Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 18
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR18
Óvissa um raforku og raf-
orkuverð er helsti óvissu-
þátturinn varðandi álver í
Helguvík. Orka fyrir fyrsta
áfanga álvers er tryggð,
en óvíst er hvernig staðið
verður að því sem þarf fyrir
álverið allt. HS orka hefur
stefnt deilu við Norðurál um
orkumagn fyrir gerðardóm
í Svíþjóð. Tveir dagar eru
síðan sænskur gerðardómur
úrskurðaði í annarri deilu
fyrirtækjanna.
Álver í Helguvík átti að verða
vítamínsprauta inn í atvinnu-
lífið suður með sjó. Ekki veitti
af, lengi hefur atvinnuleysi verið
mest þar á landinu. Bjartsýni ríkti
hjá heimamönnum og stjórnmála-
menn kepptust við að lýsa því yfir
að nú hillti undir betri tíma. Rúm
sex ár eru síðan verkefnið fór
af stað, en, líkt og Frétta blaðið
greindi frá í gær, eru menn að
miklu leyti til enn á upphafsreit
varðandi veigamikla þætti þess.
En hvað er það sem stendur út af?
600 megavött af orku
Fyrirhugað álver Norðuráls verð-
ur í fjórum áföngum. 150 mega-
vött af orku þarf í hvern áfanga
og Norðurál hefur lýst því yfir
að fyrirtækið hefji ekki fram-
kvæmdir nema tryggð sé orka
fyrir að minnsta kosti tvo áfanga.
Það þýðir að 300 megavött af þeim
600 sem álverið þarf verða að vera
trygg áður en farið verður af stað
með verkefnið.
HS orka er með virkjana-
leyfi fyrir 70 til 80 MW af orku
á Reykjanesi, sem felst í stækkun
núverandi 100 MW virkjunar.
Orkuveita Reykjavíkur hefur
afhent 50 MW til Norðuráls úr
Sleggjunni svokölluðu, einum
áfanga Hverahlíðavirkjunar. Eins
og rakið er hér til hliðar gæti
sú afhending dregið dilk á eftir
sér. Samkvæmt samningum fara
önnur 50 MW úr Hverahlíðar-
virkjun til álversins.
Allt í allt hefur því verið samið
um 170 til 180 MW af orku. Það
dugar fyrir fyrsta áfanga álvers-
ins, en ekki þeim tveimur sem
Norðurál hefur sett sem skilyrði
fyrir því að í framkvæmdirn-
ar verði farið. Þá er langt í land
með að tryggja orku fyrir ál verið
allt, eigi það að verða af þeirri
stærðar gráðu sem ráð var fyrir
gert í upphafi.
Sala forsenda framkvæmda
HS orka hefur leyfi til borunar á
tveimur til þremur rannsóknar-
borholum frá einum borteig á
Sveifluhálsi. Áður en í þær fram-
kvæmdir verður ráðist þarf
að semja við Hafnarfjarðarbæ
sem er eigandi landsins og auð-
lindarinnar og fer að auki með
skipulags vald á svæðinu. Þær
við ræður eru í gangi. Væntingar
standa til þess að hægt verði að
reisa þar 50 til 100 MW. Sótt verð-
ur um leyfi fyrir henni og farið í
umhverfismat gangi það eftir og
samningar nást um orkusöluna.
Þá hyggur HS orka á
rannsóknar boranir í Eldvörp-
um í landi Grindavíkur. Róbert
Ragnars son, bæjarstjóri Grinda-
víkur, segir að samkvæmt aðal-
skipulagi bæjarfélagsins sé gert
ráð fyrir framkvæmdasvæði í Eld-
vörpum. Það skipulag er í auglýs-
ingu og fer svo til staðfestingar.
Í þessa virkjanakosti verður
ekki ráðist ef ekki liggja fyrir
samningar um sölu orkunnar. Júl-
íus J. Jónsson, forstjóri HS orku,
segir að fyrir verði að liggja að
framkvæmdir séu arðbærar áður
en farið sé í fjármögnun þeirra.
Lánsfé fáist einfaldlega ekki ef
óvissa sé um arðbærni fram-
kvæmdarinnar.
Auk þessara framkvæmda hefur
verið horft til virkjana Landsvirkj-
unar í neðri hluta Þjórsár. Þær eru
á nýtingarlista samkvæmt tillögu
um rammaáætlun um vernd og
nýtingu náttúrusvæða, en það gæti
breyst í meðförum þingsins.
Óvissa með sölusamninga
Eiríkur Hjálmarsson, hjá Orku-
veitu Reykjavíkur, segir einn-
ig að samningur um sölu orku sé
forsenda orkuöflunarinnar. Fjár-
mögnun sé í óvissu varðandi
Hverahlíðarvirkjun.
„Það virðist ljóst að fjár mögnun
verði ekki með hefðbundnum
hætti, það er út á efnahagsreikn-
ing OR með ábyrgðum eigenda.“
Hlé hefur verið á könnunar-
viðræðum við lífeyrissjóði um
aðkomu þeirra að verkefninu
vegna óvissu um sölusamninginn.
Norðurál deildi við HS orku og
OR um sölusamningana og var máli
fyrrnefnda fyrirtækisins vísað til
gerðardóms. Hann úrskurðaði á
dögunum og hafa Norðurálsmenn
lýst því yfir að þeir hafi haft sigur
í því máli. Á það ber þó að líta
að skaðabætur vegna tjóns sem
Norður ál taldi sig hafa orðið fyrir
voru ekki samþykktar.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins samþykkir dómurinn
umsamið orkuverð. Þeir fyrir varar
eru þó gerðir að fram kvæmdir
verði að vera arðbærar. Þar
stendur hnífurinn í kúnni; orku-
fyrirtækin segja einfaldlega að
miðað við núverandi samninga sé
ekki um arðbærar fram kvæmdir
að ræða.
Lóðir og leyfi tilbúin
Reykjanesbær hefur úthlutað lóð
fyrir álver í Helguvík. Árni Sig-
fússon bæjarstjóri segir ýmislegt
hafa verið gert til undirbúnings
álverinu.
Hafnaraðstaða sé tilbúin sam-
kvæmt samningum, en brygg-
jukantur og frágangur verði unn-
inn þegar mál liggja skýrar fyrir.
Þá hafi akstursleið verið gerð frá
svæðinu að álverinu, en aðeins
yfirborðsfrágangur sé eftir.
Þá lauk umhverfismati álvers-
ins í október 2007 og umhverfis-
mati suðvesturlínu í september
2009. Fyrirhugaðar virkjana-
framkvæmdir, verði í þær ráðist
vegna álversins, eru þó skemur á
veg komnar.
Jónas Ketilsson, verkefnastjóri
jarðhitanýtingar hjá Orkustofnun
segir að engin virkjanaleyfi séu á
borði stofnunarinnar frá HS orku
eða Orkuveitunni.
Landsnet sér um dreifingu orku
og er undirbúningi suðvestur-
línu að mestu lokið. Með henni
á að flytja orku frá Suðurlandi á
Reykjanes. Orka frá Hellisheiði og
Reykjanesvirkjun fer einnig inn á
línuna.
Þórður Guðmundsson, forstjóri
Landsnets, segir umhverfismat
framkvæmdarinnar liggja fyrir,
engin mál standi út af borðinu sem
hamli verkefninu.
Afstaða sveitarstjórnar Voga
á Vatnsleysuströnd gæti þó sett
strik í reikninginn, en hún krefst
þess að línur fari í jörð í sveitar-
félaginu. Þórður segir að kostn-
aður fyrir loftlínu sé 45 milljón-
ir króna per kílómetra. Leiðin í
gegnum Voga sé 17 kílómetrar og
það að leggja línuna í jörð sexfaldi
þann kostnað. Slíkt muni þýða
átta prósenta gjaldskrárhækkun
til almennings og 16 prósenta til
stórnotenda.
Sveitarfélagið styður hins vegar
framkvæmd álversins.
„Af hálfu Sveitarfélagsins Voga
stendur ekkert í veginum fyrir því
að hefja byggingu álvers í Helgu-
vík. Sveitarfélagið Vogar styður
þessa uppbyggingu sem og aðra
uppbyggingu atvinnulífs á svæð-
inu.“
Stendur ekki upp á ríkið
Samkvæmt upplýsingum frá
umhverfisráðuneytinu eru engin
leyfi vegna fyrirhugaðra fram-
kvæmda á borði ráðuneytisins.
Hið sama má segja um iðnaðar-
ráðuneytið.
„Við gerðum fjárfestingarsamn-
ing við Norðurál árið 2009 og það
er það sem heyrir beint að okkur.
Annað hefur ekki komið inn á borð
ráðuneytisins, en það er Orku-
stofnun sem veitir virkjanaleyfi,“
segir Kolbeinn Marteinsson,
aðstoðarmaður iðnaðarráðherra.
Iðnaðarráðherra hefur staðið
fyrir tveimur stórum samráðs-
fundum með deiluaðilum um
málið.
Ágúst F. Hafberg, hjá Norðuráli,
segir að fyrirtækinu sé ekkert að
vanbúnaði varðandi álverið, þegar
því sem úti stendur varðandi orku-
samninga hefur verið leyst.
„Norðurál hefur fengið öll til-
skilin leyfi fyrir álveri í Helgu-
vík. Mati á umhverfisáhrifum er
lokið. Starfsleyfi, byggingarleyfi,
útblástursleyfi og öll önnur leyfi
liggja fyrir. Fjármögnun verkefn-
isins verður ekki fyrirstaða. Bæði
Norðurál Helguvík og Norðurál á
Grundartanga eru skuldlaus við
lánastofnanir. Samkvæmt síðasta
uppgjöri Century Aluminum átti
félagið yfir 26 milljarða í sjóði.“
FRÉTTASKÝRING: Álver í Helguvík
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Reykjanesvirkjun
Sveifl uháls
Straumsvík
Helguvík
Geitháls
Kolviðarhóll
Hellis-
heiði
Svartsengi
Suðvesturlína
Fyrirhuguð lega Suðvesturlínu
Raforkan er enn þá óvissuþáttur
HELGUVÍK Framkvæmdir við hafnarmannvirki og álver í Helguvík eru hafnar þrátt fyrir að ekki hafi verið tryggð næg orka fyrir
verksmiðjuna í samningum. Þá ríkir óvissa um orkuverð sem hamlar frekari virkjanaframkvæmdum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HS orka hefur stefnt deilu við Norðurál vegna orkuafhendingar fyrir
gerðardóm. Nýfallinn er úrskurður gerðardóms í annarri deilu fyrirtækjanna.
Málið snýst um að Norðurál nýtti sér ákvæði í samningum um að taka ekki
til fulls við þeirri orku sem kveður á um í samningum. Það átti við um öll
orkufyrirtækin þrjú; HS orku, OR og Landsvirkjun. Mismunandi er hve við-
tökuhlutfallið lækkaði mikið, í sumum tilfellum tekur fyrirtækið aðeins við
85 prósentum af þeirri orku sem um var samið. Orkufyrirtækin telja þetta
ákvæði aðeins eiga við um stóráföll og ekki það ástand sem nú er uppi.
HS orka krefst aðildar OR að málinu þar sem um sameiginlegan orkusölu-
samning er að ræða. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að ekki
hafi verið tekin ákvörðun um hvort Landsvirkjun fari sömu leið.
Júlíus J. Jónsson, forstjóri HS orku, segir að málið muni ekki liðka fyrir
samningum við Norðurál um aðra þætti. Menn muni þó reyna að ná sem
bestum árangri úr samningum. Aðalatriði varðandi frekari framkvæmdir
sé hins vegar að þær verði að vera arðbærar. Hann hefur ekki trú á því að
fyrirtækið muni fara í frekari framkvæmdir vegna virkjana fyrir álverið áður
en gerðardómur kveður upp úrskurð sinn. Mögulega verði ein eða tvær hola
boraðar, en byggingar ekki reistar eða unnið frekar að virkjununum.
Fyrra málið fór fyrir gerðardóm í júlílok 2010 og lauk nú í desember 2011.
Deilan fyrir gerðardóm á ný
Fjármögnun verk-
efnisins verður ekki
fyrirstaða. Bæði Norður-
ál Helguvík og Norðurál á
Grundartanga eru skuldlaus
við lánastofnanir.
ÁGÚST F. HAFBERG
NORÐURÁLI