Fréttablaðið - 09.12.2011, Síða 90

Fréttablaðið - 09.12.2011, Síða 90
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR62 N1-deild karla: Akureyri-Haukar 20-19 Akureyri - Mörk (skot): Oddur Gretarsson 6/1 (9/2), Bjarni Fritzsson 6/1 (11/3), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Geir Guðmundsson 2 (8). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/1 (40/3, 53%), Hraðaupphlaup: 7 (Hörður 3, Bjarni 2, Oddur, Guðmundur ) Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Oddur, Geir) Utan vallar: 4 mínútur. Haukar - Mörk (skot): Freyr Brynjarsson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (12/1), Tjörvi Þor- geirsson 3 (6), Gylfi Gylfason 3/2 (6/2), Heimir Óli Heimisson 2 (2), Matthías Árni Ingimarsson 1 (1), Árni Steinn Steinþórsson 1 (2), Nemanja Malovic 1 (9). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (38/3, 47%), Aron Rafn Eðvarðsson 1/1 (1/1, 100%), Hraðaupphlaup: 4 ( Tjörvi, Gylfi, Matthías, Árni ) Fiskuð víti: 3 ( Stefán 2, Þórður) Utan vallar: 0 mínútur. FH-HK 25-23 FH - Mörk (skot): Örn Ingi Bjarkason 6 (10), Þor- kell Magnússon 5/4 (6/5), Hjalti Þór Pálmason 4 (8), Atli Rúnar Steinþórsson 3 (3), Baldvin Þorsteinsson 2/1 (3/1), Ólafur Gústafsson 2 (12), Sigurður Ágústsson 1 (2), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 22 (45, 49%), Hraðaupphlaup: 6 (Hjalti 2, Örn, Sigurður, Andri, Ari) Fiskuð víti: 6 (Atli 3, Örn, Baldvin, Ari) Utan vallar: 8 mínútur. HK - Mörk (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8 (13), Atli Ævar Ingólfsson 6 (10), Tandri Már Konráðsson 3 (8), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 2 (5), Bjarki Már Elísson 2 (7), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (4), Leó Snær Pétursson 1 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1 (41/5, 41%), Arnór Freyr Stefánsson (1/1, 0%), Hraðaupphlaup: 3 ( Bjarki 2, Sigurjón) Fiskuð víti: 0 Utan vallar: 8 mínútur. Afturelding-Grótta 27-25 Afturelding - Mörk (skot): Sverrir Hermannsson 5 (8), Böðvar Páll Ásgeirsson 5 (12), Helgi Héðins- son 4/3 (5/3), Jón Andri Helgason 4 (6), Hilmar Stefánsson 4 (7/1), Þorlákur Sigurjónsson 2 (2), Þrándur Gíslason 2 (5), Einar Héðinsson 1 (3). Varin skot: Davíð Svansson 20 (45/3, 44%), Hraðaupphlaup: 5 ( Jón 3, Hilmar, Þorlákur) Fiskuð víti: 4 (Sverrir, Helgi, Þrándur, Einar) Utan vallar: 6 mínútur. Grótta - Mörk (skot): Jóhann Gísli Jóhannsson 6 (12), Þórir Jökull Finnbogason 5/3 (7/4), Kristján Jóhannsson 4 (5), Þorgrímur Ólafsson 4 (13), Hjálmar Arnarsson 2 (3), Árni Benedikt Árnason 2 (6), Ágúst Birgisson 1 (1), Þráinn Jónsson 1 (4). Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 23/1 (50/4, 46%), Hraðaupphlaup: 6 (Kristján 3, Jóhann 2, Hjálmar) Fiskuð víti: 4 (Jóhann 2, Hjálmar, Ágúst ) Utan vallar: 8 mínútur. IE-deild karla: Keflavík-Njarðvík 92-72 Keflavík: Steven Gerard Dagustino 30, Jarryd Cole 26, Almar Stefán Guðbrandsson 11, Charles Michael Parker 10, Ragnar Gerald Albertsson 9, Valur Orri Valsson 3, Halldór Örn Halldórsson 2, Sigurður Friðrik Gunnarsson 1. Njarðvík: Cameron Echols 25, Travis Holmes 16, Ólafur Helgi Jónsson 13, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Jens Óskarsson 6, Styrmir Fjeldsted 2, Maciej Stanislav Baginski 1. Fjölnir-Snæfell 103-95 Fjölnir: Nathan Walkup 33, Árni Ragnarsson 28, Calvin O’Neal 15, Arnþór Guðmundsson 11, Hjalti Vilhjálmsson 8, Trausti Eiríksson 4, Jón Sverrisson 4. Snæfell: Quincy Hankins-Cole 29, Marquis Sheldon Hall 26, Jón Ólafur Jónsson 16, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8, Sveinn Arnar Davidsson 7, Hafþór Ingi Gunnarsson 5, Ólafur Torfason 4. Grindavík-Þór 76-80 Grindavík: J’Nathan Bullock 21, Ólafur Ólafsson 17, Giordan Watson 13, Jóhann Árni Ólafsson 9, Þorleifur Ólafsson 7, Ómar Örn Sævarsson 5, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4. Þór Þorlákshöfn: Michael Ringgold 23, Darrin Govens 22, Guðmundur Jónsson 10, Marko Latinovic 9, Baldur Þór Ragnarsson 8, Darri Hilmarsson 5, Þorsteinn Már Ragnarsson 3. Tindastóll-KR 99-94 Tindastóll: Maurice Miller 27/11 fráköst/14 stoð- sendingar, Svavar Atli Birgisson 15, Helgi Rafn Viggósson 14, Trey Hampton 12, Hreinn Gunnar Birgisson 10, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Helgi Freyr Margeirsson 5. KR: Finnur Atli Magnússon 22/13 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 17, Edward Lee Horton Jr. 14, Jón Orri Kristjánsson 14, Hreggviður Magnússon 11, Ólafur Már Ægisson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Páll Fannar Helgason 3. Valur-Haukar 73-76 Valur: Garrison Johnson 30, Igor Tratnik 12/21 frá- köst/9 varin skot, Ragnar Gylfason 9, Alexander Dungal 7, Hamid Dicko 6, Benedikt Blöndal 5, Birgir Björn Pétursson 4. Haukar: Christopher Smith 21, Helgi Einarsson 19, Sævar Ingi Haraldsson 9, Haukur Óskarsson 9, Hayward Fain 9, Örn Sigurðarson 8, Emil Barja 1. ÍR-Stjarnan 82-83 ÍR: Robert Jarvis 25, James Bartolotta 21, Eiríkur Önundarson 15, Nemanja Sovic 14, Kristinn Jónasson 4, Ellert Arnarson 3. Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 22, Keith Cothran 18, Justin Shouse 18, Marvin Valdimars- son 12, Guðjón Lárusson 6, Sigurjón Örn Lárus- son 4, Dagur Kár Jónsson 3. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Keflavík vann örugg- an tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland Express-deildinni í gær- kvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf nokkr- um skrefum á undan Njarðvík- ingum sem spiluðu illa. Steven Gerard Dagustino, leik- stjórnandi Keflavíkur, bauð upp á alvöru tölur í leiknum en skor- aði 30 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Jerryl Cole, leik- maður Keflavíkur, var einnig virkilega öflugur undir körfunni og skoraði hann 26 stig og reif niður tíu fráköst. Nokkurt jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var munurinn einungis fjögur stig í lok fyrsta leikhluta. Keflvík- ingar tóku þá öll völd á leiknum og leiddu þeir með ellefu stigum þegar flautað var til hálfleiks. Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleiknum en Keflvík- ingar stjórnuðu honum algjör- lega. Þeir héldu uppteknum hætti í sóknarleiknum ásamt því að spila góða vörn á meðan Njarð- víkurliðið virkaði stefnulaust og áhugalítið. Keflvíkingar unnu svo að lokum auðveldan tuttugu stiga sigur í leik sem aldrei varð spennandi. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var ánægð- ur með sína menn í leiknum. ,,Þetta var ekki auðvelt í kvöld þó að þetta gæti hafa litið svoleið- is út frá stúkunni. Þetta er gott lið sem við vorum að spila við í kvöld. Menn lögðu sig vel fram og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu,“ sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. Einar Árni Jóhannsson, þjálf- ari Njarðvíkur, var mjög ósáttur við leik sinna manna. ,,Við vorum ótrúlega daprir í þessum leik og við hljótum að hafa snert botninn í kvöld. Það mætti bara eitt lið til leiks hérna í kvöld og það þurfti engan glansleik til þess að labba yfir okkur hérna í kvöld,“ sagði Einar Árni. - sh Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur stóð ekki undir væntingum þar sem Keflvíkingar voru mun sterkari: Keflavík valtaði yfir nágranna sína í Njarðvík MIKLU STERKARI Keflvíkingar lentu ekki í neinum vandræðum með nágranna sína í Njarðvík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Um leið og lokaflautan gall á Akureyri í gær tróð Hörð- ur Fannar Sigþórsson boltanum framhjá hinum magnaða Birki Ívari Guðmundssyni og tryggði Akureyri dramatískan 20-19 sigur í N1-deild karla í handbolta í gær. Birkir var Akureyringum erfið- ur ljár í þúfur í Haukamarkinu og varði virkilega vel í leiknum, líkt og Sveinbjörn Pétursson hinu megin en þeir voru bestu menn vallarins í gær. Akureyri komst í 4-0 og sókn Hauka var í tómu tjóni framan af. Aron Kristjánsson þjálfari hraunaði yfir sína menn í leik- hléi og vakti þá aðeins. Akur- eyri var skrefinu á undan í fyrri hálfleik en markmennirnir voru í aðalhlutverki og báðar varnirn- ar fínar. Akureyri leiddi 11-9 í hálfleik en alls fóru fimm víti í súginn hjá liðunum í hálfleiknum. Akureyri byrjaði seinni hálf- leikinn vel og eftir 9 mínútur var liðið komið 16-12 yfir. Á fimm mínútna kafla gerðu liðin hver mistökin á fætur öðru en á fjór- um mínútum skoruðu Haukar jafn mörg mörk og jöfnuðu. Það hægðist til muna á leiknum og sóknirnar voru margar slak- ar. Jafnt var á öllum tölum, stað- an var 19-19 þegar Haukar fóru í sókn og tæp mínúta eftir. Þegar 25 sekúndur voru eftir tók Stefán Rafn glórulausa ákvörðun þegar hann skaut úr erfiðri stöðu, og fór skotið framhjá. Akureyri hafði ágætan tíma og keyrði á vörn Hauka þegar sjö sekúndur voru eftir. Bjarni fann Hörð á línunni og lokaflautan gall um leið og boltinn söng í net- inu. Um 850 áhorfendur ærðust af gleði, enda Akureyri komið á beinu brautina. Birkir Ívar hélt sínum mönnum inni í leiknum, og reyndar má segja það sama um Sveinbjörn. Þeir báru af í liðunum. Hjá Akur- eyri var Oddur góður og Guð- laugur leiddi vörnina vel. Oddur og Bjarni skoruðu mest en Hörður var einnig drjúgur í vörn og sókn. Hjá Haukum var færra um fína drætti þrátt fyrir naumt tap. Mal- ovic skoraði eitt mark úr níu skot- um og enginn steig almennilega upp þegar Tjörvi gerði mistök. Gylfi skoraði þrjú mörk en Hauk- ar söknuðu leiðtoga í sókninni. „Þetta var bara rugl, það skýt- ur ekki neinn á þessum tíma. Það var jafntefli og þarna spilar maður bara,“ sagði Aron um skotið hjá Stefáni í lokin. „Við vorum að spila mjög góða vörn og Birkir að verja vel í markinu en sóknarlega þá erum við bara að gera ótrúleg mistök. Við misstum einbeitinguna og erum að taka of mikla sénsa. Það gengur bara ekki upp. Ein- beitingarfeilar og of miklir sénsar sem ganga ekki upp. Ég óska bara Akureyringum til hamingju með sigurinn, það var frábær stemm- ing í húsinu og þeir vildu þetta bara meira en við,“ sagði Aron. „Mér fannst við eiga þetta inni,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyringa. „Við erum búnir að vera að tapa svona leikjum í vetur en það kom að því að við vorum svolítið heppnir. Við vorum orðn- ir þreyttir undir lokin en við klár- uðum þetta og sigurinn er sætur,“ sagði Atli. Afturelding stal sigrinum Afturelding unnu gríðarlega mik- ilvægan sigur í gærkvöldi þegar þeir unnu Gróttu 27-25 á heima- velli. Heimamenn höfðu undirtök- in í byrjun en gestirnir af Seltjarn- arnesi unnu sig aftur inn í leikinn og voru seinustu mínúturnar æsi- spennandi. Heimamenn höfðu þetta þó af í endann með mikilli hjálp frá stuðningssveit sinni. „Þetta var mjög góður sigur, og keimlíkt leiknum í bikarnum þegar stiga- skorið er svipað í hálfleik og þeir koma aftur í seinni hálfleik en munurinn var sá að í dag brotnuð- um við ekki heldur héldum áfram,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálf- ari Aftureldingar, eftir leikinn. „Mér fannst við hálfgerðir klaufar að klára þetta ekki betur og úr varð háspennuendir. Þetta gæti samt gefið okkur mikið. Mér fannst við stíga stórt skref með því að vinna svona háspennuleik,“ sagði Reyn- ir. „Þetta var hrikalega slæmt tap, alveg gríðarlega svekkjandi. Við spiluðum fantavörn á köflum nema hérna rétt í lokin og við köst- uðum þessum leik frá okkur hérna í lokin,“ sagði Guðfinnur Arnar Kristmannsson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. - hþh, bhs, kpt Það skýtur enginn á þessum tíma Akureyri vann dramatískan sigur á Haukum fyrir norðan í gær. Haukar klúðruðu leiknum undir lokin en sigurmarkið kom á lokasekúndunni. Markmennirnir voru í aðalhlutverki hjá báðum liðum. Grótta kastaði svo frá sér unnum leik í Mosfellsbæ og er í vondum málum á botni N1-deildarinnar. ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA VONT Bjarni Fritzson fær hér veglegt olnbogaskot frá Stefáni Rafni Sigurmannssyni í leik liðanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HJALTI ÞÓR HANDBOLTI FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í gærkvöldi. Sigurinn kom Fim- leikafélaginu í 13 stig í deildinni, jafn mörg stig og HK-ingar hafa, en Hafnfirðingar eiga einn leik til góða á toppliðin. FH elti stóran hluta leiksins og HK hafði ýmist eins til tveggja marka forystu. HK-ingar voru sterkari í upphafi síðari hálfleiks og voru með ákveðið frumkvæði. FH-vélin datt síðan í gang á síð- ustu tíu mínútum leiksins og náði að innbyrða mikilvægan sigur. „Við sýndum gríðarlega seiglu á lokakafla leiksins og ákveðnir leikmenn stigu upp. Hjalti Pálma- son skoraði gríðarlega mikilvæg mörk hér í lokin. Liðið kláraði fyrst og fremst þennan leik með hörkubaráttu,“ sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH, eftir leikinn. Daníel Freyr Andrésson var frá- bær í marki FH-inga í gær og þar er greinilega á ferðinni mikið efni. „Danni var auðvitað stórkost- legur í kvöld og var með yfir 50% skot, en lið á ekki að geta tapað þegar markvörðurinn er að verja svona vel. Hann sprakk út hjá okkur í fyrra og hefur verið alveg frábær í vetur,“ sagði Einar. „Við vorum algjörir aular í rest- ina,“ sagði Kristinn Guðmunds- son, annar þjálfari HK, eftir tapið í gær. „Við gerðum kannski mistök í lokin þegar við breyttum varn- arleiknum, ætluðum að vera voða- lega klókir en það kom í bakið á okkur. Fyrst og fremst náðum við okkur ekki á strik sóknarlega.“ - sáp Íslandsmeistarar FH sýndu sterkan karakter er þeir lögðu HK á heimavelli sínum í Hafnarfirði: Daníel Freyr sá um að afgreiða HK-inga FASTUR Örn Ingi fær hér óblíðar móttökur frá vörn HK. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.