. „Ástæðan er
sú að Norðurlanda-
þjóðir baka miklu
meira upp úr marsi-
pani en aðrar þjóðir
og eru Íslendingar þar
engin undantekning.
Marsipan hefur hér
lengi verið vinsælt í
bakstur.“
Gunnar bendir á
að auk bökunarmars-
ipans standist fáir
framleiðendur Odense
snúning í gerð konfektmarsipans,
hjúpmarsipans og fyllingarmarsipans.
Þess utan sé Odense fremst í flokki í
framleiðslu á núggati, að ógleymdu
ljúffengu hvítu og dökku súkkulaði og
rjómasúkkulaði.
Vörurnar segir Gunnar auðvelt að
nálgast hérlendis. „Þær fást í velflest-
um stórmörkuðum auk þess sem bak-
arar geta snúið sér beint til Ölgerðar-
innar.“ Nánari upplýsingar segir hann
uppgefnar í síma 412-8000 og á heima-
síðu Ölgerðarinnar; slóðin er www.ol-
gerdin.is.
Marsipan við
öll tækifæri
Marsipan frá Odense Marsipan Fabrik í Óðinsvéum í Danmörku
er þekkt um allan heim fyrir gott bragð og einstök gæði.
Marsipanið er hægt að nálgast í velflestum stórmörkuðum
hérlendis og hjá Ölgerðinni, sem flytur inn vörur frá Odense.
Gunnar Örn Gunnarsson.
Kókosmánar
200 g Odense kókosmarsipan
200 g brætt súkkulaði
Kókosmjöl ristað á pönnu
Skerið kókosmarsipanlengju í 10 sneiðar og hverja í hálfa sneið
eftir það. Dýfið í brætt súkkulaði og stráið smá ristuðu kókosmjöli
yfir.
Mozart kúlur
200 g Odense marsipan (Odense
Ren Rå Marcipan)
50 g Odense núggat
150 g brætt súkkulaði
Skerið marsipanlengjuna í sneiðar og setjið smá klípu
af núggati í miðju og hnoðið í kúlu. Dýfið í brætt
súkkulaði og stráið smá flórsykri yfir.
Kransakökustangir
Tilbúinn Odense kransakökumassi
100 g af bræddu súkkulaði
Dálítið af söxuðum heslihnetum og vanillusykri
Kransakökudeigi er sprautað úr pokanum í langar
stangir sem bakaðar eru samkvæmt leiðbeiningum á
umbúðunum. Síðan kældar og skornar í 6-8 cm búta.
Endunum er dýft í bræddan hjúp, stangirnar kældar og
raðað upp í stæðu eins og sýnt er á mynd.