Fréttablaðið - 09.12.2011, Síða 6
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR6
Húsgagnaverslun Pennans | Grensásvegur 11 - Gengið inn Skeifumegin | www.penninn.is | sími 540 2000
GLÆSILEGT ÚRVAL AF SKEMMTILEGRI GJAFAVÖRU OG HÚSGÖGNUM FYRIR SKRIFSTOFUNA OG HEIMILIÐ FRÁ HEIMSÞEKKTUM HÖNNUÐUM.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
13
7
4
BRUSSEL, FRÉTTABLAÐIÐ Vladímír
Pútín, forsætisráðherra Rúss-
lands, sakaði í gær Hillary Clinton,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
um að kynda undir mótmælum í
Rússlandi með ummælum sínum
um að gallar hefðu verið á fram-
kvæmd þingkosninganna í landinu.
Hún „gaf þeim merki, þeir heyrðu
merkið og gripu til aðgerða,“ sagði
Pútín um mótmælendur í Moskvu.
Hann sakaði erlend ríki einnig um
að fjármagna stjórnarandstöðuna í
landinu.
Clinton var hvergi af baki dottin
á blaðamannafundi í höfuðstöðvum
NATO í Brussel í gær og ítrekaði
gagnrýni sína á kosningarnar. Hún
sagði Bandaríkin og Rússland eiga
gott samstarf á mörgum sviðum, en
um leið styddu Bandaríkin og mörg
önnur ríki baráttuna fyrir lýðræði
og mannréttindum í Rússlandi.
„Við gerðum vel rökstuddar
athugasemdir við framkvæmd
kosninganna. Við styðjum réttindi
og kröfur rússnesks almennings um
framfarir og að fá að ákveða sína
eigin framtíð,“ sagði Clinton.
Spurð hvort hún væri sammála
Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi
forseta Sovétríkjanna, sem vill
láta endurtaka kosningarnar, sagði
Clinton að það yrðu rússnesk stjórn-
völd að gera upp við sig. Öryggis-
og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE)
hefði gert margvíslegar athuga-
semdir við framkvæmd kosning-
anna, sem „verðskulduðu athygli“.
„Við vonum að ákvarðanir verði
teknar sem endurspegla mikilvægi
þess að hafa frjálsar, sanngjarnar
og áreiðanlegar kosningar,“ sagði
hún.
Samskipti Rússlands og Banda-
ríkjanna fara kólnandi þessa dag-
ana; við ásakanir Pútíns um afskipti
af innanríkismálum bætist meðal
annars deilan um eldflaugavarna-
kerfi NATO. Ætla verður að Pútín
telji það sér í hag fyrir forsetakosn-
ingarnar í marz að kynda undir
tortryggni í garð Vesturlanda. - óþs
Vladímír Pútín segir erlend ríki fjármagna stjórnarandstöðuna í Rússlandi:
Sakar Clinton um að kynda undir mótmælum
VIÐSKIPTI Eignarhlutur Arion
banka í Klakka, sem hét áður
Exista, jókst úr 19,6% í 44,9% eftir
að bankinn gerði samkomulag við
félagið síðastliðið sumar um upp-
gjör deilumála milli aðilanna.
Þetta staðfestir Magnús Scheving
Thorsteinsson, forstjóri Klakka/
Exista. „Í sumar var gengið frá
samkomulagi um uppgjör allra
deilumála við Arion. Í því fólst að
hlutur Arion í Klakka jókst með
þessum hætti.“
Klakki/Exista gekk í gegnum
nauðasamning haustið 2010. Í
honum fólst meðal annars að
kröfuhafar þess breyttu 10% af
239,1 milljarðs króna kröfum í
hlutafé. 90% krafnanna var síðan
breytt í kröfur sem breytanlegar
eru í hlutabréf í félaginu ef því
tekst ekki að greiða eftirstöðvum
skuldanna fram til loka árs 2030.
Við þetta lækkuðu skuldir Klakka/
Exista-samstæðunnar um 308
milljarða króna. Það er stærsta
staðfesta niðurfærsla á lánum
til íslensks fyrirtækis, ef föllnu
bankarnir eru frátaldir.
Eftir gerð nauðasamningsins
hafa fleiri kröfur verið sam-
þykktar og gefið út nýtt hlutafé
í samræmi við þær. Sú stærsta
er vegna uppgjörsins við Arion
banka síðastliðið sumar þegar
bankinn fékk 6,1 milljarð króna
í nýju hlutafé afhent. Við það fór
eignarhlutur bankans úr 19,6% í
44,9%. Hann er langstærsti eig-
andi Klakka/Exista. Næstir honum
koma þrír erlendir vogunarsjóðir
með samtals 17,5% hlut.
Klakki/Exista tapaði 10,5 millj-
örðum krónum í fyrra. Eigið fé
þess er þó jákvætt um 65 millj-
arða króna, sem er gríðarlega
sterk staða. Helstu eignir félags-
ins eru rekstrarfélög með mikla
markaðshlutdeild á Íslandi. Þeirra
helst eru Skipti (móðurfélag Sím-
ans, Mílu og Skjásins), VÍS, Lífís
og Lýsing hf.
Í sumar samdi Arion banki einn-
ig við skilanefnd Kaupþings um
að ákveðnar eignir flyttust á milli
þeirra. Eignir sem hafa legið hjá
skilanefndinni og tengjast Klakka/
Exista eru ekki þar meðtaldar,
samkvæmt upplýsingum frá bank-
anum. Á meðal þeirra eigna voru
krafa vegna skaðleysisyfirlýs-
ingar vegna kaupa á hlutabréf-
um í finnska félaginu Sampo sem
skilanefndin átti á Klakka/Exista
upp á 588 milljónir evra, um 93,6
milljarða króna. Þar undir eru líka
opnir framvirkir gjaldeyrissamn-
ingar sem félagið vildi áður gera
upp með tugmilljarða hagnaði en
bíða nú niðurstöðu dómstóla.
thordur@frettabladid.is
Exista búið að gera
upp við Arion banka
Arion banki samdi í sumar um að fella niður allar kröfur á Klakka, sem áður
hét Exista. Félagið felldi á móti niður kröfur á bankann. Arion breytti eftir-
stöðvunum í hlutafé og varð í kjölfarið langstærsti eigandi Klakka/Exista.
ARION BANKI Samkomulag um uppgjör deilumála bankans við Klakka/Exista var
undirritað í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VLADÍMÍR PÚTÍN HILLARY CLINTON
Riftanlegir gjörningar
Í ársreikningi Klakka/Exista fyrir árið 2010 segir að félagið hafi „hafið 12
málaferli til að reyna að rifta greiðslum sem félagið hefur gert, í flestum
tilfellum til íslensku bankanna og skilanefnda þeirra þriggja banka sem fóru
í þrot haustið 2008. Niðurstaða þessara mála og hugsanlegar endurheimtur
ef málin falla Exista í vil er óviss“.
Magnús segist ekki geta tjáð sig um innihald einstakra mála eða einstakar
kröfur. „Þetta eru mál þar sem ekki ríkir sátt um gjörninga sem framkvæmd-
ir voru.“ Hluti þessara mála sneri að Arion banka en um þau var samið í
sumar. Hluti þeirra riftunarmála sem voru gegn öðrum er enn útistandandi.
Að sögn Magnúsar er ekkert þeirra þó enn rekið fyrir dómstólum.
VIÐSKIPTI Slitastjórn Lands-
bankans lagði 350 milljónir inn
á vörslureikning vegna mála-
ferla sem hún
stendur í við
athafnamann-
inn Hannes
Smárason,
þegar hún innti
af hendi fyrstu
greiðslurnar
úr þrotabúinu í
vikunni.
Ef Hannes
hefur sigur í
málinu fær hann féð greitt, en
annars ekki. Alls krafðist Hann-
es 1,13 milljarða úr þrotabúinu.
Fram kom í fjölmiðlum í gær
að féð hefði þegar verið greitt
Hannesi, en það er rangt.
Slitastjórnin greiddi í heild
432 milljarða úr búinu og rennur
megnið til innstæðutrygginga-
sjóða Breta og Hollendinga
vegna Icesave og líknarfélaga. - sh
Greitt úr búi Landsbankans:
350 milljónir
á biðreikning
fyrir Hannes
FÓLK Ljós voru tendruð á hæsta
jólatré landsins þessi jólin á
miðvikudag. Tréð er rúmlega 13
metra hátt sitkagreni úr Hall-
ormsstaðarskógi sem stendur
uppreist við álver Fjarðaáls á
Reyðarfirði.
Að sögn Þórs Þorfinnssonar,
skógarvarðar hjá Skógrækt ríkis-
ins, var tréð gróðursett árið 1979
af norsku skógræktarfólki en fræ
trésins var ættað frá borginni
Homer í Alaska.
Börn frá leikskólunum Dalborg
og Lyngholti sungu jólalög við
tendrunarathöfnina en að henni
lokinni var gestum og gangandi
boðið upp á heitt kakó og pipar-
kökur. - mþl
13,5 metra hátt sitkagreni:
Hæsta jólatréð
á Reyðarfirði
REYÐARFJÖRÐUR Börn frá leikskólunum
Dalborg og Lyngholti sungu jólalög við
tendrunarathöfnina.
MENNTUN Reykjavíkurborg hefur
ákveðið að boðið verði upp á tón-
vísindasmiðjur í anda Bjarkar
Guðmundsdóttur tónlistarkonu í
öllum grunnskólum borgarinnar
í vetur.
Um samstarfsverkefni Reykja-
víkurborgar, Háskóla Íslands og
Bjarkar Guðmundsdóttur er að
ræða. Ber það nafnið Biophilia í
skólum og nær til 5.-7. bekkjar.
Markmið þessa verkefnis er að
samþætta á nýstárlegan hátt tón-
list, vísindi, tölvutækni, móðurmál
og jafnvel fleiri námsgreinar. - shá
Grunnskólar Reykjavíkur:
Tónlistarnám í
anda Bjarkar
NOREGUR 85 prósent Norðmanna
eru þeirrar skoðunar að flestir
innflytjendur gegni mikilvægu
hlutverki í atvinnulífinu. Þetta
kemur fram í nýrri rannsókn
norsku hagstofunnar. Hlutfallið
var 73 prósent fyrir hryðjuverka-
árásirnar hinn 22. júlí.
Þá segja 82 prósent að flestir
innflytjendur geri menningarlífið
auðugra, sem er tíu prósentustig-
um meira en fyrir árásirnar.
Níu af hverjum tíu Norðmönn-
um telja að innflytjendur eigi
að hafa sömu atvinnutækifæri
og aðrir. Konur voru jákvæðari
gagnvart innflytjendum en karlar
og yngra fólk frekar en eldra. - þeb
Norðmenn eftir árásirnar:
Jákvæðni í garð
innflytjenda
Hefurðu áhyggjur af hömlum
á erlendri fjárfestingu hér á
landi?
Já 47%
Nei 53%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Kaupir þú geisladiska?
Segðu þína skoðun á Vísir.is.
HANNES
SMÁRASON
KJÖRKASSINN