Fréttablaðið - 09.12.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 09.12.2011, Síða 4
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR4 Fjölskyldupakki Hvílíkur léttir NÝTT Mitt og þitt Otrivin - eitt fyrir hvert okkar! Seljavegi 2 101 Reykjavík Sími 511 3340 www.reyap.is Afgreiðslutími: 9-18.30 alla virka daga og 10-16 á laugardögum 20% afsláttur Verð áður: 1.659 kr. Verð nú: 1.327 kr. Á síðu 24 í blaðinu gær var vitnað í rannsókn, sem birtist í Sálfræðiritinu, um öryggi barna í innkaupakerrum. Áréttað skal að höfundar rannsóknar- innar eru Zuilma Gabriela Sigurðar- dóttir og Árni Þór Eiríksson. HALDIÐ TIL HAGA Í frétt blaðsins á fimmtudag var sagt að hafrannsóknaskipið Árni Friðriks- son hefði þurft að hverfa af Vest- fjarðamiðum vegna bilunar. Hið rétta er að skipið er á Vestfjarðamiðum við mælingar á loðnu og engin truflun hefur orðið á rannsóknaleiðangrinum. LEIÐRÉTT BRUSSEL, FRÉTTABLAÐIÐ Eldflauga- varnir Atlantshafsbandalagsins beinast ekki á nokkurn hátt gegn Rússlandi, sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Brussel í gær. Clinton sagði að ekkert ríki utan NATO hefði neit- unarvald um áform NATO um að verja sig fyrir hugsanlegum eld- flaugaárásum, en bandalagið gerði ekki ráð fyrir slíkum árásum frá Rússlandi. „Þetta hefur ekkert með Rússland að gera. Í hreinskilni sagt snýst þetta um Íran og önnur ríki eða samtök sem eru að þróa eldflaugatækni,“ sagði Clinton. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins voru harðar umræður milli Sergejs Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og utanríkisráðherra NATO-ríkjanna um eldflauga- varnirnar, hugsanlega NATO-aðild Georgíu og hernaðaraðgerðinar í Líbíu á fundi þeirra í Brussel í gær. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, orðaði það svo eftir fundinn að orðaskiptin hefðu verið „lífleg“ og „áköf“. Lavrov hélt þó dyrunum opnum fyrir áframhaldandi viðræður og Rasmussen sagðist leggja ríka áherzlu á að samkomulag næðist. „Ef við náum samkomulagi um [eldflaugavarnirnar] færir það samstarf okkar upp á nýtt stig,“ sagði framkvæmdastjórinn. NATO hefur boðið Rússum náið samstarf um eldflaugavarnir, en Rússar hyggjast setja upp sitt eigið gagnflaugakerfi til að verjast hugs- anlegum árásum frá löndum á borð við Íran og Norður-Kóreu. Rasmus- sen sagði að ein hugmynd væri að NATO og Rússland settu upp tvær miðstöðvar, með starfsfólki frá báðum aðilum, sem myndu skiptast á upplýsingum, undirbúa sameigin- legar æfingar og framkvæma sam- eiginlegt hættumat. „Við viljum að Rússar sjái með eigin augum að eld- flaugavarnirnar beinist ekki gegn Rússlandi,“ sagði Rasmussen. Lavrov var á því er hann ræddi við blaðamenn eftir fundinn að NATO hefði ekki sýnt nægilegan samstarfsvilja. Hann ítrekaði fyrri kröfur Rússa um skýrar, laga- lega bindandi tryggingar í formi alþjóðasamnings fyrir því að eld- flaugavarnir NATO beindust ekki á neinn hátt gegn kjarnorkufælingar- mætti Rússlands. Sum NATO-rík- in, Bandaríkin þar á meðal, telja að slíkur samningur myndi binda hendur bandalagsins um of. Rasmussen sagði að tryggingin sem Rússar kölluðu eftir hefði í raun verið fyrir hendi í hálf- an annan áratug, allt frá því að undirrituð var samstarfsyfirlýs- ing NATO og Rússlands árið 1997, þar sem aðilar hétu því að beita ekki valdi hvor gegn öðrum. Nú væri tímabært að ítreka þær yfir- lýsingar, um leið og nýtt samkomu- lag næðist um eldflaugavarnirnar, helzt á fyrri hluta næsta árs. Lavrov sagði að Rússar væru áfram reiðubúnir til viðræðna, að því gefnu að „lögmætar áhyggj- ur allra aðila“ væru teknar með í reikninginn. „Við getum fund- ið lausn sem gagnast báðum. Við höfum enn dálítinn tíma en hann styttist með hverjum deginum.“ olafur@frettabladid.is Eldflaugavarnir beinast ekki að Rússlandi heldur Íran Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir eldflaugavarnir NATO ekki beinast gegn Rúss- landi heldur Íran og öðrum útlagaríkjum. Rússar vilja lagalega bindandi tryggingar fyrir því að kerfi NATO beinist ekki gegn þeim. Tíminn að renna út, segir Sergej Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. NATO og Rússland eiga í margvíslegu samstarfi sem gengur ágætlega, þrátt fyrir deilur um eldflaugavarnir. Þar á meðal er samstarf gegn sjóránum undan ströndum Sómalíu, um að stuðla að stöðugleika í Afganistan og berjast gegn fíkniefnaviðskiptum í Mið-Asíu. Verið er að hleypa af stokk- unum samstarfsverkefni NATO og Rússlands um að skiptast á upplýsingum um borgaralega flugumferð til að draga á hættu á sjálfsmorðsárásum á borð við þær sem urðu þúsundum að bana í Tvíburaturnunum í New York. Margvíslegt samstarf TILHUGALÍF Vel fór á með Sergej Lavrov og Össuri Skarphéðinssyni í upphafi fundar í gær. „Á þessum fundi minna Rússar og Atlantshafsbandalagið helzt á par sem hefur verið í tilhugalífi, rifizt svolítið, en er aftur farið að velta fyrir sér að rugla saman reytum sínum,“ sagði Össur í ræðu sinni á fundinum. MYND/NATO VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 7° 8° 6° 9° 8° 8° 8° 22° 6° 16° 8° 22° 2° 11° 14° 5°Á MORGUN Vaxandi vindur S- og V-lands. SUNNUDAGUR Hvasst með SA-strönd, annars hægari. -1 -5 -2 -1 -1 -3 -6 -4 -6 -3 -8 -8 -8 -9 -8 -7 -5 -12 -4 -16 -11 6 6 7 8 8 13 10 23 7 9 11 23 DREGUR ÚR FROSTI eftir daginn í dag og verður lík- lega um frostmark með ströndum um helgina en nokkurt frost inn til lands- ins. Á morgun bæt- ir í vind með éljum og síðan snjókomu sunnanlands en norðan til verður bjartviðri. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður VÍSINDI Erfðabreytileiki í boðleið- um í heila virðist tengjast athyglis- bresti og ofvirkni (ADHD), að því er fram kemur í nýrri rannsókn vís- indamanna á Barnaháskólasjúkra- húsinu í Fíladelfíu í Bandaríkj- unum. Uppgötvunin gefur von um að hægt verði að þróa markvissari meðferð við sjúkdómnum. Íslendingurinn Hákon Hákon- arson fór fyrir rannsókninni, sem birtist í vikunni á vefútgáfu tíma- ritsins Nature Genetics. Rannsóknin gefur til kynna að meðhöndla megi ADHD með því að einbeita sér að þessum erfðabreyti- leika, sem fundist hefur í tíu pró- sentum ADHD-sjúklinga. Það gæti boðað nýjar lausnir í meðhöndlun þeirra ADHD-sjúk- linga sem hafa þessa breytileika. Hákon segir í fréttatilkynningu að minnst tíu prósent þátttakenda í rannsókninni falli í þann hóp. Josephine Elia, meðhöfundur rannsóknarinnar, segir að þúsundir erfðavísa gætu orsakað ADHD, en að ná að einangra erfðamengi fyrir tíu prósent sjúklinga væri verulegt afrek. Rannsóknarhópur Hákonar er þegar byrjaður að þróa fyrsta lyfið til að meðhöndla ADHD-sjúk- linga með þennan erfðabreytileika og reiknar Hákon með að byrja að gefa sjúklingum lyfið strax á næsta ári. - þj Íslendingur fer fyrir rannsókn á orsökum ofvirkni og athyglisbrests: Von um markvissari lausn á ADHD ADHD Rannsókn vísindamanna gefur til kynna að erfðafræðilegir þættir liggi að baki ADHD. FRÉTTABLAÐIÐ/AAA Gáfu 100 þúsund krónur Plastprent seldi poka merkta Bleiku slaufunni í október, þegar átak Krabbameinsfélagsins stóð yfir. 20 þúsund pokar seldust og afhenti fyrirtækið Krabbameinsfélaginu 100 þúsund króna styrk í gær. SAMFÉLAGSMÁL BANDARÍKIN Tveir voru skotnir til bana við Virginia Tech-háskólann í Bandaríkjunum í gær. Í gær- kvöldi höfðu borist fregnir af því að byssumaðurinn hefði einnig fundist látinn. Lögreglumaður stöðvaði bíl við skólann skömmu eftir hádegi og ökumaður bílsins skaut hann til bana. Samkvæmt vitnum flúði byssumaðurinn fótgangandi. Önnur manneskja fannst svo látin á bílastæði. Byssumaðurinn gekk laus í nokkra klukkutíma en fannst svo látinn. - þeb Skotárás í Virginia Tech: Byssumaður fannst látinn VÍSINDI Sautján ára gömul stúlka hefur hannað eind sem mun að öllum líkindum bylta krabba- meinsmeðferðum. Angela Zhang, sem fékk hugmyndina þegar hún var 15 ára og hefur unnið að hönn- un eindarinnar síðan þá, sigraði í raunvísindasamkeppni tölvurisans Siemens. Virkni eindarinnar þykir stór- merkileg. Sérfræðingar segja hana vera eins og svissneskan vasahníf þegar kemur að með- höndlun krabbameins. Eindinni er komið fyrir í æxlum með lyfinu salinomycin og byrjar um leið að drepa krabbameinsfrumur. Eindin skilur síðan eftir efni úr gulli og járnoxíð sem hjálpa til við eftir- fylgni krabbameinsmeðferða. Zhang hlaut 100.000 dollara í verðlaunafé. Upphæðin þykir þó smávægileg miðað við afrekið. Sautján ára vísindamaður: Ný eind gegn krabbameini GENGIÐ 08.12.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,878 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,51 119,07 186,05 186,95 158,69 159,57 21,341 21,465 20,627 20,749 17,599 17,703 1,5307 1,5397 184,44 185,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.