Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 40
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR40 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,hlýhug og vináttu við andlát og útför Þorgerðar Magnúsdóttur húsmóður, Mýrarvegi 113 Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skógarhlíðar, Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri,fyrir einstaka umönn- un og hlýju. Ingólfur Sigurðsson Elinborg Ingólfsdóttir Magnús Þórðarson Magnús Ingólfsson Sólveig Erlendsdóttir Ragnhildur Ingólfsdóttir Samúel Jóhannsson Þórdís Ingólfsdóttir Sölvi Ingólfsson Guðrún Jónsdóttir Barnabörn og banabarnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku frænku okkar, Önnu Sigurbjargar Tryggvadóttur Sólvöllum 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Beykihlíð fyrir hlýja og elskulega umönnun. Systrabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Karólína Guðmundsdóttir Austurbyggð 17, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 27. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Guðmundur Heiðar Frímannsson Elísabet Hjörleifsdóttir Gunnlaugur Frímannsson Guðlaug H. Ísaksdóttir Sigríður Frímannsdóttir Katrín Frímannsdóttir Haraldur Bjarnason Karl Frímannsson Bryndís Þórhallsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Listamennirnir Guðmundur Hall- grímsson, betur þekktur sem Mundi vondi, og Snorri Ásmundsson frumsýna nýja stuttmynd, Óttalegir jólasveinar, í Gamla bíói í kvöld klukkan 20. „Myndin fjallar um tvo fávita sem ganga berserksgang á jólunum og lenda upp frá því í ýmsum ævintýr- um,“ útskýrir Mundi og getur þess að svartur húmor einkenni myndina sem megi helst flokka sem „slasher“ eða slægju eins og slíkar myndir kallast upp á íslensku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn sýna jólin á hrollvekjandi hátt. Ómar Hauks- son reið á vaðið um árið með útskriftar- verkefni sitt frá Listaháskóla Íslands, Örstutt jól, sem var stikla að kvikmynd í fullri lengd um morðóðan jólasvein. Af hverju þessi áhugi á að blanda gleði jólanna við hrylling og viðbjóð? „Ef maður skoðar gömlu íslensku jólasögurnar eru þær nú bara upp- fullar af alls konar ógeði, ófrýnileg- um jólasveinum og ketti sem borðar mannakjöt. Þannig að sagnahefð okkar Íslendinga býður upp á þessa nálgun,“ svarar Mundi og lætur þess getið að nánast sami hópur komi að gerð Ótta- legra jólasveina og súrrealísku stutt- myndarinnar Rabbit Hole sem hann frumsýndi við góðar undirtektir í fyrra. Mundi hvetur fólk til að mæta á sýn- inguna. „Ég lofa ósvikinni jólastemn- ingu, djassi, jólaglöggi, kakó og pipar- kökum fyrir sýningu,“ segir hann og bendir á að hægt sé að kaupa miða við innganginn og á midi.is. - rve Frumsýna hryllilega jólamynd FRUMSÝNING Guðmundur Hallgrímsson frumsýnir mynd sína, Óttalegir jólasveinar, í Gamla bíói í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ítalska tímaritið Collezioni Bambini & Baby áætlar að birta myndaþátt með nýj- ustu barnafatalínu Ígló í þriðja tölublaði sínu á næsta ári. Að sögn Helgu Ólafs- dóttur, annars stofnanda Ígló, óskaði listrænn stjórn- andi tímaritsins eftir lín- unni. „Fyrirtækið er rosalega flott og virt í barnatísku- bransanum. Það gefur út bæði ungbarna- og krakka- blað sem bæði hafa fjallað um Ígló. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem við erum með í tískuþætti,“ segir hún og getur þess að umfjallanir af þessu tagi geti styrkt stöðu fyrirtækisins á erlendum vettvangi. Helga stofnaði Ígló ásamt systur sinni Lovísu á Íslandi fyrir tveimur árum. Fyrir- tækið hefur verið að færa út kvíarnar undanfarna mán- uði með sölu á vörum til sífellt fleiri landa. Þannig fást vörur frá Ígló í Bret- landi, Þýskalandi, Lúxem- borg og víða um Norður- lönd. Þá er fyrirtækið með eigin verslun á Laugavegi og selur vörur í völdum versl- unum um land allt. - rve Ígló birtist í ítölsku tímariti HÆSTÁNÆGÐ Helga segir umfjallanir í tímaritum á borð við Collezioni Bambini & Baby geta haft áhrif á velgengni Ígló ytra. Sigurdís Harpa Arnarsdóttir myndlistarkona verður með opna vinnustofu fram að jólum. Vinnustofan er í Skipholti 9 og þar gefur að líta málverk sem Sigurdís hefur unnið með olíu og blandaðri tækni. Verk hennar eru til sölu og eru í verðflokkum við allra hæfi. Sigurdís hefur starfað nær sleitulaust að list sinni frá því að hún útskrifaðist úr Myndlistaskóla Akureyrar árið 1994. Á heimasíðu hennar, www.sigurdis.is, má sjá mynd- ir af nýlegum verkum ásamt nánari upplýsingum um feril hennar og sýningar. Undanfarin ár hefur Sigurdís málað með olíu á striga, bækur og mdf-plötur ásamt því að mála með blandaðri tækni, vatnslitum, bleki, olíulitum og pastel. Viðfangsefni Sigurdísar eru mannslíkaminn og náttúran máluð í glaðlegum litum. Vinnustofa Sigurdísar er opin virka daga frá 13 til 16 fram að jólum og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Opnar vinnustofu sína SIGURDÍS HARPA ARNARSDÓTTIR Ástkær maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, Guðmundur G. Gústafsson Kristnibraut 59, Reykjavík, lést mánudaginn 19. desember. Útförin fer fram þriðjudaginn 27. desember kl. 13 frá Guðríðarkirkju. Else Zimsen Gunnar Guðmundsson Ingveldur Finnsdóttir Kristján Guðmundsson Sigríður Ólöf Árnadóttir Gréta Björk Guðmundsdóttir Terje Almening barnabörn og barnabarnabarn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Björn Andrés Óskarsson vélstjóri, Barðastöðum 7, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 16. desember, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 28. desember kl. 13.00. Davíð Björnsson Ólöf Lilja Sigurðardóttir Óskar Björnsson Halla Katrín S. Arnardóttir Sigurður Jón Björnsson Sigrún Jónsdóttir og barnabörn Móðir mín, amma og langamma, Anna Anita Valtýsdóttir Lindargötu 57, áður Hverfisgötu 112, lést laugardaginn 3. desember á Borgarspítalanum Fossvogi. Útför hennar fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Rósý Karlsdóttir Ásta Harðardóttir Óskar Eiðsson Guðfinnur Harðarson Guðný Birgisdóttir Anita Harðardóttir og barnabörn Innilegt þakklæti sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og umhyggju við andlát og útför okkar hjartkæra Halldórs Hafsteinssonar. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Lilja Hannibalsdóttir Sæunn og Gunnar Björn Hafsteinn og Kristbjörg Sverrir Daníel og Elinóra Guðmundur Smári og Ingveldur Stefanía Auðbjörg Lilja Jóna og Skúli Frans barnabörn og barnabarnabarn Lilja Halldórsdóttir frá Mel systkini og makar. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Merkisatburðir 1897 Stundaklukka er sett upp í turni Dómkirkjunnar í Reykja- vík. Klukkan er gjöf frá Thomsen kaupmanni. 1919 Dómar eru kveðnir upp í Landsyfirrétti í síðasta sinn en hann hafði starfað frá 10. ágúst 1801. 1945 Ný Ölfusárbrú er tekin í notkun. 1947 Stjórnarskrá Ítalíu er tekin í notkun. 1988 Ion Iliescu tekur við forsetaembætti Rúmeníu. 1990 Lech Walesa sver forsetaeið, en hann er fyrsti forseti Póllands sem kjörinn er í lýðræðislegum kosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.