Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 9. desember 2011 3
OPIÐ ALLA DAGA
NÝJAR VÖRUR Í GYLLTA KETTINUM
Jólakötturinn á ferð
Jólastemningin hefur náð völdum í Húsdýragarð-
inum. Þar er jólakötturinn kominn á stjá og til að
hann hrelli ekki næturverði og starfsfólk garðsins
fram úr hófi hefur verið smíðaður fyrir hann kofi
í Hafrafelli (húsinu við refagirðinguna). Þá verður
kattaræktarfélagið Kynjakettir með sýningu í garð-
inum núna um helgina. Þar gefst gestum kostur á að
velja jólaköttinn 2011.
Gestir garðsins geta einnig farið í ferðir með
jólalestinni og jólahringekjunni
um helgar fram að jólum frá
klukkan 13 til 16 og boðið verð-
ur upp á hestvagnaferðir í ríf-
lega aldargömlum hestvagni um
helgar frá klukkan 14 til 15.
Tólgarkerti, músastigar og
nýsoðið hangikjöt
Jólasýning Árbæjarsafns
verður opin alla sunnudaga á
aðventunni frá klukkan 13 til
17. Þar geta ungir og aldnir
rölt milli húsa og fylgst með
undirbúningi jólanna eins og
hann var í gamla daga.
Hrekkjóttir jólasveinar gægj-
ast á glugga og kíkja í potta en börn
og fullorðnir fá að föndra, syngja jóla-
lög og ferðast um í hestvagni.
Í Árbænum sitja fullorðnir og börn
með vasahnífa og skera út laufabrauð en uppi á bað-
stofulofti er spunnið og prjónað. Þar er jólatré vafið
lyngi. Í Lækjargötu 4 fá börn og fullorðnir að föndra
og búa til músastiga, jólapoka og sitthvað fleira. Í
Kornhúsinu er jólamarkaður á vegum Heimilisiðn-
aðarfélags Íslands. Í Hábæ er hangikjöt í potti og
gestum boðið að bragða á nýsoðnu keti, en í stofunni
er sýndur útskurður. Í Efstabæ er skatan komin í
pottinn. Í hesthúsinu frá Garðastræti er sýnt hvern-
ig fólk bjó til tólgarkerti og kóngakerti í gamla
daga. Jólahald heldra fólks við upphaf 20. aldar er
sýnt í Suðurgötu 7 og í krambúðinni verða til sölu
kramarhús, konfekt og ýmis jólavarningur.
Skautað kringum jólatré
Í Skautahöllinni er búið að setja upp fagurskreytt
jólatré á miðju svellinu sem skautað verður í kring-
um við jóladiskótónlist fram á nýja árið. Frá og með
20. desember verður Skautahöllin opin frá klukkan
13 til 18 alla daga. Lokað verður á aðfangadag og
jóladag en opið á milli jóla og nýárs. Allar helgar
fram að jólum sýnir listhlaupadeild Skautafélags
Reykjavíkur listhlaup klukkan 15.
Jól í Norræna húsinu
Norræna húsið heldur lifandi jóladagatal
fyrir jólin. Á hverjum degi klukkan 12.34
frá 1. desember og fram til jóla er opnað-
ur nýr gluggi á dagatalinu og gestir fá að
njóta skemmtiatriðis í sal Norræna húss-
ins. Fólk fær að vita hverjir taka þátt í
dagatalinu, það er öll 23 atriðin, en það
veit ekki hvenær hver kemur fram.
Lúsíuhátíð verður haldin í Norræna
húsinu þriðjudaginn 13. desember. Þá
mun sænski barnakórinn, Lúsíu-
kórinn á Íslandi, flytja hefðbundin
jólalög við kertaljós klukkan átta að
morgni.
Grýla og Leppalúði láta sjá sig
Jóladagskrá Þjóðminjasafns Íslands
hefst nú á sunnudaginn. Þá munu Grýla,
Leppalúði og jólakötturinn kíkja í heim-
sókn og Svavar Knútur syngur með börn-
unum. Dagskráin hefst klukkan 14 en aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Á Torginu er sýningin Sérkenni sveinanna, en
þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast jóla-
sveinunum. Gripina má snerta og geta þeir hjálpað
börnum að skilja nöfn jólasveinanna. Í forsal á 3.
hæð safnsins verður jafnframt hægt að skoða gömul
jólatré og jólakort.
Þá gefst færi á að fara í jólaratleikinn Hvar er
jólakötturinn? og finna litlu jólakettina sem hafa
verið faldir innan um safngripina. Fleiri fjölskyldu-
leikir eru í boði í afgreiðslu safnsins.
solveig@frettabladid.is
Fjölskyldan saman á aðventunni
Aðventan er annasamur tími hjá fjölskyldum landsins. Þó getur verið gott að taka sér smá pásu frá annríkinu og eiga gæðastund saman. Ýmislegt er í boði á aðventunni sem er
skemmtilegt bæði fyrir fullorðna og börn. Hér fyrir neðan eru taldar upp nokkrar skemmtilegar hugmyndir að samverustundum fjölskyldunnar.