Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 38
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR38 Til allra þeirra sem styrkt hafa okkur, sýnt samúð og veitt okkur ómetanlegan stuðning og hlýhug á erfiðum tímum vegna andláts móður, systur og dóttur okkar, Laufeyjar Ingibjartsdóttur er lést 17. maí síðastliðinn. Ágæta stuðningsfólk, hafið fyllstu þakkir fyrir. Megi Guð og gæfa verða ykkur hliðholl. Jólakveðja. Fjölskylda Laufeyjar Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Hafstein Halldórssonar húsasmiðs, Kirkjuvegi 1, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Hrefna Sigurðardóttir Rúnar Benediktsson Svava Sigurðardóttir Ævar Ingi Guðbergsson Erna Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is 39 Hollvinir íslensku geitarinnar efna til styrktartónleika á Café Rosenberg í kvöld, en aðgangseyrir mun renna til Geitfjársetursins. Geitfjársetrið var stofnað utan um viðhald íslenska geita- stofnsins en starfsemi félagsins fer fram á Háafelli í Hvítársíðu, hjá Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur og fjölskyldu. Tónlistar- maðurinn Svavar Knútur Kristinsson er meðal þeirra sem fram koma á tónleik- unum, en hann kynntist íslensku geitinni hjá Jóhönnu fyrir nokkrum árum. „Við erum nokkrir tónlistarmenn sem viljum styrkja við starf Jóhönnu og hjálpa þannig til við að viðhalda þess- um sérstaka dýrastofni. Jóhanna er ein af hvunndagshetjum Íslands sem hefur ásamt fjölskyldu sinni reynt að koma geitastofninum á fætur upp á nýtt. Fólk áttar sig kannski ekki á því að dýr í útrýmingarhættu er mjög alvarlegur hlutur og lélegt fyrir okkur Íslendinga ef við leyfum geitinni að lognast út af.“ Þeir tónlistarmenn sem troða upp ásamt Svavari eru Halla Norðfjörð, Kristjana Stefánsdóttir, Myrra Rós, Anna Jónsdóttir, Skúli Þórðarson og fleiri og hefjast tónleikarnir klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. „Geitin er stórkostlegt dýr og falleg og gefur okkur einstakar afurðir. Ull, osta, sápur, og geitamjólkin er til dæmis eina mjólkin sem mörg börn með mjólkur- óþol geta drukkið. Geitin bjargaði heilu sjávarþorpunum snemma á 20. öld þegar fór að kreppa að en þá var geit í hverjum garði, þangað til sett voru lög um bann við búfjárhaldi í þéttbýli. Geiturnar redduðu mjólk og kjöti og öðru og gátu auk þess lifað á nær hverju sem er.“ Svavar segir það hafa verið einstaka reynslu að kynnast geitunum. „Áður en ég kynntist þeim hélt ég að geitin væri bara rolla með öðruvísi horn en hún er allt öðruvísi. Þær eru elskulegar og sýna manni væntumþykju. Þær eru svo- lítið eins og óþekkir hundar; forvitnar en hlýða ekki alltaf. Þannig geta þær auðveldlega komið sér í klandur en mér finnst óþekktin vera mjög góður eigin- leiki,“ segir Svavar og biður fólk að gleyma ekki geitinni í sér. „Við erum þæg og góð og kaupum okkur spjaldtölvur af því að einhver nefnd segir okkur að gera það. Ég hvet fólk til að fjárfesta frekar í geit en spjaldtölvu um jólin. Geiturnar myndu aldrei láta smala sér í hóp eins og roll- urnar. Þær hræðast ekki menn á hest- um.“ juliam@frettabladid.is GEIT PRIDE: STYRKTARTÓNLEIKAR FYRIR ÍSLENSKU GEITINA Í KVÖLD FREKAR GEIT EN SPJALDTÖLVU FINNUM GEITINA Í OKKUR „Við erum þæg og góð og kaupum okkur spjaldtölvur af því að einhver nefnd segir okkur að gera það. Ég hvet fólk til að fjárfesta frekar í geit en spjaldtölvu um jólin,“ segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður, einn þeirra sem koma fram á Geit Pride í kvöld. Á þessum degi, 22. desember árið 1983, auglýstu allnokkrar verslanir í Reykjavík að opið yrði hjá þeim til klukkan 22 þennan sama dag, en reglugerðir um leyfilegan afgreiðslutíma á þessum degi leyfðu aðeins að opið væri í verslunum til 20. Meðal þeirra verslana sem aug- lýstu að opið væri til 22 voru Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar, Víðir og Karnabær í Austurstræti. Eftir að viðvörun hafði borist til forsvarsmanna verslananna um að lögreglan myndi loka þeim klukkan 20 afréðu kaupmenn hins vegar að loka sjálfir áður en til þess kæmi. Verslunar- stjóri Karnabæjar sagði meðal annars að mánaðarmerki Karnabæjar væri „áfram miðar í anda friðar“ og því myndu þeir halda friðinn og loka sjálfir klukkan átta. Forsíðumynd Morgunblaðsins daginn eftir sýndi glugga verslunarinnar Víðis þar sem á miða stóð: „Því miður, lokað vegna reglugerða.“ ÞETTA GERÐIST: 22. DESEMBER 1983 Lokað vegna reglugerða VANESSA PARADIS, frönsk söng- og leikkona, er 39 ára í dag. „Heima er þar sem ástvinir manns eru. Mér getur því liðið eins og heima hjá mér á öllum mögulegum stöðum.“ Við þökkum innilega þann hlýhug og vináttu sem okkur voru sýnd í veikindum og við andlát og útför elsku mannsins míns, föður okkar, tengda- föður og afa, Erlendar Björnssonar prentara, sem lést 1. nóvember 2011. Með ósk um gleðilega hátíð. Aðalheiður Jónsdóttir Laufey Erlendsdóttir Björn Vilhelmsson Björn Erlendsson Vilhelm Bergmann Björnsson Aðalheiður Lind Björnsdóttir Björn Aron Björnsson Atli Viktor Björnsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar og afa, Ólafs Andréssonar. Sérstakar þakkir færum við við starfsfólki Heimahlynningar, líknar- og krabbameinsdeilda Landspítalans fyrir góða og alúðlega umönnun. Hulda Katla Sæbergsdóttir Vivian Ólafsdóttir Elvar Gunnarsson Anni Ólafsdóttir Hilmir Berg Ragnarsson Örn Ólafsson Natan Máni Ólafsson Valgerður Valgeirsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sr. Björn Jónsson Ásabraut 2, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 20. desember. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð sonardóttur hans, Klöru Smith Jónsdóttur 0552-14-401455 kt. 010455-3249. Sjöfn Pálfríður Jónsdóttir Sossa Björnsdóttir Ólafur Jón Arnbjörnsson Ingibjörg Jóna Björnsdóttir Hörður Kári Jóhannesson Jón Páll Björnsson Ásdís Kr. Smith Gunnhildur Björnsdóttir Pétur Sigurðsson afa- og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Guðmundar M. Waage Hvammabraut 2, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við Monique van Oosten sjúkraþjálfara, starfsfólki Líknardeildar Landspítalans Kópavogi, starfsfólki á deild 11E Landspítalanum Hringbraut og Karitas heimahlynningu. Anna Bergmann Guðbjörnsdóttir Sigríður G. Waage Þór Stefánsson Magnús G. Waage Fríða Jóhannsdóttir Eyrún Hulda G. Waage Alexander, Tinna, Oliver og Nökkvi Annika og Freyr Katrín Þöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.