Fréttablaðið - 09.12.2011, Qupperneq 34
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR34
LOKAÐ VERÐUR Í DAG VEGNA JARÐARFARAR
GRÍMS GUÐMUNDSSONAR
ÍSPAN KÓPAVOGI
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ingi Sigurður Erlendsson
mælingamaður, Hrauntungu 30,
Kópavogi,
sem lést miðvikudaginn 30. nóvember
á Landspítalanum við Hringbraut, verður jarðsunginn
frá Kópavogskirkju mánudaginn 12. desember kl. 15.
Rannveig Gísladóttir
Guðmundur Ingason Gyða Jónsdóttir
Örn Erlendur Ingason Guðbjörg Sigurðardóttir
Haukur Ingason Katrín Þórarinsdóttir
Sólborg Erla Ingadóttir Kristinn Harðarson
Þórdís Ingadóttir Snorri Ingvarsson
barnabörn og langafabörn.
Ágústa Júlíusdóttir
hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til
heimilis að Fornhaga 17,
andaðist hinn 6. desember. Útför auglýst síðar.
Aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir og afi,
Ólafur Tryggvi Þórðarson
tónlistarmaður,
sem lést á Grensásdeild Landspítala sunnudaginn
4. desember, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
þriðjudaginn 13. desember klukkan 13.
Dagbjört Helena Óskarsdóttir
Þórður Daníel Ólafsson
Brynhildur Nadía Þórðardóttir
og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Hrefna Lárusdóttir
Hvassaleiti 56, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn
6. desember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 15. desember kl. 15.00. Aðstandendur
vilja koma á framfæri kæru þakklæti til starfsfólks
og heimilismanna á Sóltúni fyrir einstaka umönnun
og samskipti. Blóm og kransar vinsamlegast
af þakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Minningarsjóð Hjúkrunarheimilisins Sóltúns í síma
590-6000.
Börn hinnar látnu.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ólöf P. Hraunfjörð
bókavörður,
andaðist þriðjudaginn 6. desember á hjartadeild
Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram
þriðjudaginn 20. desember kl. 13.00 frá Fossvogskirkju.
Karl Árnason
Petrina Rós Karlsdóttir
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson Ólöf Pétursdóttir
Pétur Hraunfjörð Karlsson Valeryja Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Anna Gunnlaugsdóttir
Hornbrekku, Ólafsfirði,
verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn
10. desember kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á dvalarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði.
Gunnlaugur E. Þorsteinsson J. Dómhildur Karlsdóttir
S. Hilmar Þorsteinsson Valgerður K. Sigurðardóttir
Guðbjörg Þorsteinsdóttir Guðbjörn Arngrímsson
Ingibjörg Þorsteinsdóttir Róbert Pálsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir Páll Pálsson
Elín Rún Þorsteinsdóttir Bjarni Tómasson
og fjölskyldur,
Áskær móðir okkar, amma
og sambýliskona,
Vilborg Guðsteinsdóttir
lést á Gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
7. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar.
fyrir hönd aðstandenda,
Erlín Óskarsdóttir
Ásta Óskarsdóttir
Finnur Óskarsson
Þórunn Óskarsdóttir
Ólöf og Óskar Gunnarsbörn
Óskar Guðmundsson
Elsku maðurinn minn,
Gunnar Sigurgeirsson
múrari, Hjallavegi 9,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. desember,
verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins,
Háteigsvegi 56, mánudaginn 12. desember kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Guðmundsdóttir.
timamot@frettabladid.is
HERMANN GUNNARSSON útvarpsmaður er 65 ára.
„Ég er ennþá að hugsa hvað ég ætla að verða
þegar ég verð stór, sko.“
65
Hinn íslenski HönnunarMars verður
hluti af dagskrá World Design Capital
Helsinki árið 2012. Skrifað var undir
samninga þess efnis samhliða opnun
farandsýningarinnar Iceland Contem-
porary Design í Helsinki hinn 1. des-
ember. Helsinki er jafnframt síðasti
viðkomustaður sýningarinnar, en frá
árinu 2009 hefur hún verið sett upp í 7
borgum víðs vegar um heiminn.
Halla Helgadóttir, framkvæmda-
stjóri Hönnunarmiðstöðvar, segir
samstarfið við World Design Capital
Helsinki hafa mikla þýðingu fyrir
íslenska hönnun á alþjóðavettvangi.
Sýningin hafi einnig fengið frábærar
viðtökur í Helsinki, en hún inni heldur
íslenska vöruhönnun, húsgagna-
hönnun og arkitektúr.
„Framkvæmdastjóri DesignForum
Finnland sagði á opnuninni að Íslend-
ingar væru að taka sér stöðu meðal
Norðurlandaþjóðanna í hönnun,
þá stöðu sem við ættum vel skilið.
Fyrir okkur í Hönnunarmiðstöðinni
var þetta einstaklega ánægjulegt að
heyra,“ segir Halla. „Markmiðið með
ferðalagi sýningarinnar hefur ein-
mitt verið að gera okkur gildandi á
Norður löndunum. Aðrar þjóðir heims
líta gjarnan á alla norræna hönnun
sem eitt og fyrir okkur að verða hluti
af því samfélagi er mjög mikilvægt.“
Aðdragandi þess að HönnunarMars
verður hluti dagskrár World Design
Capital Helsinki var sá að full trúum
frá Helsinki var boðið á Hönnunar-
Marsinn í vor. Í framhaldinu sendi
Hönnunarmiðstöð inn umsókn um
þátttöku sem var samþykkt. Í vor
verður HönnunarMarsinn haldinn í
fjórða sinn og hefur hátíðin vaxið með
hverju árinu.
„Það tóku um 30.000 Íslendingar
þátt á síðasta HönnunarMars,“ segir
Halla. „Markmið okkar í Hönnunar-
miðstöðinni er að gera hann að alþjóð-
legum viðburði og laða hingað til
lands erlenda hönnuði og áhugafólk
um hönnun. Samstarfið við Helsinki
mun opna á alþjóðlegar tengingar en
augu heimsbyggðarinnar munu bein-
ast að Norðurlöndunum. Hönnunar-
marsinn verður hluti af öllu þeirra
kynningarefni og fer inn á heimasíðu
World Design Capital,“ útskýrir Halla.
„Við munum einnig leggja sér-
staka áherslu á samvinnu við Finna
á Hönnunar Marsinum í vor og meðal
annars bjóða finnskum kaupendum á
Hönnunarstefnuna og fá finnska fyrir-
lesara til landsins. Með Hönnunar-
Marsinum erum við að auka umfang
og viðskipti með íslenska hönnun í
stærra samhengi og finnum alltaf
fyrir meiri og meiri áhuga á að taka
þátt. Hönnunar Marsinn á bara eftir að
stækka.“
heida@frettabladid.is
HÖNNUNARMARS: HLUTI DAGSKRÁR HÖNNUNARHÖFUÐBORGAR HEIMS
Höfum tekið okkur stöðu
meðal Norðurlandaþjóðanna
KOMIN Á KORTIÐ Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, segir þátttöku
HönnunarMars í dagskrá Helsinki World Design Capital 2012 opna á alþjóðleg tengsl fyrir
íslenska hönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI