Fréttablaðið - 09.12.2011, Side 8

Fréttablaðið - 09.12.2011, Side 8
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR8 TÆKNI Fyrirtækið Ekso Bionics kynnti í gær byltingarkennda nýj- ung sem hjálpar mænusköðuðum og öðrum sem bundnir eru í hjólastól að rísa á fætur og ganga óstudd. Starfsemi Ekso Bionics er í nágrenni San Francisco í Banda- ríkjunum, en forstjóri fyrirtækis- ins er Eyþór Bender. Um er að ræða svokallaðan þjark, vélbúnað, grind og hækjur. Notandi festir vélina á bak sér og fætur. Vélin gerir mann- eskjunni síðan kleift að rísa úr sæti sínu með því að styðja sig við hækj- urnar. Hækjurnar eru tengdar vél- inni sem drífur fæturna áfram og notandinn gengur nokkuð öruggum og eðlilegum skrefum. Eyþór segir að Ekso Bionics hafi unnið að verkefninu í um þrjú ár. Búnaðurinn hefur verið notaður undanfarið ár á tíu endurhæfingar- stöðum um öll Bandaríkin. Aðspurður segir Eyþór að búnað- urinn ætti því að geta verið kominn til Íslands áður en langt um líði, en Ekso Bionics er nú í viðræðum við nokkrar stöðvar hér á landi. „Þær eru á byrjunarstigi og kannski of snemmt að spá fyrir um það, en þar sem við erum nokkr- ir Íslendingar í fyrirtækinu væri gaman að ná festu hér á landi fljótlega.“ Vonir standa þó til þess að tæki fyrir almennan markað verði tilbúið árið 2014. „Það verður þá orðinn mun sér- hæfðari búnaður sem er sniðinn að þörfum hverrar manneskju og hægt væri að nota hann daglega.“ Eyþór segir auk þess að þó að vissulega væri spennandi að vinna að nýrri tækni sé persónulegi þátturinn ekki síður gefandi. „Þetta er ótrúleg tilfinning og maður venst henni aldrei. Þegar fólk stendur upp eftir mörg ár í hjólastól er það ekki bara það sem upplifir þessa breytingu, heldur fjölskyldan og allir nánustu aðstandendur. Það er ótrúlegt aðsjá og snertir mann alltaf.“ Fram í tímann séð eru fleiri tæki- færi fyrir tæki af þessari gerð, og þá á enn fleiri sviðum. „En við erum að einbeita okkur að heilsu- geiranum og erum rétt að byrja þar.“ thorgils@frettabladid.is Standa upp úr hjóla- stól og ganga af stað Nýr tæknibúnaður gerir fólki sem bundið var við hjólastól kleift að ganga á ný. Amanda Boxtel segir þjarkinn hafa gefið sér nýja sýn á lífið eftir nær tuttugu ár í hjólastól. Stefnt er að því að tækið komi á almennan markað árið 2014. Á GANGI Amanda Boxtel sýndi virkni gönguþjarksins frá Ekso Bionics á kynningar- fundi í Hörpu í gær. Hún segir tækið geta gjörbreytt lífi margra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 Hve margir hafa setið á ráðherra- stóli frá síðustu alþingiskosningum? 2 Hve mörg börn slasast á ári við að detta úr innkaupakerrum í verslunum? 3 Hvaða ensku lið eru komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu? SVÖR 1. 14. 2. Um 100 börn ár hvert. 3. Arsenal og Chelsea. Jólagleði og kynning á námskeiðum vorannar 2012 Nýja ljós – Viska og gleði – Heimur í nýju ljósi Laugardaginn 10. desember 2011 kl.13:00-18:00 Dagskrá: ♣ Kynning á námskeiðum vorannar ♣ Spilin dregin ♣ Upplestur –frumsamið efni ♣ Jólahugvekja og hugleiðsla Allir velkomnir Köllunarklettsvegi 1. 3. hæð í lyftuhúsi 104 Reykjavík viskaoggledi.is heimurinyjuljosi.is Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA Sérblaðið jólagjöfin hennar fylgir Fréttablaðinu þann 15. desember. JÓLA GJÖFIN HENNAR BÓKIÐ AUGLÝSINGAR TÍMANLEGA: BENEDIKT FREYR JÓNSSON S: 512 5411, GSM: 823 5055 benediktj@365.is NEYTENDAMÁL Talsverður munur er á verði bóka á milli verslana fyrir þessi jólin. Munurinn er í flest- um tilfellum á bilinu 30 til 60 prósent á hæsta og lægsta verði. Þetta leiddi verðlagskönnun verðlagseftirlits ASÍ í ljós, en könnunin var framkvæmd á þriðjudag. Var gerður verðsamanburður á 63 bókatitlum í 12 bóka- búðum og verslunum víðs vegar um landið. Lægsta verðið var oftast að finna í verslunum Bónus eða á 25 titlum. Bónus hafði þó fæsta bóka- titla til sölu, aðeins 29 af þeim 63 sem voru skoðað- ir. Á eftir Bónus kom Bóksala stúdenta með lægsta verðið á 16 titlum. Hæsta verðið var oftast að finna í bókabúðinni Iðu í Lækjargötu, í um helmingi tilfella. Þá voru Mál og menning Laugavegi og A4 Smáratorgi með hæsta verðið á 29 titlum. Mesti munur á hæsta og lægsta verði var á sögu- bókinni Dauðinn í Dumbshafi. Var bókin 66 pró- sentum dýrari í Hagkaupum en í Bónus. Minnstur munur var hins vegar á hljóðbókinni Sólskinsbarn, sem kostaði ýmist 2.490 eða 2.499 krónur. Bókabúðin Penninn-Eymundsson neitaði að taka þátt í verðlagskönnuninni. - mþl Verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands á jólabókum: Mikill verðmunur á jólabókum JÓLABÓKAFLÓÐIÐ Lægsta bókaverðið var oftast í Bónus í verðlagskönnun ASÍ. Hæsta verðið var oftast í bókabúðinni Iðu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNMÁL Nýr stjórnmálaflokkur, með Guðmund Steingrímsson og Heiðu Kristínu Helgadóttur í broddi fylkingar, var formlega kynntur til sögunnar í Norræna húsinu í gær. Flokkurinn hefur enn ekki hlotið nafn en efnt hefur verið til nafna- samkeppni á nýrri heimasíðu, www. heimasidan.is, þar sem landsmenn geta lagt sitt af mörkum til nafn- giftarinnar. Guðmundur Stein- grímsson, þingmaður utan flokka, segir ástæðu samkeppninnar vera táknræns eðlis. „Við viljum starfa í þessum anda og fá hugmyndir frá öllum,“ segir Guðmundur, sem sjálfur lagði til nafnið Nýi flokkurinn. Samstarfs- kona hans, Heiða Kristín, lagði fram fyrstu tillöguna og var hún Bjarti flokkurinn. Heiða Kristín og Guðmundur segjast ekki geta sett flokkinn á „hinn hefðbundna hægri–vinstri skala“ en segja hann aðhyllast grundvallargildi eins og umhverf- isvernd, alþjóðastefnu, jöfnuð, mannréttindi, frið og athafnafrelsi. Guðmundur segir hugtakið „frjáls- lyndi“ útjaskað og því sé þörf á að endurskilgreina stjórnmálin frá grunni. Forsvarsmenn hins nýja flokks hafa verið í viðræðum við fólk alls staðar að frá landinu og segir Guðmundur mikinn áhuga vera fyrir hendi í öllum kjördæmum. Hann nefnir þar sem dæmi ein- staklinga úr L-listanum á Akur- eyri, Fjarðalistanum í Fjarðabyggð og Kópavogslistanum. Spurð hvaða flokki sem nú starf- ar á þingi nýi flokkurinn gæti helst hugsað sér að starfa með eftir kosningar segja Heiða Krist- ín og Guðmundur starfið ekki vera komið svo langt. Allt sé opið í þeim efnum, enda sé fullmótuð stefnu- skrá flokksins ekki tilbúin. Hún verði formlega kynnt til sögunnar á næstunni. - sv Nýr stjórnmálaflokkur sem bjóða mun fram fyrir næstu þingkosningar kynntur formlega til sögunnar í gær: Ekki hægt að setja flokkinn á hefðbundinn skala FORSVARSMENN NÝJA FLOKKSINS Heiða Kristín og Guðmundur vilja að almenn- ingur velji nafn hins nýja stjórnmálaafls. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Amanda Boxtel lamaðist fyrir neðan mitti í skíðaslysi fyrir nær tuttugu árum. Hún lét það þó ekki aftra sér frá því að lifa innihaldsríku lífi þar sem hún ferðast mikið og er afar virk, en hún segir þjarkinn hafa gjörbreytt sýn sinni á lífið. Hún hefur verið reynslunotandi í ár og sýndi gestum í gær, sem margir voru einmitt bundnir í hjólastól, hvernig tækið virkar. Hún brosti breitt þegar hún stóð upp úr stólnum. „Í hvert skipti sem ég stend upp er það eins og í fyrsta skiptið og það vekur með mér mjög sterkar tilfinningar. Ég hef verið lömuð í nær 20 ár og get nú gengið ein og óstudd.“ Amanda sagði að ef hún hefði yfir slíku tæki að ráða heima við myndi það breyta miklu. „Það eru helst þessir litlu einföldu hlutir eins og að standa í eldhúsinu mínu og geta séð yfir húsið og ofan í pottana á eldavélinni. Fyrst og fremst að geta staðið og gengið um.“ Gerir hið ómögulega mögulegt VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.