Fréttablaðið - 09.12.2011, Side 88
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR60
sport@frettabladid.is
WAYNE ROONEY gat leyft sér að brosa örlítið í gær þegar áfrýjunarnefnd
UEFA stytti þriggja leikja bann hans niður í tvo leiki. Rooney er því löglegur í lokaleik
riðlakeppni EM næsta sumar og verður líklega valinn í hópinn eftir allt saman.
Ástandið er ekkert
eldfimt í okkar her-
bergi þrátt fyrir að við séum í
samkeppni.
SUNNEVA EINARSDÓTTIR
LANDSLIÐSMARKVÖRÐUR
HANDBOLTI Ísland mætir í kvöld
Kína í lokaumferð riðlakeppn-
innar á HM í Brasilíu. Stelpurnar
okkar geta lent í 2.-5. sæti riðils-
ins, en fjögur efstu liðin komast
áfram í 16 liða úrslitin.
Það veltur mikið á því hvernig
aðrir leikir fara í riðlinum. En
það er ljóst að ef Angóla vinnur
sinn leik gegn Þýskalandi klukk-
an 17.00 í dag mun Ísland lenda í
fjórða sæti riðilsins, sama hvern-
ig leikur stelpnanna okkar gegn
Kína endar í kvöld.
Verði það tilfellið verða heims-
meistarar Rússlands andstæð-
ingar Íslands í 16 liða úrslitum á
sunnudaginn.
Þó eru margir aðrir mögu-
leikar í stöðunni ef Þjóðverjar ná
minnst stigi gegn Angóla. Sigri
Ísland lið Kína er möguleiki að
ná öðru sæti riðilsins og mæta
þar með mun auðveldari and-
stæðingi í 16 liða úrslitunum. Til
þess þarf Þýskaland að vinna
Angóla, Noregur þarf að vinna
Svartfjallaland og Ísland vitan-
lega hafa betur gegn Kína.
Ef Ísland lendir í þriðja sæti
riðilsins mætir liðið Spáni í 16
liða úrslitum og færi sá leikur
fram á mánudaginn. Ísland fellur
þó úr leik og keppir í Forseta-
bikarnum ef Þýskaland vinnur
Angóla og stelpurnar okkar tapa
svo fyrir Kína um kvöldið.
Noregur mætir svo Svartfjalla-
landi klukkan 19.15, en leikur
Kína og Íslands hefst klukk-
an 21.30 og verður í beinni
útsendingu á Stöð 2 Sport. - esá
Mikil spenna í A-riðli:
Sigur Angóla
festir Ísland í
fjórða sætinu
MIKIÐ UNDIR Anna Úrsúla Guðmunds-
dóttir er hér í leiknum gegn Angóla, en
Afríkumeistararnir gætu reynst Íslandi
örlagavaldur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Sigurður Elvar
Þórólfsson og
Pjetur Sigurðsson
fjalla um HM í Brasilíu
seth@frettabladid.is – pjetur@365.is
HANDBOLTI Markverðir eru án efa
mikilvægustu leikmenn hvers
handboltaliðs. Íslenska kvenna-
landsliðið er þar engin undantekn-
ing og þar eru fyrir Valsmenn-
irnir Sunneva Einarsdóttir sem
er 21 árs gömul og Guðný Jenný
Ásmundsdóttir, 29 ára. Sunneva
og Jenný áttu stóran þátt í 26-20
sigri Íslands gegn Þjóðverjum og
þær þurfa svo sannarlega að vera
í „stuði“ gegn Kína í kvöld í loka-
leiknum í A-riðli.
Sunneva og Jenný eru herberg-
isfélagar á Mercure-hótelinu við
ströndina í Santos. Þar ræður
Jenný ríkjum að sögn Sunnevu.
„Ástandið er ekkert eldfimt í
okkar herbergi þrátt fyrir að við
séum í samkeppni. Við erum vanar
þessu hjá Val, og ef önnur okkar
er að finna sig þá gleðst hin bara
yfir því,“ segir Sunneva og Jenný
kinkar bara kolli.
„Reyndar þoli ég það ekki þegar
Jenný ver bolta,“ segir Sunneva og
hlær en það er greinilegt að hún
hefur munninn fyrir neðan nefið
og lætur allt flakka.
Best af öllu er að fá boltann í sig
„Við vinnum saman að öllu hér á
HM og þetta snýst um liðsheildina
en ekki einstaklinga,“ bætir Jenný
við, en hún hefur komið mjög á
óvart á þessu heimsmeistaramóti.
„Ég byrjaði í marki þegar ég var
smástelpa með ÍR. Á æfingu nr. 2
fór ég í mark og ég hef bara verið
í marki síðan. Og sé ekki eftir því.
Það er bara eitthvað sem heillar
mig við þetta og það besta er að fá
boltann í sig – alveg sama þótt það
sé vont,“ segir Jenný.
Sunneva reyndi fyrir sér sem
útileikmaður í eitt ár hjá yngri
flokkum Fram og það var víst lítil
eftirspurn eftir henni á því sviði.
„Mamma tók bara fyrir augun í
leikjunum hjá mér. Ég var alveg
skelfilega léleg úti, spilaði vinstri
skyttu og var fyrirliði, vítaskytta
og allt.“
Jenný hefur það á orði að það
eina sem fari í taugarnar hjá
henni í sambúðinni við Sunnevu
sé draslið sem hún skilji eftir sig í
herberginu.
„Heyrðu, róleg, við erum alveg
jafnar á þessu sviði,“ segir Sunn-
eva ákveðin og Jenný fer að hlæja.
„Það er reyndar oft frekar mikið
drasl hjá okkur. Föt sem eru að
þorna eftir þvott úti um allt, og það
fylgir okkur mesta fatadraslið, síð-
buxur og svoleiðis,“ segir Jenný.
Markverðirnir hafa eytt miklum
tíma í að undirbúa sig fyrir leik-
ina hér í Santos og legið yfir mynd-
böndum frá andstæðingunum.
„Við gerðum reyndar minnst af
því gegn Þýskalandi en við erum
búnar að skoða kínverska liðið og
erum með nokkuð góða hugmynd
hvernig þær skjóta,“ segir Jenný.
Þær eru báðar að stíga sín
fyrstu skref á stórmóti og á slíku
móti fá markverðirnir að kynnast
nýjum hlutum.
„Við fáum of fá þrumuskot á
okkur í deildarkeppninni á Íslandi.
Svo einfalt er það. Það eru leik-
menn hérna sem eru að dúndra á
staði sem við höfum varla séð. Og
það er nauðsynlegt fyrir okkur
og fleiri leikmenn að komast út
í sterkari deild,“ segir Sunneva,
sem er 21 árs gömul og ætlar sér
að komast í betri deild.
Jenný lék í fjögur ár í norsku
úrvalsdeildinni en hún er tveggja
barna móðir og segir að það sé
aðeins flóknara fyrir hana að rífa
sig til þess að komast í sterkari
deild.
Báðar segja að íslensk félags-
lið þurfi að hlúa betur að
markvörslunni.
„Mér finnst of lítið af því gert
að láta einfaldlega bestu leikmenn-
ina í markið eða þá sem hafa ein-
hverja hæfileika í að verða mark-
verðir. Það er ekki hugsað nógu
langt fram í tímann,“ segir Sunn-
eva og Jenný kinkar kolli – enda
kemst hún varla að þegar Sunneva
opnar munninn.
„Þoli ekki þegar Jenný ver bolta“
Markverðirnir Sunneva Einarsdóttir og Guðný Jenný Ásmundsdóttir kunna vel við að boltanum sé
dúndrað í þær. Samkeppnin er til staðar hjá herbergisfélögunum. Hlúa þarf betur að ungum markvörðum.
VINKONUR Í SAMKEPPNI Þær Jenný og Sunneva vinna vel saman og styðja hvor aðra þó svo að þær keppi innbyrðis um leiktíma
með landsliðinu í Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HANDBOLTI Ísland og Kína eigast
við í lokaleiknum í A-riðli heims-
meistaramótsins í kvöld í Arena
Santos. Með sigri tryggir Ísland
sér sæti í 16-liða úrslitum og Ágúst
Jóhannsson, þjálfari íslenska liðs-
ins, vonast til þess að Ísland haldi
áfram að taka skref upp á við á
þessu heimsmeistaramóti.
Ágúst og Þórir Hergeirsson,
þjálfari norska kvennalandsliðs-
ins, sátu saman á kaffihúsi í San-
tos í gær og ræddu um handbolta.
„Ágúst er að kenna mér hvern-
ig við vinnum Svartfjallaland og
hann fær allar upplýsingar um
Kína frá mér,“ sagði Þórir og
brosti en Noregur vann Kína með
27 marka mun.
„Við þurfum að halda okkar
striki í varnarleiknum og leika fast
gegn þeim. Það verða einhverjar
áherslubreytingar í vörn og sókn,
ekki miklar. Það er mikilvægast
að byrja vel, Kína hefur að engu
að keppa og ef þær lenda undir þá
hefur þeim gengið illa að koma til
baka á þessu móti,“ segir Ágúst.
„Það er líka mikilvægt fyrir
okkur að halda ró okkar hvað sem
kemur upp á. Í liðinu eru leikmenn
sem við þurfum að hafa gætur á,
línumaðurinn, sem ég man ekki
hvað heitir, er hávaxinn og sterk-
ur. Það er leikmaður sem dregur
að sér athyglina og opnar fyrir
aðra.“
Þórir kinkar kolli og er sammála
því sem Ágúst segir. „Tæknileg
mistök í sóknarleiknum eru einnig
eitthvað sem við verðum að forðast
að gera. Kína vill sækja hratt og
skora úr hraðaupphlaupum. Ann-
ars snýst þetta mest um okkar
lið. Ná upp stemningu, góðri vörn
og bæta leik okkar jafnt og þétt,“
bætti Ágúst við.
Þjálfarinn fékk ærið verkefni í
gærkvöld þegar hann efndi loforð
sitt um að hlaupa upp allar 22 hæð-
irnar á Mercure-hótelinu í San-
tos þar sem íslenska liðið dvelur.
Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðar-
þjálfari liðsins, fór með honum en
þeir félagar höfðu lofað að gera
þetta ef Ísland myndi vinna sigur
gegn Þjóðverjum.
„Ég er ekki í vafa um að þetta er
nýtt hótelmet og við bættum það
um þrjár mínútur í það minnsta,“
sagði Ágúst Jóhannsson eftir að
hann hljóp upp á 22. hæðina á
Mercure-hótelinu í Santos í gær.
Gústaf Adolf og Ágúst voru þar
með að efna loforð sem þeir gáfu
stelpunum okkar fyrir Þjóðverja-
leikinn. Þar lofuðu þeir að hlaupa
upp á efstu hæð hótelsins ef sigur
ynnist gegn þýska stálinu. Stelp-
urnar stóðu við sitt og þjálfararnir
kláruðu verkefnið með glans.
„Við vorum um 6 mínútur og
þetta var ekkert mál,“ sagði Ágúst
en hann átti töluvert erfitt með að
tala þegar hann ræddi við Frétta-
blaðið. - seth
Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari fékk upplýsingar frá Þóri Hergeirssyni í gær og hljóp svo upp tröppur:
Ekki í vafa um að ég setti nýtt hótelmet
BÚNIR Á ÞVÍ Ágúst og Gústaf Adolf hér vel þreyttir eftir tröppuhlaupið.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR