Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2011, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 09.12.2011, Qupperneq 23
FÖSTUDAGUR 9. desember 2011 TIL BJARGAR LÍFI BRÉF Við bjóðum þér að koma til okkar á morgun á alþjóðlegum degi mannréttinda og taka þátt í að breyta heiminum með því að nota öflugasta vopnið sem þú átt: NAFNIÐ ÞITT. Á hinu árlega bréfamaraþoni Amnesty International kemur fólk saman og skrifar undir bréf og sendir jólakort í þágu þolenda mannréttindabrota. Fyrir þolendur og fjölskyldur þeirra eru bréfin tákn um alþjóðlega samstöðu fólks sem lætur sér annt um réttindi þeirra og mannlega reisn. Frekari upplýsingar eru á www.amnesty.is Reykjavík Þingholtsstræti 27 kl. 13–18 Akureyri Amtsbókasafnið kl. 11–16 Egilsstöðum Hús handanna (Nían) kl. 10–17 Ísafirði Edinborgarhúsinu kl. 14–17 Það verður heitt á könnunni hjá okkur og boðið upp á piparkökur á þessum stöðum á morgun: S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A ... fyrir Ísland með ástarkveðju H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA - 1 1- 18 08 H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA 11 18 08 SÖL UTÍ MA BIL 5.-1 9. D ESE MB ER Með kaupum á Kærleikskúlunni styður þú starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Casa - Kringlunni og Skeifunni | Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð | Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi | Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu | Líf og list - Smáralind Hafnarborg - Hafnarfirði | Módern - Hlíðarsmára | Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki | Póley - Vestmannaeyjum | Valrós - Akureyri Bláa Lónið - Grindavík | Pósturinn um allt land | netverslun www.kaerleikskulan.is Nú líður að þeim tíma ársins þegar margir sjá ástæðu til að fara til útlanda að kaupa föt og annað drasl og aðrir sjá ástæðu til að býsnast yfir því. Sumir telja að við verðum okkur til skammar með kaupgleði í H&M. Aðrir óttast að íslenskir kaupmenn séu að „verða af“ tekjum upp á hitt og þetta. Hugtakið að „verða af“ er stundum notað á ansi skapandi hátt. Til að „verða af“ einhverju þurfa menn eiginlega að hafa þurft að eiga verulega möguleika á að fá það á annað borð. Dæmi um rétta notkun: „Hóteleigandi varð af tekjum þegar læknaráð- stefna féll niður í kjölfar goss.“ En undir hvaða kringumstæð- um hefðu íslenskir kaupmenn átt að fá alla þessa erlendu veltu? Ef landið væri lokað fyrir erlend- um vöruflutningum? Hvernig væri að reka verslun á Íslandi þá? Frjálsir vöruflutningar eru eðlilegt ástand, ekki óvæntur atburður sem veldur tapi. Verslun er verslun en ekki atvinnubótastarf. Það er ekki þar með sagt að við megum ekki að hugsa um annað en verð þegar við veljum okkur búð. Finnist einhverjum tilteknar bóka- eða tónlistarverslanir vera ómissandi er það hagur hans að tryggja áframhaldandi tilvist þeirra. Það verður best gert með því að versla við þær, allan árs- ins hring. Það er hagur fólks að hafa sem best framboð af vörum og þjónustu sem næst sér. Það er engin meðaumkunarverslun, heldur viðskipti með langtíma- sjónarmið í huga. Þegar kemur að því að ákveða hvort strauja eigi kortið innan- lands eða utan væri í raun full ástæða til að hafa samúð með þeim sömu sjónarmiðum, og reyna fremur að versla innan- lands þar sem blómleg innlend verslun væri okkur hagstæð til langframa. En auðvitað er búið að ákveða þetta fyrir okkur: Við skulum hafa samúð með þessum sjónarmiðum! Lögum sam- kvæmt. Innlend verslun er varin með tollagirðingum, sem tollverðir á Keflavíkurflugvelli gæta. Frá útlöndum má einungis flytja með sér vörur fyrir 65.000 kr. í einni ferð. Að auki eru ýmsar aðrar reglur í gildi, til dæmis er nammihámark, auk ákvæð- is sem segir að enginn stakur hlutur megi kosta meira 32.500 kr. Það sjónarmið sem liggur til grundvallar seinasta laga- ákvæðinu er væntanlega það að án þess væru lögin of stutt. En þá geta menn spurt, er ekki óeðlilegt að menn sanki að sér Tax-Free nótum erlendis og fái vaskinn endurgreiddan við brottför úr útlandinu, greiði engan vask við komu til lands- ins og fái þá vöruna nokkurn veginn skattfrjálsa? Jú, auð- vitað er það algjör vitleysa. Þetta endurgreiðslukerfi kann ef til vill að vera rökrétt þegar um alvörufaginnflytjendur er að ræða. En þessir stimpla- og tollaleikir eru hlægilegir þegar um er að ræða neytanda sem treður nokkrum buxum og nammi í ferðatöskuna. „Sýna peysuna í Köben. Fá stimpil. Fá pening. Fela peysuna í Keflavík. Úps, þeir sáu peys- una. Þykjast hafa átt peysuna áður. Trúa ekki. Jæja. Borga pening.“ Stimpla- og tollaleikirnir eru auðvitað ein stór blekking. Fæst- ir labba samviskusamlega inn í rauða hliðið ef þeir eru ekki vissir um hvort þeir hafi skriðið yfir 65.000 krónurnar. Flestir reyna eðlilega að komast hjá því að greiða nokkuð, og tekst það vitanlega oftast. Tax-free er þannig ferðamannaafsláttur. „Veitum erlendum ferðamönnum afslátt en leggjum álag á okkar eigin þegna,“ er afstaða flestra ríkja. Svona er þetta. Menn lof- syngja lýðheilsu en reyna svo að pranga ódýru áfengi og sígar- ettum upp á hver annan á ferða- lögum. Þetta er kjánalega mót- sagnakennt. Ýmsu, þar með talið skatt- kerfinu, er beitt til að hvetja útlendinga til að versla á Íslandi og letja Íslendinga frá því að versla í útlöndum. Hættum því. Leyfum fólki að flytja vörur til einkanota á milli landa hömlu- laust. Við getum gert það ein- hliða ef við viljum. Við getum líka leitað eftir gagnkvæmu samstarfi um slíkt við önnur lönd. Slíkt samstarf ku vera til. Og ef einhverjum finnst óeðli- lega margir Íslendingar fara til útlanda að versla þá má velta því fyrir sér hvort fyrir því sé ein- hver góð ástæða. Önnur en sú að við séum illa uppalin neysludýr. Miskunn, vorkunn og verslun Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikirgjafir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.