Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 16
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR16
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi
S: 577 6000 | www.garmin.is
24 helstu vellir á Íslandi ásamt
7.100 evrópskum völlum
Einfaldur og handhægur snertiskjár
Getur stillt holustaðsetningar
Heldur utan um tölfræði kylfings,
hittar flatir, brautir og pútt
Aðeins tæki keypt á Íslandi eru með
íslenskum völlum
APPROACH ® GOLF GPS
Draumajólagjöf golfarans
INNIHELDUR
KORT 24 HELSTU
GOLFVALLA
ÍSLANDS
LISTINN ER Á
GARMIN.IS
Skrifstofur ríkisskattstjóra verða lokaðar
eftir hádegi föstudaginn
23. desember (Þorláksmessu)
Venjulegur opnunartími er milli jóla og nýárs
FÖNIX Raftækjaverslun . Hátúni 6a . Sími 552 4420 . fonix@fonix.is
www.fonix.is
ÖRYGGISMÁL Skip og flugvél Land-
helgisgæslunnar hafa komið
hundruðum manna til hjálpar á
undanförnum mánuðum á vegum
Landamærastofnunar Evrópu-
sambandsins (FRONTEX). Flug-
vél Gæslunnar TF-SIF hefur lokið
verkefnum sínum í bili og kemur
heim í dag frá Ítalíu.
SIF hefur síðastliðna tvo mán-
uði gert út frá borginni Brindisi
á suður strönd Ítalíu og verið við
eftir lit á Miðjarðarhafi og Eyja-
hafi. Á tímabilinu hefur áhöfn
flugvélar innar fundið báta og
fleytur með alls 267 flóttamönn-
um sem síðan var komið til bjarg-
ar og aðstoðar á varðskipum og
björgunar bátum á svæðinu.
Landhelgisgæslan tók á árinu
þátt í verkefnum Frontex með
varðskipinu Ægi samfleytt frá
júní til október en SIF með hléum
frá sama tíma. Varðskipið Ægir
tók þátt í fjölmörgum aðgerðum
þar sem samtals 495 flóttamönn-
um var bjargað og þeir fluttir til
hafnar með varðskipinu Ægi eða
öðrum björgunarskipum á svæð-
inu, þar af voru 272 í alvarlegum
lífsháska.
Þessu lýsa myndir Guðmundar
St. Valdimarssonar, bátsmanns
á varðskipinu Ægi, hér á síðunni
afar vel. svavar@frettabladid.is
Gæslan hefur komið
hundruðum til hjálpar
Landhelgisgæslan hefur unnið árangursríkt starf utan landsteinanna á árinu.
Áhöfn flugvélar Gæslunnar hefur fundið 267 flóttamenn á smábátum. Varð-
skipið Ægir tók þátt í aðgerðum þar sem 495 manns var bjargað.
LÝSANDI VERKEFNI Mjög oft þarf að
grípa inn í þar sem flóttafólk hefur
yfirhlaðið báta og fleytur í leit að betri
lífsskilyrðum.
ÆGIR OG SIF Myndin er tekin á Mið-
jarðarhafi, en varðskipið og flugvél LHG
unnu saman í nokkur skipti þar sem
flugvélin fann bát flóttamanna og varð-
skipið kom þeim í öruggt skjól í landi.
SMÁFÓLKIÐ ÞARF SITT Ægir bjargaði 64 flóttamönnum úr ofhlöðnum smábáti sem sökk miðja vegu á milli Marokkó og Spánar.
Björgunarskip flutti fólkið í land á Spáni.
Í ÖRUGGUM HÖNDUM Varðskipið Ægir
bjargaði í lok júní 58 flóttamönnum úr
gilskorningi á Radoposskaga á Krít. Í
hópnum voru 16 konur, en tvær voru
þungaðar, tólf börn allt niður í ársgömul
og 30 karlmenn. Var fólkið flutt til Souda
á Krít þar sem myndin er tekin.
DÓMSMÁL Karlmaður hefur í Hér-
aðsdómi Reykjaness verið dæmd-
ur í þriggja mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi fyrir að ráðast með
ofbeldi á þáverandi sambýliskonu
sína, hrinda henni í gólfið, kýla
hana fyrir framan tveggja ára barn
hennar og sparka nokkrum sinnum
í maga hennar. Bótakröfu konunnar
var vísað frá dómi.
Maðurinn réðst tvisvar á kon-
una. Í síðara skiptið lét hann ekki
af misþyrmingunum fyrr en lítið
barn hennar fór að gráta.
Konan hlaut af þessu margvís-
lega áverka, bólgur, blóðnasir og
verki, auk þess sem hún gat ekki
hreyft aðra öxlina.
Hann lét ekki þar við sitja held-
ur hringdi í konuna og hótaði henni
handrukkara vegna meintrar skuld-
ar hennar við sig að upphæð 120
þúsund krónur. Konan tilkynnti lög-
reglu um atvikið sama dag.
Dómurinn leit til þess að maður-
inn hefði ekki gerst sekur um refsi-
verða háttsemi fyrr. Þá hefði hann
játað athæfið gegn konunni og var
hvort tveggja virt honum til refsi-
lækkunar. Bótakröfu hennar upp á
1,5 milljónir var vísað frá þar sem
krafan var sögð vanreifuð. - jss
HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Dæmdi
manninn á skilorð.
Héraðsdómur Reykjaness vísaði bótakröfu fórnarlambs árásar frá dómi:
Á skilorð eftir árásir og hótanir
TÓNLIST Í LOUVRE Tónskáldið Pierre
Boulez stjórnaði á tónleikum í Louvre-
safninu í París á þriðjudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DANMÖRK Ríflega áttræður maður
lét lífið í gærmorgun þegar hann
varð fyrir eigin bifreið. Atvikið
átti sér stað í bænum Korsör á
Sjálandi.
Fram kemur í dönskum miðlum
að maðurinn bakkaði út úr bíl-
skúr sínum, sem er í kjallarahæð,
og upp innkeyrsluna. Þegar upp
var komið steig hann út úr bílnum
til að loka bílskúrshurðinni, en
ekki vildi betur til en svo að bíll-
inn rann af stað og maðurinn varð
undir bílnum. Endurlífgunar-
tilraunir báru ekki árangur. - þj
Sviplegt banaslys í Danmörku:
Varð fyrir eigin
bíl og lét lífið