Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 16
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR16 Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi S: 577 6000 | www.garmin.is 24 helstu vellir á Íslandi ásamt 7.100 evrópskum völlum Einfaldur og handhægur snertiskjár Getur stillt holustaðsetningar Heldur utan um tölfræði kylfings, hittar flatir, brautir og pútt Aðeins tæki keypt á Íslandi eru með íslenskum völlum APPROACH ® GOLF GPS Draumajólagjöf golfarans INNIHELDUR KORT 24 HELSTU GOLFVALLA ÍSLANDS LISTINN ER Á GARMIN.IS Skrifstofur ríkisskattstjóra verða lokaðar eftir hádegi föstudaginn 23. desember (Þorláksmessu) Venjulegur opnunartími er milli jóla og nýárs FÖNIX Raftækjaverslun . Hátúni 6a . Sími 552 4420 . fonix@fonix.is www.fonix.is ÖRYGGISMÁL Skip og flugvél Land- helgisgæslunnar hafa komið hundruðum manna til hjálpar á undanförnum mánuðum á vegum Landamærastofnunar Evrópu- sambandsins (FRONTEX). Flug- vél Gæslunnar TF-SIF hefur lokið verkefnum sínum í bili og kemur heim í dag frá Ítalíu. SIF hefur síðastliðna tvo mán- uði gert út frá borginni Brindisi á suður strönd Ítalíu og verið við eftir lit á Miðjarðarhafi og Eyja- hafi. Á tímabilinu hefur áhöfn flugvélar innar fundið báta og fleytur með alls 267 flóttamönn- um sem síðan var komið til bjarg- ar og aðstoðar á varðskipum og björgunar bátum á svæðinu. Landhelgisgæslan tók á árinu þátt í verkefnum Frontex með varðskipinu Ægi samfleytt frá júní til október en SIF með hléum frá sama tíma. Varðskipið Ægir tók þátt í fjölmörgum aðgerðum þar sem samtals 495 flóttamönn- um var bjargað og þeir fluttir til hafnar með varðskipinu Ægi eða öðrum björgunarskipum á svæð- inu, þar af voru 272 í alvarlegum lífsháska. Þessu lýsa myndir Guðmundar St. Valdimarssonar, bátsmanns á varðskipinu Ægi, hér á síðunni afar vel. svavar@frettabladid.is Gæslan hefur komið hundruðum til hjálpar Landhelgisgæslan hefur unnið árangursríkt starf utan landsteinanna á árinu. Áhöfn flugvélar Gæslunnar hefur fundið 267 flóttamenn á smábátum. Varð- skipið Ægir tók þátt í aðgerðum þar sem 495 manns var bjargað. LÝSANDI VERKEFNI Mjög oft þarf að grípa inn í þar sem flóttafólk hefur yfirhlaðið báta og fleytur í leit að betri lífsskilyrðum. ÆGIR OG SIF Myndin er tekin á Mið- jarðarhafi, en varðskipið og flugvél LHG unnu saman í nokkur skipti þar sem flugvélin fann bát flóttamanna og varð- skipið kom þeim í öruggt skjól í landi. SMÁFÓLKIÐ ÞARF SITT Ægir bjargaði 64 flóttamönnum úr ofhlöðnum smábáti sem sökk miðja vegu á milli Marokkó og Spánar. Björgunarskip flutti fólkið í land á Spáni. Í ÖRUGGUM HÖNDUM Varðskipið Ægir bjargaði í lok júní 58 flóttamönnum úr gilskorningi á Radoposskaga á Krít. Í hópnum voru 16 konur, en tvær voru þungaðar, tólf börn allt niður í ársgömul og 30 karlmenn. Var fólkið flutt til Souda á Krít þar sem myndin er tekin. DÓMSMÁL Karlmaður hefur í Hér- aðsdómi Reykjaness verið dæmd- ur í þriggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir að ráðast með ofbeldi á þáverandi sambýliskonu sína, hrinda henni í gólfið, kýla hana fyrir framan tveggja ára barn hennar og sparka nokkrum sinnum í maga hennar. Bótakröfu konunnar var vísað frá dómi. Maðurinn réðst tvisvar á kon- una. Í síðara skiptið lét hann ekki af misþyrmingunum fyrr en lítið barn hennar fór að gráta. Konan hlaut af þessu margvís- lega áverka, bólgur, blóðnasir og verki, auk þess sem hún gat ekki hreyft aðra öxlina. Hann lét ekki þar við sitja held- ur hringdi í konuna og hótaði henni handrukkara vegna meintrar skuld- ar hennar við sig að upphæð 120 þúsund krónur. Konan tilkynnti lög- reglu um atvikið sama dag. Dómurinn leit til þess að maður- inn hefði ekki gerst sekur um refsi- verða háttsemi fyrr. Þá hefði hann játað athæfið gegn konunni og var hvort tveggja virt honum til refsi- lækkunar. Bótakröfu hennar upp á 1,5 milljónir var vísað frá þar sem krafan var sögð vanreifuð. - jss HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Dæmdi manninn á skilorð. Héraðsdómur Reykjaness vísaði bótakröfu fórnarlambs árásar frá dómi: Á skilorð eftir árásir og hótanir TÓNLIST Í LOUVRE Tónskáldið Pierre Boulez stjórnaði á tónleikum í Louvre- safninu í París á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Ríflega áttræður maður lét lífið í gærmorgun þegar hann varð fyrir eigin bifreið. Atvikið átti sér stað í bænum Korsör á Sjálandi. Fram kemur í dönskum miðlum að maðurinn bakkaði út úr bíl- skúr sínum, sem er í kjallarahæð, og upp innkeyrsluna. Þegar upp var komið steig hann út úr bílnum til að loka bílskúrshurðinni, en ekki vildi betur til en svo að bíll- inn rann af stað og maðurinn varð undir bílnum. Endurlífgunar- tilraunir báru ekki árangur. - þj Sviplegt banaslys í Danmörku: Varð fyrir eigin bíl og lét lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.