Fréttablaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 10
22. desember 2011 FIMMTUDAGUR10
FRÉTTASKÝRING
Hvað felst í nýrri verðbólgumælingu
Hagstofu Íslands?
Verðbólga í desember jókst um
0,36 prósent frá fyrra mánuði sam-
kvæmt nýrri mælingu Hagstofu
Íslands. Verðbólga miðað við síð-
ustu 12 mánuði er því 5,3 prósent,
en var í nóvember 5,2 prósent.
Á vef Hagstofunnar kemur fram
að verð á mat og drykkjarvöru hafi
hækkað um 1,7 prósent milli mán-
aða og flugfargjöld til útlanda um
12,1 prósent.
Sá liður sem þyngst vegur í
hækkun vísitölu neysluverðs að
þessu sinni er matur og drykkur
„og er ljóst að hér gætir áhrifa af
veikingu krónunnar frá nóvember-
byrjun,“ segir í umfjöllun Grein-
ingar Íslandsbanka.
Um leið er bent á að innlend mat-
vara hafi ekki síður hækkað en
innflutt. Þannig hafi verð á kjöti
hækkað um tvö prósent milli mán-
aða og verð á fiski um 1,9 prósent.
„Verðbólgan á fjórða ársfjórð-
ungi er því […] nokkuð undir
þeim 5,6 prósentum sem Seðla-
bankamenn spáðu í Peningamál-
um í byrjun síðasta mánaðar,“
segir Greining Íslandsbanka og
telur þróunina styðja við spá sína
um óbreytta stýrivexti við næstu
vaxtaákvörðun Seðlabankans.
Í umfjöllun greiningar deildar
Arion banka segir að erfitt sé
að gera sér fyllilega grein fyrir
því hvað valdi svo mikilli hækk-
un á mat og drykkjarvörum nú.
„En væntanlega eru kaupmenn
að nýta jólamánuðinn til að velta
kostnaðar hækkunum fyrr á árinu
yfir á neytendur.“
Þá er að mati greiningar deildar
Arion banka enn útlit fyrir að árs-
verðbólga fari lækkandi þrátt
fyrir að umtalsverð verðbólga sé í
pípunum í febrúar og mars.
Spáir greiningardeild bank-
ans því að 12 mánaða verðbólga
eigi eftir að hækka í 5,6 prósent
í janúar og muni ekki lækka á ný
fyrr en eftir fyrstu þrjá mánuði
ársins. Á móti útsöluáhrifum í byrj-
un árs komi skatta- og gjaldskrár-
hækkanir á vegum hins opinbera.
Þá muni hækkun á áfengisgjaldi og
eldsneyti auka við verðbólgu.
Í umfjöllun IFS greiningar segir
að búast megi við lækkandi 12 mán-
aða verðbólgu yfir næsta ár, gangi
fyrri hluti ársins áfallalaust fyrir
sig. „Eins og við sjáum á árinu sem
er að ljúka geta óútreiknanlegir
atburðir eins og skyndileg stríðs-
átök eða náttúruhamfarir hoggið í
framboð og valdið jákvæðum verð-
þrýstingi. Sterkari króna gæti einn-
ig dregið úr innfluttri verðbólgu á
næsta ári.“ olikr@frettabladid.is
Verðbólga ársins 2011
0,8
0,4
0
-0,4
-0,8
5%
4%
3%
2%
1%
0%
385
380
375
370
365
360
Janúar Feb rúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept-ember Október
Nóv-
ember
Des-
ember
Breyting frá fyrra mánuði (%)
-0,90 1,20 1 0,80 0,90 0,50 0,10 0,30 0,60 0,30 0 0,40
1,80 1,90 2,30 2,80 3,40 4,20 5 5 5,70 5,30 5,20 5,30
■ Verðbólga (vinstri ás)
■ Vísitala (hægri ás)
SKÝRINGARMYND Hér að ofan má sjá hvernig verðbólga hefur þróast yfir árið sem
er að líða. Efra súluritið sýnir mælda 12 mánaða verðbólgu í hverjum mánuði ásamt
vísitölu neysluverðs og sú neðri verðlagsbreytingu milli mánaða. Verðhjöðnun varð
ekki nema í janúar.
Jólin nýtt til að velta
kostnaði á neytendur
Tólf mánaða verðbólga stendur í 5,3 prósentum. Niðurstaðan er undir spám
Seðlabankans og styður við óbreytta stýrivexti. Verðbólga gæti haldið áfram að
aukast næstu þrjá mánuði, þrátt fyrir útsöluáhrif í byrjun næsta árs.
Hækkun á
verði mat- og
drykkjarvöru
vegur einna þyngst í
verðbólgu aukningunni í
desember.
GREINING ÍSLANDSBANKA
1,7%
SÝRLAND, AP Sýrlenskir stjórnarandstæðingar hvetja
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að koma saman
til neyðarfundar vegna blóðbaðsins í Sýrlandi,
sem sagt er hafa náð nýjum hæðum á allra síðustu
dögum.
Stjórnarherinn er sagður hafa myrt yfir hundrað
manns í gær og álíka marga daginn áður í þorpinu
Kfar Owaid, sem er í fjallahéruðunum skammt frá
landamærum Tyrklands.
„Þetta voru skipulögð fjöldamorð,“ sagði Rami
Abdul-Rahman, yfirmaður sýrlenskra mannrétt-
indasamtaka í Bretlandi. „Hermennirnir umkringdu
fólk og drápu það.“
Árásir á þorpið hófust á laugardag, en töluvert
hefur verið um átök stjórnarliða og uppreisnar-
manna á þessum slóðum undanfarið. Átökin í land-
inu hafa harðnað mjög síðustu vikur og meðal ann-
ars hafa fjölmargir hermenn gerst liðhlaupar og
gengið til liðs við uppreisnarmenn.
Á mánudag féllst Bashir al-Assad Sýrlandsforseti
á kröfur Arababandalagsins um að fá að senda eftir-
litsmenn til landsins. - gb
Stjórnarliðar sagðir hafa drepið hundruð manna síðustu daga í einu þorpi:
Hvatt til neyðarfundar hjá SÞ
SÝNA STUÐNING VIÐ ASSAD Meðan stjórnarandstæðingar eiga
í átökum við liðsmenn Assads forseta koma stuðningsmenn
hans saman í Damaskus. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Hálfsextugur maður
hefur verið dæmdur í sex mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir að
fróa sér fyrir framan hóp stúlkna
á 14. og 15. aldursári í Elliðaárdal.
Fimmtudaginn 15. júlí 2010,
barst lögreglu tilkynning um að
karlmaður væri að fróa sér fyrir
framan hóp stúlkna í Elliðaárdal.
Er lögreglumenn komu á vettvang
sáu þeir mann, sem svaraði til lýs-
ingar þess er hringdi í lögreglu,
sitjandi á bekk á svæðinu. Lög-
reglumenn ræddu við þrjú ung-
menni, sem sátu á grasbala við
fossinn, sem sögðust hafa orðið
vör við að eldri karlmaður, sem lá
í grasinu skammt frá þeim, hefði
farið með hendur undir buxur
sínar og farið að fróa sér, en gengið
svo á brott. Bentu þau öll á ákærða,
þar sem hann sat á bekknum, og
sögðu hann vera manninn sem
þetta gerði. Þrjár stúlkur til við-
bótar höfðu séð þetta til mannsins.
Maðurinn kvaðst við yfir-
heyrslur hafa verið að nudda á sér
fæturna þar sem hann væri með
fótaóeirð. Þá kvaðst hann líka þjást
af ristilkrampa og hefði hann verið
frekar slæmur þennan dag. Hann
hefði því farið með hönd undir bol
sem hann var í og hnoðað eða hrist
magann til að mýkja ristilinn.
Þetta þótti dóminum harla
ósennilegt. - jss
Sá dæmdi sagðist hafa verið með óvenjuslæman ristilkrampa þennan dag:
Fróaði sér fyrir framan stúlknahóp
HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Þótti fram-
burður mannsins ótrúverðugur.
LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í
fyrirtækin Fagform og Prentverk
sem eru við Gagnheiði 74 á Sel-
fossi aðfaranótt þriðjudags á tíma-
bilinu frá klukkan 00.30 til 07.30.
Stolið var tveimur fartölvum,
stórri Mac-borðtölvu og nýlegri
borðtölvu. Þjófurinn hafði farið
um og rótað í skúffum en ekki
annað tekið en tölvurnar sem
geyma mikilvæg vinnugögn. Lög-
reglan á Selfossi biður alla þá sem
veitt geta upplýsingar um inn-
brotið að hafa samband í síma 480
1010. - jss
Leitað til almennings:
Mikilvægum
gögnum stolið
SKEMMTI ÁHORFENDUM Kermit
froskur skemmti fólki á frumsýningu
nýrrar myndar um Prúðuleikarana í
Sydney í Ástralíu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP