Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 72
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR56
folk@frettabladid.is
Ágúst Jakobsson tekur upp auglýs-
ingu með Ólympíulandsliði Kína
um jólin. Hann er sömuleiðs önnum
kafinn við upptökur á spennumynd-
inni Frost.
Kvikmyndatökumaðurinn og auglýsinga-
gerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson ætlar að
taka sér frí frá tökum á íslensku spennu-
myndinni Frost og eyða jólunum í Kína
við tökur á auglýsingu fyrir Coca Cola.
„Ég flýg til Kína á Þorláksmessu,“ segir
Ágúst, sem ætlar að mynda Ólympíulands-
lið Kínverja í frjálsum íþróttum. Tilefnið
er Ólympíuleikarnir í London á næsta ári
en Coca Cola er styrktaraðili kínverska
liðsins. Þetta verður í þriðja sinn sem
Ágúst flýgur til Kína á þessu ári vegna
auglýsingaverkefnis.
Hann hefur undanfarin ár myndað fjölda
fótboltaauglýsinga erlendis, þar á meðal
fyrir íþróttavöruframleiðandann Nike
vegna úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu
á síðasta ári þar sem hann vann með leik-
mönnum Manchester United og Barcelona.
Evrópukeppnin í fótbolta verður hald-
in næsta sumar og býst Ágúst við því
að vinna við eitthvað tengt henni. „Sér-
staklega fyrst Englendingar eru búnir að
koma sér áfram. Ég geri alveg ráð fyrir
því að hitta Terry, Rooney og Lampard
einhvern tímann í vor,“ segir Chelsea-
aðdáandinn Ágúst léttur.
Frost er fyrsta kvikmynd hans hér á
landi í fullri lengd í rúman áratug, eða
síðan hann vann við Popp í Reykjavík,
Fíaskó og Villiljós. Hann vann við stutt-
myndina Karlsefni síðasta sumar á Íslandi
og fékk þá áhuga á að taka upp kvikmynd
í fullri lengd. Eftir að hafa rætt við fram-
leiðendurna Ingvar Þórðarson og Júlíus
Kemp og lesið handritið að Frosti ákvað
hann að stökkva á verkefnið. „Um leið
og ég frétti að þetta ætti að gerast uppi
á jökli og að þetta væri spennumynd
sagði ég: „Ókei, ég er klár.“ Leikstjóri
myndarinnar er Reynir Lyngdal og hand-
ritið skrifar Jón Atli Jónasson. Með aðal-
hlutverkin fara þau Björn Thors, Anna
Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson
og Hilmar Jónsson.
Eftir að tökunum á auglýsingunni í Kína
lýkur heldur Ágúst áfram störfum sínum
við Frost. „Ég verð uppi á Langjökli og
mun eiga heima á Hótel Geysi í mánuð.
Það er skemmtilegt að takast á við veðrið
og jökulinn og allar þessar aðstæður.
Maður er með íslenskt blóð í æðum sér og
á að geta staðið þetta af sér,“ segir hann.
„Mér líst mjög vel á þetta verkefni og ég
held að þetta verði alveg þrusugóð spennu-
mynd.“ freyr@frettabladid.is
Myndar Frost og kínverska ólympíufara
UPPI Á JÖKLI Ágúst uppi á Langjökli við tökur á spennumyndinni Frost. Á LEIÐ TIL KÍNA Kvikmyndagerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu í Kína um jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Playboy-stofnandinn Hugh
Hefner segist vera mjög feginn
því í dag að fyrirhugað brúð-
kaup hans og Crystal Harris
hafi verið aflýst fyrr í ár. Hefn-
er, sem er 85 ára, var skilinn
eftir með sárt ennið í júní þegar
Harris sleit trúlofun þeirra
aðeins nokkrum dögum áður en
brúðkaupið átti að eiga sér stað.
Hefner segist hafa misskilið
samband þeirra og er ánægður
með að hafa ekki gengið upp að
altarinu með Harris, sem var
Playboy-fyrirsæta. Hefner er
nú í sambúð með bestu vinkonu
Harris, Anna Sophie Berglund,
og Sheru Bechard. „Þær hafa
hjálpað mér að ná mér eftir
sambandsslitin.“
Ánægður með að
brúðkaupi var aflýst
Á MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Hugh Hefner er feginn því að Crystal Harris sleit
trúlofun þeirra í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY
Þrátt fyrir að vera sá leikari
sem halar inn mestum tekjum í
kvikmyndahúsum heimsins efast
Daniel Radcliffe enn um hæfi-
leika sína sem leikari.
Ferill Radcliffes spannar ell-
efu ár þótt hann sé einungis 22
ára gamall, en nú hefur hann
lokið við að leika í fyrstu mynd-
inni síðan Harry Potter-seríunni
lauk. Hann viðurkennir að þótt
hann hafi lært margt við tökur
myndarinnar hafi hann stundum
verið handviss um gagnsleysi
sitt sem leikara. Hann segir efa-
semdarraddir hvetja sig áfram.
„Alltaf þegar ég heyri fólk tala
um Harry Potter
krakkana eins og
við munum ekki
komast af í kvik-
myndaheiminum
fæ ég aukinn kraft.
En það er
dagamunur
á því hversu
góður manni
finnst
maður
vera.“
Efast um
sjálfan sig
ÓÖRUGGUR
Radcliffe
var aðeins
ellefu ára
þegar hann
lék í fyrstu
myndinni um
Harry Potter.
FRAMLEIÐANDI Óskarsverðlaunamyndarinnar Crash hefur
verið dæmdur til að greiða tæpan einn og hálfan milljarð til leikstjóra
myndarinnar, Pauls Haggis, og leikarans Brendans Fraser. Framleiðand-
inn hafði ekki greitt þeim nægan arð vegna myndarinnar.
1,5
Á TÖKUSTAÐ Ágúst hefur unnið mikið með íþróttamönnum.