Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 66
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR50 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 22. desember 2011 ➜ Tónleikar 19.30 Mugison heldur tónleika í sal Eldborgar í Hörpu. 3 tónleikar verða á dagskrá, klukkan 19.30, 20.00 og 23.59. Uppselt er á alla tónleika. 21.00 Kertaljósatónleikarnir Mozart við kertaljós, í umsjón Kammerhópsins Camerarctica, verða haldnir í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Aðgangseyrir er kr. 2.500 og 1.500 fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt fyrir börn. 22.00 Bítladrengirnir blíðu fagna útgáfu á nýjum DVD-diski sínum með tónleikum á Ob-La-Dí, Frakkastíg 8. Aðgangur ókeypis 20.30 Kammerkórarnir Ísold og Hymn- odia halda jólatónleika í Akureyrar- kirkju. Forsala miða er í Eymundsson í Hafnarstræti og kostar miðinn 2.000 kr. Miðaverð við innganginn er 2.500 kr. ➜ Hönnun 16.00 ARTÍMA gallerí listfræðinema við Háskóla Íslands eru með opin lista- og hönnunarmarkað til klukkan 19.00. Markaðurinn verður við Smiðjustíg 10, 101 Reykjavík. ➜ Sýningar 19.30 Þjóðleikhúsið verður með for- sýningu á jólasýningu sinni. Jólasýningin að þessu sinni er uppsetning Kjartans Ragnarssonar á skáldsögu Halldórs Lax- ness, Heimsljósi. Miðaverð er kr. 2.000. 20.00 Stuttmyndin Óttalegir Jólasveinar eftir Munda og Snorra Ásmundsson verður frumsýnd í Gamla bíói. Kvöldið hefst með piparkökum, kakói og jólajazzbandinu Nóa. Yfir myndinni er spiluð lifandi tónlist og Páll Óskar Hjálmtýsson er sérstakur veislu- stjóri. Miðaverð er kr. 1.000. Athugið að myndin er stranglega bönnuð börnum. ➜ Upplestur 17.00 Kristín Ómarsdóttir mun lesa úr bók sinni, Við tilheyrum sama myrkrinu - Af vináttu: Marilyn Monroe og Greta Garbo í Nýlistasafninu. Bókin verður til sölu á sérverði. ➜ Uppákomur 11.00 Þjóðminjasafn Ísland fær Gáttaþef í heimsókn. Öllum velkomið að kíkja við og syngja og skemmta sér með honum. Aðgangur er ókeypis. 12.34 Jóladagatal Norræna hússins heldur áfram í dag. Boðið er uppá jóla- glögg og piparkökur, eins og aðra daga. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. 20.00 Bingó-kvöld verður haldið á Dönsku kránni. Bingóspjaldið á kr. 300, og sérstakt happdrættis-bingóspjald á kr. 500. Að bingóinu loknu tekur Magni upp gítarinn og syngur fram eftir kvöldi. ➜ Tónlist 22.00 Plötusnúðurinn Sexy Lazer stýrir hátíðardjammi á skemmtistaðnum Austur. ➜ Markaðir 12.00 Jólabasar Kæmpe JULE- BAZAR er opinn í Nýlistasafninu. Tækifæri til að kaupa myndlist beint af listamönnum. 15.00 Hljómsveitirnar Prinspóló og Nolo munu leika á hressilegum jólamarkaði í kjallara Kjörgarðs (við herrafataverslun Kormáks & Skjald- ar). Á markaðnum fást alls kyns menningarafurðir og er hann opinn til klukkan 22:00. 16.00 Jólamarkaður Trúnó verður á skemmti- staðnum Barböru, Laugarvegi 22. Mikið úrval af dóti og heitt kakó og piparkökur í boði. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@fretta- bladid.is. Jón Atli Helgason tón- listarmaður býður sjálfan sig velkominn til Íslands með veislu á Austri í kvöld. Hann lætur vel af dvöl sinni í Kaupmannahöfn. „Ég elska Kaupmannahöfn og það er snilld að vera á meginlandinu,“ segir Jón Atli Helgason tónlistar- maður, sem er nýkominn til lands- ins í jólafrí. Þrátt fyrir að vera á Íslandi í stuttu stoppi yfir hátíðirnar ætlar Jón Atli ekki að slá slöku við og skipuleggur ýmis partí víðs vegar um bæinn. „Ég kem heim til að halda partí fyrir landann og sjá til þess að allir skemmti sér yfir hátíðarnar,“ segir Jón Atli, en í kvöld býður hann vinum, vanda- mönnum og áhugasömum á Aust- ur þar sem hann ætlar að þeyta skífum. „Ég sýni nokkra vel valda takta ef það er stemming fyrir því. Þetta er eins konar velkominn- heim-partí fyrir sjálfan mig.“ Jón Atli hefur verið búsettur í Danmörku í tæplega eitt ár þar sem hann er iðinn við kolann að spila á helstu skemmtistöðum landsins en hann er einnig í hljóm- sveitinni Human Woman ásamt Gísla Galdri Þorgeirssyni. Dúett- inn sameinast á næsta ári þegar Gísli flyst búferlum til Danmerkur og staðfestir Jón Atli að árið 2012 verði ár Human Woman. Fyrsta smáskífa sveitarinnar kemur út í lok janúar og plata væntanleg í vor en Human Woman er á mála hjá HFN Music í Hamburg. „Það er snilld að fá Gísla út og við getum unnið í tónlistinni saman og fylgt plötunni eftir hér. Svo er auðvelt að ferðast út um alla Evrópu frá Kaupmannahöfn.“ Jón Atli er einnig að skipuleggja áramótapartí ásamt Margeiri Ing- ólfssyni og Stephan Stephensen. Jón Jónsson leggur undir sig Esju á gamlárskvöld þar sem Human Woman ætlar að troða upp í síðasta sinn fyrir útrás. „Það hefur skap- ast hefð fyrir áramótapartýum okkar og þetta verður eintóm gleði í ár með sveitinni Too Young to Love frá New York, Högna Egils og okkur strákunum,“ segir Jón Atli sem heldur svo til Taílands í janú- ar ásamt foreldrum sínum og síðan beint í árlega skíðaferð í Ölpunum ásamt félögum sínum í febrúar. „Ef árið endar eins og það byrjar hef ég mjög góða tilfinningu fyrir 2012.“ alfrun@frettabladid.is KEMUR HEIM TIL AÐ HALDA PARTÍ PARTÝHALDARI Jón Atli kemur heim frá Kaupmannahöfn til að skemmta lands- mönnum yfir hátíðarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tónleikaferð U2 um heiminn, 360° var sú tekjuhæsta á árinu samkvæmt tímaritinu Billboard. Hljómsveitin spilaði á 44 tón- leikum fyrir næstum þrjár millj- ónir áhorfenda og námu tekjurn- ar um 35 milljörðum króna. Í öðru sæti á listanum lenti bandaríska rokksveitin Bon Jovi. Hún græddi um 23 millj- arða króna á sínum 68 tónleikum og féll þar með úr fyrsta sætinu sem hún vermdi á síðasta ári. Í þriðja sæti voru piltarnir í Take That og í því fjórða var Roger Waters, fyrrverandi liðsmaður Pink Floyd. U2 var tekjuhæst MILLJARÐATEKJUR Írarnir í U2 græddu um 35 milljarða á tónleikaferð sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.