Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2011, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 09.12.2011, Qupperneq 78
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR50 folk@frettabladid.is „Ég er ekki beint risa- eðla, heldur meira svona bangsi.“ krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins 15. Mariko Margrét Ragnars- dóttir og Ólöf María Ólafs- dóttir, betur þekkt sem Marý, eru hönnuðirnir á bak við merkið MARYMA- RIKO. Þær hanna fylgihluti úr endurnýttum efniviði. „Við höfum alltaf haft gaman af því að hanna og skapa með höndun- um,“ segja Mariko Margrét Ragn- arsdóttir sem hefur stofnað merkið MARYMARIKO ásamt vöruhönn- uðinum Ólöfu Maríu Ólafsdóttur, betur þekkt sem Marý. Stelpurnar kynntust í Stokk- hólmi þar sem þær eru búsettar. „Við kynntust hérna úti og kom- umst að því að við deildum ástríðu og áhuga á hönnun og fallegum handgerðum munum,“ segir Marý en þær hanna meðal annars mottur, hringa og hálsmen. Marý segir að þeim hafi fundist vanta handgerða fylgihlutalínu á markaðinn í Stokkhólmi en nóg er til af fjöldaframleiddum hlutum í Svíþjóð. Hönnunarheimurinn þar í landi er stór en þær hafa fengið góð viðbrögð. Mariko og Marý vinna allt í höndunum og hluti af hugmyndinni á bak við merkið er að endurnýta efni. „Það er mikil umhverfisvit- und í Svíþjóð og Svíar reyna að endurnýta allt sem þeir geta. Við erum mjög hrifnar af þeirri hug- sjón og efniviðurinn í okkar hönn- un er að stórum hluta efni sem við sönkum að okkar hér og þar,“ segir Mariko en stúlkurnar hafa meðal annars fengið að kaupa gallaðar flíkur hjá Rauða kross- inum í Stokkhólmi og nýta þannig efni sem annars hefði verið hent og styrkja þannig í leiðinni gott málefni. Hringirnir og hálsmenin eru lit- rík og gróf og segir Marý að þær hefðu viljað búa til hluti sem væru með karakter. Þær sækja innblást- ur í umhverfið sitt og sænsku nátt- úruna. „Það má kannski segja að innblásturinn komi frá Reykjavík, Stokkhólmi og ég er ekki frá því að það komi smá Tókýó innblástur frá Mariko en hún fæddist þar og bjó í nokkur ár,“ segir Marý. Stúlkurnar hafa báðar komið sér vel fyrir í Stokkhólmi. Mary býr með kærasta sínum og vinnur að mörgum fjölbreytilegum hönnun- arverkefnum bæði í eigin nafni og fyrir sænsk fyrirtæki. Mariko hefur búið í rúmlega þrjú ár úti ásamt manni og börnum en hún er einmitt í fæðingarorlofi þessa dagana með sitt þriðja barn. „Já, það er nóg að gera á heimilinu en ég gef mér tíma í að hanna og búa til. Við tökum eitt skref í einu en höfum aðeins verið að fikra okkur áfram á hönnunarmörkuðum hérna úti og fengið mjög góðar við- tökur hjá Svíum hingað til,“ segir Mariko. Hægt er að skoða og kaupa hönnun Mariko og Marý á vefsíðu þeirra marymariko.com og á sam- skiptavefnum Facebook en stúlk- urnar bjóða upp á fría heimsend- ingu í desember. alfrun@frettabladid.is Setja á markað handgerða fylgihluti með karakter SAMEINA KRAFTA SÍNA Þær Mariko Margrét Ragnarsdóttir og Ólöf María Ólafsdóttir eru hönnuðirnir á bak við merkið Mary- Mariko og gera meðal annars hálsmen, hringa og mottur. EINSTAKIR SKARTGRIPIR Skartgripirnir eru handgerðir og einstakir. Efniviðurinn er endurnýttur úr gömlum flíkum frá Rauða krossinum í Svíþjóð, en Mariko og Marý eru búsettar þar. „Það er mikill spenningur. Þetta verður mjög gaman,“ segir Auð- unn Sólberg Valsson, faðir Óli- vers Tuma, yngsta rithöfundar Íslandssögunnar eins og hann hefur verið kallaður. Útgáfuhóf verður haldið í Eymundsson í Austurstræti á laugardaginn í tilefni af útkomu bókarinnar Óliver Tumi, segðu mér sögu. Þar segir hinn sex ára höfundur sögur og ævintýri fyrir börn á öllum aldri. Kátt verður á hjalla í hófinu því jólasveinn- inn kíkir í heimsókn, Geir Ólafs tekur lagið og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og afi Óli- vers Tuma, verður veislustjóri. Guðni hefur verið Óliver til halds og trausts við kynningu á bókinni, enda þaulvanur því að koma fram opinberlega. Síðast las Óliver upp úr bókinni í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu ásamt tveimur öðrum rithöfundum og að sjálf- sögðu var Guðni þar ásamt barna- barni sínu. Fyrsta upplag bókarinnar nam fimm hundruð eintökum og er það uppselt. Von er á öðru upplagi með þrjú hundruð bókum á næstunni. Einnig er hægt að panta hana hjá foreldrum Ólivers Tuma í síma 895-4455 og í gegnum póstfangið chefausi@gmail.com. „Þetta hefur komið algjörlega á óvart. Þetta átti að vera lítið og sætt verkefni en svo óx þetta ein- hvern veginn,“ segir Auðunn Sól- berg og bætir við að Óliver Tumi sé hæstánægður með gang mála. „Hann er mjög montinn af þessu öllu saman.“ Hluti af söluandvirði bókarinn- ar rennur til Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra, að frumkvæði hins unga höfundar. - fb Sex ára höfundur fagnar útgáfu VINSÆLL Bók Ólivers Tuma sem nefnist Óliver Tumi, segðu mér sögu, hefur notið mikilla vinsælda. Framleiðslufyrirtækið Saga Film hefur fest kaup á sjónvarpsréttin- um að skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar, Ein báran stök. „Þetta er sjávarpláss-drama sem við teljum mjög frambærilegt. Við höfum áhuga á að víkka aðeins út sjóndeildarhringinn og fara aðeins út fyrir grín og spennu,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson, framleiðslustjóri hjá Saga Film. Ólafur Haukur og leikarinn Jóhann Sigurðarson hafa unnið að því að koma þessu verkefni á koppinn og Magnús segir nú þegar eina sjón- varpsstöð hafa sýnt áhuga á að kaupa sýningarréttinn. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða sjónvarpsstöð það væri, ekki væri búið að skrifa undir neina samninga. „Þetta er verkefni sem hefur verið svolítið lengi í gangi. Þeir komu til mín fyrir hálfu ári, við fórum vel yfir þetta og verkefnið lítur mjög vel út. Það er mikil eftirvænting hjá okkur að vinna með þeim tveimur.“ Ólafur Haukur er sjálfur öllu vanur úr sjónvarpi og kvikmyndum. Hann hefur skrifað nokkur sjónvarpsleikrit og svo auðvitað leikrit- ið Hafið sem Baltasar Kormákur gerði góð skil í samnefndri mynd. Nú síðast var það svo Gauragangur sem var færð yfir á hvíta tjald- ið. „Ég hef hins vegar ekki komið nálægt svona sjónvarpsþáttum. Ég held að það sé kominn nægur þroski í sjónvarpsframleiðslu til að koma einhverju svona til skila og ég vona bara að þetta gangi eftir,“ en Ólafur og Jóhann hafa verið að þróa þetta saman. „Við höfum sameiginlega verið að mjaka þessu áfram.“ - fgg Dramatík í sjávar- þorpi á skjáinn HEFUR VERIÐ LENGI Í GANGI Jóhann Sigurðarson og Ólafur Haukur Símonarson hafa unnið að gerð sjón- varpsþáttar upp úr bók Ólafs, Ein báran stök. Nú hefur Saga Film keypt sjónvarpsréttinn. Sagan gerist í litlu sjávarplássi út á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DESEMBER er dagurinn sem Lindsay Lohan ætlaði að opinbera forsíðu Playboy-tímaritsins þar sem hún sat fyrir, en myndinni var lekið á netið í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.