Fréttablaðið - 09.12.2011, Síða 83

Fréttablaðið - 09.12.2011, Síða 83
FÖSTUDAGUR 9. desember 2011 55 Veisla fyrir bragðlaukana Villtir veisluréttir „Mér finnst þetta rosalega spennandi,“ segir Brynjar Már Valdimarsson, dagskrárstjóri FM 957. Íslenski listinn, sem hefur lengi verið í loftinu á FM 957 og núna að undanförnu á Nova TV, hefur göngu sína á Stöð 2 á laugardaginn. „Þetta er líka skemmtilegur tími sem hann er á dagskrá, eða um hálfsex. Þetta er víst mjög fínn tími fyrir svona pró- gramm,“ segir Brynjar Már, sem stjórnar þættinum ásamt Ernu Hrönn Ólafsdóttur. Í Íslenska listanum verða tuttugu vinsælustu lögin kynnt og einnig tvö lög sem eru líkleg til vinsælda. Þekktir tónlistarmenn koma í spjall og mætir Haukur Heiðar úr Diktu á laugardaginn. Poppskúrinn verður einnig á dagskránni og sömu- leiðis Heiti potturinn. Sérstakur jólalisti verður 17. desember þar sem tuttugu bestu jólalögin verða spiluð. Kosning á jólalögunum er hafin á visir.is. Íslenski listinn í loftið STJÓRNENDUR Brynjar Már Valdimarsson og Erna Hrönn Ólafs- dóttir, stjórnendur Íslenska listans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Söngkonan Sinéad O´Connor gift- ist í gær náunga að nafni Barry Herridge. Þetta er fjórða hjóna- band hennar. Hún hefur áður verið gift upptökustjóranum John Reynolds, blaðamannin- um Nicholas Sommerlad og Steve Cooney, sem hún skildi við fyrr á þessu ári. O´Connor tilkynnti um giftinguna á heimasíðu sinni, aðeins fjórum mánuðum eftir að hún kvartaði yfir tíðindaleysi í kyn- lífi sínu og að hún væri að leita að manni. „Hann má ekki vera yngri en 44 ára. Hann verður að hafa atvinnu. Hann má ekki vera með litað hár,“ skrifaði hún. Á tónleikum sínum í Fríkirkj- unni á Airwaves-hátíðinni í haust sagðist hún hafa fund- ið draumaprinsinn og það virðist hafa verið hverju orði sannara. Giftist í fjórða sinn KOMIN MEÐ MANN Sinéad O´Connor giftist í gær Barry Herridge eftir stutt ástarsam- band. Söngkonan Adele gerir ekki mikl- ar kröfur þegar hún er á tónleika- ferðalaginu en heimtar þó að nóg af bjór og sígarettum sé til staðar í búningsklefa hennar. Lista yfir kröfur Adele hefur nú verið lekið til fjölmiðla, en eins og kunnugt er þurfti söngkonan að fresta tón- leikum út árið vegna aðgerðar á raddböndum. Adele samþykkir ekki hvaða bjór sem er því hún vill bara evrópska tegund og leggur blátt bann við bjór frá Norður-Amer- íku. Einnig vill hún tyggjó, sam- lokur og litla súkkulaðimola fyrir og eftir tónleika hjá sér. Adele biður um bjór BJÓR OG SÍGARETTUR Söngkonan Adele vill að nóg sé til af bjór og sígarettum baksviðs á tónleikum. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlist ★★★★ Jólin KK og Ellen Hugljúf og heilandi Það eru tvær jólaplötur í algjöru uppáhaldi á mínu heimili. Annars vegar er það jólaplata Guðrúnar Á. Símonar og Guðmundar Jónssonar frá 1975 – óperusöngvarar að syngja jólapopp yfir léttleikandi grúv Óla Gauks og hljómsveitar. Klikkar aldrei. Hin platan er jólaplata systkinanna KK og Ellenar, Jólin koma, frá 2006. Þar er það einfaldleikinn í útsetningunum og ljúfur samsöngur þeirra systkina sem heillar. Nú, fimm árum seinna, er komin ný jólaplata með Ellen og Kristjáni og hún er í sama stíl. Sígild jólalög og aðventusálmar (Nú er Gunna á nýju skónum, Snæfinnur snjókarl, Jólasnjór, Nóttin var sú ágæt ein, Við kveikj- um einu kerti á ...) í einföldum og hugljúfum útsetningum. Það er ekkert verið að gera glænýja og stórkostlega hluti hér, heldur eru þetta blátt áfram, órafmagnaðar útsetningar með smá kántríkeim og þessum blíða söng. Útkoman er hugljúf og næstum heilandi plata. Góð til þess að slá á aðventustressið. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Einföld og notaleg jólaplata sem eyðir jólastressi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.