Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 48
4 • 100 litir af leðurhönskum parið Herratrefill og leðurhanskar hlý og góð gjöf fyrir herrann á aðeins 4.950 kr. Margir litir í boði Laugavegur 55 www.smartboutiq ue.is Laugavegur 55, sími 551-1040 Opið til kl. 22 alla daga til jóla Sendum í póstkröfu um allt land. Refaskott og leðurhanskar saman aðeins 8.900 kr Ný sending af silfurref Yfir 100 tegundir af leður seðlaveskjum. Verð frá 3.900 kr. Bleik dömu pasmina og svartir leðurhanskar. 4.490 kr. Margir litir í boði Mikið úrval af refahúfum 29.900 kr. www.smartboutique.is „Ég er í skýjunum með viðtökurn- ar,“ segir Páll Óskar. „Þetta er búið að ganga vonum framar. Ég get ekki beðið um meira. Það besta við þetta er, að eftir alla vinnuna við tónleikana þá líður mér núna eins og ég sé með hreint borð. Ég er eins og tómt óskrifað blað. Nú get ég farið aftur inn í stúdíó að vinna nýtt efni. Áramótaheitið mitt er að ég ætla að helga árinu 2012 lagasmíðum og reyna að vera eins duglegur í því eins og ég get. En ég ætla að leyfa því að gerast á sínum tíma.“ Þó að Sena hafi gefið út tónleikaplötuna með Sinfóníunni, þá er Páll ennþá sinn eigin herra í útgáfu á breiðskífunum sínum. Hann segir það hafa ýmsa kosti í för með sér, meðal annars að hann er ekki undir neinni pressu að gefa út, heldur getur leyft því að gerast þegar honum finnst lögin vera tilbúin. „Ég held áfram að vinna lögin, þangað til mér líður eins og þau séu tilbúin. Þannig að ég mun gefa út smáskífur á árinu, vonandi með myndböndum. Svo ef mér líður eins og lögin séu ekki komin, í júní eða júlí, þá ætla ég að hinkra næstu jól og gefa þá út næstu plötu 2013.“ Þú vannst Unicef-lagið, Megi það byrja með mér, sem kom út á dögunum, með upptökustjór- ateyminu Redd Lights. Er það eitt- hvað sem þú ætlar að gera meira að? Þ.e.a.s vinna með ungum lagasmiðum og upptökustjórum? „Alveg örugglega. Það kom mér á óvart hvað þeir í Redd Lights vita mikið um tónlist. Þó að þeir séu ungir þá vita þeir alveg hver Giorgio Moroder er. Það fílaði ég í botn. Það þurfti ekkert að út- skýra fyrir þeim. Mér fannst þetta lag frábær stökkpallur í eitthvað annað og meira.“ Verða þá líka menn eins og Örlygur Smári inni í myndinni? „Já, alveg örugglega. Það er svo gott að vinna með honum. Ég er umkringdur snillingum í hverju horni. Það er saga lífs míns. Ekkert af þessu hefur gerst af sjálfu sér. Ég hef alltaf verið um- kringdur snillingum; lagasmiðum og útsetjurum og textahöfundum og fatahönnuðum. Ég geri þetta aldrei einn. Þetta er alltaf samstarf og það er svo æðislegt. Þannig að ég held öllu opnu. Stuðið felst í því að leita, velta steinum og taka sénsa. Það skemmtilegasta sem ég geri er að stilla sjálfum mér upp við vegg og gera hluti sem ég er ekki viss um að komi sér- staklega vel út. Hluti sem líta ekki út fyrir að virka. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fékk Gordjöss í hendurnar var nákvæmlega þetta: Annaðhvort mun þetta lag marka endalok ferils míns eða að það verður stærri hittari en Ég er á leiðinni með Brunaliðinu.“ Taldirðu að það væri raunveru- legur möguleiki á því að þetta lag myndi rústa ferlinum þínum? „Já. Allra fyrstu viðbrögðin voru slæm. Sumt fólk virkilega hélt að núna hefði síðasta lausa skrúfan í hausnum á mér endanlega losnað. Það var ekki fyrr en fólk fékk að vita að Bragi Baggalútur hefði samið lag og texta. Þá fattaði fólk þetta. Þetta er auðvitað brilliant. Þetta er eins og frægir grínistar í Bandaríkjunum myndu semja lag um Madonnu og fá hana sjálfa til að syngja það. Ég held að hún ætti að gera slíkt. Hún hefur nú svo góðan húmor fyrir sjálfri sér. Það er líka lífsnauðsynlegt þegar þú ert í þessari stöðu. Ég veit ekk- ert hallærislegra en poppstjörnur sem hafa ekki húmor fyrir sjálfum sér.“ POPPSKÚRINN Horfðu á Pál Óskar flytja Þú komst við hjartað í mér og fleiri lög í Poppskúrnum á Vísi.is. Árinu er að ljúka og Páll Óskar Hjálmtýsson, poppstjarna Íslands, er að klára að bóka það næsta. Árið hjá Páli Óskari endar eins og 2007 og 2008 reyndar líka: með roksölu á nýjustu plötunni og sinaskeiðabólgu eftir þúsundir eiginhandaráritana. Í þetta skipti er það tónleikaplatan Páll Óskar og Sinfó sem er rifin út úr verslunum. Orð: Atli Fannar Myndir: Valli NÝ LÖG Á NÝJU ÁRI Páll Óskar er á leiðinni í hljóðver á nýju ári. PALLI OG BLEIKA JÓLATRÉÐ „Ég hef aldrei í lífinu keypt mér gervijólatré. Loksins þegar ég tók þessa ákvörðun þá vildi ég ganga alla leið og hafa þetta ekta gervi,“ segir Páll Óskar spurður um bleika jólatréð sem prýðir forsíðu Popps ásamt honum. „Ég beit það í mig og fékk einhverja þráhyggju fyrir bleikum jólatrjám. Ég sá bleikt jólatré í Pier-búðinni, en það reyndist ekki vera til sölu. Þá voru góð ráð dýr. Ég fann svo hvítt jólatré í Garðheimum sem passaði full- komlega inn í stofuna mína. Svo fór ég í Poulsen í Skeifunni og lét sérblanda rétta bleika litinn á úðabrúsa. Þannig að ég stóð úti í garði að spreyja hvíta jólatréð bleikt. Ég held ég hafi séð nefið á öllum nágrönnunum á rúðunum. Allir að tékka á hvað í ósköpunum Palli væri að gera núna.“ Páll er gríðarlega ánægður með útkomuna og segir tréð vera forkunnarfagurt. „Og það spilar með augun í manni,“ segir hann. „Augun á manni reikna alltaf með því að jólatré eigi að vera græn og kúlurnar hvítar eða rauðar. En þegar þú sérð bleikt jólatré með svörtum kúlum, þá ferðu inn í annan heim. Þetta er eins og að sjá negatívu af jólatré. Ég hef aldrei verið jafn stoltur af neinu jóla- tré, þetta er það fallegasta sem ég hef séð.“ Páll er mikið jólabarn. Hann er yngstur í sjö syst- kina hópi og getur því valið ansi marga staði til að borða jólamatinn. „Að vera endilega hér eða þar, er ekki skrifað í stein. En þegar ég er búinn að borða og taka upp pakka, þá er ég mættur í Fríkirkjuna í Reykjavík klukkan svona tíu. Við Monika Abendroth sjáum alltaf um tónlistarflutninginn í miðnæturmes- su Fríkirkjunnar á aðfangadag. Þetta er níunda árið í röð sem við gerum það. Þarna koma jólin fyrir mér.“ Svo kemur jóladagur og þá er Páll að eigin sögn heima á náttfötunum. „Ég slekk algerlega á mér, sef út, blaða í bók, horfi á bíómynd — oftar en ekki af filmu. Ég á super 8mm kvikmyndasýningarvél og elska að horfa á gamlar alvöru bíómyndir af filmu heima hjá mér. Á annan í jólum, þá er stóra fjöl skylduboðið. Þar sem ég er yngstur af sjö syst- kinum, og pabbi og mamma eru bæði farin, þá hö- fum við þetta þannig að allir afkomendur pabba og mömmu hittast undir sama þaki. Í ár skilst mér að fjölskyldumeðlimur númer 33 hafi verið að bætast í hópinn. Þetta er fljótt að koma þegar systkinin eru sjö.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.