Fréttablaðið - 09.12.2011, Síða 44
8 föstudagur 9. desember
Olga Einarsdóttir
er nýflutt til Íslands eftir
áralanga búsetu erlendis
þar sem hún vann sem
tískuráðgjafi. Hún sér-
hæfir sig í að aðstoða
fólk við að finna sinn
persónulega fatastíl.
Viðtal: Álfrún Pálsdóttir
Ljósmynd: Valgarður Gíslason
Þ
að er yndislegt að
vera komin heim og
við erum öll mjög
sátt við þá ákvörðun
að flytja til Íslands,“
segir Olga Einarsdóttir stílisti, eða
persónulegur ráðgjafi eins og hún
kýs að kalla sig.
Olga hefur búið í meira en ára-
tug í Noregi, Svíþjóð og síðast á
Englandi en hefur nú komið sér
vel fyrir í Vesturbænum ásamt
fjölskyldu sinni. Eiginmaður
hennar, fótboltakappinn Brynjar
Björn Gunnarsson, er þó enn þá
með annan fótinn úti og spil-
ar með enska knattspyrnufélag-
inu Reading. Hjónin eru því í eins
konar fjarbúð þetta árið og viður-
kennir Olga að hún hlakki mikið
til þegar því tímabili er lokið.
„Ég ákvað að koma heim um
áramótin í fyrra í kjölfar þess
að bróðir minn lést. Það reynd-
ist vera hárrétt tímasetning því
móðir mín féll frá í haust og náði
ég því að eiga mjög dýrmætan
tíma með henni á þessu ári.“
LÆRÐI AÐ NÝTA
FATASKÁPINN
Olga er fædd og uppalin í Kópa-
vogi með viðkomu á Eskifirði og
Egilsstöðum. „Ég myndi segja að
Egilsstaðir væru minn bær þar
sem við bjuggum þar lengst af
og ég finn að ræturnar mínar eru
þar,“ segir Olga, sem ólst upp í
stórri fjölskyldu og er yngst af tíu
systkinum.
„Þegar maður elst upp með
svona mörgum systkinum lærir
maður að sam- og endurnýta föt.
Ég held að ég hafi verið orðin tólf
ára þegar ég fór fyrst að fá ný föt
annars var ég alltaf í fatnaði frá
eldri systrum mínum. Þá reyndi á
sköpunargáfuna til að flikka upp
á flíkurnar og maður varð fljótt
flinkur við saumavélina. Við ól-
umst upp við góða nýtingu og út-
sjónarsemi þar sem mamma fann
alltaf lausnir á öllu.“
Í stórum systkinahóp var
stundum erfitt að finna afþrey-
ingu við allra hæfi og innan fjár-
hagsramma heimilisins. Olga rifj-
ar upp að í stað þess að fara í bíó
um helgar eins og jafnaldrarnir
hafi þau systkinin farið á rusla-
haugana og leitað að hlutum
sem hægt var að gera við. „Það er
fyndið að segja frá þessu í dag en
við skemmtum okkur konunglega
við að laga ónýt hjól og leikföng.“
ÁHUGAMÁL AÐ ATVINNU
Fyrir sjö árum ákvað Olga að gera
þennan áhuga sinn á fötum að
starfsvettvangi og afla sér mennt-
unar. Olga var þá nýbúin að eign-
ast aðra dóttur sína og fjölskyld-
an búin að koma sér vel fyrir í
Bretlandi. Hún fann góða skóla
rétt fyrir utan London og lærði
persónulega ráðgjöf og stílistanám
í British College of Professional
Styling og The Image House.
Námið fól meðal annars í sér
kennslu í litafræðum, stílíser-
ingu og hvernig best er að klæða
sig eftir vexti. Starfstitill Olgu á
ensku er fashion stylist en sjálf
vill hún frekar kalla sig ráðgjafa
en stílista.
Eft ir námið stofnaði Olga
sitt eig ið fyrirtæki, Person-
al Image Design, og hóf að veita
einstaklingum jafnt sem fyrir-
tækjum tískuráðgjöf. Það var strax
mikið að gera hjá Olgu og er hún
enn þá að fá þakklætispóst frá
viðskiptavinum sínum erlendis.
„Það vilja allir líta vel út, er það
ekki? Klæðaburður skiptir miklu
máli fyrir ímynd manns og stuðl-
ar, að mínu mati, jafn mikið að
andlegri vellíðan eins og gott
mataræði og holl hreyfing. Það er
sagt að það taki okkur um 90 sek-
úndur að dæma hvort annað við
fyrstu kynni og þá skiptir klæða-
burður okkur miklu máli. “
Ráðgjöf Olgu felst meðal ann-
ars í því að taka til í fataskápum,
fá fólk til að losa sig við það sem
það notar ekki og bæta við því
sem vantar. Allt í þeim tilgangi að
fá sem mesta nýtingu úr því sem
til er í fataskápnum og um leið
finna sinn eigin fatastíl. „Ég held
að margir hafi horft á troðfullan
fataskáp og hugsað: „Ég á ekkert
til að fara í“. Þetta vandamál leysi
ég með því að fara yfir fataskáp-
inn og hjálpa viðkomandi að nota
það sem hann á,“ segir Olga og
bætir við að sumir séu orðnir svo
samdauna fötunum í skápnum að
þeir séu hættir að sjá hvað í raun
og veru leynist á herðatrjánum og
kaupa sér í staðinn nýja flík.
„Það er mjög hollt að fara yfir
fataskápinn og sjá hvað hann
geymir. Um daginn var ég að
vinna með konu sem var á leið-
inni í verslunarferð til útlanda
og langaði að vita hvað hún ætti
að kaupa. Eftir að hafa farið yfir
fataskápinn komumst við að því
að hana vantaði bara alls ekki
mikið. Þá vorum við búnar að gefa
og taka til hliðar bunka af fötum
sem hægt var að breyta á sauma-
stofu. Þegar hún kom heim úr
verslunarferðinni sendi hún mér
póst og sagði að ég hefði spar-
að henni mikla peninga því hún
keypti engan óþarfa og hún vissi
nákvæmlega hvað vantaði.“
ÞORA AÐ TAKA ÁHÆTTU
Olga hefur nú stofnað íslenska
heimasíðu, olga.is þar sem hægt
er að panta hjá henni ráðgjöf og
fara á námskeið. Hingað til hefur
verið mikið að gera hjá henni við
að aðstoða einstaklinga sem og
heilu vinkonuhópana við að fara
í gegnum fatnaðinn.
„ N á m s k e i ð i n e r u m j ö g
skemmtileg og gagnleg, ætli það
sé ekki vegna þess að ég er að
fjalla um það sem ég hef þekk-
ingu á og liggur á mínu áhuga-
sviði. Ég veit að í litlu samfélagi
eins og okkar skiptir orðsporið
mestu máli og það er mín besta
auglýsing.“
Olga hrósar íslenskum konum
fyrir klæðaburð og nefnir að þær
kunni klæða sig eftir vexti. Hún
er hins vegar ekki ánægð með
hversu miklu ástfóstri íslenskar
konur hafa bundið við svartan og
gráan lit og hvetur konur til að
þora að klæðast litríkum fötum.
Olga kennir meðal annars lita-
fræði í sinni ráðgjöf og segir ótrú-
legt hvað réttur litur getur frískað
upp á útlitið.
„Það er ótrúlegt hvað það er
mikið svart í búðum hérna en
þegar ég spyr starfsfólkið út í þetta
fæ ég yfirleitt þau svör að svart
seljist best á Íslandi. Við megum
því vera miklu duglegri að taka
áhættu í litavali og prófa okkur
áfram. Við þurfum á litum að halda
því þeir gefa okkur orku og líf.“
Aðspurð hvaða íslenska hönn-
un sé í uppáhaldi hjá henni seg-
ist Olga eiga erfitt með að svara.
„Það er mikil gróska í íslenskri í
hönnun núna og mikil fjölbreytni.
Ég get eiginlega ekki valið eitthvað
eitt en ég hef samt alltaf verið
hrifin af Spaksmannsspjörum.“
Olga nefnir Ragnhildi Gísladóttur
tónlistarkonu sem dæmi um konu
sem kunni að klæða sig eftir kar-
akter og að hún sé óhrædd við að
taka áhættu í fatavali. „Mér finnst
Ragnhildur frábær og algjörlega
samkvæm sjálfri sér í fatastíl. Ég
held að íslenskar konur gætu tekið
hana sér til fyrirmyndar í því.“
ÝMISLEGT Í BÍGERÐ
Olga verður leyndardómsfull þegar
framtíðina ber á góma og segir að
hún sé með ýmis plön varðandi
fyrirtæki sitt. „Starf mitt sem
slíkt er ekki mikið þekkt á Íslandi
og í því leynist tækifærið. Við
HVETUR KONUR TIL AÐ KLÆÐAST
SVARAR STÓRU SPURNINGUNNI Olga Einarsdóttir er menntaður stílisti frá Bret-
landi. Hún sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að taka fataskápinn í gegn og finna sinn
persónulega stíl.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Nýtt verk úr smiðju Vesturports
frumsýnt í janúar
Tryggðu þér miða strax!
„Þegar maður
elst upp með
svona mörgum systk-
inum lærir maður að
sam- og endurnýta
föt.“