Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 90
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR74 FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildin er sú besta í heimi og þar spila margir af fremstu fótboltamönnum heims. Þrettán íslenskir leikmenn hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var sett á laggirnar haustið 1992 og sá fjórtándi bætist í hópinn á nýja árinu. Eggert Gunnþór ákvað að yfirgefa Skotland eftir sjö ár dvöl hjá Hearts og næst á dagskrá er að sanna sig fyrir Mick McCarthy. Eggert Gunnþór verður ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að spila fyrir Úlfana því Ívar Ingimarsson hjálpaði liðinu að komast upp úr ensku b-deildinni 2002-03 og Jóhannes Karl Guðjónsson lék með liðinu í ensku úrvalsdeildinni tímabilið á eftir. Þorvaldur Örlygsson og Guðni Bergsson voru fyrstu íslensku leikmennirnir sem spiluðu í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku báðir í deildinni fyrsta tímabilið eftir að hún var stofnuð. Þorvaldur var á undan og lék með liði Nottingham Forest en Guðni var með Totten- ham og fékk reyndar lítið að vera með á þessu tímabili. Guðni átti eftir að snúa aftur með Bolton-lið- inu og þá sem fyrirliði. Guðni varð fyrsti Íslendingur- inn sem náði því að spila hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni, síðan hafa þrír leikmenn bæst í þann hóp, Hermann Hreiðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson en það er einnig líklegt að Heiðar Helguson nái því síðar á þessu tímabili. Þorvaldur Örlygsson skoraði fyrsta mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni, en markið kom 16. janú- ar 1993. Þor valdur kom þá inn á sem varamaður á móti Chelsea tíu mínútum fyrir leikslok og gull- t r yggði 3 - 0 sigur. Þorvald- ur fékk boltann á fjærstöng og lyfti honum laglega yfir markvörðinn. Þetta var eina mark Íslendings í deildinni þar til Guðni Bergsson skoraði fyrir Bolton í leik á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hermann Hreiðarsson á tvö met Íslendings í ensku úrvalsdeildinni því enginn hefur leikið fleiri leiki og enginn hefur leikið fyrir fleiri lið. Hermann lék alls 332 leiki í úrvalsdeildinni fyrir fimm félög á árunum 1997 til 2010. Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað langflest mörk af íslenskum leik- mönnum í ensku úrvals- deildinni – alls 55 mörk í 210 leikjum. Hann er líka sá eini sem hefur unnið ensku úrvals- deildina en það gerði hann með Chelsea 2005 og 2006. Grétar Rafn Steins- son var síðastur á undan Eggerti Gunn- þóri til að reyna sig í ensku úrvals- deildinni en hann hefur spilað í deildinni með Bolton frá því í byrj- un árs 2008. Grétar Rafn hefur ekki fengið mikið að spila á þessu tímabili en var með Bolton í mik- ilvægum sigri á móti Blackburn í fyrrakvöld. Íslendingar standa vel að vígi meðal þjóða heimsins þegar kemur að því að eiga leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri Íslendingar hafa þannig spilað í deildinni en leikmenn frá Ísrael (13), Póllandi (12), Slóvakíu (12), Tyrklandi (10), Ungverjalandi (10), Austurríki (8), Búlgaríu (7) og Rússlandi (7) svo einhver þekkt fótboltalönd séu nefnd í samanburði. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir þá þrettán íslensku leikmenn sem hafa náð að spila í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var stofnuð árið 1992. ooj@frettabladid.is VERÐUR FJÓRTÁNDI ÍSLENDINGURINN Eggert Gunnþór Jónsson er búinn að gera þriggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Wolves og mun ganga til liðs við félagið þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 1. janúar 2012. Eggert er sá fjórtándi sem fær að reyna sig í bestu deild í heimi. LÁRUS ORRI SIGURÐSSON 29 LEIKIR (0 MÖRK) West Bromwich Albion 2002-2003 JÓHANN BIRNIR GUÐMUNDSSON 9 LEIKIR (0 MÖRK) Watford 1999-2000 GUÐNI BERGSSON 135 LEIKIR (8 MÖRK) Tottenham 1992-1993, Bolton 1995-1996, Bolton 1997-1998 og Bolton 2001-2003. GRÉTAR RAFN STEINSSON 113 LEIKIR (3 MÖRK) Bolton 2008-2011. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 210 LEIKIR (55 MÖRK) Chelsea 2000-2006, Tottenham 2009-2010, Stoke 2010-2011 og Fulham 2011. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY OG AFP BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON 43 LEIKIR (3 MÖRK) Reading 2006-2008 ARNAR GUNNLAUGSSON 45 LEIKIR (3 MÖRK) Bolton 1997-98 og Leicester 1999-2002. ÍVAR INGIMARSSON 72 LEIKIR (4 MÖRK) Reading 2006-2008 HEIÐAR HELGUSON 90 LEIKIR (26 MÖRK) Watford 2000, Fulham 2005-2007, Bolton 2007- 2009 og Queens Park Rangers 2011. JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON 32 LEIKIR (2 MÖRK) Aston Villa 2003, Wolves 2003-2004 og Burnley 2009-2010. ÞORVALDUR ÖRLYGSSON 20 LEIKIR (1 MARK) Nottingham Forest 1992-1993. ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON 10 LEIKIR (1 MARK) Derby 2000–01. HERMANN HREIÐARSSON 332 LEIKIR (14 MÖRK) Crystal Palace 1997-98, Wimbledon 1999-2000, Ipswich 2000- 2002, Charlton 2003-2007 og Portsmouth 2007-2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.