Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 9. desember 2011 3 OPIÐ ALLA DAGA NÝJAR VÖRUR Í GYLLTA KETTINUM Jólakötturinn á ferð Jólastemningin hefur náð völdum í Húsdýragarð- inum. Þar er jólakötturinn kominn á stjá og til að hann hrelli ekki næturverði og starfsfólk garðsins fram úr hófi hefur verið smíðaður fyrir hann kofi í Hafrafelli (húsinu við refagirðinguna). Þá verður kattaræktarfélagið Kynjakettir með sýningu í garð- inum núna um helgina. Þar gefst gestum kostur á að velja jólaköttinn 2011. Gestir garðsins geta einnig farið í ferðir með jólalestinni og jólahringekjunni um helgar fram að jólum frá klukkan 13 til 16 og boðið verð- ur upp á hestvagnaferðir í ríf- lega aldargömlum hestvagni um helgar frá klukkan 14 til 15. Tólgarkerti, músastigar og nýsoðið hangikjöt Jólasýning Árbæjarsafns verður opin alla sunnudaga á aðventunni frá klukkan 13 til 17. Þar geta ungir og aldnir rölt milli húsa og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægj- ast á glugga og kíkja í potta en börn og fullorðnir fá að föndra, syngja jóla- lög og ferðast um í hestvagni. Í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa og skera út laufabrauð en uppi á bað- stofulofti er spunnið og prjónað. Þar er jólatré vafið lyngi. Í Lækjargötu 4 fá börn og fullorðnir að föndra og búa til músastiga, jólapoka og sitthvað fleira. Í Kornhúsinu er jólamarkaður á vegum Heimilisiðn- aðarfélags Íslands. Í Hábæ er hangikjöt í potti og gestum boðið að bragða á nýsoðnu keti, en í stofunni er sýndur útskurður. Í Efstabæ er skatan komin í pottinn. Í hesthúsinu frá Garðastræti er sýnt hvern- ig fólk bjó til tólgarkerti og kóngakerti í gamla daga. Jólahald heldra fólks við upphaf 20. aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og í krambúðinni verða til sölu kramarhús, konfekt og ýmis jólavarningur. Skautað kringum jólatré Í Skautahöllinni er búið að setja upp fagurskreytt jólatré á miðju svellinu sem skautað verður í kring- um við jóladiskótónlist fram á nýja árið. Frá og með 20. desember verður Skautahöllin opin frá klukkan 13 til 18 alla daga. Lokað verður á aðfangadag og jóladag en opið á milli jóla og nýárs. Allar helgar fram að jólum sýnir listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur listhlaup klukkan 15. Jól í Norræna húsinu Norræna húsið heldur lifandi jóladagatal fyrir jólin. Á hverjum degi klukkan 12.34 frá 1. desember og fram til jóla er opnað- ur nýr gluggi á dagatalinu og gestir fá að njóta skemmtiatriðis í sal Norræna húss- ins. Fólk fær að vita hverjir taka þátt í dagatalinu, það er öll 23 atriðin, en það veit ekki hvenær hver kemur fram. Lúsíuhátíð verður haldin í Norræna húsinu þriðjudaginn 13. desember. Þá mun sænski barnakórinn, Lúsíu- kórinn á Íslandi, flytja hefðbundin jólalög við kertaljós klukkan átta að morgni. Grýla og Leppalúði láta sjá sig Jóladagskrá Þjóðminjasafns Íslands hefst nú á sunnudaginn. Þá munu Grýla, Leppalúði og jólakötturinn kíkja í heim- sókn og Svavar Knútur syngur með börn- unum. Dagskráin hefst klukkan 14 en aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Á Torginu er sýningin Sérkenni sveinanna, en þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast jóla- sveinunum. Gripina má snerta og geta þeir hjálpað börnum að skilja nöfn jólasveinanna. Í forsal á 3. hæð safnsins verður jafnframt hægt að skoða gömul jólatré og jólakort. Þá gefst færi á að fara í jólaratleikinn Hvar er jólakötturinn? og finna litlu jólakettina sem hafa verið faldir innan um safngripina. Fleiri fjölskyldu- leikir eru í boði í afgreiðslu safnsins. solveig@frettabladid.is Fjölskyldan saman á aðventunni Aðventan er annasamur tími hjá fjölskyldum landsins. Þó getur verið gott að taka sér smá pásu frá annríkinu og eiga gæðastund saman. Ýmislegt er í boði á aðventunni sem er skemmtilegt bæði fyrir fullorðna og börn. Hér fyrir neðan eru taldar upp nokkrar skemmtilegar hugmyndir að samverustundum fjölskyldunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.